Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 18. JANUAR 2001 i»£S9unuK. Bíósýningar: Bíó í Borgamesi í Það var glatt á hjalla þegar ný bíósýningarvél var tekin í notkun sl miðvikudag í félagsmiðstöðinni í Óðali í Borgamesi að viðstöddu ijölmenni. Um þessar mundir eru 70 ár frá því fyrst voru sýndar kvikmyndir í Borgamesi og var það á handsnúna farandvél og fóru sýningar fram í Brákarey sem þá var verkstæði Finnboga Guðlaugssonar. Breski herinn kom svo hingað 1940 og sýndi kvikmyndir í bragga sem þeir notuðu sem samkomuhús og stóð við Brákarbraut þar sem gamla kaupfélagsplanið er nú. Um 1942 færðust svo sýningar í Samkomuhúsið (Félagsmiðstöðina Oðal) þar sem sýnt er enn í dag. Margir sýningarmenn hafa komið að sýningum á þessum 70 árum. Þar ber helst að nefna: Amberg Stefansson, Sigurjón Jóhannsson, Ólaf Guðmundsson, Jóhann Valberg Sigurjónsson, Jón B. Bjömsson sem sýndi í um 35 ár, Öm Símonarson, Bjöm Jónsson, Sverri Vilbergsson sem sýndi í rúm 20 ár, Arinbjöm Hauksson, Ragnar Má Steinsen, Friðrik Isleifsson, Kjartan Asþórsson og núverandi sýningarmenn þá Einar Braga Hauksson og Axel Astþórsson. Það er fágnaðarefni að það verði bíó enn um ókomin ár í Borgarbyggð en fyrir lá að gamla sýningarvélin var að sjötíu ár verða ónotharf með öllu enda áramga gömul. Við viljum þakka Menningarsjóði Sparisjóðs Mýrarsýslu, Menningarsjóði Borgarbyggðar, Bæjarstjóm Borgarbyggðar og Nemendafélagi Grunnskóla Borgamess fyrir fjárhagslegím smðning til þessa verks því annars hefði bíómenning að öllum líkindum lagst niður í Borgarbyggð og færst alfarið til höfúðborgarsvæðisins. bubiðijósafatsson æshdýðjidltnu Sigiujón sem sá wn uppsettiingu sýrngarvélarhmar og Einar Bragi Hauksson sýnmgasijóii við nýju vélhm 1 - rti 1 ■ i l s' V i B 7 v Mlj Á þrettándanum, laugardaginn 6. janúar 1921 hittust fjöldi kvenna á Hellissandi í þeim tilgangi að stofna Kvennfélag Hellissands. Tilgangur þessa nýja félags var skírður í 2. grein laga félagsins. Þar segir. “Félagið eflir alþýðumenntun og sjálfstæði kvenna, sömuleiðis hjálpsemi við nauðstadda ef þörf gjörist og ástæður leyfa”. Á nýrri öld hittust svo félagskonur í þessu góða félagi til að fagna 80 ára affnæli sem ber upp á laugardag á þrettánda. Margt breyst í tímans rás. Þó margt hafi breyst á starfstíma félagsins er en rík sú hugsjón að koma að liði og glæða lífi lítrið samfélag sem byggir hamingju sína á góðvild og náungakærleik. Saga kvennfélaganna ber alstaðar vitni um þá fómfysi sem þarf til að bæta megi umhverfi lítilla byggða. Á upphafsárum Kvennfélags Hellissands var samhjálpinn byggð á fómum þeirra sem meira gátu til Þorhjörg Alexandersdóttir formaður afhendir Guðríði Þorrkelsdóttur heiðursfélagaskjal. Mynd. IH Ingveldur Signmndsdóttir hvatamaður að stofimn félagsins ogfyrsti fonnaður þess. Mynd úr sögu félagsins. Handverk og kirkja Enn eitt merkisverkefnið var að ráða garðyrkjukonu til starfa 1933 og komið var upp vermireitum við mörg hús auk þess sem félagið tók á leigu land þar sem ræktaðir voru garðávextir til sölu. Svona rekur saga þessa góða félags hvert framfaramálið af öðru. Spunavél var keypt 1934 og lærðu konur að vinna á hana og höfðu að henni aðgang í áraraðir. Á tuttugu ára afmæli félagsins var bætt inn í Til gleði og hjálpar þeirra sem minna máttu sín. Með félagastofhun var byggð upp traust keðja þar sem smá framlög urðu að sjóðum sem dugðu til að rétta við ef úr skorðum fór og til einskis annars var að leita. Þó líknarstarf og samfélagshjálp væri mikill kvati að stofnun félagsins var ekki síður framfarahugur sem var drifkraftur félagsins. Og fátt var það sem þessar konur létu sér fýrir brjósti brenna ef átaks var þörf til hagsbóta fyrir byggðarlagið. Framfarahugur Það má segja að framfarahugur hafi einkennt sögu þessa félags. Kaup og rekstur félagsheimilis, útgáfa á blaði, kvöldskóli fýrir stúlkur, söngnám fyrir konur var upphaf þess að konur fóru að syngja í kirkjukór. Síðan var ráðist í uppsetningar leikrita, jólaböll voru haldin fyrir börn og svo mætti lengi telja. 1924 var haldin fyrsta MyndlH Tímamót og tryggð Á þessum tímamótum minntust félagarnir, þeirra kvenna sem rutt höfðu brautina með virðingu og þökk. Þar var Guðríður Þorkelsdóttir gerð að heiðursfélaga, en hún hefúr starfað í félaginu í meira en 50 ár. Fyrsti formaður félagsins og helsti hvatamaður að stofnun þess var Ingveldur Sigmundsdóttir en núverandi formaður er Þorbjörg Alexandersdóttir og er hún 11. formaður félagsins frá upphafi. Það var sannarleg gaman að trilla sér niður í samkvæmi á 80 ára afrnæli þessa góða félags og verða vimi að hve ríkan þátt það á enn í menningu og velferð Hellissands. Það verður alltaf þörf fyrir svo góðan félagsskap og hún hverfúr aldrei þó vissulega breytist verkefnin í tímans rás. IH Hluti gesta á 80 ára afmœlisfagnaði Kvennfélags Hellisands. iðnsýninginn á vegum félagsins og varð hún árviss atburður í menningarlífi í byggðarlagsins. Fátækt var mikil á þessum tíma en góðgirni og samvinna gerðu hana að smámunum því allt var reynt til að gleðja þó lítil efni væru og menning blómstraði. Varla var svo ráðist í nokkurt verk á Sandi að ekki kæmi Kvennfélag Hellissands þar nærri. Forganga í heilbrigðismálum Það vitnar svolítið um stöðu heilbryggðismála að árið 1926 sótti félagið um styrk úr ríkissjóði til þess að stofna sjúkrasjóð og jafnframt leyfi til sölu minningarspjalda. I framhaldi af því voru keypt nauðsynleg hjúkrunaráhöld og haldið var námskeið á vegum Rauða krossins til leiðbeiningar um fyrstu hjálp í heimahúsum. Ur sjóðnum var síðan veitt til fátækra sængurkvenna og jafnvel greitt fyrir þeim sem þurftu á sjúkrahúsvist að halda. Þá hafði félagið forgöngu um að héraðslæknir var fengin til að taka á móti sjúklingum tvisvar í mánuði, félagið lagði fram alla aðstöðu fyrir læknin, bæði tæki og húsnæði. stefnuskrá þess stuðningi við kirkjuna. Minningarsjóðir voru stofnaðir með þeim tilgangi að veita stuðning við sjúkragæslu og ekkert stóð fyrir framfarahug félagskvenna. Leikskóli og menning Árið 1966 höfðu kvennfélagskonur forgöngu um kaup á skúr til nota fýrir gæsluvöll fýrir böm og þannig spann Kvennfélag Hellissands vef þeirrar byggðar, samheldni og lífsgæða sem þróuðu Hellissand til þess sem er. Þó ekki hafi þær einar lagt þessu samfélagi lið er þáttur þeirra merkilegur i sögu samfélagsins sem nú blómstrar á Hellissandi. Hverskonar skemmtanir, kvöldvökur, fundir árhátíðir skemmtikvöld veittu konunum gleði og umbun þeirra verka sem samfélagið naut.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.