Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 5
ðncssunuiw 7 FIMMTUDAGUR 18. JANUAR 2001 5 Skýrsla Byggðastofnunar um sjávarbyggðir á Snæfellsnesi Vonandi til gagns þrátt fyrir gafla - segir formaður byggðastofnunar Umfjöllun Skessuhorns um skýrslu Byggðastofinunar um stöðu sjávarbyggða á Snæfellsnesi vakti töluverða athygli og ekki hvað síst fýrir þær sakir að fáir vissu um tilvist skýrslunnar og höfðu þar af leiðandi ekki haft tækifæri til að kynna sér efini hennar. I framhaldi af þeirri um- ræðu sem þessi skrif komu af stað var leitað efirir viðbrögðum frá fromanni stjómar Byggðastofn- unar og sveitar- og bæjarstjórum viðkomandi sveitarfélaga. Stjómarformaðurinn Kristinn H Gunnarsson er for- maður stjórnar Byggðastofnunar. Hann segir um umfjöllun blaðsins: “I greininni í síðasta blaði er ágæt- lega gerð grein fyrir því að Byggða- stofnun var falið að vinna greiningu Kristinn H Gtmnarsson á möguleikum einstakra landshluta og á það bent að opinberar aðgerðir miðist við að nýta styrkleika hvers svæðis til atvinnusköpunar. Aðgerð- um í byggðamálum er oft skipt í al- mennar aðgerðir og sértækar. Al- mennar aðgerðir eiga við lands- byggðina í heild og sértækar aðgerð- ir eiga við um einstök landsvæði. Svót-skýrslan gerir hvort tveggja að vera almenn og sér- tæk. Fyrst er reynt að draga fram þá þætti sem helst eru taldir ráða byggðamynstri og um þá skrifa ýms- ir sérfræðingar, bæði starfsmenn þróunarsviðs Byggðastofnunar og aðrir sérffæðingar sem leitað var til vegna sérþekkingar þeirra á tilteknu sviði málsins. Sértæki hluti skýrsl- unnar fjallar um svæðisbundna greiningu og hún var unnin af starfsmönnum þróunarsviðsins í samvinnu við samstarfsaðila Byggða- stofnunar um land allt. Það eru einkum atvinnuþróunar- félögin sem leitað var til varðandi þann þátt skýrslunnar enda sérþekk- ing á einstökum landsvæðum þar frernur en í Byggðastofnun og í gildi eru samstarfssamningar við félögin þar sem Byggðastofnun greiðir allt að 16 mkr. árlega til starfsemi þeirra. A Vesturlandi var Atvinnuráðgjöf Vesturlands samstarfsaðilinn. Það er sá kafli skýrslunnar sem sætír gagn- rýni í greininni, ef ég skil hana rétt. Um þá gangrýni er það að segja að stjórninni var ljóst að endurbæta þarf þennan hluta og var ákveðið að kynna skýrsluna á næstunni meðal annars til þess að fá fyllri og réttari upplýsingar að þessu leytri. Eg vonast til þess að menn muni hins vegar fallast á að skýrslan sé í heild til gagns og hvet til þess að unnið verði að því að bæta hana þar sem við á. Bjarki Jóhannesson, for- stöðumaður þróunarsviðs mun væntanlega gera ffekari grein fýrir skýrslunni í blaðinu fljótlega og sam- starfi við heimaaðila við gerð hennar. Vestlendingnrinn Guðjón Guðmundsson þingmað- ur Vesturlands á sæti í stjórn Byggðastofnunar. “Það er vissulega ýmislegt í texta skýrslunnar sem bet- ur mætti fara og höfundar hafa hugs- að sér að uppfæra skýrsluna og end- urbæta efrir nokkrar vikur þegar þeim hafa borist athugasemdir við hana. Eg hafði samband við höfunda og benti þeim á að lesa umfjöllun Skessuhoms, sem þeir hafa væntan- lega gert og vonandi kunnað að meta stílinn og athugasemdirnar”. Guð- jóni þykir skýrslan gloppótt en telur að hún geti orðið gagnleg efrir end- urbætur. Gnðjón Guðmundsson Bæjarstjóriim Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ hafði þetta um skýrsluna að segja: “Hvað varðar viðbrögð mín við þessari skýrslu almennt, þá er því til að svara að það er alltaf ánægju- legt að lagt sé í vinnu til að meta á- standið á landsbyggðinni, þ.e. tæki- færi-ógnanir og styrkleika-veikleika, sem síðan mun nýtast okkur til að taka ákvarðanir í samræmi við það sem betur má fara hjá okkur. En það sem veldur mér hugarangri er, að til að geta metið þessa þætti þá verða staðreyndinar að vera nokk- Kristinn Jónasson urnveginn á hreinu. En því miður hvað varðar Vesturland þá vantar mikið á að svo sé í þessari skýrslu. Og það er sorglegt að starfsmenn Byggðastofhunar sem eiga að vera yfirvöldum til ráðgjafar skuli ekki þekkja betur til og láta frá sér svona óvandað plagg”. Stækkun Norðuráls Tekið undir athugasemdir náttúruvemdarsinna í yfirlýsingu ffá Náttúruverndar- samtökum Islands er því fagnað að með ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun fyrir stækkun Norðuráls á Grundartanga sé tekið undir athugasemdir nátt- úruverndarsinna við matsáætlun Norðuráls. Segja náttuúruverndar- menn að það sé nýlunda og megin- breyting að Skipulagsstofnun taki undir framkomnar athugasemdir þess efnis að greina þurfi frá losun gróðurhúsalofttegunda og setja skýrt fram umreiknað í C.02-ígildi fyrir allar gastegundir. Skipulagsstofnun mælir fyrir um að í matsskýrslu þurfi að gera grein fyrir hvaða mótvægisaðgerðir séu fyrirhugaðar vegna losunar gróður- húsalofttegunda frá álverinu, og ennfremur að koma þurfi fram af- staða stjórnvalda til losunar gróður- húsalofttegunda frá álverinu. Segja samtökin að eftir fund Ramma- samnings SÞ í Haag í fyrra séu nú settar settar þrengri skorður við los- un frá stóriðju en fólst í tillögu Is- lands, sem lögð var fram í Buenos Aires 1998. K.K. Nátttínivariiarmenn fagna vimmbrögihim Skipulagsstofimnar vegna stækkunar Norðuráls. Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali Nýtt á söluskrá Skúlagata 21, Borgarnesi. Einbýlishús á 2 hæðum 378 ferm. Á efri hæð er stofa, borðstofa, gangur og hol parketlagt, 3 herb. parketlögð, skápar í tveimur. Eldhús dúklagt. Baðherb. flísalagt, kerlaug/sturta, gestasnyrting og forstofa flísalagt. Á neðri hæð er stofa parketlögð, 3 herb., 2 parketlögð, 1 dúklagt. Hol teppalagt. Eldhús dúklagt, engin innrétting. Tvö baðherb. flísalögð. Nýlegar raflagnir og frárennslislagnir. Auðvelt að skipta húsinu upp í tvær stórar og góðar íbúðir. Húsið stendur á góðum stað í bænum og útsýni er mikið og fallegt. Verð: kr. 15.000.000. * Borgarbraut 38, Borgarnesi, (VIS). Skrifstofu/verslunarhúsnæði 110 ferm. Húsið skiptist í dúklagðan stóran sal, dúklagða skrifstofu og flísalagða snyrtingu. Húsið stendur á góðum stað og stórri lóð. Tilboð óskast í síðasta lagi 15.febr. 2001. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Ingi Tryggvason hdl., Borgarbraut 61, Borgarnesi. s. 437 1700, fars. 860 2181, fax 4371017 Laus Staða Laus er til umsóknar ein staóa almenns skrifstofumanns ó skrifstofu sýslumanns Snæfellinga í Stykkishólmi. Tölvukunnótta er óskilin. Laun eru smakvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Nónari upplýsingap um starfi,Ó veita Hulda Hallfreósdóttir og Olafur K. Olafsson á opnunartíma skrirstofunnar í síma 430 4100. Skrifleqar umsóknir um starfiÓ berist á skrifstofu embættisins í Sykkishólmi aó Borgarbraut 2 fyrir 1 .febrúar 2001. ll.ianúar,2001 Ólafur K. Ólafsson Sýslumaður Opið í kvöld, fimmtudag til kl.20:00 VERZLUNIN STILLHOLTI AKRANESI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.