Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.02.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 15.02.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 2001 .mtðaunui.. Viðhorf unga fólksins Skoðanakönnun félags at- vinnulífsins í Grundarfirði I vetur lét FAG, Félag atvinnu- lífsins í Grundarfirði og Eyrar- sveit, framkvæma tvær skoðana- kannanir meðal ungs fólks í Grundarfirði. Sú fyrri var gerð meðal nemenda í 9.-10. bekk og sú seinni meðal ungs fólks á aldrinum 16-20 ára. Markmið kannananna var að fá fram við- horf þessa aldurshópa til heima- byggðarinnar. Athyglisverðar niður- stöður Dögg Mósesdóttir verkefnisstjóri þessa verkefnis segir niðurstöður kannananna athyglisverðar að mörgu leyti. I 9.-10. bekk var um 92% þátttaka. Um 88% þeirra stefna á framhaldsnám og 55% ætla að stunda nám við Fjölbrauta+skól- ann á Akranesi, 48% ætla sér í skóla á höfuðborgarsvæðinu og urn 10% í fjarnámið í Grundarfirði. Þegar spurt var hvað væri mikilvægast þegar skóli væri valin töldu 43% þeirra gæði námsins en félagslífið lenti þar í öðru sæti með 31%. Þeg- ar spurt var hvort gott væri að vera ungur og búa í Grundarfirði voru 25% sem svöruðu já, 55% svöruðu nei en 19% svöruðu ágætt. Flestir, eða 63%, sögðust þó hafa sæmilegt álit á heimabyggðinni og um 28% sögðust hafa gott álit á heimabyggðinni en aðeins 4% hafa slæmt álit á Grundarfirði. Það sem skiptir grundfisk ungmenni í 9,- 10. bekk mestu máli þegar þau velja sér framtíðar búverustað er í 45% tilvika þeir atvinnumöguleikar sem byggðarlagið hefur upp á að bjóða, en næst mest vegur bæjarlíf eða 25%. Strax á eftir með 24% völdu þau fjölskylduvænt umhverfi en stúlkunum þótti sá kostur væn- legri heldur en strákunum. Þau eldri jákvæðari I könnuninni sem gerð var meðal fólks á aldrinum 16-20 ára var að- eins 56% þátttaka, eða 25 manns. Jafnmargir strákar tóku þátt og stelpur. Dögg segir að vegna þess hversu slök þátttakan var sé hættu- legt að fullyrða um skoðanir þessa aldurshóps. Til dæmis mátti skilja sem svo að grundfirsk ungmenni séu jákvæð hvað varðar framtíð landsbyggðarinnar og þá Grundar- fjarðar. 44% þeirra sem svöruðu telja að almennt álit á landsbyggð- inni eigi eftir að breytast í nánustu framtíð til hins betra, 24% þeirra eru neikvæð um framtíðina, 12% voru ekki viss og önnur 12% kusu að svara ekki. 72% af þeim sem svöruðu sögðust vera bjartsýn um framtíð Grundarfjarðar og töldu hann eiga eftir að blómstra og stækka. Aðeins 4% eða ein mann- eskja var neikvæð um framtíð Grundarfjarðar, hinir voru ekki vissir eða töldu að bæjarlífið stæði í stað. 40% þeirra sem tóku þátt í könnuninni hafa hugsað sér að búa í Grundarfirði í framtíðinni 20% gám ekki hugsað sér það en 40% vom ekki viss. F ramhaldsskólinn Framhaldsskólamál vora einnig tekin fyrir í könnun eldri hópsins. Þar kom fram að ef framhaldsskóli hefði verið í Grundarfirði, þegar þessi aldurshópur var að útskrifast úr grannskóla þá hefðu 68% af þeim sem tóku þátt í könnuninni valið að vera heima að minnsta kosti einn vemr í viðbót, þar sem margir voru ekki tilbúnir til að flytja að heiman 16 ára. 52% hefðu samt sem áður ekki valið skólann nema hann byði upp á þær brautir sem þau hefðu áhuga á að stunda. I 37% tilvika var bent á að helstu kostir þess að stunda framhalds- skólanám í heimabyggð væru hversu hagkvæmt það er fjárhags- lega en í 33% var svarað að það væri gott að geta verið lengur heima. Önnur svör vora, að félags- lífið myndi bama, gott væri að vera í umhverfi sem maður þekkti og að þá þyrfti maður ekki að ákveða sig strax. 20% svöraðu ekki. Helstu ó- kostirnir við að stunda nám í fram- haldsskóla hér í heimabyggð voru í 24% tilvika hversu dapurt félagslíf- ið er hér í Grandarfirði, í 41% til- vika sáu þau fram á aðra ókosti en 34% svöraðu ekki spumingunni. 1H Nýr forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands Róbert Arnar Stefánsson líf- fræðingur hefur verið ráðinn for- stöðumaður Náttúrastofu Vesmr- lands í Stykkishólmi. Róbert er fæddur í Reykjavík en ólst upp á Fáskrúðsfirði. Róbert útskrifaðist sem líffræðingur frá Háskóla Is- lands 1996 og lauk meistaraprófi vorið 2000. Róbert var að koma sér fyrir á skrifstofunni sinni og segir að næsm dagar fari í það og að kaupa tæki. Þá segist hann nota næsm daga í að komast inn í það sem gert hefur verið og móta stefnu stofunnar. “Það er spenn- andi að takast á við þetta starf, sumpart vegna þess hversu skammt það er á veg komið og maður fær talsvert frjálsar hendur. Vesmrland er alveg frábært svæði fyrir náttúrarannsóknir. Fyrst um sinn verð ég eini starfsmaður Náttúrustofunnar en vonandi er þess skammt að bíða að starfs- mönnum hér fjölgi því hér era næg verkefni á þessu sviði”. Hing- að til hef ég aðeins verið að sinna fuglatalningu í Grandarfirði og Kolgrafarfirði. I vor er síðan meiningin að fara í verkefni sem er um útbreiðslu og þéttleika mó- fugla á svæðinu. Mjög litlar rann- sóknir eru til á þessu sviði. I fram- haldi af því verður tekist á við rannsóknir á minkum en það er einmitt sérsvið mitt. Kona Ró- berts er Menja von Schmalensee frá Danmörku, hún er líka líffræð- ingur og vinnur þessa dagana að mastersverkefhi sínu við Háskóla Islands. Þau Róbert og Menja eiga 2 börn. En hvernig líst þeim hjón- Róbert Aniar Stefánsson nýrforstöðu- maður Náttúnistofii Vesturlands á skrif- stofiu sinni í Ráðhúsinu í Stykkishólmi. MyndlH um á sig? “Líklega er ég meiri landsbyggðarmaður í mér en borgarbam. Mér finnst Stykkis- hólmur heillandi bær og ég hlakka til að ala hér upp börnin mín”. IH Fá Borgnesingar vinnu hjá Norðuráli? Undanfarið hefur sú saga breiðst út eins og eldur í sinu að gengið væri framhjá Borgnesing- um við ráðningar í störf hjá Norð- uráli. Sumir gengu svo langt að vilja meina að það væri einfaldlega stefna fyrirtækisins að hafa ekki Borgnesinga í vinnu. Þegar Skessuhorn hafði sam- band við Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri starfsmanna- sviðs hjá Norðuráli, vegna málsins kannaðist hann við söguna en sagði jafnframt að þetta væri af og frá. “Hér vinna Borgnesingar á þremur mismunandi vöktum og það er auðvitað bara vegna fyrir- komulags á ferðum og öðru. Fólk ferðast saman í bílum en það er hins vegar alls ekki rétt að mönn- um sé neitað um vinnu eftir því hvar þeir era búsettir.” Að sögn Kristjáns hefur Norð- urál frá upphafi stefnt að því að hafa á að skipa góðu starfsfólki og leggur áherslu á að sé haft í huga að nánast allir starfsmenn fyrir- tækisins höfðu ekki reynslu af störfum í álveri verði ekki annað sagt en að þeir hafi staðið sig frá- bærlega. “Norðurál hefur haft þá stefnu að ráða fyrst og fremst til starfa fólk sem búsett er á svæðinu frá Akranesi til Borgarness og kom þetta reyndar fram í auglýsingum í lok desember síðastliðinn, þegar auglýst var eftir starfsfólki vegna stækkunar fyrirtækisins. Hefur þessi stefna leitt til þess að hlutfall þeirra, sem búsettir eru á þessu svæði, hefur aukist unt 10% síðan í apríl 1999 og er nú rúmlega 80%. Má geta þess að við ráðning- ar í ný störf vegna stækkunnar fyr- irtækisins í 90.000 tonn hefur eng- inn af höfuðborgarsvæðinu verið ráðinn til starfa.” Störfum hjá Norðuráli fjölgar um 40-50 vegna þessarar um- ræddu stækkunar en vel á annað hundrað manns sóttu um. “Borg- arbyggð er svo sannarlega hluti af því svæði sem horft er til varðandi ráðningar á starfsfólki. Miðað við fjölda umsókna, sem bárast frá Akranesi og Borgarnesi, var svipað hlutfall ráðið.” Kristján segir ráðn- ingum nú að mestu vera lokið og staðan er sú að frá Akranesi bárust 101 umsókn og vora 22 ráðnir eru 22% af þeim sem sóttu um, Borg- arnes 15 umsóknir, 4 ráðnir eða 27% af þeim sem sóttu um. Dreif- býli 7 umsóknir, 2 ráðnir eða 29% af þeim sem sóttu um. “Það er á- nægjulegt til þess að vita að það skuli vera jafneftirsótt að starfa hjá Norðuráli og þessi fjöldi umsókna ber vitni um. Hins vegar er ljóst að alltaf verður um að ræða vonbrigði hjá þeim sem ekki fá starf og ljóst er að margir hæfir einstaklingar eru í þeim hópi. Þetta gildir að sjálfsögðu um störf hjá Norðuráli rétt eins og hjá öllum öðram fyrir- tækjum” segir Kristján og bætir því við að það sé von þeirra hjá Norðuráli að komi til frekari stækkunar á álverinu á Grandar- tanga, megi fyrirtækið njóta enn fleiri starfskrafta úr nágranna- byggðarlögum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.