Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 25.01.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 25.01.2001, Blaðsíða 1
& SÍM6NNTUNAR ^^MIÐSTÖÐIN Námsvísírínn er komínn út Slkráning í síima w 417 2390 *** 'G'ðsi 3. v, ® simermtymJs Arnar Gunnlaugsson hefur leikið vel með Leicester í toppbaráttu ensku úrvals- deildarinnar að undanfórnu. Sjá ítarlegt viðtal við kappann á bls. 8 og 9. J Mótframboð gegn Hervari Tilkynnt hefur verið um mót- framboð gegn Hervari Gunnars- syni formanni Verkalýðsfélags Akraness en samkvæmt lögum fé- lagsins fer stjórnarkjör fram í febrúar. Formannsefni andstæðinga Hervars er Georg Þorvaldsson fyrrverandi stjómarmaður í félag- inu. Georg segir framboðið vera til komið vegna óánægju með störf Hervars. „Við erum óánægð með hvernig farið hefur verið með fjár- muni félagsins en ávöxtun þeirra hefur verið léleg. Þá finnst okkur að illa hafi verið staðið að gerð kjarasamninga. Þá er maðurinn bú- inn að vera þarna í tólf ár og ein- faldlega orðinn þreyttur og tíma- bært að breyta tdl.“ Hervar Gunnarsson sagði í sam- tali við Skessuhorn að framboðið hefði komið sér á óvart, ekki síst í ljósi þess að á aðalfundi félagsins í haust hefðu menn verið ásáttir um að standa saman að vexti og við- gangi félagsins. Hann sagði hins- vegar að öllum væri frjálst að bjóða fram og ekkert við því að segja. Akveðið hefur verið að kjörseðlar verði sendir út til félagsmanna þann 1. febrúar en frestur til að skila inn atkvæðum rennur út 8. febrúar og eiga úrslit að liggja fyrir þá um kvöldið. Sjá viðtal við Georg Þorvaldsson fi-ambjóðanda á bls 4. GE Bæjarskrifstofur Borgarbyggðar fluttar? Nýjar bæjarskrifstofur Bæjarráð Borgarbyggðar hefur veitt bæjarstjóra heimild til að láta fara fram athugun á framtíð- arfyrirkomulagi húsnæðismála hjá bæjarskrifstofu Borgarbyggð- ar og leggja tillögur um breyting- ar fyrir bæjarstjórn. “Það er ljóst að það þarf að fara í breytingar vegna fjölgunar starfsmanna og þörfin verður enn brýnni með yf- irtöku málefha fatlaðra. Astæðan fýrir því að farið er í að skoða þettta nú er að það er laust hús- næði sem ástæða er til að skoða hvort eru ákjósanlegir kostir,” segir Stefán Kalmansson bæjar- stjóri. Stefán segir að ef ákveðið verði að nýta áfram húsnæði sveitarfé- lagsins við Borgarbraut þurfi að setja lyftu í húsið og innrétta skrifstofur á neðri hæð hússins en það húsnæði er ónýtt sem stend- ur. Þá er verulegur skortur á bíla- stæðum við húsið. Húsnæðið sem Stefán nefhir að sé laust er annarsvegar neðri hæð stjórn- sýsluhússins að Bjarnarbraut 8 sem er í eigu ríkisins og hinsvegar gamla Kaupfélagshúsið að Egils- götu 11 sem er í eigu Sparisjóðs Mýrarsýslu. “Við höfum sent fjármálaráðu- neytinu erindi og óskað eftir við- ræðum um stjórnsýsluhúsið en ekki fengið svar. Egilsgata 11 er einnig til skoðunar en sú hug- mynd tengist óbeint mögulegum atvinnugörðum í Borgarbyggð,” segir Stefán. GE Fyrsti dúfoabóndinn Bergur Rögnvaldsson bóndi í Hrútsholti í Eyja og Miklaholts- hreppi er fyrsti dúfnabóndinn hér á landi. Hann vinnur að því að koma upp dúfnastofhi og hyggst rækta fuglinn til manneldis. Dúfnakjöt er nánast óþekkt matvara hér á landi en margir Islendingar hafa kynnst því á veitingastöðum erlendis. Sjá viðtal við Berg dúfhabónda á bls 3. Bergur Rögnvaldsson Fyrstu fjamámsnemamir á viðskiptasviði útskrifaðir: Fyrsta útskriftin Síðastliðinn laugardag útskrifuðust jyrstu jjamámsvemannr með BS. gráðu í rekstr- aijræðumfrá Viðskiptaháskólanum á Bifröst en þetta er ífyrsta sinv sem nemendur útskrifast með háskólagráðu á viðskiptasviði hér á landi að undangengnu fjarnámi. Sjá nánar á bls. 3. Ný tilboð alla fimmtudaga! Pizzaland Pizza Vínber græn Kínakál Snittubrauð Döðlubrauð Verð áður 445,- 799 kr/kg. 298 kr/kg. 135,- 198,- Tilboð 299,- 499 kr/kg. 229 kr/kg. I 5 % afsláttur I 5 % afsláttur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.