Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.02.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 15.02.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 2001 ^&tssunub. Penninn Línudans Landsvirkjunar Um þessar mundir er Landsvirkjun að undirbúa lagningu enn einnar há- spennuloftlínunnar um þessa sveit s.s. “Sultartangalínu 3” að spenni- og aðveitustöðinni Brennimel í Hvalfjarðar- strandarhreppi en hún gegnir síauknu hlutverki hvað varðar dreifingu á raforku um Iands- kerfið. Þessi háspennulína á að verða 400 þúsund volt (400 kV) og mun hafa tvöfalt meiri flutningsgetu á raforku en fullstækkað álver Norðuráls á Grundartanga þarf á að halda miðað við 300.000 tn. ársfram- leiðslu. Landsvirkjun stefair að því að hún verði öll reist á möstrum og turnum á um alls 120 kílómetra leið. Hér í hreppnum eru 3 há- spennuloftlínur (aðveitulínur) fyrir. Fyrst skal nefaa Ilvalfjarð- arlínu, 220 kV sem kemur inn í Hvalfjarðarstrandarhrepp yfir Botnsvog í Þyrilsnes skammt frá bænum Þyrli. Þaðan liggur hún í vestur, norðan þjóðvegar framhjá fjölda heimila og sumarbústaða á leið sinni um Hvalfjarðarströnd- ina og endar á Brennimel. Hrauneyjafosslína, 220 kV, kem- ur niður í Grafardal austanverð- an, liggur síðan um Dragháls- land, um Kornahlíð, meðfram Geitabergsvatni endilöngu, þá norðan við Glammastaðavatn, klýfar síðan báðar stærstu gróð- urvinjar sveitarinnar þ.e. Eyrar- skóg og Svarfaólsskóg sem er samfelldur Vatnaskógi að vestan urn leið og hún þverar Svínadal til suðurs. í Eyrarskógi og Svarf- hólsskógi eru stærstu sumarhúsa- byggðir sveitarinnar. Hún fer svo um Lambadal yfir Miðfellsmúla og kemur niður í skógi vaxna Saurbæjarhlíðina á Hvalfjarðar- strönd rétt austan við bæinn Kalastaði og að lokum samhliða Hvalfjarðarlínu að Brennimel. Vatnshamralína, 132 kV, kemur sunnan yfir Skarðsheiði og þver- girðir hreppinn að vestanverðu á leið sinni að Brennimel. Búskaparhættir í Hvalfjarðar- strandarhreppi hafa tekið miklum breytingum síðustu 2 áratugi og margir bændur aflagt eða minnk- að við sig hefðbundinn búskap en þess í stað farið út í ýmiskonar ferðaþjónustu. Um 400 sumarbú- staðalóðir hafa verið skipulagðar hér og fer fjölgandi. Tilkoma Hvalfjarðarganga gerir þessa sveit eftirsóknarverðari til slíkra nota um leið og svæðið nýtur þess að almenn og óviðkomandi um- ferð minnkar. Veruleg skógrækt er stunduð bæði hjá bændum (nytjaskógrækt) og einnig hjá hinum fjölmörgu sumarbústaða- eigendum. Þá hafa menn í vax- andi mæli gert sér betur grein fyrir mikilvægi snyrtilegs um- hverfis hér sem annars staðar og lagt sig mikið fram til að fegra, hreinsa og græða landið. Hval- fjarðarstrandarhreppur var verð- launaður árið 1999 fyrir framúr- skarandi árangur í umhverfismál- um og útnefndur snyrtilegasti hreppurinn á Vesturlandi. Að þessari útnefningu stóðu Skessu- horn ehf. í samvinnu við Sorp- urðun Vesturlands, Búnaðarsam- tök Vesturlands og Vegagerðina. Undanfarið hafa falltrúar frá Landsvirkjun og Línuhönnun hf. farið hér um sveitina og kynnt landeigendum hugmyndir sínar um hugsanleg línustæði fyrir hina nýju Sultartangalínu en þar koma fjölmargar leiðir til greina að þeirra mati. A þeirn funduni hafa menn skipst á skoðunum af fallri alvöru og prúðmennsku. Það skal engu að síður upplýst að íbúar Hvalfjarðarstrandar- hrepps eru gjörsamlega mótfalln- ir öllurn hugmyndum um fleiri háspennulínur urn sveitina sína, enda eru þær 3 fyrir sem fyrr greinir. Því til staðfestingar hafa íbúar frá hverju einasta heimili hér ritað nöfn sín á lista þar sem slíku verklagi er algjörlega hafa- að. Ennfremur hafa nær 100% sumarbústaðaeigenda og eigend- ur annarra fasteigna í Hvalfjarð- arstrandarhreppi ritað nöfn sín á listann, alls 511 manns. Þá hafa allar sveitarstjórnir í hreppunum sunnan Skarðsheiðar þ.e. Hval- fjarðarstrandarhrepps, Leirár- og Melahrepps, Skilmannahrepps og Innri-Akraneshrepps, formlega lýst yfir stuðningi við sjónarmið heimamanna. Sömuleiðis hrepps- nefnd Kjósarhrepps, bæjarráð Akraness, Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, Búnaðar- samtök Vesturlands, Náttúru- verndarsamtök Islands, Náttúru- verndarsamtök Vesturlands, Um- hverfisnefnd Hvalfjarðarstrand- arhrepps, Sól í Hvalfirði og fleiri. Undirskriftirnar og allar smðn- ingsyfirlýsingarnar voru afaentar forstjóra Landsvirkjunar 5. febr- úar s.l. að loknum fandi með honum þar sem nokkrir falltrúar sveitarfélagsins kynntu viðhorf heimamanna. Hvalfjarðarstrandarhreppur vill ekki fórna meira af skógi vöxnum hlíðum né öðru landi undir fleiri háspennuloftlínur enda er það þegar upptekið eða frátekið til annarra nota. Um þetta ríkir slík samstaða að hún á sér ekki fordæmi hérlendis. Það er orðið tímabært að ráðamenn Landsvirkjunar staldri við og í- hugi í alvöru breytt verklag við lagningu háspennulína þar sem farið er um blómlegar sveitir og í námunda við heimili og önnur híbýli fólks. Oft verða stór lands- svæði óbyggileg með öllu auk annarra óþæginda og lýta sem loftlínur valda í okkar viðkvæmu náttúru. Landeigendur hafa hingað til mátt sín lítils í við- skiptum sínum við Landsvirkjun vegna lagninga háspennulína um bújarðir og önnur eignarlönd. Nú er mál að linni. Til skemmri tíma litið er kostnaðarsamara að leggja jarðstrengi og falltrúar Landsvirkjunar hafa upplýst að þeirra hlutverk sé að finna ódýr- ustu leiðina og því muni þeir ekki leggja til að neinir jarð- strengir verði lagðir hér. Hér virðast mannleg sjónarmið þurfa að víkja fyrir skammtíma gróða. Vert er að hafa í huga að lagning jarðstrengja á vissum svæðum er sá umhverfiskostnaður sem getur vegið upp á móti þeim marghátt- aða skaða sem háspennuloftlínur valda. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun hyggjast þeir ekki láta staðar numið eftir þessa línulögn að Brennimel, heldur á- forma þeir “hringtengingu” það- an til höfaðborgarsvæðisins með annarri loftlínu líklega samhliða Hvalfjarðarlínu að Geithálsi. Báðar þessar línur eiga að verða verulega stærri en fyrirliggjandi línur. Það er óþolandi að Lands- virkjun geti gengið svo harkalega á rétt hundruða manna að þeir bíði stórtjón af bæði á eignum sínum og tilfinningum. Og það er andleg áþján að eiga sífellt yfir höfði sér heilsuspillandi raf- mengun. 21. öldin er hafin. Tækni og þekking á sviði háspennujarð- strengja og lagning þeirra tekur stöðugum framförum. Það væri Landsvirkjun til sóma ef hún til- einkaði sér hana og sýndi um leið íslenskri náttúru meiri nærgætni. Fyrir það myndi hún uppskera al- menna virðingu fólksins sem byggir þetta land Reynir Asgeirsson Svarfhóli 301 Akranesi jóðfegt Rorn Heymarlausar hænur f Heilir og sælir lesendur J§ góðir til sjávar og sveita § H Látum nú hugann aðeins || reika í dma og rúmi og ber- Í um niður í Bandaríkjum í| Vesturheims árið 1968. P Fimamargir menn, dökkir J§ yfirlitum flestir, hafa safnast P saman á stóra torgi. Leið- togi þeirra, Marteinn Lúter Konugur, er í þann mund að heíja upp raust sína til að Jj flytja einhverja þekktustu P bárátturæðu allra tíma. Þar sem við erum ekki raunverulegir þátttakendur í samkomunni, heldur stödd hér í anda, hingað komin úr fjarlægri ffamtíð á vængjum hugarflugsins, þá vitum við hvað gerist næst. Við vitum að á eftir, þegar Marteinn hefur lokið máli sínu, þá verða Bandaríkin ekki hin sömu og þau voru áður en ræðan hófst. Hið gegnumgangandi stef ræð- unnar; „I have a dream“ - ég á mér draum - enduróm- ar í hugum milljóna og aft- ur milljóna manna, sem áður hafði ekki einu sinni látið sér detta í hug að dreyma um réttlæti, hvað þá heldur jafhrétti kynþátt- anna. Ræða Marteins markar upphaf gríðarlegra þjóðfélagsbreytinga, sem e.t.v. hefðu ekki orðið ef ræðan hefði ekki verið svona góð, flutt jafn vel, á svo réttum tíma og síðast en ekki síst á svo réttu tungu- máli. Já, hugsið ykkur bara ef Marteinn hefði haldið ræð- una ffægu á þýsku en ekki ensku. „Ich sage euch: trotz der Schwierigkeiten, die sich heute und auch morgen vor uns tíirmen, habe ich noch einen Traum.“ Enginn hefði skilið hvað Marteinn var að fara. Hann hefði engum árangri náð. Ekkert hefði breyst. En hvað kemur þetta þjóðlegu homi við? Hvað er þjóðlegt við það að í- mynda sér bandarískan blá- mann þruma þýskar glósur yfir ómenntuðum með- bræðrum sínum? Jú, á- stæðan er Utvarpsráð. Sá mikli stafnbúi íslenskrar tungu og þjóðlegra menn- ingarverðmæta, Utvarpsráð hins íslenska lýðveldis, hef- ur af visku sinni og mildi á- kveðið að fulltrúar Islands í söngvakeppninni ógurlegu skuli syngja lag sitt á ís- lensku, hvað sem tautar og raular. Ekkert er, að mati ráðsins, jafn notadrjúgt þegar vinna skal hug og hjörtu Tyrkja, Finna og allra hinna, og flutningur fagurra ljóða á voru ástæka ylhýra móður- máli. Einkum ef ljóðstafir, innrím, persónugervingar og myndlíkingar fá að njóta sín til fulls. Eini gallinn er að 99,9% þeirra sem fylgjast með keppninni og 100% þeirra sem gefa mega keppendum okkar stig, munu ekki skilja orð af því sem sagt er. Þeir skilja að vísu tónana - þeir era alþjóðlegir - en munur- inn er sá að hjá keppinaut- um okkar fólks skilja þeir textann líka. Til að vinna hylli fjöldans þurfa bæði lag og texti að hitta í mark. Þetta er ekki ósvipað því að keppa í bogfimi. Maður þarf að hafa bæði boga og örvar. Sá sem hefur aðeins annað hvort er ekki sigur- stranglegur í keppni við þá sem hvort tveggja hafa. Þótt tilskipun Útvarpsráðs sé með eindæmum vitlaus dylst þó engum að ráðinu gengur aðeins gott eitt til. Það vill stuðla að eflingu íslenskrar tungu. Ráðs- Í 1 & mönnum, eins og fleirum, j| blöskrar það hversu ensk S orð og setningaskipan herj- ar nú á íslenska tungu. Og ekki veitir af að spyma við fæti. Það ekkert annað en hall- f| ærislegt og sérdeilis aum- |§ legt, þegar íslendingar tala §§ ensku við aðra íslendinga. §§ Þetta vita þeir hjá ráðinu. En þeir gleyma að taka þa𠧧 með í reikninginn að það er M nákvæmlega jafn hallæris- fy legt og aumlegt að tala ís- 11 lensku við útlendinga sem y skilja ekki orð í íslensku. §§ Ekki bara hallærislegt og §§ aumlegt, heldur líka til- §| gangslaust. að þylja || Það er eins og Hávamál fyrir heymarlaus- ar hænur. Verið kœrt kvödd á jjórða Þórsdegi í Þorra Bjarki Már Karlsson jálfskipaður þjóðháttafrœðingur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.