Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.02.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 01.02.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 2001 ^ol.99inv/>. Götuleikflokkurinn á Skaganum Um síðustu helgi flutti Skaga- leikflokkurinn á Akranesi allan búnað sinn í geymslur í Iþrótta- húsinu við Vesturgötu. Eins og komið hefúr fram undirbýr Keilufélag Akraness opnun keilu- salar í kjallara Iþróttahússins sem Skagaleikflokkurinn hafði undir starfsemi sína áður. Uggandi um framtíðina “Við erum bara einfaldlega á göt- unni og útlitið því miður ekki björgulegt,” sagði Guðbjörg Ama- dóttir, formaður Skagaleikflokksins í samtali við Skessuhorn. Að sögn Guðbjargar eru munir félagsins mjög óaðgengilegir þarna og hefur félagið í raun enga aðstöðu til að starfa eins og er. Hún segir Skaga- leikflokkinn með þekktari áhuga- leikfélögum landsins og njóti tví- mælalaust virðingar fyrir metnaðar- fulla leiklistarstarfsemi í gegnum tíð- ina. “Þess vegna fmnst okkur í leik- flokknum skjóta skökku við þegar við skoðum þá virðingu sem okkur er sýnd hér heimafyrir, alla vega þeg- ar kemur að starfeaðstöðu fyrir leik- félagið. I fyrra fengum við rúmlega 600 þúsund krónur í styrk ffá bæn- um og þar af voru rúmlega 330 þús- und í húsnæðisstyrk. Á þessu ári fáum við 300 þúsund í starfsstyrk en engan húsnæðisstyrk enda má segja sem svo og leikfélag sem er á göt- unni hafi lítið með húsnæðisstyrk að gera. Það væri kannski réttast að breyta nafhi leikflokksins og kalla hann Götuleikflokkinn. Við höfúm alltaf reynt að spila vel úr því sem við höfum haft og forðast að steypa okk- ur í skuldir. Vissulega hefur það komið fyrir að undirballans hafi orð- ið á starfseminni en þá höfum við rifað seglin og rétt skútuna við. Við erum verulega uggandi um framtíð- ina enda er hætt við að starfsemi leikfélagsins leggist af eins og að henni er búið í dag. Okkur finnst lít- ið vera að gerast því það er liðið tæpt ár síðan ákvörðunin um keilusalinn var tekin. Eins og komið hefúr ffam þá ákváðum við að falast eftir hús- næði trésmíðadeildar Fjölbrauta- skólans og í viðræðum okkar við skólastjóra FVA hefúr líka komið fram að Fjölbraut askólinn vill fá starfsemi deildarinnar inn á lóð skól- ans. Þetta er það húsnæði sem okk- ur finnst ákjósanlegast eins og er en að sjálfsögðu viljum við skoða alla vænlega kosti til að leysa húsnæðis- málin, ” sagði Guðbjörg Amadóttir. Unnið í málinu Gísli Gíslason bæjarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að húsnæð- ismál Skagaleikflokksins hefðu ver- ið rædd nokkrum sinnum án þess að niðurstaða hafi fengist. “Nokkr- ir valkostir hafa verið reifaðir og gert er ráð fýrir að fá fulltrúa flokksins til viðræðna í bæjarráð í vikunni þar sem farið verður yfir þá möguleika sem í stöðunni eru. Ljóst hefur verið um nokkurn tíma að breyting yrði á varðandi kjallara íþróttahússins, enda hentaði það húsnæði ekki í rauninni nema sem geymsla muna. Vonandi fæst botn í málið sem sómi verður að fyrir alla aðila, og ef að lausnin verður sú að leikflokkurinn fær inni í húsnæði í eigu bæjarins þá verður það að sjálfsögðu leikfélaginu að kostnað- arlausu,” sagði Gísli Gíslason, bæj- arstjóri. K.K. f^Vesflendinqur pjfeunnar Vestlendingur vikunnar að þessu sinni er séra Karl V. Matthí- asson, sóknarprestur í Grundar- firði. Karl tekur sæti Sighvatar Björgvinssonar sem 2. þingmaður Vestfirðinga á Alþingi íslendinga innan skamms. Karl er fæddur 12. ágúst 1952 á Akureyri, sonur hjónanna Fjólu Guðjónsdóttur og Matthíasar Björnssonar. Karl lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1974. Meðan hann var við nám í MR keyptu foreldr- ar hans jörðina Gíslabæ á Helln- um. Eftir stúdentspróf tók Karl sér frí frá námi um skeið og gerð- ist kennari og sjómaður á Snæ- fellsnesi. Eiginkona hans er Sess- elja Björk Guðmundsdóttir frá Miðhrauni í Eyja- og Miklaholtshreppi og eiga þau þrjú börn. Árið 1981 innritaðist Karl í Guðfræðideild Há- skóla Islands og lauk þaðan námi í janúar 1987.1 framhaldi af því vígð- ist hann til Staðarprestakalls í Súgandafirði. Karl var sóknarprestur þeirra Súgfirðinga í tvö ár en þá var hann kjörinn sóknarprestur Isa- fjarðarprestakalls. Þaðan lá síðan leiðin í Tálknafjörð þar sem Karl þjónaði sem sólcnarprestur til 1995 er hann var kjörinn sóknarprestur í Grundarfirði. Karl hefur lengi verið viðriðinn félagsmál og gegndi ýms- um trúnaðarstöðum í menntaskóla og átti líka sæti í Stúdentaráði Há- skólans og var fulltrúi stúdenta í Háskólaráði. Þó Karl hafi vígst sem prestur hefur hann notið þess að stunda sjómennsku með preststarfinu sér til ánægju og yndisauka. En kom það Karli á óvart að detta svona skyndilega inn á Alþingi? “Nei, svo sem ekki, það var uppi þrálátur orðrómur um það að Sighvatur væri á förum eftir að hann hafði sem formaður Alþýðuflokksinns, ásamt mörgum öðrum, unnið að samein- ingu Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista, en það ferli átti hápunkt sinn í glæsilegum stofnfundi Samfylkingarinnar í vor. Sighvatur á að baki langan og litríkan feril sem hugrakkur stjórnmálamaður með mikla reynslu þingmanns og ráðherra”. Ertu að hætta sem prestur? “Eg mun þjóna Setbergsprestakalli fram á haustið með Guðs hjálp og góðra manna. Ég þarf að ljúka verkum sem ég hef hafið, eins og til dæmis fermingarundirbúningi og athöfúum sem ég hef tekið að mér. I haust mun ég síðan fara í launalaust leyfi. Þegar mér bauðst annað sætið á lista Samfylkingarinnar á Vestfjörðum tók ég því með fúllri alvöru. Ég er áhugasamur um málefni samfélagsins og nýt þess að taka þátt í þeim. Ég er landsbyggðamaður og er viljugur að ganga til þeirra verka sem mega nýtast landsbyggðinni sem best.” IH Séra Karl V. Matthíasson. Félagar í Skagaleikflokknum fluttu allt hafurtask leikfélagsins í geynislur um síðustu helgi. Keilufélag Akraness hefiirfengið kjallara I- þróttahússins til afnota og hyggst reka þar keilusal. Mynd: K.K. Nýburar Nýfæddir Vesdendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru færðar hamingjuóskir. 23.janúiar kl 11:55-Meybani-Þyngd:3605- Lengd:52 an. Foreldrar: Iris Ösp Hreinsdótt- ir og Halldór Kristinsson, Hellisandi. Ljós- móðir: Bdra Jósefsdóttir. 23.janúar kl 11:53-Meybam-Þyngd:3440- Lengd:51 cm. Foreldrar: Lilja Signrðardóttir og Eyjólfiir Róbert Eirtksson, Olafsvík. Ljós- móðir: Lóa Kristinsdóttir. 29.janúar kl 00:59-Sveinbarn-Þyngd:4120- Lengd:53 an. Forcldrar: Aðalheiður Ldra Guðmimdsdóttir og Sigmar Hrafn Eyjólfison, Grundarfirði. Ljósm.: Hildttr Sæmundsdóttir. 23. jantíar kl 09:24-Sveinbam-Þyngd:3360- Lengd:51 an. Foreldrar: Erla Amórsdóttir og Sigurður Gunnarsson, Stykkishólmi. Ljósmóð- ir: Helga Höskuldsdóttir. 16. janúar kl 02:35-Sveinbam-Þyngd:3445- Lengd:54 an. Foreldrar: Björg Bjamadóttir og Þórarinn Jónsson, Akranesi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. ----..>-■***_í________L------------------ 19. janúar kl 11:49-Meybam-Þyngd:3140- Lengd:51 an. Foreldrar: Kristin Finndts Jónsdóttir og Stefdn Kahnannsson, Borgamesi. Ljósmóðir: Hafdis Rúnarsdóttir. 18. janúar kl 09:58-Sveinbam-Þyngd:3155- Lengd:49,5 an. Foreldrar: Hrafnhildur Ýr Ámadóttir og Heiðar Þórisson, Akranesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. 21. janúar kl 12:51 -Sveinbam-Þyiigd:4025- Lengd:55 an. Foreldrar: Lilja Guðrún Eyþórs- dóttir og Haraldur Benediktsson, Vestra-Reyni, Innri Akraneshreppi. Ljósntóðir: Erla Bj 'örk O- lafidóttir. 15. janúar kl 23:11-Sveinbarn-Þyngd:4355- Lengd:54 an. Foreldrar: Sigrúni Mjöll Stefansdóttir og Bjami Rúnar Jónsson, Innri Akraneshreppi. Ljósmóðir: Hajdís Rúnarsdóttir. 19. janúar kl 03:44-Sveinbam-Þyngd:3195- Le?igd:54 an. Foreldrar: Halla Dís Hallfireðsdóttir og Helgi Björgvin Haraldsson, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 19. janúar kl 06:24-Meybam-Þyngd:2585- Lengd:41 an. Foreldrar: Sigríður Guðjónsdóttir og Brynjólfur Sigwjónsson, Akranesi. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.