Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.02.2001, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 08.02.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 ^n£S9Un«j»w Iþróttasafnið á Akranesi í sumarbyrjun er ráðgert að opna á Akranesi íþróttasafn sem verður fyrsta safin sinnar tegundar hér á landi. Að sögn Jóns Allanssonar, forstöðu- manns Byggðasafns Akraness og nærsveita verður nýja í- þróttasafnið deild í Byggða- safninu og verður það til húsa í nýju 630 fm sýningarhúsi sem risið er á safnasvæðinu. Jón Sævar Þórðarson, íþróttakenn- ari, hefur verið ráðinn til að hafa umsjón með söfnun í- þróttaminja og annarra heim- ilda, fyrir hönd byggðasafinsins. Hönnuður safnsins er Bjöm G. Björnsson. Fjölbreytt safn “I nýja sýningarhúsinu verða einnig safn Landmælinga Islands, Steinaríki Islands og sýning um gerð Hvalfjarðaganga ásamt veit- ingaraðstöðu. Það er Akranesbær sem hefur látið reisa húsið sem nú er að verða fullbúið. Aform um í- þróttasafnið hafa verið kynnt for- ystumönnum ISI, KSI og UMFI og óhætt er að segja að þeim hef- ur verið afar vel tekið. íþrótta- safnið væntir mikils af samstarfinu við alla þessa aðila sem og aðra sem láta sig íþróttir varða. Þá hef- ur þjóðminjavörður lýst stuðningi við hugmyndina, en Byggðasafnið að Görðum er hluti minjavörsl- unnar í landinu,” sagði Jón Allans- son. Söfiiun íþróttamynja Að sögn Jóns verður markviss söfnun íþróttaminja sett í gang fljótlega og verður leitað jafnt til einstaklinga og félaga sem fyrir- Jón Allansson tækja og stofnana. “Allar ábend- ingar um efnisatriði, heimildir, myndefni, muni eða annað, sem að gagni gæti komið, eru vel þegnar. Með íþróttaminjum er bæði átt við myndefni og muni, og hvort tveggja kemur til greina; að gefa muni til safnsins eða lána þá til sýningar um tíma. I tengslum við kynningu á safninu hefur verið útbúinn kynningarbæklingur sem hefur verið dreift til hátt í 400 að- ila sem við teljum að geti veitt að- stoð við undirbúning íþróttasafns- ins,” sagði . K.K. Imynd Akraness sem íþróttabæjar kveikjan að safiiinu Segir Bjöm G. Bjömsson, sýningarhönnuður Hönnuður hins nýja íþróttasafns er Bjöm G. Bjömsson, sýningar- hönnuður en hann hefúr um langt árabil sett upp sýningar af öllum stærðum og gerðum vítt og breitt um landið. Hann hefur unnið við sjónvarp, kvikmyndir og leikhús og meðal minjasýninga hans má nefna Kristnisýninguna í Þjóðmenning- arhúsinu sem var opnuð 17 júní í fyrrasumar. I samtali við Skessu- horn sagði Björn G. Björnsson nýja Iþróttasafhið verulega spenn- andi verkefni. “Þetta er gríðarlega vítt svið og gaman að takast á við þetta. I- þróttasaga hefúr aldrei verið tekin Bjöm G. Björussmi saman í heild, hún er til í bútum hér og þar, saga einstakra greina eins knattspyrnunnar og glímunn- ar og svo framvegis en ekkert heildaryfirlit er til en það er einmitt það sem við viljum gefa í þessu safní. I stuttu máli sagt þá cr markmið safnsins þríþætt. I fyrsta lagi að leggja áherslu á og styrkja í- mynd Akranesskaupstaðar sem í- þróttabæjar, í öðru lagi að safna saman minjum um íþróttasögu landsmanna á einn stað og gera hana aðgengilega almenningi með sýningahaldi, og í þriðja lagið að renna fleiri stoðum undir starfeemi Byggðasafnsins á Akranesi,” sagði Bjöm. Hann segir ímynd Akraness sem íþróttabæjar sé kveikjan að þessari hugmynd. “Þetta er það sem er að gerast í dag í menningartengdri ferðaþjón- ustu, menn eru að skapa sér sér- stöðu út frá sögu svæðisins eða á á- kveðnu sviðí. Siglufjörður er með síldina, Njála á Rangárvöllum, galdrar á Ströndum og því ekld í- þróttimar á Akranesi? Fyrsta sýn- ingin mun væntanlega standa ein- hvern tíma og gæti verið nokkurs konar fastasýning en hún verður að meginefni sögulegt yfirlit yfir í- þróttaiðkun á Islandi. Æskilegt er að draga að sem fjölbreyttast sýn- ingarefni, bæði frá Akranesi og nærsveitum, en einnig frá aðilum víðs vegar um land; einstaklingum, söfrium, skólum, íþróttahúsum, fé- lögum, samtökum og fyrirtækjum. Heildarkosmaður við söfnun og skráningu muna og uppsetningu vandaðrar sýningar með öllum búnaði er áætlaður 12-15 milljónir króna og aðstandendur Iþrótta- safnsins gera sér Ijóst að víða þarf að leita stuðnings. Það er aldrei að vita hvað berst mikið af munum og hvemig þróunin verður eftir opn- unina,” sagði Bjöm G. Björnsson. K.K Afl samstarfs Verkefiiisstjómiv afbendir Asbimi Ottarssyni forseta bœjarstjómar Siiœfellsbœjar g/öf klúbbanna. Lionsfólk í Snæfellsbæ færði nýlega Dvalarheimilinu Jaðri í O- lafsvík myndarlega gjöf til lyffu- kaupa í húsið. Lionsklúbbamir fjórir stóðu saman að umsókn um styrk úr landsverkefninu Rauða- fjöðrin til þessa verkefnis. Eins og alþjóð veit er sala Rauðu-fjöður- innar landsátak sem allir Lions- klúbbar taka þátt í, síðan geta klúbbarnir sótt um framlag til einhverra verkefna og er þetta verkefni eitt þeirra. Kristján Helgason í Lionsklúbbi Ólafsvík- ur var verkefnisstjóri þessa verk- efnis. “Þessir klúbbar hér í Snæ- fellsbæ hafa haft margvíslegt sam- starf í gegnum árin. Auk þessa verkefnis rákum við saman al- þjóðlegar sumarbúðir á Gufuskál- um í sumar og lukkaðist það vel. Þá man ég efrir því að við stóðum saman að því að hreinsa forvað- ann undir Enni auk þess sem við skemmtum okkur oft saman. Svona samstarf er bæði gott og skemmtilegt og gerir okkur sterk- ari til að takast á við verkefhi sem eru til góða fyrir samfélagið”. I verkefnisstjórninni sátu auk Kristjáns þau Örn Johnson frá Lionsklúbbi Nesþinga, Sigríður Margrét Vigfúsdóttir frá Lions- klúbbnum Þernunni og Margrét Helgadóttir frá Lionsklúbbnum Rán. IH Irskir dagar verða í júní Búið er að fástsetja írska daga á Akranesi á komandi vori og verða þeir haldnir 7-10 júní. Sjómanna- dagurinn er 10 júní og verður dag- skrá daganna unnin í samvinnu starfehóps um Irska daga og sjó- mannadagsráðs. Að sögn Birnu Gunnlaugsdóttur sem gegndi for- mennsku í starfshópnum er formun dagskrár vel á veg komin en hún segir þó enn vera rúm fyr- ir hugmyndir og dagskrárliði. “Ó- hætt er að fullyrða að helgin verð- ur mjög vegleg með margs konar uppákomum og menn ættu að taka hana firá,” sagði Birna Gunn- laugsdóttir. Formannsskipti urðu í starfshópnum um Irska daga og tekur Jóhanna L. Jónsdóttir við af Birnu sem segist vilja einbeita sér að starfinu fyrir menningar- og safnanefhd sem hún veitir for- stöðu. K.K. Merkur myndafundur Um langt skeið hafa áhuga- menn unnið að rannsóknum á gögnum á hinum forna Grundar- fjarðarkaupstað. Þar hafa sér- kennilegar raðir atvika orðið ril þess að margt skemmtilegt hefur komið í ljós. Það vakti mikla at- hygli í sumar þegar tvær franskar gólettur komu til Grundarfjarðar og var nokkuð óvænt hve snöggt Grundfirðingum tókst að stimpla sig inn í sögu Frakka á Islandi. Við komu Frakkana vöknuðu upp ýmsar spurningar um aðstöðu þeirra og sögu á staðnum. Vitað var að til er á Þjóðminjasafninu ljósmynd sem tekin var úr herskipi þeirra og er af prestsetrinu á Set- bergi. Einnig er til vel varðveitt sjókort sem Frakkar unnu af firð- inum á þessum árum. Við það vöknuðu vonir um að ef til vill væri ýmislegt til frá tíma Frakk- anna frá árdögum ljósmyndanna upp úr 1880. Því var ákveðið að hefja leit. En margt verður á vegi manna í leit sem þessari, á síðari tíma veru Frakkanna á Grundar- kampi kom í Grundarfjörð maður að nafni W G Collingwood sem ferðaðist um landið og teiknaði myndir af þekktum sögustöðum. Það vakti nokkra undrun áhuga- manna hve lítið væri frá Grundar- firði í þeim söfnum sem til eru hér á landi úr leiðangri Collingwoods ekki síst í ljósi þess að fylgdarmað- ur hans um landið var Dr. Jón Stefánsson frá Grund. I safni 170 mynda sem eru í Þjóðminjasafn- inu eru aðeins tvær frá Grund og Grundarfirði. Nú hefur komið í ljós að hjá skyldmennum Jóns sem búsetrir eru víða í Danmörku og Englandi eru til allmargar myndir eftir Collingwood og hafa söguá- hugamenn nú þegar fengið sjö myndir úr Grundarfirði sem ekki voru þekktar áður. Sú mynd sem hér er birt er ákaflega merkileg fyrir þær sakir að hún sýnir Grundarfjarðarkaupstað eins og hann var á sínum síðustu árum og er teiknuð sama árið og verslunar- réttindin voru flutt út í Grafarnes. Björg Agústsdóttir sveitarstjóri telur þessar myndir mikinn happa- feng fyrir sögu Grundarfjarðar. IH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.