Skessuhorn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Skessuhorn - 22.02.2001, Qupperneq 1

Skessuhorn - 22.02.2001, Qupperneq 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 8. tbl. 4. árg. 22. febrúar 2001 Kr. 250 í lausasölu SÍMENNTUNAF MIÐSTÖÐIN ■V Námsvísirinn er kominn út Skráning í síma * 437 2390 cða á imenntun.is Áhyggjur af mengun Umhverfisnefncl Akraness hefur lýst yfir áhyggjum sfnurn af hugsanlegum mengunaráhrif- um af uppgreftri frá lóðum við Höfðasel og áhrifum þeirra spilliefha sem urðuð hafa verið á svæðinu. Nefndin telur að finna þurfi viðunandi lausn á málinu í samvinnu við Hollustuvemd rík- isins. Um er að ræða byggingar- lóðir sem hefur verið úthlutað og þær koma að hluta til inn á það svæði þar sem gömlu ösku- haugamir voru. Þess vegna hef- ur komið upp sorp sem búið er að urða við uppgröft á lóðunum. Að sögn Hrafhkels Proppé um- hverfisfulltrúa er um tvær lóðir að ræða. “Eg get ekki svarað því hvort að þetta sé eitthvað til að hafa miklar áhyggjur af. Holl- ustuvemd ríkisins sér um að hafa eftirlit og fylgjast með gömlum öskuhaugum þannig að það er þeirra að benda á og kanna hvort þetta sé áhyggjuefni. Eg held að það þýði ekki að reyna að segja neitt um þetta fyrr en búið er að kanna málið til hlítar.” SÓK Það var kátt á hjalla á Dvalarheimili aldraðra í Borgamesi síðastliðiðfinmitudagskvöld þegar vistmenn héldu sitt árlega þoirablót. Auk þess að neyta hinna þjóðlegu rétta sem tilbeyra samkomum sem þessari varýmislegt til gamans gert og meðal annars kváðu þeir Erlingur Jóhannesson frá Hallkelsstöðmn ogjóhannes Benjamínsson bróðursonur hans rímur við góð- ar undirtektir. Mynd: GE Hasar í körfunni Leikurinn kærður Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur kært atvik í leik Skallagríms og Tindastóls í úrvalsdeildinni í körfuknattleik síðastliðinn sunnu- dag til Körfuknattleikssambands Is- lands. Þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir í þriðju framlengingu leiksins voru Tindastólsmenn stigi \Tir. Hlynur Bæringsson skoraði þá þriggja stiga körfu sem að öllu eðli- legu hefði tryggt Skallagrímsmönn- um sigur og tvö dýrmæt stig í bar- áttunni um sæti í úrslitakeppninni. Fyrir mistök á ritaraborði hafði skotklukkan hinsvegar farið af stað og á þeim forsendum var karfan dæmd ógild og Tindastóll sigraði í leiknum með 115 stigum gegn 114. “Við höfum farið yfir atvikið á myndbandi og það er ótvírætt að karfan var gild,” segir Ingvi Ama- son liðsstjóri Skallagríms. “Það liggur ljóst fyrir að um mistök á rit- araborði var að ræða en það er dómaranna að dæma leikinn, ekki ritaranna, og að sjálfsögðu áttu þeir að leiðrétta þessi mistök. Þeir völdu auðveldustu leiðina en ég hefði vilj- að sjá þá dæma eins ef það hefði verið Tindastóll sem hefði verið svipmr sigrinum út af mistökum okkar ritara. Við getum ekki unað þessum vinnubrögðum og þess vegna kærðum við. Þessi úrslit geta skipt sköpum hvort við náum í úr- slit eða ekki. Við förum fram á að okkur sé dæmdur sigur en til vara að leikurinn verði endurtekinn,” segir Ingvi.Sjá umfjöllun um leik- innáblsl5. GE Fjórfaldur meistari Helgi Guðmundsson frjálsíþrótta- maður úr Ungmennasambandi Dala náði um helgina þeim ffábæra árangri að sigra í fjórum greinum á Meistara- móti Islands 15 - 22 ára sem haldið var í Baldurshaga í Reykjavík. Helgi sem keppir í flokki 15-16 ára sigraði í lang- stökki með og án atrennu, þrístökki án atrennu og 60 metra hlaupi. Þá varð hann í öðru sæti í þrístökki. Fleiri vestlenskir íþróttamenn náðu góðum árangri á mótinu. Kristín Þór- hallsdóttir frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar sigraði í 60 metra hlaupi stúlkna 17-18 ára, Hörður Oli Sæ- mundsson Héraðssambandi Snæfells og Elnappasýslu sigraði í þrístökki án at- rennu 17 - 18 ára og varð í öðru sæti í langstökki án atrennu og Guðmundur Margeir Skúlason, einnig úr HSH, sigr- aði í kúluvarpi sveina 15-16 ára og varð í öðru sæti í langstökki án atrennu. Sjá nánar bls. 14. . GE Helgi Guðmundsson fijálsíþróttamaður 20% afsláttur af saltkjöti Gulrófur 99,- kr./kg. §\ Hyrnutorgl :co :CO !LO íC\J :CO SCM :co :lo <T- CT)

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.