Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 22.02.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 22.02.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 2001 Fræðslufundir í vinnu- skólanum Bréf æskulýðs- og félagsmálaráðs var tekið íyrir á síðasta bæjarráðs- fundi Akraness en það varðaði starf- semi vinnuskólans í bænum. Þeir Einar Skúlason æskulýðsfulltrúi, Jón Pálmi Pálsson bæjarritari og Hrafn- kell Proppé umhverfisfulltrúi hafa undanfarið unnið að tillögum um breytingar á vinnuskólanum og hafa þeir meðal annars lagt til að útseldri vinnu verði hætt til annarra en elli- og örorkulffeyrisþega og að á starfs- tíma sumarsins verði sérstakir fræðsludagar. Að sögn Gísla Gíslasonar, bæjar- stjóra, velta menn mest vöngum yfir því hversu mikla vinnu vinnuskólinn á að taka að sér fýrir almenna lóðar- eigendur. “Það væri hægt að nýta vinnuskólann meira á svæðum bæj- arins og það hefur verið skortur á því. Þetta er aðallega umræða sem er í gangi og ég á ekki von á að gerðar verði meginbreytingar á rekstrinum. Ef menn hætta þessari útseldu vinnu lækkar það augljóslega tekjur vinnu- skólans. Mér sýnist reyndar ekki að við munum hætta því í bráð nema til komi annar aðili sem er tilbúinn að bjóða þessa þjónustu. Það getur í raun og veru hver sem er gert það sem hefur áhuga á þessari almennu garðavinnu.” I sambandi við ffæðslufundina segir Gísli að ekki sé búið að fastákveða að þeir verði í sumar. “Það hefur oft verið rætt að vinnuskólinn eigi að vera skóli eins og nafnið ber með sér. Reyndar var bryddað upp á þessum fræðslufund- um fýrir þónokkuð mörgum árum en þeir hafa alltaf kafnað í amstri dagsins og þessum miklu verkefnum sem hafa legið fýrir. Svo hafa menn verið að minna á þetta og það sem kemur til greina er almenn kennsla í verkkunnáttu og þáttum sem snúast um atvinnulífið og þátttöku í því.” Samþykkt hefur verið að fela æskulýðs- og umhverfisfulltrúa að vinna áffam að málinu og leggja fram tillögur um breytingar á vinnu- skólanum. SOK Kostnaður safnahúss kominn í rúmar 36 milljónir Fyrsti fundur framkvæmda- stjórnar Byggðasafns Akraness og nærsveita var haldinn á dögunum. Þar lagði Jón Allansson ffam kynn- ingarefni um væntanlegt íþrótta- safn og auk þess rekstraryfirlit yfir byggingu safnahúss en kostnaður þess er kominn í rúmar 36 milljón- ir. Gísli Gíslason bæjarstjóri segir að sú tala sé nálægt því sem reiknað var með. “I upphafi var gert ráð fýrir því að byggingin myndi kosta um 30 milljónir. Eftír það voru teknar ákvarðanir um að setja slit- lag á aðkeyrsluna og fleira sem hef- ur verið samþykkt þannig að þessar tölur eru nálægt því sem lagt var af staðmeð.” ' SÓK INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sírni: 437-1700 Fax: 437-1017 Nýtt á söluskrá Gunnlaugsgata 4, Borgarnesi. Einbýlishús á 2 hæðum 104 ferm. Neðri hæð: Forstofa flísalögð. Hol og stofa parketlagt. Eldhús parketlagt, viðarinnr. Snyrting dúklögð. Þvottahús. Stigi og gangur á efri hæð teppalagt. 3 svefnherb. á efri hæð, öll parketlögð, skápar. Baðherb. dúklagt, flísar á veggjum, ljós innr., sturta/kerlaug. Geymslur undir súð og í risi. Verð: kr. 11.000.000 Helgugata 7, Borgarnesi. 3ja herb. íbúð í tvíbýlishúsi, efri hæð. Stofa teppalögð. Eldhús dúklagt, viðarinnr. Baðherb. dúklagt, sturta. Eitt svefnherb. dúklagt og eitt teppalagt. Forstofa og stigi flísalagt. Sameiginl. þvottahús. Verö: kr. 7.000.000. Klettavík 5, Borgarnesi. Einbýlishús á 2 hæðum ásamt bílgeymslu samt. 238 ferm. Forstofa flísalögð. Gestasnyrting dúklögð. Stofa og stigi parketlagt. Eldhús með korkflísum á gólfi, eikarinnr. Á neðri hæð dúklagt baðherb., sturta. Gangur og hol teppalagt. 4 svefnherb., þijú dúklögð, eitt teppalagt. Stórt fjölsk.herb. teppal. Þvottahús og geymsla. Geymsluloft. Verð: kr. 17.000.000 Réttarholt 3, Borgarnesi. Einbýlishús 140 ferm. og bílgeymsla 48 ferm. Forstofa og gestasnyrting flísalagt. Stofa, borðstofa og gangur parketlagt. Eldhús dúklagt, viðarinnr. Baðherb. dúklagt, ljós innr., kerlaug. 4 svefnherb., 3 dúklögð 1 með korkflísum, skápar í einu herb. Þvottahús og geymsla. Verð: kr. 15.000.000. F.v Berghildur Reynisdóttirfrá Verkalýösfélagi Borgamess, Bjami Arason, Runolfur Agtístsson rektor Viðskiptaháskólans, Skúli Ingv- arssonfrá Búnaðarbankanum, Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri, Geirlaug Jónsdóttir, Sigurður Guðbrandsson og Ragnar Olgeirsson for- maður félags eldri borgara. Mynd: GE Góðar gjafir tíl eldri borgara Síðastliðinn þriðjudag voru eldri borgurum í Borgarnesi og nágrenni færðar góðar gjafir til notkunar í sínu félagsstarfi. Verkalýðsfélag Borgarness færði eldri borgurum hina árlegu jóla- gjöf sem var að þessu sinni lík- amsræktartæki, göngubretti og þrekhjól. Viðskiptaháskólinn á Bifröst færði eldri borgurum tvær tölvur og fýlgir þeirri gjöf þriggja vikna tölvunámskeið. Sparisjóður Mýrasýslu gaf ísskáp í félagsað- stöðu eldri borgara að Borgar- braut 65a og Búnaðarbanki Is- lands í Borgarnesi gaf uppþvotta- vél. GE Island og Færeyjar gera með sér samning Staða sorpmála rædd A síðasta fundi umhverfis- nefndar Akraness var rætt um stöðu sorpmála og hvaða mögu- leikar væru á að auka flokkun og endurvinnslu sorps í bænum. Til viðræðna voru mættír for- stöðumaður fýrirtækjasviðs og umsjónarmaður sorpmála. Að sögn Hranfkels Proppé um- hverfisfulltrúa var eingöngu verið að ræða málin, en ákveðið var að skoða þau betur og vinna tillögu út frá því. “Draumurinn er náttúrulega að halda í við höfuðborgarsvæðið í sorpmál- unum” segir Hrafnkell sem seg- ir að bilið á milli sé talsvert. “Það liggur beinast við að nefna pappírinn og það var ákveðið skref aftur á bak að hætta endur- vinnslu á honum þannig að við erum svolitlir eftirbátar höfuð- borgarsvæðisins.” SÓK Ekki alls fýrir löngu gerðu ísland og Færeyjar með sér samstarfs- samning á sviði ferðamála og hefur hann fengið nafnið FITUR. Til- gangur hans er að auka ferðalög á milli landanna en Ijóst þykir að ör- uggar og tíðar ferðir á sanngjörnu verði séu undirstaða þess að sú aukning getí orðið. Stjórnarmönn- um FITUR þykir ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnir og stefnt er að því að fjölga farþegum milli íslands og Færeyja um að minnsta kosti 30% á samningstím- anurn, en samningurinn gildir til ársloka næsta árs. Löndin tvö leggja fram jafnháa upphæð til samstarfsins eða tíu milljónir ís- lenskra króna á ári. Þess má geta að Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, sá til þess að samstarf þetta gæti orðið að veruleika. I desember á síðasta ári tók stjórn FITUR ákvörðun um að hleypa af stað stærsta verkefni sem FITUR hefur tekist á við til þessa, en það er ritgerðarsamkeppni 11 og 12 ára barna milli vinabæja á Is- landi og í Færeyjum. Tillaga þessi var unnin af Guðbjarti Hannessyni skólastjóra Grundaskóla á Akranesi og Petur Kruse skólastjóra í Sörvági, en hann var einmitt stadd- ur á Akranesi í vikunni. Guðbjartur er ekki eini Skagamaðurinn sem kemur nálægt FITUR því Gunnar Sigurðsson situr í stjórn auk þess sem hann átti frumkvæðið að til- lögunni um ritgerðarsamkeppnina. Meginmarkmið hennar er að kynna íslenskum bömum Færeyjar og öf- ugt og ritgerðirnar eiga einmitt að vera kynning á nágrannalandinu, það er að segja íslensku bömin skrifa um Færeyjar og öfugt. Verð- launin eru ekki af lakara taginu því bekkjardeildin sem vinningshafinn er í vinnur ferð til Færeyja fýrir alla nemendur hennar ásamt kennara oar einum fullorðnum. SÓK ttýóarar Nýfæddir Vestlendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru færðar hamingjuóskir. fyngd:3665-Lengd: S1 cm. Foreldrar: Berglind Ema Þórðardóttir ogjes Friðrik Jessen, Akranesi. Ljósmóðir: Hafdts Rúnarsdóttir. 17. febrúar kl 07:17-Sveinbam- fyngd:4060-Lengd:52 cm. Foreldrar: Hekla Daðadóttir og Gttðmundur Þór Pálsson, Mosfellsbte. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. "\1 1 , _!__________________ -1 i 6. febrúar kl 04:07-Meybam- Þyngd:3120-Lengd:53 cm. Foreldrar: Eva Kamilla Einarsdóttir og Ólafur Magiuts Olafison, Akranesi. Ljósmóð- ir: Margrét Bára Jósefsdóttir. 13. febrúar kl 08:58-Meybam- Þyngd:36l5-Lengd:53 cm. Foreldrar: Úimiir Sólveig Jónsdóttir og Gísli Jens Viborg, Akranesi. Ljósmóðir: Lóa Kristmsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.