Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 13
M&ÉSauHuiSJÍ! FIMMTUDAGUR 18. JANUAR 2001 13 Snæfellsnes: Fimmtudag 18. janúar Opið hús hjá Sálarrannsóknarfélagi Stykkishólms kl 20:30 í Húsi andanna Skólastíg 14 Stykkishólmi Allir velkomnir kaffiveitingar.Stjórn SFS Borgarfjörður: Laugardag 20. janúar Þorrablót á Hlöðum,hvalíjarðarströnd - Bara að minna fólk á að taka frá kvöld fyrir þorrablót kvenfélagsins Lilju í hvalfirði, Snæfellsnes: Sunnudag 21. janúar Sameiginleg messa í Olafsvík kl 14 í Olafsvíkurkirkju Sameiginleg messa Ólafsvíkurprestakalls og Ingjaldshólsprestakalls verður sungin sunnudaginn 21. jan. kl. 14. Sóknarprestar þjóna og kirkjukórar leiða söng. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ prédikar og skóla- stjórarnir á Hellissandi og í Olafsvík lesa ritningarlestra. Molakaffi á eft- ir. Sóknarprestur Snæfellsnes: Mánudag 22. janúar Námskeið hefst: Upplýsingatækni, tölvan og stýrikerfi hennar Grunnskólanum í Stykkishóhni - eldri deild Mán. og mið. kl. 19:00 til 22:00 Lengd: 16 klst Akranes: Þriðjudag 23. janúar Námskeið hefst: Stafræn myndvinnsla í Fjölbrautaskólanum á Akranesi Þri. og fim. kl. 20:00 til 21:30 Lengd: 16 klst Þorgerður Magnúsdóttir og Þorsteinn Erlendsson ábúardur í Hítameskoti 1925-1944. Stórvirld um Snæfellinga Bókaútgáfan Sögusteinn hefur sent frá sér tvö fyrstu bindin í ritröð- inni Snæfellingar og Hnappdælingar sem er ítarlegt ábúendatal úr öllum hreppum sýslunnar. I fyrsta bindinu, sem er rúmlega 400 blaðsíður, er fjallað um Kolbeinsstaðahrepp. í verkinu eru ættir ábúenda og afkom- enda þeirra fyrr og nú raktar og vandlega sagt frá lífshlaupi þeirra. Sögulegt ítarefni er mikið að vöxtum og er þar leitað í smiðju margra fræðimanna. Fjölmargir þættir eru birtir úr handritasafni Guðlaugs Jónssonar frá Ölviskrossi í Kolbeins- staðahreppi sem gefa verkinu stór- fellt gildi. Við vinnslu verksins var mikil áhersla lögð á að afla ljós- mynda af þeim sem við sögu koma og gekk sú söfnun vonum framar. Litmyndir eru birtar af af öllum bæj- um í hreppnum ásamt sveitarlýsingu og á saurblöðum bókarinnar er kort af görnlu Hnappadalssýslu sem er góð leiðsögn um hreppana. í öðru bindi er sagt frá Eyja- og Mikla- holtshreppi og eru efnistök þau sömu og í fyrsta bindinu. Ritstjóri verksins er Þorsteinn Jónsson. Með útgáfunni er brotið blað í byggðasögu Snæfellinga og Hnapp- dælinga því fullyrða má að ekki hafi áður verið fjallað eins gaumgæfilega um íbúa sýslunnar og hér um ræðir. Bindin um Kolbeinsstaðahrepp og Eyja- og Miklaholtshrepp og fram- haldsbindin um aðra hreppi sýslunn- ar eiga því eftir að gleðja þá sem á svæðinu búa og ekki síður þá sem eiga ættir að rekja til Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. IH ATVINNA I BOÐI Vantar fólk (9.1.2001) Starfsfólk óskast í næturvörslu, framreiðslu, þrif og uppvask um helgar. Hótel Borgarnes sími 437 1119. BILAR / VAGNAR / KERRUR Lítið ekin Corolla (15.1.2001) Til sölu Toyota Corolla HB XLi árg '93, ekin 97.þús km. Asett verð 500.þús. Upplýsingar í símum 437-2214,430-1524 og 861-8321. SVARA Til sölu (14.1.2001) Tbyota Corolla 87. Upplýsingar í síma 8650936 og 4371863. Til sölu Chevrolet Suburban ’80, M761 (10.1.2001) Chevrolet Suburban árg. 1980. 6.2L Dísel, 4ra gíra beinskiptur, Driflæsingar, loftkerfi, Aukaraf. Er á 38“ mudder dekkjum. Ekinn 45000 mílur. Þetta er gamli Björg- unarsveitarbíllin frá OK. Upplýs- ingar í síma 892-2950 SVARA Snjósleði (9.1.2001) Til sölu Arctic cat cheta 500 snjó- sleði árg 87. Uppl. í síma 865 0876. Varahl í SUBARU JUSTY 86 (8.1.2001) Óska eftir varahlutum í subaru justy 86 eða bíl í niðurrif uppl sími 8472750 Tvær dráttarvélar (8.1.2001) Ford 2600 árgerð 1978 með húsi ogFord 3000 árgerð 1972 Upplýs- ingar í síma 863-7111 Mjög góður bíll (7.1.2001) Til sölu Nissan Micra 97 ,4 dyra, beinskiptur, hvítur á lit. Asett verð 670 þús. Uppl. í síma 847-4433 eða 898-4157 SVARA Ford Escort 1987 (4.1.2001) Escort 1987 ekin ca 160 þús til sölu góður bíll verð aðeins 68.500,00 kr Upplýsingar í síma 4313169 eða 6969542 SVARA 11 gullfiskar og einn ryksugufiskur í 3001 búri með vatnsdælu, loft- dælu og öllu. uppl í síma 431 3848. Heimili óskast (8.1.2001) Tvær litlar og sætar 6 vikna læður vantar gott heimili. Uppl. í síma 431 2984. Vill einhver. (6.1.2001) Vill einhver eiga mig. Eg er rúml. lárs hreinr. Border-collie hundur,F:Sokki frá Kaðalstöðum, M:Tátu frá Oddsstöðum. Er bæði ljúfur góður og mjög fallegur, með hvíta blesu. Einnig til sölu, 4 folar á 5.vetur. Uppl.í síma 435-1341 eftir kl.20.00 SVARA Vantar þig að láta passa hundinn þinn? (5.1.2001) Við erum 10 og 11 ára krakkar, strákur og stelpa og okkur langar að passa hund. Ef þér vantar nán- ari upplýsingar hringdu þá í síma 431-4112 (Bergþór) eða 431-2105 (Eyrún) A.T.H. kostar ekkert Kerruvagn óskast (14.1.2001) Óska eftir að kaupa notaðan kerru- vagn. Uppl.gefur Dísa í síma 436- 1083 og 863-44450 Bamavagn (8.1.2001) Blár barnavagn til sölu. Uppl. í síma 431 3848. Bamavagn (8.1.2001) Til sölu dökk blár Marmet barna- vagn með bátlaga stálbelg, góðri dýnu og plasti. Uppl. í síma 431 2984. Simo kerruvagn (5.1.2001) Dökk blár Simo kerruvagn er til sölu. Honum fylgir burðarúm og kerrupoki. Notaður efitir 2 börn. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 431 - 2177 eða 690 - 0177. ( Elsa Lára) Tek hross í tamningu (10.1.2001) Tek hross í tamningu að Minni Borg í Eyja- og Miklaholtshreppi. Upplýsingar í síma 435 6866 Tamning - þjálfun - jámingar (9.1.2001) Tek að mér hross í tamningu og þjálfun. Mjög góð aðstaða, er með aðstöðu á Skáney og aðgang að reiðskemmu. Tek einnig að mér járningar. Upplýsingar í síma 866 6409 eða 435 1143 (Skáney), Sig- urjón Örn. Kvígur (9.1.2001) Fyrsta kálfs kvígur til sölu, komnar að burði. Uppl. í síma 435 1393. Til sölu (8.1.2001) Ódýrt sófasett (10.1.2001) Svart leðursófasett til sölu á 45.000 kr. Upplýsingar í síma 431-3366 Borðstofuborð og fleira (8.1.2001) Til sölu rúmlega eins árs borð- stofuborð 6 stólar og skeinkur með glerskáp og sófaborð allt úr lútaðri furu á kr 110 þús einnig lítil hvít sjónvarpssamstæða á kr. 12000, hvítur hár glerskápur á kr. 12000. Upplýsingar í síma 431 2984. LEIGUMARKAÐUR íbúð á Akranesi til leigu (16.1.2001) Fjögurra herberga íbúð í tvíbýli er laus nú þegar til leigu. Ibúðin er 128 fm. Upplýsingar í síma 891 9923 og 431 1976. Húsnæði óskast (5.1.2001) Óskum eftir 3ja-4ra herb. íbúð í Borgarnesi ffá og með 1. febrúar. Upplýsingar í síma 5553468 og 8973468. SVARA R.vik - Borgames (4.1.2001) 3-4 herb. íbúð óskast til leigu Borgarnes/nágrenni. Skipti á 4 herb. íbúð í Grafarvogi korna til greina. Uppl.557 39 30 / E:lakkris@binet.is SVARA OSKAST KEYPT íbúðarhúsnæði í sveit (14.1.2001) síminn hjá okkur er 471 2147 ! SVARA Ibúðarhúsnæði í sveit (14.1.2001) Við erum kennarar og leitum að framtíðarbúsvæði. Viljum kaupa íbúð í sveit. Æskileg staðsetning 10 km frá byggðarkjarna. íbúðinni verður að fylgja land og gjarnan einhver meiri húsakostur. Allir á- hugsamir hvattir til að hafa sam- band sem allra fyrst. 50 ha landskiki (4.1.2001) Óska eftir að kaupa 50 ha lands. Upplýsingar í síma 4215915 eftir kl. 20.00 TAPAÐ / FUNDIÐ Sími fannst (16.1.2001) Nokia 5110 sími fannst á þjóðveg- inum neðan við Hest. Eigandi get- ur vitjað símans á Skessuhorni eða í síma 430 2200. TIL SOLU Prjónavömr (8.1.2001) Hef til sölu handprjónaða sokka og vettlinga, allar stærðir. Uppl. í síma 431 1391. Hey (8.1.2001) Rúllur og stórbaggar. Nánari upp- lýsingar í síma 8637111 mmsÆsssmm Tosipa 456 MB (7.1.2001) Ný Tosipa talva til sölu 456 mhz með 128 vinsluminni,56 módem með 17“ skjá,Windows98,skjár með 0,25 uplausn. Lyklaborð,mús. Og Laeser 233MHZ 64 mb vinnsluminni,Microsoft,lyklaborð, loghitmus og er ný uppsett 28- modem með Windows 98. ódýr. YMISLEGT Vantar þig vísu? (15.1.2001) Eg yrki tækifærisvísur, dægurlaga- texta við hvaða tilefni sem er, s.s. þorrablót, affnæli, brúðkaup. Upp- lýsingar í síma 438 1426. Tóníist í samkvæmið. (5.1.2001) Viljið þið breyta til? Spila borð- músik á harmoniku, Frönsk kaffi- húsamúsik, Undirspil u. söng. Uppl. í s: 699-3274. jein@centrum.is SVARA Frá Hraunholti. Einnfyrsti jeppitm íKolbeinsstaðahreppi. Magnús Magnússon og Reynir Ingibjartsson við beyskap 1949. Ljósm.: Jánas Magnússon.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.