Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 01.02.2001, Page 1

Skessuhorn - 01.02.2001, Page 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 5.tbl. 4. árg. I.febrúar 2001 Kr. 250 í lausasölu SÍM6NNTUNAR (X^MIÐSTÖÐIN Námsvísírínn er kominn út jkráning í síma ' 437 2390 uutö eda a •nsimenntun.is Stykldshólmur neilsubær Bæjarstjórn Stykkishólms sam- þykkti á ftindi sínum mánudaginn 15. janúar s.l. tillögu bæjarráðs um að ganga til samninga við 3P-Fjár- hús um stofnun fyrirtækis um notkun heilsuvamsins í Stykkis- hólmi. Fyrirtækið Fleilsuefling í Stykkishólmi er undirbúningsfélag um uppbyggingu heilsutækniþjón- usm í Stvkkishólmi. Gert er ráð fyrir að Stykkishólmsbær eigi 40% hlutafjár í fyrirtækinu. 3P-Fjárhús er í eigu tveggja sona Pálma í Fíag- kaup og Páls Kr Pálssonar. Fleildarkosmaður við gerð við- skiptaáætlunar er áætlaður um 10 milljónir króna og er undirbúning- ur Stykkishólmsbæjar metinn þar inn í á 1,5 miljónir króna. Gert er ráð fyrir að vinna hefjist strax og myndi þannig samfellu við þá vinnu sem hefur verið unnin ffam til þessa. Ekki er óraunhæft að ætla, að ljúka megi við gerð fullbú- innar viðskiptaáætlunar á u.þ.b. 4 mánuðum, þannig að fyrir á að liggja hvaða samningum er hægt að ná um þau atriði sem semja þarf um og hægt verði að fara að þýða viðskiptaáætlun yfir á ensku og undirbúa kynningu fyrir fjárfest- um. Aætlað er að sú vinna taki 2 mánuði. Jafnhliða þessu yrðu kannaðir möguleikar á því að keyra tilrauna- starfsemi á vordögum í tengslum við Mecca Spa, þar sem sérhæfðir starfskraftar kæmu ffá þeim og þangað yrði leitað efrir þekkingu við uppbyggingu á dagskrá, mark- aðssetningu og fleiri slíkum þátt- um. Slík tilraun myndi geta orðið mikill styrkur við lokagerð við- skiptaáætlunar. Félaginu er ætlað að vinna í þremur skrefum að eftirfarandi markmiðum 1. Fleilsutækniþjónusta sem nýt- ir gistimöguleika og umgjörð alla í Stykkishólmi, þ.e. vatnið til baða og aðra afþreyingu sem í boði er. Yrði það almenn heilsutækni- og hvíldarþjónusta fyrir almenn- ing. Þar myndu að koma stéttar- félög og Tryggingastofnun sem myndu í sumum tilfellum greiða hluta af dvalarkosmaði gesta. 2. Fleilsutækniþjónusta fyrir veikara fólk, þ.e. þá er þurfa að sækja sér sérhæfðari þjónustu og vera undir eftirliti sérfræðinga. Er verið að hugsa til þeirra er þjást af bakmeinum, hálseymslum og jafrivel húðmeinum. Þá er horff til St. Fransiscu-sjúkrahússins og þeirrar aðstöðu sem þar er til að þess að sinna þessum hópi fólks. 3. Almenn hvíldar- og spa- þjónusta fyrir heilbrigt fólk sem sækist eftir hvíld, slökun og afþr- eyingu og er þar sérstaklega horft til útlendinga í þessu sambandi. Er uppbygging í Sundvík á smá- hýsum og meðferðarmiðstöð meginmarkmiðið. IH. Iþróttamaður Borgarþarðar Einar Trausti Sveinsson var valinn íþróttamaður Borgarfjarð- ar fyrir árið 2000 en valið var kynnt á íþróttahátíð UMSB um síðustu helgi. Einar Trausti er frjálsíþróttamaður og náði m.a. góðum árangri á Olympíuleikum fatlaðra í Sidney í haust en þar varð hann í fimmta sæti í spjót- kasti. í öðru sæti í kjöri Iþróttamanns Borgarfjarðar varð Kristín Þór- hallsdóttir frjálsíþróttakona og Hallbera Eiríksdóttir ffjálsíþrótta- kona varð í þvi þriðja. GE íþróttahátíð UMSB var haldin med pompi og prakt í Borgamesi um síðustu helgi. Meðal íþróttagreina var staifshlaup milli sveitarfé- lagamia Borgaijjarðarsveitar og Borgarbyggðar þar sem hinir jymiefiidu sigruðu naumlega. Hér keppa tveir fulltníar sveitaifélag- anna, þau Helga Halldórsdóttir ogjón Gíslason í servíettubroti. Siggi Jóns til FH Mótmæla Raflínu Ibúar Hvalfjarðarstranda- hrepps hafa að undanfömu staðið fyrir undirskriftasöfnun til að mótmæla lagningu háspennulínu í gegnum íbúðar- og sumarhúsa- byggð í Svínadal. Að sögn Reynis Asgeirssonar á Svarfhóli í Svína- dal hafa safriast á fimmta hundrað undirskriffir íbúa og sumarhúsa- eigenda í Hvalfjarðarstrandar- hreppi. Þá hefur hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandahrepps og sveitarstjómir nágrannasveitarfé- laganna lýst andstöðu við að lögð verði lofflína þvert í gegnum dal- inn. Einnig ályktaði stjóm SSV á sömu lund á síðasta fundi sínum. Að sögn Reynis munu fulltrúar íbúa ganga á fund forstjóra lands- virkjunar í nxstu viku og afhenda honum undirskriffalistana og skýra sín sjónarmið. Ibúar Hval- fjarðarstrandahrepps krefyast þess að háspennulögnin verði lögð f jörð þar sem hún fer um íbúða- byggðina og í næsta nágrenni. GE Nú er orðið Ijóst hvar einn dáð- asti knattspyrnumaður Skagamanna fyrr og síðar, Sigurður Jónsson, spilar næsta sumar. Sigurður skrif- aði undir samning við Fimleikafélag Hafriarfjarðar síðastliðinn þriðju- dag og gildir hann út næsta keppn- istímabil. Miklar vangaveltur hafa verið um hvar Sigurður muni leika næsta sumar eða allt frá því að KFIA og Sigurður komust að sam- komulagi um að rifta samningum sín á milli í byrjun nóvember. Um tíma leit út fyrir að Sigurður tæki við þjálfun Keflavíkurliðsins en þær viðræður sigldu í strand. Auk þess að spila með FH mun Sigurð- ur aðstoða Loga Ólafsson við þjálf- un liðsins. Sigurður kemur til með að stjórna séræfingum fyrir yngri leikmenn meistaraflokks og kemst þar með einu skrefi nær því mark- miði sínu að snúa sér að þjálfun eff- ir að ferlinum lýkur sem leikmaður. HH Samstarfsvettvangur Stefrit er að því að Samstarfs- vettvangur Vesturlands taki til starfa innan fárra vikna. Sem kunnugt er var stofnun sam- starfsvettvangsins ákveðin á síð- asta aðalfundi Samtaka, sveitarfé- laga á Vesturlandi. Samstarfsvett- vangi Vesturlands er ætlað að yf- irtaka starfsemi SSV að hluta en opna það samstarf meira en verið hefrir og auk sveitarfélaganna munu ýmis fyrirtæki og stofrianir eiga hlut að máli. Að sögn Gunnars Sigurðssonar formanns SSV var starfsmönnum SSV falið að kynna málið fyrir fyrirtækjum, stofriunum og fleiri aðilum. Viðbrögðin verða síðan metin og ákvörðun um stofriun samstarfsvettvangsins tekin í framhaldi af því. Stefrit er að því að frekari áform liggi fyrir í byrj- un mars. GE

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.