Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 22.02.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 22.02.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 2001 7 ^otssunui.. Skúlab'aut 11. Gamli iðnskólinn verði tómstundahús Á síðasta bæjarstjórnarfundi Akraness var samþykkt tillaga Sveins Kristinssonar um að menn- ingar- og skólafulltrúa yrði falið að kanna hvort nýta mætti hús- næði bæjarins að Skólabraut 11 sem tómstundahús fyrir ungt fólk. Vátryggingafélag Islands var þar til húsa þar til fyrirtækið flutti að- setur sitt á Stillholt ekki alls fyrir löngu en Félag eldri borgara hefur enn efri hæð hússins til umráða. Ef húsnæðið verður talið heppilegt sem tómstundahús er bæjarstjórn- in reiðubúin að láta það af hendi. I greinargerð með tillögunni segir meðal annars að mikilvægt sé að skapa ungu fólki sem besta að- stöðu til félagsstarfsemi og sam- veru og virkja dugnað og frum- kvæði þessa aldurshóps til já- kvæðra og uppbyggjandi hluta. Verslunarstióri NETTÓ - Akranesi Matbær ehf. óskar eftir að ráða verslunarstjóra fyrir NETTÓ verslun á Akranesi. Um er að ræða spennandi og krefjandi starf. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur getu til að vinna sjálfstætt í harðri samkeppni og er tilbúinn að taka þátt í þróun og vexti verslunarinnar. Starfssvið Dagleg stjórnun verslunarinnar Starfsmannastjórnun Seta á samráðsfundum Önnur verkefni Menntunar- og hæfniskröfur Framhaldsskóla-/viðskiptamenntun æskileg Reynsla af rekstri, verslunarstörfum og / eða stjórnun æskileg Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi Sjálfstæði og hæfni í mannlegum samskiptum Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita Hannes Karlsson, deildarstjóri, Heiðrún Jónsdóttir, starfsmannastjóri KEA og Erla Björg Guðmundsdóttir í síma 460-3000 eða netföng: hannes@matbaer.is, heidrun@kea.is og erla@kea.is Vinsamlegast sendið umsóknir til: Heiðrúnar Jónsdóttur, Starfsmannastjóra KEA, Hafnarstræti 91 -95,600 Akureyri, fyrir fimmtudaginn 22.febrúar nk. Kemur á óvart Matbær ehf. rekur í daa þrjár NETTÓ-verslanir, á Akranesi, á Akureyri op í Mióddinni, Reykjavík. NETTÖ verslanirnar bjóða gæðavörur á lágmarksverði og njóta mikilla vinsælda meðal neytenda. SíðastliSinn þriðjudag hélt hinn þekkti skipti foreldra og harna bæði í gamni og sálfi-œðingur Hugo Þórisson jyrirlestur á alvöru. Mætingin var afar góð og sáu um sal Fjölbrautaskóla Vesturlands. Foreldra- 160 manns sérfiert að mæta til að hlýða á félög grunnskólanna á Akranesi, Grunda- fyrirlesttir Hugos sem var vel heppnaður skóla og Brekkubæjarskóla, boðuðu til þessa ogþótti hinn fjörugasti. SOK fyrirlesturs þar sem fjallað var um sam- Samningur undirritaður Þeir Þórarinn Kópsson og Tiyggvi Gunnarsson, fulltníar Nýhetja hf, afhetida Þóri Ó- lafisyni, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands, fyrstu fanölvuna. Síðasdiðinn fimmtudag var und- irritaður samningur milli Ijöl- brautaskóla Vesturlands og Nýherja hf. en eins og fram kom í síðasta tölublaði Skessuhorns hefur Nýherji hf. skuldbundið sig til þess með þessum samningi að koma upp þráð- lausu tölvuneti í skólanum sem gerir það kleift að nota má fartölvur hvar sem er í byggingum skólans og á heimavistinni. Uppsetning senda er þegar hafin en til að geta tengst tölvunetinu þarf sérstakt netkort. Búnaðurinn sem Nýherji gefur skól- anum kostar um tvær milljónir króna en þegar hafa fjölmargir skól- ar um allt land gert samning sem þennan við fyrirtækið. Nemendum þessara skóla gefst þá kostur á að bæði leigja og kaupa fartölvur af Ný- herja hf. á góðum kjörum. Að lokinni undirritun var haldinn fundur með nemendum og kennur- um FVA á sal skólans þar sem þeim gafst tækifæri til þess að spyrja Ný- herjamenn út í þetta verkefni. SOK í HYRNUTORG AUar vörur med fimmtudag, föstudag og laugardag ÍJl BORGARNESS APÓTEK Borgarbraut 58-60 - Borgarnesi - Sími 437 1168 - ■ ■ .. ■ ■ ■ Bakvakt - 437 1180- www.borgarlyf.is Leiðandi í lágu lyfjaverði á Vesturlandi íbúð óskast Starfsmaður Skessuhorns óskar eftir 3-4 herb. íbúð í Borgamesi eða nágrenni. Uppl. í síma 430 2210 eða 557 39 30 um helgar. Kristrún Ásgeirsdóttir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.