Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.02.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 01.02.2001, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 2001 5 jncssinui.. Lögxtm um Landmælingar Islands breytt Fleiri verkeftii og aukið umfang ✓ segir Magnús Guðmundsson, forstjóri LMI I desember síðast liðinum voru samþykkt á Alþingi breytingar á lögum um landmælingar og korta- gerð. Blaðamaður Skessuhorns hitti Magnús Guðmundsson, for- stjóra Landmælinga Islands að máli í vikunni og innti hann eftir hvað hin nýju lög hafa að geyma og hvaða þýðingu þau hafa fyrir starf- semi og hlutverk stofnunarinnar í nútíð og framtíð. Breytingar og nýmæli Magnús segir ýmsar veigamiklar breytingar og nýmæli að finna í nýju lögunum. “Uppbygging stofnunarinnar hef- ur verið hröð síðustu ár og hlutverk og starfsemi Landmælinga íslands er að breytast. Frá því að lögin unr landmælingar og kortagerð öðluð- ust gildi 1997 hefur mikið vatn runnið til sjávar í tengslum við starf- semi Landmælinga Islands. Stofn- unin var flutt um set og henni sett sérstök stefnuskrá sem stjórn stofh- unarinnar samþykkti árið 1998. Nýju lögin skilgreina betur starfs- svið Landmælinga Islands og kveða á um ný verkefni sem stofnuninni eru falin í tengslunr við fjarkönnun og skráningu og miðlun upplýsinga um landafræðileg gagnasöfn. Helstu verkefni á næstu árum munu tengj- ast landmælingum og stafrænni kortagerð auk þess sem stofhuninni hefur verið falið að byggja upp fjar- könnunarstarfsemi. Ahrifin af nýju lögunum koma kannski ekki í ljós mjög hratt en eiga eftir að hafa af- gerandi áhrif á starfsemina. Þetta eru fleiri verkefni og aukið umfang og því Ijóst að við þurfum að bæta við mannskap,” segir Magnús. Samkvæmt nýju lögunum er stjóm stofnunarinnar, sem hefur far- ið með stefnumótandi hlutverk, lögð niður. “Forstjóri stofnunarinnar fer með stjórn hennar og ber þær skyldur sem stjórn stofnunarinnar hafði samkvæmt gömlu lögunum. For- stjóri ber eftir sem áður ábyrgð gagnvart.umhverfisráðherra,” segir Magnús. Hann segir þessar breyt- ingar vera í samræmi við stefhu um- hverfisráðuneytisins í rekstri stofn- ana þess. “Sömu breytingar hafa Stjórn og varastjórn Mjólkur- samlagsins í Búðardal samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu eftirfarandi ályktun: “Skorað er á hæstvirtan landbúnaðarráðherra, forystu Landsambands kúabænda og stjórn Bændasamtaka Islands að fresta fyrirhuguðum innflutningi á fósturvísum úr norskum kúm. í ljósi umræðunnar um kúariðu “BSE” og þeirrar staðreyndar að ísland er eitt fárra landa í Evrópu þar sem kúariða hefur ekki greinst og þeirrar vísindalegu óvissu sem er um sjúkdóminn, smitleiðir hans verið gerðar á yfirstjóm Hollustu- verndar ríkisins og Náttúrafræði- stofnun Islands en þar var forstjór- um stofnana falið það vald sem stjórnir þeirra höfðu áður.” Magnús Guðmimdssan, forstjóri Landmælinga Islands. Haldið utan um gögnin Eins og áður segir breytist verk- efhakafli laganna og að sögn Magn- úsar era þar nokkur ný atriði og önnur bætt og aukin. “Meðal nýjunga er kafli um fjar- könnun eins og áður sagði en stofh- uninni er ætlað að byggja upp þjón- ustu á því sviði í samráði við hlutað- eigandi stofhanir og samtök. Með fjarkönnun er átt við mælingar á raf- geislun frá lofthjúpi og yfirborði jarðar, annað hvort úr flugvélum eða gervitunglum, úrvinnslu mæligagna og myndræna framsetningu þeirra. Onnur nýjung er skráning og miðl- un upplýsinga um landfræðileg gagnasöfh af Islandi sem era í eigu íslenska ríksins. Hér er fyrst og fremst átt við mælingar sem þegar eru til í landinu en gögnin eru kannski óaðgengileg og jafnvel óvíst hvar þau eru niðurkomin. Hér er átt við bæði prentuð og stafræn kort, hæðarlíkön, loftmyndir og gervi- tunglamyndir svo eitthvað sé nefnt. Með nýja vefnum, Landlýsingu, sem þegar hefur verið settur upp er ætl- unin að halda utan um þessi gögn. Ekki er meiningin að öll þessi gögn komi hingað inn heldur einfaldlega að vitað sé hvar þau er að finna og hver gæði þeirra eru. Hlutverk Landmælinga Islands verður að og hegðun, telur félagið eðlilegt að íslenskur landbúnaður og neytendur verði látnir njóta vafans í öllum tilfellum. Islenskur mjólkuriðnaður og nautgriparækt státa af einu besta hráefni sem völ er á, það er laust við öll aukaefni, þungmálma og lyfjaleifar. Þetta er byggt á vísindarannsóknum. Afar mikilvægt er að halda ímynd hreinleika og hollustu. Oll vafamál ber að túlka íslenskum landbúnaði og íslensku þjóðinni í hag.” GE veita upplýsingar um hvar þetta er allt saman að finna,” segir Magnús. Magnús segir að með nýju lögun- um sé aukið við hlutverk Landmæl- inga Islands varðandi örnefhi og í framtíðinni eigi stofnunin ekki að- eins að safna og kortleggja örnefni heldur sjá um að miðla upplýsingum um þau og segir hann að það verði gert í samráði við Ömefhastofnun Islands, en sú stofhun starfar á veg- um menntamálaráðuneytisins. Ný starfstétt “Síðan er alveg nýr kafli sem snýr að stjórnsýsluhlutverki Landmæl- inga Islands við að votta mælinga- menn en það verður ný starfstétt á Islandi. I tengslum við Landsskrá fasteigna hefur verið ákveðið að LMI hafi umsjón með vottun mæl- ingamanna sem sjá um að mæla eignamörk landa og lóða. Við mun- um halda námskeið fyrir mælinga- menn og setja þeim verklagsreglur og þess háttar. Landmælingar ís- lands era ágætlega í stakk búnar til að sinna þessu verkefni en stofnun- inni er ædað að sjá um gerð leið- beininga um landmælingar og kortagerð og notkun staðla á því sviði. Þetta er spennandi verkefni enda um mjög mikilvægt starf að ræða sem á að tryggja að upplýsing- ar um eignamörk landa og lóða sem skráðar verða í Landsskrá fasteigna verði sem réttastar. Að lokum má svo nefna kafla um gjaldskrá stofh- unarinnar. Aður var þar ákvæði um að gjaldskráin væri háð samþykki umhverfisráðherra en nú er gjald- skránni skipt þannig að annars vegar era vörar og þjónusta sem era ekki í samkeppni, og verða eins og áður háðar samþykki ráðuneytisins, en hins vegar semr stofhunin sér sjálf gjaldskrá um efhi og þjónustu þar sem hún er í samkeppnisrekstri. Ekki þótti viðeigandi að samþykki ráðherra þyrfti fyrir slíkri gjaldskrá, enda telst það samkeppnis- hamlandi,” segir Magnús Guð- mundsson. K.K. Ingiinn á heimleið Gert var ráð fyrir að Ingunn AK 100 kæmi til hafnar í St. Johns á Nýfimdnalandi í dag 1. febrúar þar sem olía og kostur verður tek- inn fýrir síðasta hluta leiðarinnar heim til Islands. Siglingin heim hefur gengið eftir áætlun fyrir utan smávægilega töf í Panama- skurðinum vegna mikillar skipa- umferðar. Ingunn hélt af stað á- leiðis til heimahafhar á Akranesi frá Talcahuano í Chile sunnudags- kvöldið 14. janúar og tíu dögurn síðar sigldi skipið í gegnum Panamaskurðinn. Það var síðan statt við Bermuda á mánudag. Að jafnaði hefur siglingarhraðinn verið 14 til 24 mílur. Skipið er væntanlegt til Akraness 7. til 9. febrúar en veðurskilyrði ráða miklu um ferð skipsins síðasta hluta heimsiglingarinnar. K.K. Dalamenn gegn innflutningi á norskum kúm Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sírni: 437-1700 Fax: 437-1017 INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali Nýtt á söluskrá Egilsgata 2, Borgarnesi. 2ja herb. íbúð á 2. hæð, 62 ferm. Sérinngangur. Forstofa og stofa teppalagt. Svefnherb. dúklagt. Eldhús dúklagt, eldri viðarinnr. Baðherb. dúklagt, sturta. Geymsla. Verð: kr. 4.200.000. Skallagrímsgata 1, Borgarnesi. 2ja herb. íbúð á 2. hæð, fbúð ca. 45 ferm. og 30 ferm. geymsla undir íbúðinni. Ibúðin er öll flísalögð. Ljós innrétting í eldhúsi. Verð: kr. 5.500.000. íbúð óskast Starfsmaður Skessuhoms óskar eftir 3-4 herb. íbúð í Borgamesi eða nágrenni. Uppl. í síma 430 2210 eða 557 39 30 um helgar. Kristrún Ásgeirsdóttir Hlutastarf í boði Safnahús Borgarfjarðar auglýsir eftir starfsmanni í hálft starf við almenn störf á bókasafni. Um er að ræða tímabundna ráðningu, að líkindum til ársloka 2001. Nánari upplýsingar veittar í síma 437 2127. Safnahús Borgarfjarðar Bjarnarbraut 4-6 310 Borgarnes Auglýsing Um deiliskipulag í Borgarfjarðarsveit Borgarfjarðarsýslu. Samkvæmt ákvæðum 18. og 25 gr. skipulags-og byggingarlaga nr.73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi fyrir jörðina Varmaland Borgarfjarðarsveit Borgarfjarðarsýslu. Tillagan nærtil alls lands jarðarinnar í grennd við mannvirki. Átillögunni er gert ráð fyrir gestahúsi, starfsmannahúsi og þremur gróðurhúsum auk þeirra húsa sem þegar eru byggð. Tillagan ásamt byggingar og skipulagsskilmálum liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins Reykholti frá 02.febrúar til 02.mars 2001 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila fyrir 16.mars 2001 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags og byggingarfulltrúi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.