Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.02.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 08.02.2001, Blaðsíða 1
n* SÍM6NNTUNAR Námsvísírínn er kominn út w£. Skráning í síma * 437 2390 eða á siimenntun.is Rukkað fyrir möl af hafsbotni Það ædar ekki að verða þrauta- laust fyrir Grundfirðinga að stækka höfnina sína. Nú á dögunum barst hafnarstjórn neikvætt álit Náttúru- verndarráðs vegna efnistöku á hafs- botni og nú vill ríkið fá borgað fyr- ir það efhi sem þaðan verður dælt. Iðnaðarráðuneytið hefur nú á grundvelli heimildar í lögum kraf- ist þess að Grundarfjarðarhöfn greiði fyrir efhistökuna í samræmi við verðskrá Vegagerðarinnar á efni. Lagaheimildin er hugsuð til að standa straum af ýmsum rann- sóknum, m.a. á olíuleit og að málmar kunna að finnast á hafs- botni. Það vekur hinsvegar athygli að þessu ákvæði hefur ekki verið beitt fyrr eins og fram kemur í bréfi ráðuneytisins: “Mjög hefur verið gengið á efni í sjó í nágrenni helsta markaðssvæðisins við Faxaflóa og er ásóknin vaxandi. Ástæðan er m.a. sú, að fyrir efnið hefur ekki þurft að greiða gjald.” Og síðar: “Afleiðingin er sú að stjórnun auð- lindarinnar hefur verið ómarkviss, eða engin”. Hafnarstjórn Grundar- fjarðarhafnar fundaði um þessa sér- kennilegu “framhaldssögu” á mánudag. Hafnarstjórn og Byggðaráð Grundarfjarðar hafa nú komið á framfæri mótmælum gegn fyrirhugaðri gjaldtöku þar sem vitnað er til þess að aðeins sé verið að færa til efni innan sama svæðis. Þá mótmæla nefndirnar þeim gjör- ólíka samanburði sem fram er tal- inn sem rök til að beita nú í fyrsta skipti þessu ákvæði. I mótmælum sínum við áliti Náttúruverndarráðs benda nefhdirnar á umsögn Haf- rannsóknarstofnunar þar sem segir m.a. að á efnistökusvæðinu sé um að ræða malarbotn og því ólíklegt að þar sé til staðar auðugt botn- dýralíf. IH Hafiiarstjóm Grundarfiaróarhafnar fiindaói nm nýjustu kafla “framhaldssögunnar? sl. mánudag. Mynd IH Kristófer Jónasson iþróttatnaður HSH tekur viS verSlaunum úrhendi Guðmundar Sig- urðssonar formanns HSH. Mynd IH Aldraður afreksmaður Það má segja að nokkur spenna hafi ríkt á héraðsmóti HSH í I- þróttamiðstöðinni í Stykkishólmi s.l. laugardag, er kom að því að út- nefna íþróttamann ársins. Og í- þróttamaður ársins á Snæfellsnesi var valin frjálsíþróttamaður úr öld- ungaflokki Kristófer Jónasson úr Víkingi Olafsvík. Kristófer er 65 ára gamall og hefur æft frjálsar í- þróttir frá æsku. Kristófer hefur keppt á fjölda móta undanfarin ár. Árið 2000 setti hann Islandsmet í sínum aldursflokki í langstökki án atrenn innanhúss og þrístökki. Hann setti Islandsmet í hástökki í tvígang og einnig Islandsmet í spjótkasti. Auk, Islandsmetanna vann Kristófer 9 Islandsmeistara- tila á árinu. Kristófer keppti í þrístökki á Norðurlandameistara- móti í Gautaborg og varð í fjórða sæti. I lokaorðum valnefndar segir. “Kristófer er lifandi sönnun þess að frjálsar íþróttir er hægt að stunda langt fram eftir aldri með góðum árangri”. IH Smári kveður Smári Guðjónsson ákvað fyrir nokkru að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku KFÍA. Á bls 6 í blaðinu í dag er rætt við Smára um fortíð og framtíð fótboltans á Akra- nesi, fjárhagsörðugleika fé- lagsins og fleira. Þar segir Smári meðal annars. “Verkfallið var gríðarlegt á- fall og ég persónulega reiddist því mjög. Mér fannst það mjög ómaklegt og vanhugsað og fannst svolítið erfitt til þess að hugsa að þeir lánadrottnar sem stóðu félaginu næst, og í rauninni allur leikurinn var gerður fyrir, skyldu ganga fram fyrir skjöldu og gera fé- laginu þennan óleik. Verkfall- ið var mjög erfitt fyrir knatt- spyrnufélagið út á við. Per- sónulega slökkti það ákveðinn neista í mér og ég veit að svo var einnig um fleiri” Gamla kirkjan endurgerð Fjölmennur aðalsafhaðarfund- ur Reykholtssóknar sem haldinn var síðastliðið þriðjudagskvöld samþykkti einróma að fela sókn- arnefnd að ganga til viðræðna við þjóðmynjavörð Islands um sam- starf um varðveislu gömlu kirkj- unnar í Reykholti. Þjóðmynjavörður hafði í lok síðasta árs boðið söfhuðinum að veita fjármagni til endurgerðar kirkjunnar og annast rekstur hennar að hluta. I bréfi ffá þjóð- mynjaverði segir m.a: “Þjóð- mynjasafh Islands óskar eftír því að fá kirkjuna inn í húsasafn þjóð- mynjasafhsins fyrst fulltrúa Vest- urlands þar og kosta viðgerð hennar.” Fyrirhugað er að kirkjan þjóni hlutverki mynjagarðs í tenglsum við fornleyfauppgröft í Reykholti og þar verði sett upp kirkjusögu- sýning. Mikill áhugi er á málinu í Reykholtsdal enda sóttu um sex- tíu manns fundinn í Reykholti. Þótt fyrmefnd tillage hafi verið samþykkt einróma komu þó frarn efasemdarraddir sem töldu að þessi ráðahagur gæti rýrt fjáröfl- unarmöguleika nýju kirkjunnar en fjármögnun byggingarinnar er ekki lokið. I tíllögum þjóðmynjavarðar er gert ráð fyrir að endurgerð kirkj- unnar kosti að minnsta kosti 14 milljónir og taki um þrjú ár. MM/GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.