Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 25.01.2001, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 25.01.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 25. JANUAR 2001 ^mtsaunu.- Spumingalið FVA fær viðurkenningu Verðlaunahafamir Ragnar, 0?nar og Sigurbjörn. Eldur og brids Á þriðjudag í síðustu viku sátu nokkrir bridsarar við spil á veit- ingahúsinu Kristjáni IX sem hefði svo sem ekki verið fréttnæmt ef kokkurinn í eldhúsinu hefði ekki fundið brunalykt og orðið var við að mikill reykur var komin í húsið. Það var rétt búið að dobla þrjá tígla þegar kokkurinn kom hlaup- andi fram. Snarir menn stukku upp til handa og fóta, tóku niður hand- slökkvitæki og slökktu eldinn sem kviknað hafði í anddyri hússins. Slökkvilið Grundarfjarðar kom síðan að vörmuspori og reykræsti húsið meðan þrír tíglar, doblaðir, voru spilaðir. Eldurinn mun hafa kviknað út frá rafmagni og brann aðeins takmarkað svæði en reykur og sót fór um allt húsið. Talsverð- ar endurbætur standa nú yfir og er stefht að því að geta opnað veit- ingahúsið um helgina. Utkall slökkviliðsins gekk mjög vel og er þetta annað útkall þess á nýju ári. Eftir ófarirnar í haust hefúr slökkvistjóra tekist að fá til liðs við sig vaska menn og er liðið nú vel mannað. Þá standa yfir fram- kvæmdir við nýja slökkvistöð og nýr bíll er væntanlegur. IH Á þriðjudag í síðusm viku sátu nokkrir bridsarar við spil á veitinga- húsinu Rristjáni IX sem hefði svo sem ekki verið fféttnæmt ef kokkur- inn í eldhúsinu hefði ekki fundið brunalykt og orðið var við að mikill reykur var komin í húsið. Það var rétt búið að dobla þrjá tígla þegar kokkurinn kom hlaupandi fram. Snarir menn stukku upp til handa og fóta, tóku niður handslökkvitæki og slökktu eldinn sem kviknað hafði í anddyri hússins. Slökkvilið Grundarfjarðar kom síðan að vörmu spori og reykræsti húsið meðan þrír tíglar, doblaðir, voru spilaðir. Eldurinn mun hafa kviknað út frá rafmagni og brann aðeins tak- markað svæði en reykur og sót fór um allt húsið. Talsverðar endurbæt- ur standa nú yfir og er stefht að því að opnað veitingahúsið um helgina. Utkall slökkviliðsins gekk mjög vel og er þetta annað útkall þess á nýju ári. Eftir ófarimar í haust hefur slökkvistjóra tekist að fá til liðs við sig vaska menn og er liðið nú vel mannað. Þá standa yfir fram- kvæmdir við nýja slökkvistöð og nýr bíll er væntanlegur. IH Umhverfisskipulag kennt á Hvanneyri Fyrirhugað er að taka upp nýja braut við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri næsta haust og hef- ur hún hlotið nafhið “Umhverfis- skipulag”. Unnið hefur verið að undirbúningi hinnar nýju brautar um nokkurt skeið en stofnun hennar hefur legið fyrir frá því Bændaskólinn á Hvanneyri var gerður að háskóla fýrir tveimur árum. Með stofnun Umhverfis- skipulagsbrautarinnar er skólinn að stíga skref í þá átt að útvíkka hefðbundið nám tengt landbún- aði. Umhverfisskipulag er skil- greint sem stutt hagnýtt háskóla- nám. Á heimasíðu Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri er fjallað um hina nýju námsbraut undir yfir- skriftinni “Mold, um mat, frá mat til moldar.” Þar segir m.a.: “I umhverfisskipulagi er tekin fyrir náttúra landsins og félagslegar og atvinnutengdar aðstæður til bú- setu. Miðað er að því að nemend- ur læri að skilja, þróa og móta bú- setulandslag út frá fagurfræðileg- um, félagslegum og öðrum um- hverfistengdum sjónarmiðum. Grunnám tekur 3 ár og lýkur með B.Sc.-90. Þeir sem óska geta lokið námi á þessu stigi en fleiri möguleikar eru færir. Hægt verð- ur að bæta við einu ári við skól- ann og ljúka B.Sc.-120 í um- hverfisskipulagi. Einnig er námið góður undirbúningur undir á- framhaldandi M.Sc.nám í lands- lagsarkitektúr, t.d við NLH í Noregi og KVL í Danmörku. Áhugaverðast er þó að brautin gefur nemendum svigrúm til ým- issar sérhæfingar t.d með því að leggja sínar eigin áherslur í verk- efhavali. Leggi nemandi áherslu á að sérhæfa sig í skipulagi um- hverfismála t.d. umsjón og eftir- liti með þeim lögum og reglu- gerðum sem sveitastjórnir bera á- byrgð á, getur hann/hún tengt það inn í ýmis fög námsskrárinn- ar.” GE Byggðarlög í sókn og vöm Sorgleg vitieysa Byggðastofiiunar eða greinarhöfimdar Skessuhomsins? Fyrir stuttu birtist hér í Skessuhorninu grein um skýrslu Byggðastofhunar, Byggðarlög í sókn og vöm - Sjávarbyggðir. Reyndar læt ég yfirleitt framhjá mér fara greinar, sem skrifaðar em í slíkum stíl, því oftast gildir reglan að því meira sem er um upphrópanir og stóryrði, þeim mun minna er málefnalegt innihald. Þar sem ég hafði lofað að fjalla um greinina, geri ég samt undantekningu í þetta skipti. Að bregðast við ábendingum Skýrsla Byggðastofnunar er samantekt á ábendingum varðandi styrk, veikleika, ógnanir og tækifæri sjávarbyggða, og snýr fyrst og fremst að því að raða þeim ábendingum á einfaldan og aðgengilegan hátt til að þær geti nýst stjórnvöldum til uppbyggingar og til að bregðast við aðsteðjandi vanda. Það em hins vegar til ýmsar leiðir til að bregðast við ábendingum. Ein þeirra er að bregðast neikvætt við þeim, dæma þær ómerkar og óvandaðar og rýra tiltrú á þeim sem ábendingarnar veitir. Þetta leiðir sjaldan tíl árangurs, en það er einmitt þessi leið, sem greinarhöfundur hefur vahð. Honum er greinilega mikið niðri fyrir að sanna fyrir lesendum að skýrsla Byggðastofnunar sé tómt „bull og vitleysa", sem sýni van- þekkingu og lágt gáfhafar starfsfólks Byggðastofhunar. Undir þetta tekur bæjarstjóri Snæfellsbæjar í Skessu- hominu. Onnur leið er að gefast upp, sem aldrei leiðir tíl árangurs, og vona ég að það geri enginn eftir lestur skýrslunnar. Þriðja leiðin, sem gefur bestan árangur, er að bregðast jákvætt við ábendingum, jafhvel þótt maður sé ekki sammála öllu sem sagt er, en reyna að nota þær á gagnrýnan hátt til að bæta stöðu sína. Á þennan hátt hyggst Byggðastofhun bregðast við ábendingum varðandi skýrsluna. Sum sveitarfélög hafa einnig valið þessa leið, og í s.l. viku fengum við t.d. heimsókn forsvarsmanna Olafsfjarðar, sem komu til að ræða leiðir í byggðamálum Olafsfjarðar eftir lesmr skýrslunnar, og höfum við fengið samskonar beiðni ffá Vest- mannaeyjum. „Gloppur“ í skýrslunni Að sjálfsögðu er greining sem þessi aldrei fullkomin, enda gerum við þann fýrirvara í formála, að ekki sé hægt að reikna með að hún telji upp alla styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri á öllum landsvæðum. Verið er að meta sjávarbyggðir á öllu landinu í samhengi og reyna síðan að finna hvaða leiðir henti hverjum landshluta best. Það leiðir til þess að greiningin verður mjög yfirgripsmikil og að ekki er hægt að fara í mikil smáatriði. Hve mildð sem vandað er til vinnunnar fer einnig alltaf eitthvað framhjá þeim sem greininguna ffamkvæma, og skýrslan verður því alltaf „gloppótt“ eins og einn stjóm- armaður Byggðastofhunar komst að orði. Ekki höldum við því heldur fram að fáliðað starfslið Þróunarsviðs Byggðastofnunar viti allt um lands- byggðina. Til að bæta það upp, fá sem bestan samanburð milli landshluta og fýlla í eyður þekk- ingar okkar á staðháttum, höfum unnið greininguna samkvæmt upp- lýsingum atvinnuþróunarfélaga, þ.m.t. Atvinnuráðgjafar Vestur- lands, en Byggðastofnun hefur gert samstarfssamninga við þessi félög og greiðir hluta af rekstrarkostnaði þeirra. Einnig höfum við fengið upplýsingar frá ferðamálafulltrúum og menningarfulltrúum á lands- byggðinni, starfsmanni Rannsókn- arstofnunar fiskiðnaðarins, skipu- lagsstjóra, framkvæmdastjóra Stað- ardagskrár 21, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fleirum sem getið er í heimildaskrá. Flestallt þetta fólk fékk síðan skýrsluna til yfirlestrar fyrir útgáfuna, og treystum við því vel til að meta landsbyggðina hlutfallslega og í samhengi, enda er það tilgangur greiningarinnar. Beinar upplýsingar frá sveitar- félögum fengust úr verkefninu „Búum til betri byggð“, en kaflar skýrslunnar um búsemþætti byggja að miklu leytd á niðurstöðum úr því verkefni. Það var unnið á íjarfundum í samvinnu við atvinnuþróunar- félögin, starfsfólk og fulltrúa sveitar- félaga. Einstakir búsetuþættir voru þar teknir fýrir á samtals átta mynd- fundum. Ollum sveitarfélögum var þar boðin þátttaka og atvinnu- þróunarfélögin sáu um að útvega húsnæði og myndfundartengingu. Þátttaka sveitarfélaga var góð úr sumum landshlutum, en bæjar- stjórinn í Stykkishólmi, sem sat tvo af þessum fúndum, var þar eini fulltrúi sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Að öðru leyti ákváðum við að leita ekki beint til sveitarstjórna í fýrstu umferð skýrslunnar. Að sjálfsögðu er alltaf hægt að finna fleiri atriði, sem telja mætti í skýrslunni, og eitthvað sem betur mætti fara, og mismunur á því hve ítarlega er fjallað um byggðarlögin fer að miklu leyti eftir því hve miklar upplýsingar hafa fengist. Abendingar vel þegnar Við tökum að sjálfsögðu á okkur ábyrgð á öllu sem fram kemur í skýrslunni, en af þessu má sjá að það er ómaklegt að ráðast á starfsfólk Þróunarsviðs Byggðastofnunar ef fólki líkar ekki allt sem stendur í henni. Reyndar er ekki óalgengt að fólk skeyti skapi sínu á opinberum starfsmönnum og reyni að gera lítið úr „sérfræðingum“. Stíll greinar- höfundar er eins og áður segir á þann veg að maður freistast til að taka hann ekki mjög alvarlega. Hins vegar hefði ég kosið að forsvarsmaður sveitarfélags hefði farið aðra leið, einkum í ljósi þess að mest af upp- lýsingunum er komið frá þeim sem starfa fýrir sveltarfélögin. Ætlunin er að endurskoða greininguna reglulega, og við tökum með þökkum við öllum ábendingum varðandi hana. Vil ég þar þakka málefhalegar ábendingar frá Sigríði Finsen í Grundarfirði og fýrirspum frá Irisi Huld Sigurbjömsdóttur fýrir hönd bæjarstjóra Stykkishólms, sem við svömðum eftir bestu samvisku. Munum við fara yfir allar athuga- semdir sem okkur berast í samráði við heimildafólk okkar og aðra sem eitthvað hafa til málanna að leggja. Athugasemdir greinarhöfundar Þótt þannig séð sé ekld ástæða til að fara í mikil blaðaskrif, vil ég þó víkja að einstökum athugasemdum greinarhöfundar, lesendum Skessuhomsins til ffóðleiks. Til að byrja með vil ég skipta þeim í fjóra flokka. 1. Það sem greinarhöfundi finnst ekki nógu fast að orði kveðið um ágæti Vesturlands. Honum finnst t.d. að það að Breiðafjarðarmiðum sé ekki lýst nógu sterklega sem besm fiskimiðum landsins sýni „ótrúlega litla þekkingu á Breiðafirði“. Aðrar svipaðar athugasemdir snúa að því að bæjum á Snæfellsnesi sé ekki lýst sem fegurstu og snyrtilegustu bæjum landsins, aðeins sé talin upp ein náttúraperla á Snæfellsnesi, ekki nægilega mikið nefht af fomminjum, ekki nefht að verslanir séu vel reknar, ekki talin upp lúðrasveit í Stykkishólmi, að fleiri fýrirtæki séu talin á Vestfjörðum en á Vesturlandi o.s.frv. Þetta er að sjálfsögðu huglægt mat greinarhöfúndar, en verður að skoðast í samhengi við það sem sagt er um aðra landshluta. 2. Það sem byggist á misskilningi eða útúrsnúningum. Hér má m.a. telja misskilning varðandi fjar- kennslu, sem e.t.v. stafar af óná- kvæmu orðalagi í skýrslunni: að nemendur sem þurfa að stunda fjarnám í Grundarfirði þurfi að greiða meira fýrir námið en nemendur sem stunda námið í Fjölbrautarskólanum á Akranesi. Hér er að sjálfsögðu ekki verið að bera saman kosmað Grandfirðinga sem stunda fjarnám og Grandfirðinga sem þurfa að fara til Akraness til að stunda námið við Fjölbrautaskólann. Við eram hins vegar að bera kostnað Grandfirðinga í fjamámi saman við kostnað Akumesinga, sem stundað geta námið í heimabæ sínum. Byggðastofhun er í góðu samstarfi við símenntunarmiðstöðvar og hefur komið mikið að fjarkennslumálum. M.a. hef ég verið málsvari fýrir þá sem eiga aðild að fjarkennslu gegnum myndfúndabúnað og átt í löngum og ströngum viðræðum við Lands- símann um að lækka gjald fýrir notkun myndbrúar Landssímans til þeirra nota. Þær viðræður skiluðu miklum árangri, sem var landsbyggðinni til hagsbóta, en slíkt þykir að sjálfsögðu minni fréttamatur en ef eitthvað er hægt að finna neikvætt um menn og málefni. Til útúrsnúninga tel ég m.a. athugasemd greinarhöfundar um bókaverðina í Stykkishólmi og Oskalagaþátt sjómanna. 3. Oskiljanlegar athugasemdir. Hér tel ég m.a. athugasemd greinarhöfúndar við að það sé talin vera ógnun að „aukning flutn- ingskostnaðar mundi veikja rekstrargrandvöll fýrirtækja á svæðinu“. Á ég erfitt með að skilja að það sé ekki ógnun. Ekki vil ég þreyta lesendur á að telja upp allt sem greinarhöfundur finnur að, en mun nú víkja að því, sem bitastætt er. 4. Athugasemdir sem vert er að skoða nánar. Setninguna um flóð og fjöra í Stykkishólmshöfh mtmum við endurskoða, og setningin „Sam- keppni um vinnuafl við aðrar atvinnugreinar ógnar rekstrar- grandvelli iðnfýrirtækja á svæðinu" á að sjálfsögðu heima í almennu greiningunni, en ekki sérstaklega í umfjöllun um Vesturland. Einnig er gott að fá upplýsingar um „langstærsta flumingafýrirtæki í einkaeigu á Islandi" og fýrirtækið Mareind, sem getið er í myndtexta. Þökkum við höfundi þessar ábendingar. Mun ég nú ekki þreyta lesendur Skessuhomsins meira á þessu máli, en þakka greinarhöfundi fýrir að vekja athygli á heimasíðu Byggðastofnunar, sem hefur net- fangið http://www.bygg.is. Þar er margt fróðlegt að finna um byggða- og atvinnuþróun. Einnig óska ég Snæfellingum góðs gengis í barátmnni við byggðavandann, og munum við á Þróunarsviði Byggða- stofhunar reyna að aðstoða eftír bestu getu. Dr. Bjarki Jóhunnessm fi/ruöðameilhir Þráumrsviðs Byggðastojhumr.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.