Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.02.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 15.02.2001, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 2001 5 j&nssunuiw Hervar sigraði Síðastliðinn miðvikudag lauk kosningu til formanns Verka- lýðsfélags Akraness. Atkvæði - greiddu 647 af þeim 1147 sem voru á kjörskrá, eða 56,4%. At- kvæði féllu þannig að Georg Þorvaldsson fékk 307 atkvæði eða 47,5% og Hervar Gunnars- son fékk 330 atkvæði eða 51%. Auðir seðlar voru 10 eða 1,5%. Hervar var því kjörinn sem for- maður félagsins ffá næsta aðal- fundi að telja, til aðalfundar árs- ins 2003. Kosningabaráttan var nokkuð snörp og hörð enda mótframboð- ið tilkomið vegna óánægju með störf sitjandi formanns. Hervar - sagði í samtali við Skessuhorn eft- ir að úrslit lágu fyrir að þessi litli munur atkvæða hefði komið sér á Hei~var Gunnarsson var kjörinn formað- ur VFLA til ársins 2003 óvart þótt hann hafi haft tilfrnn- ingu fyrir því síðustu dagana á undan að munurinn yrði ekki mik- ill. Hann kvaðst vonast til að þeg- ar þessi barátta væri frá gætu menn farið að snúa sér að því að - vinna saman að hagsmunum fé- lagsins og félagsmanna þess. Georg Þorvaldsson mótfram- bjóðandi Hervars sagði í samtali við Skessuhorn á miðvikudags- kvöld að vissulega væru alltaf von- brigði að tapa ekki síst þegar svo - litlu munaði. Við því væri hins- vegar ekkert að gera. “Eg óska bara Hervari til hamingju með sigurinn og þakka þeim fjölmörgu sem studdu mig í þessari kosn- ingabaráttu og með sínu atkvæði,” sagði Georg. GE Vegurinn færður Staðfest hefur verið að þjóð- skólahúsa og vegarins. vegur -1 hjá Bifröst verði fluttur í „Við fúnduðum nú nýlega með Viðskiptaháskólinn á Bifröst. Vegurinn verður fierður allt að 130 metra í átt frá skólahúsunum þar sem mest er. sumar. Skapar slíkt aukið landrými fýrir Viðskiptaháskólann til bygg- inga Nemendagarða, en fram- kvæmdir við nýjan áfanga þeirra eru þegar hafnar á milli núverandi forsvarsmönnum Vegargerðarinn- ar, samgönguráðherra og þing- mönnum Vesturlands og lögðum þar fram beiðni um færsluna“, sagði Runólfúr Agústsson, rektor Viðskiptaháskólans. „Málið var brýnt fýrir okkur til að skapa há- skólanum rými til stækkunar og bygginga sem við vildum reisa nú í sumar og næsta vemr. Vegagerðin brást skjótt við og ákvað færslu vegarins nú þegar. Hér var tekið snövurmannlega á málum og vil ég í því sambandi sérstaklega þakka Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra og öðrum þingmönnum Vesturlands fýrir góð viðbrögð. Þessi tilfærsla sker Bifröst niður úr þeirri snöru sem núverandi vegstæði var.Fyrir slíkt ber að þakka.“ Núverandi þjóðvegur 1 verður eftir tilfærsluna innan lóðar á Bif- röst og mun þar þjóna háskólaþorpinu sem aðkoma að hinum nýju húsum. Jj Frá opnun hitaveitu í Dölunum Lengri niðurgreiðslur Sveitarstjórn Dalabyggðar hefúr lagt það til við iðnaðarráðherra f.h. ríkisstjórnar Islands að reglur þær er samþykktar voru á fundi ríkis- stjórnarinnar þann 2. nóvember 1999 er lúta að úthlutun styrkja til lagningar nýrra hitaveitna á svæð- um sem njóta niðurgreiðslu á raf- rnagni til húshitunnar, verði endur- skoðaðar. Gerð verði breyting á 6. gr. reglnanna, þannig að í staðinn fýrir fimm ár í greininni komi tíu ár. Eftir breytinguna hljóði grein- in sem hér segir: „Styrkurinn nemur áætluðum tíu ára niðurgreiðslum á rafmangni til húshitunar á orkusvæði hitaveit- unnar. Frá styrkfjárhæðinni verði dreginn annar beinn eða óbeinn fjárhagslegur stuðningur ríkisins, stofnana þess eða sjóða til viðkom- andi hitaveitu eða undirbúnings hennar.” “Við teljurn að sparnaður ríkisins við nýjar hitaveitur sé umtalsverður en kostnaðurinn við að stofna veit- urnar er aftur á móti mikill. Því þykir okkur eðlilegt að ríkið mæti þeim kostnaði í meira mæli en gert hefur verið ráð fýrir,” segir Einar Mathiessen sveitarstjóri Dala- byggðar. GE ATVINNA BAKARI Geirabakarí auglýsir tvö störf laus tii umsóknar. Störfin fela í sér pökkun, útkeyrslu áfyllingu í verslanir og fleiri tilfallandi verk. Unnið er fimm daga vikunnar frá 7-12 og þriðju hvora helgi. Upplýsingar gefa Sigurgeir Erlendsson og Gísli Sumarliðason á skrifstofatíma í síma 437 1920 Umsóknarfrestur er til 23. febrúar nk. Viðskiptavinir athugið! Skrifstofa KB verður lokuð vegna flutnings föstudaginn 16. febrúarog mánudaginn 19. febrúar Opnum aftur þriðjudaginn 20. febrúar i nýju verslunarhúsi KB Hyrnutorgi. Kaupfélag Borgfirðinga Snœfellsbœr Leikskólinn Kríuból Hellissandi - Atvinna - Óskum eftir "leikskólalida" til starfa frá og med 1. apríl n.k. Á leikskólann Kríuból á Hellissandi vantar "leikskólaliða" til starfa frá og með 1. apríl n.k. Um er að ræða 60% starf sem unnið er frá kl. 13:00-18:00. "Leikskólaliði" sér um öll þrif í leikskólanum og aðstoðar börnin þar sem við á auk þess að sinna öðrum tilfallandi verkefnum. Starfið krefst þrifnaðar, sjálfstœðis og skipulagningar. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 15. MARS N.K. Nánari upplýsingar gefur tp leikskólastjóri (Sigga) í síma 436-6723 Borgarnesbíó Sýnd sunnudaginn 18. febrúar Kl 20:00 Bönnud innan: 14 ára Midaverð 600kr Munid nemenda- félagsafslátinn Fétagsmidstödin Ódal /N.F.G.B.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.