Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 15
15 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 Islandsmeistarar 2000 frá Akranesi Líkt og í fyrra var öllum íslands- meisturum liðins árs á Akranesi af- hent viðurkenning við kjör Iþrótta- manns Akraness sem fram fór á Iþróttafélagið Þjótur. Lindberg Már Scott Kristín Anna Eriingsdóttir Kristjana Björnsdóttir Sundfélag Akraness. Kolbrún Yr Kristjánsdóttir Badmintonfélag Akraness. Hanna María Guðbjartsdóttir Karítas Osk Olafsdóttir Stefán Jónsson Sveinn Kristjánsson Hólmsteinn Valdimarsson Knattspymufélag Akraness. Islandsmeistarar í 4.flokki karla utanhúss árið 2000 Agnar Sigurðjónsson Arnar Már Guðjónsson Arnar Þór Sigurbjörnsson Ágúst Orlaugur Magnússon Áskell Jónsson Ástþór Eyjólfsson Benedikt Magnússon Birkir Orn Gylfason Fylkir Birgisson Guðmundur Páll Hreiðarsson Hafþór Ægir Vilhjálmsson Heimir Einarsson Hrannar Hallgrímsson Högni Haraldsson Ingi Þór Árnason Jón Ingi Þrastarson Jón Steinar Guðlaugsson Jón Vilheltn Ákason Þrettándanum. íslandsmeistararnir koma úr átta félögum innan I- þróttabandalags Akraness og eru eftirfarandi: Kári Harðarson Kristinn Aron Hjartarson Kristinn Darri Röðulsson Helgi Halidórsson Ottar Þór Ágústsson Salvar Georgsson Samúel Ágúst Samúelsson Stefán Halldór Jónsson Valur Oddgeir Bjarnason Sölvi Máj* Hjaltason Unnar Valgarð Jónsson Arnór Smárasson Bjarki Þór Guðjónsson Golfklúbburinn Leynir. Birgir Már Vtgfusson Helgi Dan Steinsson Hróðmar Halldórsson Ingi Rúnar Gíslason Kristvin Bjarnason Stefán Orri Olafsson Þórbergur Guðjónsson Willy Blumenstein Valdirinarsson Keilufélag Akraness Guðmundur Sigurðsson Bjarni Borgar Jóhannsson Ólafur Ólafsson Halldór Sigurðsson Sævar Þór Magnússon Elías Borgar Hestamannafélagið Dreyri Karen Líndal Marteinsdóttir Skotfélag Akranes Stefián Gísli Öriygsson Sigurvegarannr í tvmunningi ásamt Gíslti Rjartanssyni sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Mýr- arsýslu sem. gaf verðlaunaféð á hátíðinni. Mynd: K.K. Bridgehátíð í Borgamesi Bridgehátíð Vesturlands 2001 var haldin í Borgamesi um síð- ustu helgi. 25 sveitir niættu til sveitarkeppni á laugardeginum eða 100 spilarar og ívið færri, eða 43 pör, þreyttu keppni í tví- menningi á sunnudeginum. Mörg gamalkunn andlit mátti sjá í hópi þátttakenda í hátíðinni sem hefur unnið sér nafn í bridgekeppnum landsins. Þótti hátíðin takast með miklum á- gætum eins og undan farin ár. Sigurvegari í sveitakeppninni varð sveit Jón Hjaltasonar með 155 stig, sveit Guðmundar Baldursson- ar varð í öðru sæti með 147 stig og í þriðja sæti lenti sveit Símonar Síinonarsonar með 141 stig. Tvímenningskeppnin var jöfn og spennandi og úrslit réðust ekki fyrr en í síðustu svíningunni eins og sagt var þegar úrslitin voru kynnt. Þórður Björnsson og Hermann Lárusson höfðu þetta á lokasprett- inum og enduðu með 641 stig. Fast á eftir í öðru sæti fylgdu Daníel Már Sigurðsson og Heiðar Sigur- jónsson með 641 stig og í þriðja sæti höfnuðu Frímann Stefánsson og Páll Þórsson. Efstu þrjú pörin komu úr Reykjavík en í fjórða sæti og með bestan árangur heima- manna lentu Einar Guðmundsson og Garðar Þ. Garðarsson frá Akra- nesi. I næsta sætum lentu svo Isak Örn Sigurðsson og Ómar Olgeirs- son, Guðmundur Ólafssson og Hallgrímur Rögnv'aldsson og Er- lingur Einarsson og Þorsteinn Jenssen. K.K. ATVINNA - ATVINNA Café Bifröst óskar eftir duglegum starfskrafti sem hefur gaman af að vinna með fólki. Allar nánari upplýsingar gefa Hrafnhildur í s:433-3097 og 435-0080 og Liija Kristín í s: 435-0042 og 692-2807. Mikilvægiir sigur gegn Þórsurum Það var gríðarlega vel mætt í í- þróttahúsið í Borgamesi 4.jan s.l þegar Skallagrímur tók á móti Þór. Líklega hefur það hafit eitt- hvað að segja með þessa góðu mætingu að Borgesingar tefldu fram Hlyni Bæringssyni í fyrsta skipti eftir að hann kom heim frá Bandaríkjunum, þar sem hann var við nám. Þórsarar hófu leikinn betur og þá einkum nýji erlendi leikmaðurinn þeirra, Maurice Spillers. Þeir náðu forystu strax í upphafi og skoraði Spillers 16 stig í fyrsta leikhluta. Lítið gekk hjá Skailagrím og hittu þeir illa í fyrsta leikhluta. Þegar annar leikhluti hófst brugðu Skall- arnir á það ráð að beita svæðisvörn og settu Tomilovskij til höfuðs Spill- ers. Þetta ráðabmgg þjálfarans gekk eftir og heimamenn héldu í við gestina. Tomilovskij náði að halda Spillers niðri með mikilli baráttu og átti hann einnig nokkur skemmtileg tilþrif í sókninni. Þórsurum hélst þó áfram á forskotinu og höfðu fjöggura stiga forskot í hálfleik. Þrátt fyrir að vera undir í hálfleik ríkti nokkur bjartsýni meðal fjöl- margra áhorfenda um að Skalla- grímur næði að sigra í þessum mik- ilvæga leik. Ekki virtist sú bjartsýni vera til þess að hressa heimamenn enn frekar því Þórsarar léku glimr- andi vel í þriðja leikhluta og náðu m.a 13 stiga forskoti um tíma, 53- 66. Það var einkum fyrir tilstuðlan Warren Peebles að Skallagríms- menn héngu inni í leiknum. I lok þriðja leikhluta hafði hann skorað hvorki meira né minna en 37 stig og hittni hans var hreint með ólíkind- um á tímabili. I fjórða leikhluta kom Ari Gunn- arsson inn á eftir að hafa hvílt allan leikinn vegna meiðsla og hann sýndi það og sannaði hversu mikilvægur hlekkur hann er í þessu liði. Sem oft áður í vetur sýndu Skallagríms- menn mikinn karakter í síðasta leik- hlutanum og komust í fyrsta skipti yfir í upphafi hans, 81-80. Léku heimamenn hreint frábæra vörn og skoruðu gestirnir aðeins 15 stig síð- ustu 16 mínúturnar á móti 30 stig- um heimamanna. Skaliagríms- menn leiddu allan síðasta leikhlut- ann en náðu þó ekki afgerandi for- ystu. Alexander Ermolinskij átti stórkostlegar lokamínútur og skor- aði m.a 2 þriggja stiga körfur undir lokin og varði skot frá Þórsurum á ögurstundu. Hann innsiglaði svo sigurinn með vítaskoti þegar 5 sek voru eftir. Spillers fékk þó ágætis færi til að jafna leiknn með þriggja stiga skoti en skot hans geigaði og leikmenn Skallagríms fögnuðu gríð- ariega að leik loknum, enda komnir í 8. sætið með þessum sigri. War- ren Peebles fór á kostum eins og áður segir í liði heimamanna og skoraði 41 stig. Alexander átti fínan leik að venju og skoraði 14 stig og tók 12 fráköst og gerði í raun út um leikinn í fjórða leikhluta með öguð- um leik. Hlynur Bæringsson barð- ist eins og ljón allan leikinn og hirti 10 ffáköst, en var lengi að komast í takt við sóknarleikinn í sínum fyrsta leik. Sigmar átti finan leik og skil- aði sínu sem og Tomilovskij í vörn- inni. Hjá Þórsurum var Spillers yf- irburðamaður auk þess sem Einar Aðalsteinsson átti fínan leik. Greinilegt var að leikur þeirra riðl- aðist mikið þegar leikstjórnandinn þeirra Sigurður Sigurðsson fór útaf með 5 villur í fjórða leikhluta. Skallagrímsmenn hafa nú unnið 3 heimaleiki í röð og virðast vera komnir á gott skrið og verður gam- an að sjá til þeirra í næstu leikjum. En næstu leikir þeirra eru gegn Val ogKFÍ. R.G Hlynur kominn aftur heim í Borgames Körfuknattleikslið Skallagríms fékk heldur betur góða jólagjöf milli jóla og nýárs þegar Hlynur Bæringsson ákvað að snúa heim aftur frá námi í Bandaríkjunum. Hlynur hafði verið við nám í Bandáríkjunum í haust en líkaði ekki veran þar og ákvað þrí að snúa heim aftur og spila með Skallagrím það sem efrir lifir vetrar a.rn.k. Það er ljóst að Hlynur er gríðarleg- ur styrkur fyrir Skallagrím í kom- andi baráttu í deildinni. Hann var valinn besti nýliði úrvalsdeildarinn- ar tímabilið 1998-1999. Hann lék síðast með Skallagrím veturinn 99- 2000 og skoraði þá 15,6 stig og tók 9,2 ffáköst að jafnaði í leik. Hlyn- ur hefur verið viðloðandi landsliðið allt síðasta ár og á framtíðina fyrir sér. Miklar vonir eru bundnar við hann og er alveg ljóst að hann á eft- ir að styrkja liði mikið fyrir lokaá- tökin. R.G Japanese Chin Boxer H ! 11 . ■ > t UA. JUU madda@ish Miniatur Dachshund Chihuahua ISilky terrier Pomeranian Beagle Am.Cocker Spaniel Pembroke Welsh Gorgi Chinese Crestdes

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.