Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.02.2001, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 15.02.2001, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 2001 15 ^&imsuhuí2 Magaskellur í Vesturbænum Borgnesingar fjölmenntu í KR heimilið í Frostaskjóli s.l fimmtudagskvöld til að sjá sína menn etja kappi við Islands- meistarana í 16. umferð Epson deildarinnar. Ekki er hægt að segja að þeir hafi fengið mikið fyrir aurinn í þeirri heimsókn því Borgnesingar steinlágu fyrir KR-ingum og töpuðu þar með fyrsta leik sínum á þessu ári. Skallagrímsmenn mættu fullir bjartsýni í leikinn, enda ekki á- stæða til annars þar sem þeir höfðu unnið 5 leiki í röð og gátu sett félagsmet með sigri. Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og komust fljótlega í 14-5 og Skallagrímsmenn virtust heiilum horfnir í upphafi meðan KR-ingar röðuðu niður körfun- um og höfðu 10 stiga forystu eftir 1. leikhluta 28-18. Varnar- leikur Borgnesinga gekk engan veginn upp og Islandsmeistar- arnir nýttu sér það til hins ýtrasta og fengu auðveld skot hvað eftir annað og hittu nánast úr hverju þeirra. Staðan í hálf- leik var 53-32 og virtust öll sund lokuð fyrir Skallagrímsmenn. Evgenij Tomilovskij var sá eini sem sýndi einhverja baráttugleði og var býsna sprækur í sókninni. Um miðjan 3.1eikhluta meiddist Warren Peebles og þurfti að fara af velli og lék ekki meira. KR- ingar juku rnuninn í síðari hálf- leik og Olafur Jón Ormsson var sjóðandi heitur meðan allt var í baklás hjá Borgnesingum. 4.1eikhluti var nánast formsat- riði fyrir þá svarthvítu og endaði leikurinn með 27 stiga sigri heimamanna 87-60. Borgnesingar náðu sér aldrei á strik í leiknum meðan heima- menn léku eins og sannir meist- arar. Tomilovskij var sá eini sem eitthvað kvað að í Skalla- grímsliðinu og skoraði 13 stig. Hlynur hitti mjög illa og náði sér ekki á strik frekar en flestir aðrir. A meðan voru Islands- meistararnir afar sannfærandi og lönduði nokkuð auðveldum sigri. RG Iþróttahiísið við Vesturgótn. Gert við íþróttahúsið Bæjarráð hefúr samþykkt tillögu þessa hluti. Samþykkt var að breyta sviðsstjóra tækni- og umhverfis- þakkantinum og endumegla aðal- sviðs varðandi endurbætur á þaki þak. Auk þess að lagfæra þak lág- og norðurhlið Iþróttahússins við byggingarinnar með Háholti. Vesturgötu. Húsið er orðið gantalt SOK og ekki er vanþörf á að lagfæra Feðgaleikur r'.áj i • J | : * ‘4* fj-.| y '■ ' ■ 1 Leikur Skallagríms og Njarðvík- ur fer í sögubækurnar, sökurn þess að í fyrsta skiptið í sögu liðsins vom feðgar í liðinu. Gamla brýnið Gunnar Jónsson (ári yngri en Alex- ander) kom inn í liðið sökum mik- illa ineiðsla í hópnum. Sonur hans Hafþór spilaði einnig í leiknum og skoraði 18 stig og heldur áfram að sanna sig sem einn efnilegasti leik- maður landsins. Gunnar kom inn á fyrir “strákinn” undir lok 3. leik- hluta og byrjaði svo inn á í þeim síðasta. Spilaði alls 3 mínútur. Þess má geta að Gunnar spilaði síð- ast í úrvalsdeildinni 11. febrúar 1992 gegn Grindavík. Þá var Haf- þór á 9. aldursári. R.G Hjörtur á skotskónum Sex mörk í þremur leikjum Skagamenn hafa leikið sína þrjá fyrstu æfingaleiki. Sá fyrsti var gegn Víkingi á gervigrasinu í Laugardal og vannst sá leikur 4- 3. Hjörtur Hjartarson fór þar á kostum og skoraði þrennu og Kári Steinn Reynisson skoraði það fjórða. Næst léku Skagamenn gegn Fram í Reykjaneshöllinni laugar- daginn 3. febrúar síðastliðinn. Þar tapaði IA naumlega með einu marki gegn tveimur mörkum Framara en þeir skoruðu sigur- markið þegar langt var liðið á leikinn. Það var Sturlaugur Har- aldsson sem var þar að verki því hann varð fyrir því óláni að sparka boltanum í eigið net. Eina mark Skagamanna skoraði Hjörtur Hjartarson. Síðastliðið föstudagskvöld mættu Skagamenn Vals- mönnum á sama stað. Þeim gekk þó heldur betur en í fyrra skiptið og lögðu Vals- menn að velli með fjórum mörkum gegn einu. Hjörtur Hjartarson var þar enn og aftur á ferð og skoraði tvö mörk fyrir Skagamenn. Hin tvö skoruðu þeir Hálfdán Gíslason og Guðjón Sveins- son. SÓK Hjörtur Hjartarsm Stórleikur Hlyns Það virtist ekki bjart útlitið hjá Skallagrímsmönnum fyrir heimaleikinn gegn Njarðvík- ingum s.l. sunnudagskvöld. Njarðvíkingar voru þá búnir að vinna 7 leiki í röð og Warren Peebles lék ekki með Skalla- grími sökum meiðsla. Borgnesingar mættu ákveðnir til leiks staðráðnir í að endurtaka ekki harinleikinn frá því í KR leiknum. Skallagrímsmenn spil- uðu hörkuvörn í upphafi leiks og héldu leikmönnum Njarðvíkur í skefjum og áttu gestirnir í miklum erfiðleikum með að hrista barátt- uglaða heimamenn af sér í fyrri hálfleik. Topplið Njarðvíkur- drengja hafði þó 8 stiga forvstu í hálfleik 45-53 og virtust smárn saman vera að taka leikinn í sínar hendur. Skallagrímsmenn voru funheitir í 3. . leikhluta og settu niður 5 þriggja stiga körfur. Munurinn fyrir síðasta fjórðung- inn var einungis 7 stig og virmst Njarðvíkjngarnir vera orðnir nokkuð smevkir við spræka heimamenn. Skallagrímsmenn komust ekki mildð nær í lokin og Njarðvíkingar lönduðu 11 stiga sigri, en þurftu svo sannarlega að hafa mikið fyrir honum. Virkilega garnan var að sjá til Borgnesinga í leiknum sem börð- ust eins og ljón allan leikinn. Hhmur Bæringsson fór á kosmm og skoraði 22 stig og tók 18 frá- köst. Alexander skoraði 21 stig og sýndi oft á tíðum gamla og góða takta. Þá var Hafþór spræk- ur að venju og skoraði 18 stig. Hjá meistaraefnunum í Njarðvík voru Brenton Birmingham, Logi Gunnarsson og Daninn Jes Han- sen bestir. Athyglisvert var að sjá hversu fáir áhorfendur sáu sér fært að ntæta á leikinn. Hvort um er að kenna brevttum leiktíma eða slæmri útreið í KR leiknum skal ósagt látið, en allavega eiga strák- arnir skilið meiri smðning enda hafa þeir staðið sig frábærlega í vetur og blásið á alla spádóma um fall. " RG Vestur- landsliðin töpuðu Vesturlandsliðin i 1. deild- inni í körfuknattleik, IA og Snæfell töpuðu bæði sínum leikjum um síðustu helgi. A föstudag sótti Snæfell heim Þór í Þorlákshöfn en liðin voru jöfn í 4. - 5. sæti með 14 stig. Þórsarar sigruðu örugglega með 107 stigum gegn 83. Stigahæstir í liði Snæfells voru þeir Georgi Bujukliev með 19 stig og Gjogji Dzolev með 16 stig. + Þennan sama dag fengu Skagamenn, sem eru í 8. sæti, Armann/Þrótt í heimsókn en þeir eru í sjöunda sæti. Skaga- menn biðu lægri hlut, skoruðu 80 stig geng 102 stigum gest- anna. Stigahæstir Skagamanna voru þeir Brynjar K Sigurðsson með 18 stig og Brynjar Sig- urðsson með 16 stig. INGI TRYGGVASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sírni: 437-1700 Fax: 437-1017 Nýtt á söluskrá Borgarbraut 7, Borgarnesi. íbúð á 2. hæðum, 146 ferm. Á jarðhæð er dúklögð forstofa, 2 dúklögð svefnherb., flísalagt baðherb., sturta, og þvottahús. Á efri hæð er eldhús með ljósri viðarinnr., eldhús, borðstofa og stofa parketlagt. Dúklögð geymsla. Verð: kr. 6.700.000. Akraneskaupstaöur Bcejar- og héraösbókasafniö Þjónusta fyrir þig Bókin heim Á þribjudögum, mibvikudögum og föstudögum kl. 1 3 -1 7 er heimsending bóka fyrir þá sem komast ekki í bókasafniö vegna fötlunar eba aldurs. Upplýsingar í síma 431 - 7 664 Bœjarbókavööur Í1

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.