Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 22.02.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 22.02.2001, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 2001 5 SSESSUlKXSí’l STURLA Ég skal trúa ykkur fyrir því, á- gætu Vestlendingar, að þegar Sturla Böðvarsson alþingismað- ur Vesturlands var gerður að samgönguráðherra í upphafí þessa kjörtímabils, þá þótti mér það með öllu ástæðulaust. Það er nefnilega svo gaman að verða öðruhvoru hissa á ein- hverju, láta eitthvað koma sér á óvart. Og ég óttaðist að Sturla Böðvarsson myndi ekki koma mér á óvart. Sturla hafði setið á þingi tvö kjörtímabil og ef ég væri ekki þeirrar einkennilegu náttúru að nöfn alþingismanna eigi það til að festast í hausnum á mér þótt ég sé búinn að gleyma flestu öðru, þá hefði ég raunar alls ekki vitað að hann væri tdl. Ég geri mér að vísu fulla grein fyrir því að sjálfur er ég ekki upphaf og endir allra hluta og það kynni vel að hugsast að Sturla væri hinn mætasti stjórnmálamaður, dug- mesti þingmaður og hugsjóna- ríkasti eldhugi án þess að ég hefði hugmynd um það. Hann gæti vel verið uppfullur af spennandi hugmyndum og ó- þrjótandi starfskröftum og ffum- legum og mannbætandi hugsun- um án þess að mér hefði endi- lega orðið það ljóst þessi átta ár sem hann hafði setið á þingi. Þennan fyrirvara finnst mér rétt að setja, en satt að segja efaðist ég stórlega um það þegar hann settist í stól samgönguráðherra árið 1999 að eitthvað af þessu væri raunin. Sturla virtist ein- faldlega vera einn af þessum grámyglulegu þingmönnum sem ætíð fljóta með straumnum, ætíð gera það sem þeim er sagt, ætíð fylgja flokksaga og þurfa ekki að láta það stangast á við þá sam- visku sína sem þeir sverja við upphaf þingsetu að fylgja ævin- lega - því samviskan og flokks- hagsmunirnir eru orðnir óað- skiljanlegir. Menn sem rækta garðinn sinn heima í kjördæmi vel og vandlega en hafa annars lítið til málanna að leggja. Og sein fá að lokum ráðherratign af því þeir hafa verið svo trúir og tryggir flokksforystunni svo lengi, af því það er „komið að“ kjördæminu þeirra í ráðherra- spilinu, og ef þeir eru einu sinni orðnir ráðherrar, þá geta þeir ó- hræddir horft fram á náðuga daga, því eins og allir vita þurfa ráðherrar og fyrrverandi ráð- herrar ekld að óttast um ff amtíð- ina á Islandi á vorum dögum - það verður séð fyrir þeim til ævi- loka. Og ég var eiginlega viss um það þegar Sturla Böðvarsson væri orðinn ráðherra, þá myndi hann haga sér nákvæmlega eins og þessir grámyglulegu þing- menn gera yfirleitt þegar þeir komast í stólinn - gera það sem þeim er sagt, fljóta með straumnum, fylgja flokkslínunni, og svo vel upp aldir í flokknum og stjórnmálastarfinu að þeir munu aldrei geta litið lífið öðr- um augum, og þegar eitthvað ó- vænt gerist þá líði þeim svo ó- sköp illa ef þeir geti ekki troðið því inní litlu hentugu flokkskoff- ortin sem hafa fylgt þeim gegn- um lífið - þannig að ef til að mynda rís upp meira og núnna sjálfsprottin hreyfing í Reykjavík fyrir því að losna við flugvöll sem þar hefur lengi verið eins og opið holundarsár á besta stað í bæjarlandinu, þá muni slíkur stjórnmálamaður ekki hafa neina víðsýni til að takast á við slíka hreyfingu, hvað þá taka henni fagnandi, og reyndar getur slíkur stjómmálamaður alls ekki trúað því að slík sjálfsprottin hreyfing sé til - hún hlýtur barasta að vera til orðin í einhverju bakherberg- inu, runnin undan rótum ein- hvers stjórnmálaplotts því allt lífið er stjórnmálaplott, það hugsar enginn sjálfstætt! - og þess vegna mun slíkur stjóm- málamaður láta svo um mælt þegar hann stendur andspænis þannig hreyfingu, þanrúg fjölda- samtökum, sem einhver gæti til dæmis látdð sér detta í hug að kalla 102 Reykjavík, að þeim sé nú áreiðanlega „fjarstýrt“ af ein- hverjum pólitískum andstæðingi ráðherrans. Og rembist svo eins og rjúpan við staurinn við að troða umræðunni í þann eina farveg sem hann skilur, þar sem skoðanir fara efdr flokkslínum, fólk hlýðir því sem sagt er í bak- herbergjum og allir gera eins og þeim er sagt. Stundum, góðir Vestlendingar, kemur fólk manni á óvart. Sturla Böðvarsson hefur ekki komið mér á óvart. Illugi Jökulsson bolluveisla Jarðarberjabollur, Rjómabollur, Púnsbollur, Vatnsdeigsbollur, Hunangsbollur, Berlínarbollur ^ Geirabakaríi Borgarnesi Útsölustaðir: 10-11 - KB Hyrnutorgi - Hyrnan Tillaga ab breytingu á svæbisskipulagi sveitarfélaganna sunnan Skarbsheibar 1992-2012 Stóri-Lambhagi II Skilmannahreppi Hreppsnefnd Skilmannahrepps auglýsir skv. 2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar 1992-2012. Gerð er tillaga að breytingu 0,5 ha. lands úr hefðbundinni landbúnaðarnotkun, í iðnaðarlóð í Stóra- Lambhaga II. Jafnframt er lóð Sláturfélags Suðurlands svf. í landi Stóra- Lambhaga II, 1 ha. að stærð, færð inn á skipulagsuppdrátt. Skilmannahreppur mun bæta það tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna. Tillagan hefur verið send aðildarsveitarfélögunum til kynningar og umsagnar. Tillagan verður send Skipulagsstofnun, sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu. Þeir sem óska frekari upplýsinga um tillöguna geta snúið sér til undirritaðs í Galtarholti eða í síma 433 8904 Oddviti Skilmanrtahrepps

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.