Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 6
6 FOSTUDAGUR 12. JANUAR 2001 ^KCssunuk Reykurimi frá bálinu steig vánast þráðbeint itpp til hhnna eins og strákurinn úr reykháfi Sementsverksmiðjunnar. Myná: K. K. Agæt brenna - en engir áhorfendur Vegna óhagstæðrar vindáttar var reglum verður að kveikja í slíkum dóma álit þeirra örfufáu hræða sem ekki kveikt í bálkesri sem hlaðinn brennum fyrsta góðviðrisdag eftir fy'lgdust með að sjaldan eða aldrei hafði verið í Kalmannsvík á Akranesi frestun og sá dagur reyndist vera hafi viðrað jafri vel til að stíga dans að kvöldi gamlársdags. Samkvæmt föstudagurinn 5 janúar. Það var sam- umhverfis bál á Akranesi. K.K. Hákarlinn er heilsubót Þegar Þorri nálgast verður flest- um hugsað til þorrablótanna og þess matar sem þar er neytt. Há- karlinn er einn sérstakasti maturinn sem fylgir þorrablótunum en Þorr- inn og hákarlinn höfðu ekki svona sterkt samband hér áður fyrr. Hildi- brandur Bjarnason í Bjarnarhöfri er einn stærsti hákarlaverkandi á Is- landi og veit því heilmargt um þessa skepnu, bæði um veiðar, verkun og ekki síst neyslu. Þegar blaðamaður heimsótti Hildibrand á dögunum var hann úti í skúr að skera niður hákarl sem senda átti austur á Jökul- dal. Hildibrandur sagði þá að hann fengi mikið af pöntunum þessa dag- ana og hann seldi hákarl Um allt land. En hvar fær Hildibrandur all- an þennan hákarl? “Eg kaupi há- karla af skipum víða frá. Eg fæ mik- ið af hákarli af togurum hér á Snæ- fellsnesi og frá Akranesi, Suðurnesj- um, Vestmanneyjum og víða af Norðurlandi.” Hildibrandttr segir að í ár sé fólk fyrr á ferðinni með pantanir enda er nú farið að þjófstarta þorranum eins og mörgu öðru hér á landi. Þó þorrinn hafi 5 helgar virðist það ekki duga og því bætir fólk bara helgum við bæði íyr- ir framan og aftan. Saga verkunar hákarls En hver er sagan á bak við jtað að farið var að kæsa hákarl? “Eg veit það svo sem ekki með vissu en fyrr á öldum kom það fyrir að hungrað fólk neytti nýs hákarls og dó af þeirri neyslu, um þetta eru til marg- ar skráðar heimildir. En sú saga sem sögð er af verkuninni er á þann veg að hákarl hafi verið skilin eftir í fjöru og brotnað þar niður af sjálfu sér. Einhverjir hungraðir munu hafa komist í hræið og fundið út að hákarlinn væri ætur. I framhaldi af þessu hafi menn farið að verka há- karinn eins og við þekkjum hann í dag.” En hefur hákarlsneysla alltaf fylgt þorranum? “Nei, ekkert frek- ar. Hákarlinn var fyrst og ffemst veiddur í janúar, febrúar og mars, en á þeim tíma gekk unghákarlinn nærri landi. Nú í dag erum við að fá hákarl allan ársins hring. Hákarlinn var því verkaður á veturna þar sem hann var geymdur í kös í grófri urð og hengdur upp í hjalla þannig að hann næði að mynda skel áður en fluga kviknaði. Þannig að á þorran- um voru menn að verka hákarlinn, það var einfaldlega besti tíminn”. Þorrablót og heilsubót Þorrablótin eru ekkert gömul fyrirbæri. Þó þau séu þekkt úr gömlum heimildum voru þau end- urvakin í þeirri mynd sem við þekkjum fyrir um 50 árum. Hildi- brandur telur það hinsvegar senni- legt að mönnum hafi þótt nauðsyn- legt að hafa hákarl með þeim mat sem fólk var ekki vant að borða. “I því liggja bestu einkenni hákarlsins, hann hefúr svo góð áhrif á melting- una og þeir sem hans neyta fá aldrei í magann. Það er orðið algengt nú á tímum að fólk taki með sér hákarl þegar það fer til útlanda og komi þannig í veg fyrir óþægindi sem fylgja því að neyta matar sem það er ekki vant”. Lækningamáttur hákarls Hildibrandur hefur tröllatrú á hollustu hákarlsins og telur hann allra meina bót og getur sagt marg- ar sögur af lækningamætti þessa matar. “Einu sinni hringdi í mig kona sem sagði mér frá vinkonu sinni sem slasast hafði erlendis, vin- konan hafði hlotið alvarleg bruna- sár og var talið að hún þyrftí að gangast undir húðágræðslu. Konan sem hringdi hafði hinsvegar þá vit- neskju frá föður sínum að neysla há- karls væri nauðsynleg til að fá gró- anda í sárin. Þetta var um jól og hún spurði mig hvar á Reykjavíkursvæð- inu hún gæti nálgast hákarl, þó há- tíð væri gengin í garð og verslanir lokaðar. Eg benti henni á mann sem hefur verslað mikið við mig og hann gat bjargað henni um hákarl tíl að senda utan með næstu flugvél. Þegar hin slasaða fór að neyta há- karlsins varð fljótt mikil breyting á og greri hún sára sinna og slapp við húðágræðslu.” Frumstæð skepna Hákarlinn er fremur frumstæð skepna og telja menn hann lítt eða ekkert hafa breyst í 6-8 milljón ár. Kvikindið getur orðið 6-7 metrar á lengd en algeng stærð er 3-5 metr- ar. En er það satt að hákarlinn sé heilalaus? “Hákarlinn hefur verið mjög þróuð skepna og hefur ein- stakt ónæmiskerfi sem veldur því að hann hefur lifað af allar breytingar á jörðinni og veikist aldrei. Einhver efria í afurðunum hans valda því að þær styrkja ónæmiskerfi þeirra sem neyta hákarls. Um heilaleysi há- karlsins, já hann er talinn heilalaus og þegar þeir voru að veiða hann hér fyrr á árum var hann rotaður við borðstokkinn, til þess þurfti aðeins eitt högg á trjónuna. Þá var skorið gat á hausinn á honum og mænan dregin út. Ef hún náðist ekki öll gat sá hlutí sem enn hafði mænu lifað töluvert lengi”. Þetta hefúr mönn- um þótt benda til þess að mænan öll sé í raun stjórnapparat hákarlsins og komi í stað heila. Letingi og alæta Hákarlinn er talin fremur löt skepna og jafrivel prúð, hann er tal- inn éta allt sem að kjafti kemur en er ekki hættulegur. En margt er annað sérkennilegt við skepnuna. “Hákarlinn hefur merkilegan tann- garð sem endurnýjast efrir þörfum,” segir Hildibrandur, “það eru alltaf nýjar tennur að vaxa inni í kjaftin- um og svo færast þær fram í ginið þegar hinar eru orðanar slitnar. Há- karlinn hefur engin nýru og því safriast öll eiturefrii í líkamanum sem er auðvitað ávísun á styrk ó- næmiskerfisins. Það eru þessi eitur- efni sem hreinsast út í kæsingunni og eftir verða þessi hollu efrii sem greinilega hafa mikinn lækninga- mátt”. IH Hákarlinn fieðir af sér hundruð lifandi afkvœma sem eru um 30 cm löng. Myndin er af eggjum úr kviði hákarlskerlingar. Mynd 1H Alfameyjav og álfapiltar gengu mnhveifts brennuna á þrettándanum á Skaganum ásamt álfakóngi og drottningu ogfiiðtt fóruneyti bæjarbúta sem fjölmenntu á Jaðarsbakka eftir blyfdrfi'á Arttardal. Fallegt veðttr var og flugeldasýning félaga Kiwanisklúbbsins Þyrils naut sín einstaklega vel. Myitd: K.K. Gegn lagningu háspennulínu Lagning háspennulínu um Hval- fjarðarstrandahrepp hefur vakið andstöðu íbúa á svæðinu. Bæjarráð Akraness tekur undir með íbúum og eigendum bújarða og annarra fast- eigna í Hvalfjarðarstrandarhreppi þar sem þeir leggjast eindregið gegn þeim hugmjmdum sem kynntar hafa verið um lagningu Sultartangalínu 3 um sveitína. Bæjarráð Akraness á- lyktaði um málið og telur að eðlilegt sé að slíkar orkuflutningslínur séu lagðar í jörð þar sem farið er um byggð og annars staðar þar sem því verður við komið með góðu móti. K.K Sigríður Finsen, Anna Bergsdótth; Ragnar Haraldsson ogAsgeir Ragnarsson vteð Framfaraverðlaun Eyrbyggja 2000. Mynd IH Framfaraverðlaun Eyrbyggja 2000 Eyrbyggjar, Hollvinasamtök Grundarfjarðar, veittu Framfara- verðlaun félagsins þann 6. janúar. Þessi verðlaun eru veitt þeim aðil- um í Grundarfirði sem þykja hafa skarað fram úr hvað snertir upp- byggingu og framfarir í sveitarfé- laginu. Að þessu sinni komu verð- launin í hlut Fjarnámsvers á fram- haldsskólastigi og flutningafyrir- tækisins Ragnars og Asgeirs ehf. Eyrbyggjar buðu til samsætis á Hótel Framnesi og þar ávarpaði Gísli Karel Halldórsson formaður félagsins viðstadda. Eftir að hafa upplýst hverjir hlytu Framfara- verðlaunin fyrir árið 2000 fór hann yfir sögu verðlaunahafanna og lýsti þeim áföngum sem þeir hefðu náð og með hvaða hætti þeir styrktu byggðina. Um fjarnámið sagði Gísli m.a.: “Það sem er nýstárlegt við þetta verkefrii er að öll kennsla er í hönd- um fjarkennsludeildar Verk- menntaskólans á Akureyri en nem- endur mæta í fjarnámsver í Grund- arfirði á hverjum morgni ásamt umsjónarmanni og stunda nám sitt”. Síðan rakti hann undirbúning og aðdraganda og vék að félagslegu mikilvægi þessa verkefnis. “Aður en fjarnámið kom til höfðu grund- firskir nemendur þattn eina kost að sækja framhaldsskólamenntun utan heimabyggðar. Margir fóru til Akraness og aðrir til Reykjavíkur eða Akureyrar, með tilheyrandi kostnaði og umróti fyrir fjölskyld- ur. Stundum hafa fjölskyldur tekið sig upp og flutt á brott úr byggðar- laginu þegar börnin fara í fram- haldsskóla. Sveitarstjórnin í Grundarfirði hefur því lagt mikla áherslu á þennan málaflokk. Nýir möguleikar hafa opnast með nýrri tækni, með fjarnámi og fjarfunda- búnaði og sveitarstjórnin vildi kanna hvort unnt væri að færa menntunina til nemendanna með notkun nýjustu tækni”. Síðan af- henti hann þeim Sigríði Finsen, verkefnisstjóra, og Onnu Bergs- dóttur, skólastjóra, Framfaraverð- laun Eyrbyggja 2000. Næst rakti Gísli Karel, í stuttu máli, sögu flutningafyrirtækisins Ragnars og Asgeirs ehf. og bentí á hversu mik- ilvægt það væri fyrir byggðarlög eins og Grundarfjörð að eiga svo traust og mikið fyrirtæki til að þjóna þörfum byggðanna. Gísli fór yfir bílaflota fyritækisins og sagði: “Bílafloti þessi fer um allt land. Margur Grundfirðingurinn fýllist stolti þegar hann mætir þessum stóru bílum einhversstaðar á þjóð- vegum landsins og þeir eru vand- lega merktir Grundarfirði.” Því næst afhenti hann þeim feðgum Ragnari Haraldssyni og Ásgeiri Ragnarssyni Framfaraverðlaun Eyrbyggja 2000. IH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.