Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 9
oKliSSUItUi.. FOSTUDAGUR 12. JANUAR 2001 9 Mareind er háþróað jyrirtæki á svibi siglingatækja og tölvubúnaiarfyrir skip. Þettajyrir- tæki er eitt margra þjónustítfyrirtækja í sjávarbyggðum á Snæfellsriesi. Það heyrir til undan- tebiinga að sœkja þuifi útfyrir svæðið eftir þjónustu við atvimmvegina. Mynd IH er tónlistarlíf virkt í Ólafsvík, með á- kveðinni sérstöðu í söngleikjum. Virk leikfélög eru t.d. í Ólafsvík”. Og um bókasöfn segir: “I Gmndarfirði er Bókasafn Eyrarsveitar. Það hefur samstarf víð Símenntunarmiðstöð Vesmrlands. Einnig er Amtsbókasafn í Stykkishólmi sem nýtist sjávar- byggðunum á utanverðu Snæfells- nesi”. Æ,æ, hefur þetta nú ekki skol- ast svoh'tið ,tíl. Af þessu ætm “tæki- færin” í menningu Snæfellinga að felast í því að bókaverðimir í Stykkis- hólmi geti verið fastagestir á söng- leikjasýningum í Olafsvtík þegar þær fara með bækur tíl Ólsaranna og Sandaranna. Nei, þetta getur ekki verið svona. Menning á sterkum grunni Þó ekki sé gert lítið úr því sem fram er talið og er rétt, í þessu maka- lausa bulli, er það upplýsandi fyrir skýrsluhöfunda að menning í þessum byggðum stendur á mjög traustum grunni. Aldahefð er fýrir virku tón- listarlífi í Stykkishólmi þar sem t.d. lúðrasveit hefur verið starfandi í um 100 ár. Þar er líka starfandi eitt elsta áhugamannaleikfélag landsins. I öll- um hinum sveitarfélögunum er starf- andi fjöldi kóra og hljómsveita, þá em fjöldi fólks sem fæst við ljóða- og lagagerð og margskonar annað sem talið er merkilegt í öðmm landshlut- um. All margir rithöfundar em starf- andi á Snæfellsnesi og árlega kemur út fjöldi bóka efdr þá. Þetta er ekki talið til “styrks” svæðisins þó stein- dauð skáld og listamenn séu taldir sem “styrkur” eða “tækifæri” í öðmm landshlutum. Þá er það talið til “veik- leika” að skormr sé á fagfólki. Þó því megi gjaman fjölga er það rangt að þarna sé skormr. Sjáið svo þetta: “Nokkuð er um fomminjar í Snæ- fellsbæ og minjar um útræði á utan- verðu Snæfellsnesi”. Ha, allt utanvert Snæfellsnes er í Snæfellsbæ og það lýsir sorglegri fáffæði að nefna ekki merkar fomminjar í öðrum sveitum í þessu söguríka héraði. Þetta er ein- faldlega móðgun við hvern þann sem hefur lámarksþekkingu á sögu þjóð- arinnar. Menntun og félagslegt umhverfi Þegar kemur að þessum þátmm verða vitleysurnar ekki eins afger- andi og ef til vill fyrirgefanlegar. Þarna kemur fram að frávik meðal- launa sé rúmum 3% undir lands- meðaltali, sem er betri útkoma en víðast á landsbyggðinni og að íbúar séu almennt ánægðir með opinbera þjónusm, umhverfisskilyrði og veð- urfar. Um félagsheimili segir þetta: “Góð félagsheimili eru í Ólafsfirði og Klifi og mikil uppbygging á í- þróttaaðstöðu hefur átt sér stað á Snæfellsnesi”. Þetta er auðvitað talið “styrkur”. Það er hinsvegar talið félagslegur “veikleiki” að nem- endur við fjarnám í Grundarfirði þurfi að greiða meira fyrir námið en nemendur sem smnda námið í Fjöl- brautarskólanum á Akranesi. Hins- vegar er það talið sem “styrkur” í “- stöðu mennmnar”. Það er greini- legt að innan Byggðastofnunar er ekki tíl þekking á þessu tilrauna- verkefni í fræðslumálum. Það á vonandi eftir að lagast því fjarnáms- ver eins og í Grundarfirði er tilraun sem er algjör nýjung og mikið framfaraspor fyrir hinar dreifðu byggðir. Þarna hefðu starfsmenn stofnunarinnar átt að koma auga á þau tækifæri sem í þessu felast. Full- yrðingin um kosmað nemenda er að auki óröksmdd rangfærsla sem sýnir enn einu sinni takmarkaða þekkingu skýrsluhöfunda á lífi, menningu og umhverfi lands- byggðarinnar. Oskalagaþáttur Þó vissulega sé vert að hafa á- hyggjur af stöðu landsbyggðarinn- ar og þeim fólksflótta sem þar er, verður ekki séð að það verði leyst með þvílíku bulli og endemis vit- leysu sem þessari. Það hlýmr að vera áhyggjuefhi sveitarstjórna á svæðinu hve ómarkviss þessi ráð- gjöf er stjórnarherrum þessa lands. Stjórnmálamönnum hlýtur að vera raun af þessu plaggi og vonandi er að þeir þurfi ekki í mörgu að reiða sig á ráðgjöf sem þessa. Það er þó aldrei svo að ekkert sé gott í þessari skýrslu, í henni eru margir fróðleg- ir kaflar sem vonandi eru byggðir á traustari grunni en upplýsingarnar um sjávarbyggðirnar á Vesmrlandi. Ekki vantar að vísað er til fjöl- rnargra heimilda, ritaðra og munn- legra. Persónulega þótti mér bestur kaflinn um “Óskalagaþátt sjó- manna”. Ingi Hans. J'gmnir á jólagetraunum Á annað hundrað lesendur Skessuhoms sendu inn lausnir á getraunum í jólablaði Skessuhoms. Dregið hefur verið úr réttum innsendum svöram og hljóta eftirtaldir aðilar 15.000 króna úttektir í þjónustuveri ÍUT í Hymutorgi. Jólamyndagátan. Lausn: “Brátt koma aldamót, en margir héldu upp á þau með miklum gauragangi og púðurreyk fyrir ári". Vinningshafi er Þórunn Eiríksdóttir, Kaðalsstöðum, Stafhoítstungum, 311 Borgarnes. Jólakrossgátan. Lausn: “Jólasveinar” og “Kynjajafnrétti eða hvað”. Vinningshafi erErla Gísladóttir, Tjarnarási 15,340 Stykkishólmur. Vinningshöfum verður send gjafabréf. Skessuhorn þakkar þátttökuna. Framköllunarþjónustan í Borgarnesi býður nú uppá glœsilega viðbót í framköllun: Ný stafræn framköllunarvél - sú fullkomnasta á landinu Framköllum APS filmur u.—> !,J Stækkum allt upp í 25*38 cm (litflmur; slides, svart/hvítar filmur) Hvítur eöa engin rammi Yfirlitsmynd fylgir bæði APS og 35 mm. framköllun 3R 4R 5R oRVV SR 10R Breytum litmyndum í svart/hvítar eoa SEPIA - allt eftir þörfum hvers og eins Móttökustaðir um allt Vesturland FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF. 310 BORGARNESI - S. 437-1055 - í fararbroddi á nýrri öldJ Enn á ný bjóðum við á frábaeru verði hinn vinuela Fjölkomaáburð eg hágæða áburðinn frá Kemira í Danmörkut Áburðartegundirnar hafa nú verið notaðar í nokkur sumur hér á landi og komið mjög vel út að mati bænda sem notað hafa þær aftur og aftur. Verðin giida út janúar 2001 og eru án vsk. Vöru- númer Fjölkorna Vöru- heiti Köfn.efni N Fosfór P205 Kalíum K20 Kalk Ca Magn. Mg Bren. S Verð per tonn 2II 26-14-00 26 I4 0 3,50 - 2,0 I6.64I 2I2 26-07-00 26 6 0 3,50 - 2,0 15.632 205 15-15-15 I5 I5 I5 2,00 I.5 18.572 206 20-10-10 20 I0 I0 3.00 - 2,5 15.950 207 20-12-08 20 I2 8 3,00 - 2,5 16.177 209 24-09-08 23 9 8 3,00 - 2,5 15.874 II2 34-00-00 34 0 0 - - - 18.314 Einkorna frá Kemía 105 15-15-15 I5 I5 I5 l,00 l,0 I.O 2I.577 106 20-10-10 20 I0 I0 2,00 l,0 l,0 20.545 109 24-09-08 24 9 8 1,40 1,8 2,0 20.725 Áburðurinn afgreiðist eingöngu í stórsekkjum Búaðföng ehf. - Stórólfsvöllum - 861 Hvolsvöllur Sími: 487-8888 - Fax: 487-8889

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.