Skessuhorn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Skessuhorn - 15.02.2001, Qupperneq 1

Skessuhorn - 15.02.2001, Qupperneq 1
SÍM6NNTUNAR ^j^MIÐSTðÐIN Námsvísirinn er kominn út VIKUBLAÐ A VESTURLANDI - 7. tbl. 4. árg. 15. febrúar 2001 Kr. 250 í lausasölu Vv V Umfangsmiklar aðgerðir samgönguráðuneytisins í byggðamálum Fimmtíu störf á landsbyggðina Ný störf m.a. í Olafsvík, Stykkishólmi og Borgarnesi Samkvæmt heimildum Skessu- homs er fyrirhugað að flytja um fimmtíu störf frá Reykjavík á landsbyggðina á vegum Sam- gönguráðiinevtisins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra tilkynna um þessi á- form á fundi í Ólafsvík á morgun, föstudag. I september 1999 ritaði sam- gönguráðherra undirstofnunum ráðuneytisins og lagði fram þá stefnu að leita skyldi leiða tdl að flytja störf út á landsbyggðina. Óskaði hann eftir því að þegar störf losnuðu yrði kannað hvort hægt væri að vinna viðkomandi verk utan höfuðborgarsvæðisins og þá helst á þeim svæðum þar sem atvinnulíf er einhæít. Viðbrögð stofnana samgöngu- ráðuneytsins mun hafa verið á þá leið að á næstunni verði hægt að flytja um fimmtíu störf á lands- byggðina, meðal annars á tvo staði á Vesturlandi. A fundinum sem fyrirhugaður er í Ólafsvík á morgun verður form- lega opnað þjónustuver samgangna í Snæfellsbæ. Samgönguráðuneytið, Vegagerð ríkisins, Flugmálastjórn Islands, Siglingastofnun íslands og Snæfellsbær hafa gert með sér samning um rekstur þjónustuvers- ins. Tilgangur samstarfs þessa mun vera að þróa starfsaðferðir til að bæta þjónustu samningsaðila á svæðinu, samnýta tækjakost og starfskrafta eins og unnt er og tryggja öryggi þjónustunnar. Stað- setning starfseminnar verður í hús- næði Vegagerðarinnar í Ólafsvík og skal þjónustuverið rekið sem verk- efni með sérstakri kennitölu. Eitt nýtt starf verður til við þessar breytingar. Þá mun vera fyrirhugað að rann- sóknarnefnd sjóslysa verði staðsett í Stykkishólmi og hafi aðsetur í flug- stöðinni á Stykkishólmsflugvelli. Við nefhdina er eitt og hálft stöðu- gildi á ársgrundvelli. A vegum flugmálastjómar mun vera fyrirhugað að skapa um sex ný störf á landsbyggðinni með samn- ingum við einstök sveitarfélög vegna þjónustu við flugvelli. A Isafirði er ætlunin að verði til eitt starf á vegum Siglingastofnunar Islands í útibúi stofnunarinnar tengt flokkun og skráningu skann- aðra teikninga. Þá mun vera ákveðið að Vega- gerðin flytji skiptiborð og hluta af upplýsingaþjónustu við vegfarend- ur til Isafjarðar og verði þar aðal símsvörun Vegagerðarinnar auk þess sem þaðan verða veittar upp- lýsingar um færð og verður. Einnig mun vera til athugunar að öll sím- svörun fyrir samgönguráðuneytið og aðrar stofnanir þess verði flutt vestur í framtíðinni. Auk þess ligg- ur fyrir að Vegagerðin beini sínum viðskiptum varðandi aðkeypta þjónustu, í auknum mæli til fyrir- tækja á landsbyggðinni. Alls mun vera áætlað að tólf til átján störf skapist á landsbyggðinni á vegum Vegagerðarinnar til ársins 2002. Nú þegar hefur aðalskiptiborð og þjónustuver Islandspósts verið flutt Sturla Böðvarsson samgöngnráðherra til Akureyrar, pökkun fyrsta dags umslaga verið flutt til ísafjarðar, frí- merkjavarsla í Borgarnes, vinna við ársmöppur í Búðardal og unnið mun vera að flutningi á smá- vörulager fyrirtækisins til Blöndu- óss. Þessar ákvarðanir þýða um það bil átta til tíu ársverk sem flutt eru út á land. A vegum Landsímans mun vera fyrirhugað að fjölga störfum á landsbyggðinni um 20 - 30 á þessu ári við þjónustunúmer símans, 118. I dag er svarað í það númer á þrem- ur stöðum, utan Reykjavíkur, þ.e. Isafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Að lokum mun vera ráðgert að bjóða út tilkynninga- og strand- stöðvarþjónustuna sem verið hefur í höndum Póst- og símamálastofh- unarinnar. Gert er ráð fyrir að við það flytjist allt að sex stöðugildi á landsbyggðina. Samkvæmt heimildum Skessu- horns mun það vera einsdæmi að ráðherra tilkynni um jafn umfangs- mikla fjölgun starfa á landsbyggð- inni í einu lagi. GE Sviptingar í afurðavinnslumálum í Borgamesi Goði í stað Reykjagarðs? Nú liggur ljóst fyrir að Reykja- garður mun ekki flytja kjúklinga- slátrun sína í Borgarnes eins og til stóð en sem kunnugt er festi fyrir- tækið kaup á Engjaáshúsinu svo- kallaða á síðasta ári undir starfsemi sína. Elins vegar munu forsvars- menn Goða hf. vera að endurskoða þá ákvörðun að flytja starfsemi sína í Mosfellsbæ og samkvæmt heim- ildum Skessuhorns kemur til greina að fyrirtækið kaupi Engjaás- húsið. “Málin hafa þróast þannig að við munum ekki nýta Engjaáshúsið og þegar ég sá að Goði ætlaði að fara í Mosfellsbæinn lét ég þá vita að húsið væri falt,” segir Bjarni Asgeir Jónsson framkvæmdastjóri Reykja- garðs. Aðspurður um ástæðu þess að fyrirtækið er hætt við flutning- inn segir Bjarni Asgeir: “Það er fyrst og fremst vegna þess að við sjáum fram á mikinn slag á mark- aðnum og við treystum okkur ekki í þá fjárfestingu sem fylgir flutn- ingunum. Við sjáum heldur ekki alveg fram á lausn á starfsmanna- málum og húsnæðismálum. Við höfúm því ákveðið að bæta við hús- ið fyrir austan til að hægt verði að setja inn fullkomna sláturlínu. Við fengum Engjaáshúsið á góðum kjörum og á góðu verði á sínum tíma og ég hef boðið Goðamönn- um að ganga inn í þann samning að tilskyldu samþykki Sparisjóðs Mýrasýslu.” Að sögn Bjarna Asgeirs hafa full- trúar Goða skoðað húsið og einnig hafa þeir átt fúnd með fulltrúum Borgarbyggðar vegna þessarar nýju stöðu sem upp er komin. Marteinn Valdimarsson fram- kvæmdastjóri Sláturfélags Vestur- lands í Borgarnesi sem er í meiri- hlutaeigu Goða hf. staðfesti í sam- tali við Skessuhorn að hugsanleg kaup á Engjaáshúsinu væru í at- hugun hjá Goða. Hann sagði að þar sem forsendur væru breyttar væri fyrirtækið að kanna þann möguleika að auka sína starfsemi í Borgarnesi í stað þess að minnka u.1!I Engjaás. hana eins og ákveðið var fyrir skömmu. Eins og fram hefur kom- ið í Skessuhorni hafði Goði áhuga á Engjaáshúsinu áður en ákvörðun var tekin um að fara í Mosfellsbæ en á þeim tíma var það ekki falt. Marteinn kvaðst ekki vita hvenær endanleg ákvörðun lægi fyrir en sagði að menn ætluðu að flýta sér. GE KB-Hyrnutorgí opið kl. 9-19 laugard. 10-19 'f. ot.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.