Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.02.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 01.02.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 2001 ð*ESS»UÍÍu»ij Háskólaþorp á Bifiröst: Tvöföldun á fáum árum Síðastliðinn fimmtudag voru kynntar stórhuga hugmyndir um fjölgun nemenda Viðskiptahá- skólans að Bifröst og 600 manna háskólaþorp sem áætlað er að verði risið í hrauninu neðan við Grábrók innan fimm ára. Þá voru við það tækifæri undirritaðir samningar sem gera stjómendum skólans kleyft að hrinda þessum áformum í framkvæmd. Björn Bjamason menntamálaráð- herra undirritaði fyrir hönd ríkisins samning við Viðskiptaháskólann sem gerir ráð fyrir sama framlagi af hálfu ríkisins á hvem nemanda í við- skiptanámi og til annarra háskóla. Við það tækifæri sagði Runólfur A- gústsson rektor: “Sá samningur sem hér liggur fyrir og verður skrifað undir á milli ríkisins og Viðskiptahá- skólans á Bifföst færir okkur í raun einungis eitt atriði sem máli skiptir, en það er um leið allt sem við þurf- um og allt sem við viljum. Þessi samningur færir okkur tækifæri. Meira biðjum við ekki um og meira viljum við ekki.” Samkvæmt samningnum mun nemendum háskólans fjölga úr u.þ.b. 170 í 300 árið 2003. í dag stunda um 150 nemendur staðnám á Bifröst. Gera má ráð fyrir að þeim fjölgi um 100 á þessum tíma. Nú búa og starfa um 300 manns á Bifföst og gera má ráð fyrir að þeim fjölgi í 450 á tímabilinu. I fjarnámi er gert ráð fyrir allt að 50 nemendum, en þar er algengast að menn séu í hlutanámi. í fararbroddi I samtali við Skessuhom sagði Björn Bjamason að Viðskiptaháskólinn á Bifföst hefði sýnt það í verki að hann væri í fararbroddi á mörgum sviðum háskólanáms. Sagði hann að ffam- ganga skólans sýndi að með því að nýta nýjustu tækni og þá möguleika sem í boði era væri ekkert því tdl fyr- irstöðu að halda úti öflugum háskóla á landsbyggðinni. Sagði hann að starf Viðsldptaháskólans og sú viður- kenning sem hann hafi fengið á sínu starfi ætti að vera öðmm sambæri- legum stofhunum mildl hvatning. A fimmtudag var skrifað undir viljayfirlýsingu milli háskólans og Borgarbyggðar um samstarf við uppbyggingu háskólasvæðisins og þjónustu sveitarfélagsins þar. Þá var kynnt nýsamþykkt deiliskipulag fyr- ir háskólaþorpið Bifföst sem gerir ráð fyrir að íbúafjöldi vaxi í allt að sex hundmð manns á næstu ámm. Deiliskipulagðið gerir meðal annars ráð fyrir að þjóðvegur 1 á milli Hreðavamsskála og Hríshóls færist frá skólanum allt að 150 metmm þar sem lengst er. Samkvæmt upplýsing- um Skessuhoms em líkur á að farið verði í þær ffamkvæmdir á þessu ári. Með því skapast svigrúm fyrir stækkun nemendagarðanna. Einnig var undirritaður sam- starfssamningur milli Viðskiptahá- skólans og Samtaka verslunar og þjónusm um ffæðslumál stjórnenda í verslun og þjónusm. Loks var skrif- að undir verksamninga við Loftorku og Sólfell um byggingu fyrsta áfanga í nýju hverfi Nemendagarða. Runólfur segir að þau framtíðará- form skólans á Bifföst sem kynnt vora á fimmtudag séu liður í að nýta svigrúm til vaxtar, hagræðingar og aukinna rannsókna og þeir samning- ar sem undirritaðir vom treysti þær undirstöður. “Fyrirtæki á lands- byggðinni em ekki dæmd til að vera í ffumvinnslu. Það er hægt að byggja þar upp þekkingarfyrirtæki sem standast bæði innlenda og erlenda samkeppni,” segir Runólfur. GE Ruvólfur Agiístsson og Bjöm Bjaruarsson. Myndir GE Fullorðna hrefnukýr rak á land undir Bökkunum í Olafsvík síðast- liðinn fösmdag. Kýrin var kálffull en þar sem hræið var farið að rotna valt ófullburða kálfurinn út úr móðurinni þegar hún hafði velkst í fjöruborðinu í nokkurn tíma. Líf- fræðingar tóku sýni úr hvalnum sem nomð verða til rannsókna. Jón Sólmundsson líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun í Olafs- vík sem rannsakaði hvalinn sagði að líklega hefði hann verið dauður talsvert löngu áður en hann rak á land í Olafsvík. Hann sagði að hvalrekar sem þessi gæm nýst vel við rannsóknir á einstaka hvala- stofnum. GE Hvalreki í Olafsvík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.