Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.02.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 01.02.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 2001 Fimmhundruð íbúða hverfi og nýr miðbær Nýtt skipulag Flatahveifi. um tíma voru allt að 19 umsækj- endur um hverja lóð. Þær voru 20 talsins og umsækjendurnir samtals um 60. Lóðirnar í Flatahverfi þykja hafa nálægð við skóla, mið- bæinn og ýmiss konar þjónustu fram yfir þær sem liggja við bæði Asabraut og Leynisbraut, sem eru eins og menn vita nýjustu hverfin á Akranesi. Auk Flatahverfisins er tilbúið deiliskipulag fyrir “hinn nýja mið- bæ Akraness” sem verður staðsett- ur til rnóts við stjórnsýsluhúsið. Þar er gert ráð fyrir lágmark tveimur hæðum þar sem verður verslunarhúsnæði á þeirri fyrstu og skrifstofur á þeirri annarri. Heim- ilt er að hafa þriðju hæðina að hluta og þar yrði hugsanlega íbúð- arhúsnæði. Deiliskipulag tilbúið Skúli Lýðsson, bygginga- og skipulagsfulltrúi á Akranesi, segir að töluvert hafi borist af fyrir- spurnum um verslunarhúsnæðið. “Það hafa verið þreifingar í gangi og fólk hefur verið að velta þessu fyrir sér. Það er nú kannski ekki hægt að nefna neina sérstaka aðila í því sambandi en ef þetta fer af Öll þjónusta til stað- ar á Akranesi Skúli segist halda að tilkoma Hvalfjarðarganganna sé helsta á- stæða þess að lóðir á Akranesi séu svo effirsóttar sem raun ber vitni. “Aukinn áhugi á Akranesi er ein- faldlega tilkominn vegna nálægðar- innar við Reykjavík. Hér er öll þjónusta til staðar; sjúkrahús, fram- haldsskóli, grunnskólar, íþróttahús, sundlaugar og verslanir. Þessi ná- lægð við Reykjavík gerir það einnig að verkurn að fólk getur auðveld- lega búið hér og sinnt sinni vinnu þar. Atvinnuástandið hér á Akranesi hefúr einnig sitt að segja og það hefur skánað til muna.” Verðið á lóðunum hefur eflaust einnig áhrif. “Verð á lóð fyrir 500 rúmmetra einbýlishús með 100 rúmmetra bílageymslu er 1,5 millj- ón króna með öllum gjöldum. Þetta er sú viðmiðun sem við gefum fólki upp. Gjaldið er ívið lægra fyrir til dæmis parhús eða raðhús. Þetta þykir ekki mikið í Reykjavík þótt lóðaverð þar fari vissulega mikið eftir hverfum. Eg held þó að mér sé óhætt að segja að ekki sé hægt að fá einbýlishúsalóð fyrir þetta verð í bænum.” Á Akranesi er nú framundan úthlutun á fyrstu Ióðunum í Flatahverfi og áætlað er að bygg- ingaframkvæmdir þar hefjist í apríl á þessu ári. Umsóknarfirest- urinn um lóðirnar rennur út þann 6. febrúar og úthlutunin mun að öllum líkindum fara fram þann 15. sama mánaðar. Undan- farin ár hafa verið töluverðar sveiflur í nýbyggingum á Skag- anum og ekki eru mörg ár síðan þær voru í algjöru lágmarki. Nú er hins vegar allt annað uppi á teningnum. Ásóknin er mikil í þær lóðir sem í boði eru og íbú- um á Akranesi fer fjölgandi ár frá ári. Um er að ræða úthlutun á lóðum fyrir 53 íbúðir en Flatahverfinu er ætlað að vera 500 íbúða hverfi þeg- ar það er fullbyggt. Það nær yfir um 32 hektara svæði og reikna má með að 20 þeirra nýtist til að rúma íbúðirnar 500 en um 12 hektarar fara undir götur og opin svæði. Reiknað er með að mikil aðsókn verði í lóðirnar í Flatahverfi en þegar lóðirnar við Ásabraut voru auglýstar lausar til umsóknar á sín- stað er viðbúið að eitthvað af versl- unum myndi flytjast þangað.” Skúli tekur fram að deiliskipulag af svæðinu sé tilbúið og að ekkert sé því til fyrirstöðu að lóðum þar verði úthlutað. “Þær eru til úthlut- unar og framboðið er nægt.” einnig áhrif á markaðinn að Norð- urál skuli vera að fara að ráða í öll þessi störf. Atvinnuástandið hér er gott og það hefur áhrif á eftirspurn- ina. Eg held að fólk sé að koma til Akraness af öllum þessum ástæð- ” um. Ahugi á Akranesi að aukast Áhugi utanbæjarfólks á Akranesi er sífellt að aukast að mati Soffíu og hún er sammála Skúla um það að nú sé algengt að “gamlir” Skaga- menn flytjist aftur “heim”. “Fólk sem átti heima hér áður er að koma hingað og vinna í Reykjavík. Hugs- anlega er það einnig gulrót að ein- setning grunnskólanna er framund- an og sú þjónusta sem bærinn veitir bæjarbúum er góð. Hér eru líka góðir leikskólar og annað og það hefur allt áhrif. Ennþá er töluvert ffamboð af nýjum húsum í Ása- hverfinu, bæði parhúsum og rað- húsum. Einnig styttist óðum í að byggingu Akursblokkarinnar ljúki, en stefnt er að því að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar í haust. Þær hafa ekki allar verið seldar ennþá. Að mínu mati væri þetta einn skemmtilegasti bygg- ingastaðurinn á Akranesi og þá sér- staklega hvað útsýni varðar. En Akranes hefur ekki upp á svo marga útsýnisstaði að bjóða þar sem leyfi- legt er að byggja.” Það má því reikna fastlega með að ekki verði skortur á lóðafram- boði á Akranesi næstu árin. Þess má einnig geta að Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar hefur lýst yfir áhuga á því að taka að sér að skipuleggja þriðja reitinn í Flatahverfi og hefur þegar lagt fram tillögur þess efnis. Þess er því kannski ekki langt að bíða að þeir tveir reitir sem þá verða effir í Flatahverfi verði skipu- lagðir og að þar rísi myndarlegt hverfi með 500 íbúðum á næstu árum. SÓK Tinna sigraði Það var heldur betur fjör þegar söngvarakeppni Oðals var haldin um daginn. Alls tóku 17 keppend- ur þátt og má segja að það sé til- hlökkunarefni að vita af árshátíð- arsýningunni framundan, svo breiður hópur steig á svið í félags- miðstöðinni. Það var Tinna Kristinsdóttir sem sigraði og var fulltrúi Óðals og reyndar Vestur- lands alls á Söngvarakeppni Sam- fés í Laugardalshöllinni þann 26. jan. s.l. Stóð Tinna sig frábærlega og flutti lag sitt óaðfinnanlega fyr- ir framan 2.800 ungmenni úr fé- lagsmiðstöðum landsins en alls voru 44 flytjendur sem tróðu upp í Laugardalshöllinni þetta kvöld. Hópferð var farinn með 7 0 stuðn- ingsmenn og má segja að það hafi verið kátt í Höllinni þetta kvöld. Mjög mikil gróska er í félags- miðstöðvarstarfi á landsvísu og eru nú um 70 félagsmiðstöðvar skráð- ar í Samfés, (Samtök félagsmið- stöðva á Islandi). Fulltrúar úr Söngvarakeppni Óðals tróðu svo upp á litla sviðinu í Borgarleikhús- inu á sunnudaginn var og skemmtu ungum Kringlugestum þar. Myndir frá Söngvarakeppni Óðals eru að finna á heimasíðu fé- lagsmiðstöðvarinnar www.borg- arbyggd.is/odal i.j. Mikið um fyrir- spumir Skúli segir áhugann á Flatahverf- inu vera mikinn. “Eg fæ töluvert af fyrirspurnum um það eins og um miðbæjarreitinn. Reyndar um iðn- aðarlóðir og hafnaraðstöðu líka. Allt Flatahverfið er 500 íbúða hverfi og við erum bara að úthluta um 1/10 hluta þess núna, en um 33 lóðir er að ræða. Þarna verða bæði sérbýlis- og fjölbýlishús og þau síðarnefitdu verða frá 3 upp í 5 hæðir, það er að segja hluti blokkar- innar má vera fimm hæðir.” I hverf- inu verða 15-90 íbúðir í hverjum klasa og byrjað verður á klösum 3 og 4 en meira verður um fjölbýlis- hús í þeim síðarnefnda. Ævar Harðarson, arkitekt, hannaði deili- skipulag hverfisins og lagði hann sérstaka áherslu á að byggja þar upp skjól. Auk þess var reynt að hreyfa sem minnst við grunnvatnsstöðu svæðisins, en þar var áður mýri. Gamlir” Skagamenn falast eftir lóðunum Að sögn Skúla fer því fjarri að það séu eingöngu Akurnesingar sem falast efiir lóðunum. “Það er töluvert um það að fólk af höfuð- borgarsvæðinu spyrjist fyrir um lóðirnar. Einnig er nokkuð um að Skagamenn sem hafa verið í námi annars staðar og hafa lokið því séu að snúa hingað aftur. Svo eru það líka bara Skagamenn sem hafa búið annars staðar en vilja koma aftur. Fólk hikar ekki við að flytja hingað og halda sinni vinnu í höfuðborg- inni enda er ekki mikið mál að keyra þangað. Það er líka orðið al- gengt að fólk samnýti ferðirnar og þannig verður kostnaðurinn auðvit- að minni.” Uppsveifla í fast- eignasölu Soffía Magnúsdóttir, eigandi Fasteignamiðlunar Vesturlands á Akranesi, segir að mikil uppsveifla hafi verið í fasteignasölu frá því í haust. “Salan er aftur að byrja að fara af stað. Hún fór minnkandi með haustinu en nú virðist markað- urinn vera að taka við sér aftur.” Hún segir ástæðurnar fyrir því geta verið rnargar. “Bærinn er til dæmis búinn að fá úthlutun á viðbótarlán- um og fólk á kost á þeim. Það hefur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.