Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.03.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 01.03.2001, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 9. tbl. 4. árg. 1. mars 2001 Kr. 250 í lausasölu SlökkviliðsmaíSur úr Grundarfirði við slökkvistörf að Búðmn í síðustu viku. Sjá bls. 9 Ungur uppfinningamaður Á þriðjudaginn var gekk Vírnet-Garðastál hf. frá samningi við Hákon Garðar Þorvaldsson, ungan hugvits- mann í Andakílsskóla á Hvanneyri. Hákon skilaði inn hugmynd sinni að Rok- bana í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna á síðasta ári, en Rokbaninn er skjól fyrir hesta og önnur húsdýr þegar hvasst er í veðri. Hákon Garðar fékk fyrstu verðlaun í keppninni, þó ekki fyrir Rokbanann heldur fýrir formhönnun á túnhliði með strekkjara. Það er því ljóst að Hákon á framtíðina fýrir sér í nýsköpun af ýmsu tagi en hann er aðeins 12 ára gamall. Hann er sjálfur úr sveit eins og verkefnin bera kannski með sér, er frá Innri Skelja- brekku, sonur Þorvaldar Hákon Garðar skrifar uiidir samninginn við Vímet- Garðastál hf. Stefán Logijýlgist með. Jónssonar og Dagnýjar Sig- urðardóttur. Hákon segist hafa mjög gaman af því að skapa hluti en Elísabet Har- aldsdóttir hefur kennt honum nýsköpun í á annað ár. Hann segist þó ekki viss um hvort hann ædi að verða uppfinn- ingamaður. “Eg æda að hugsa málið. Núna er ég spenntur að sjá hvort verður eitthvað úr hugmynd minni hjá Vír- neti hf. Þeir ætla að vinna á- fram að þróun og hönnun hennar.” Það er ekki ólíklegt að sá draumur Hákons geti orðið að raunveruleika því að sögn Stefáns Loga Haralds- sonar, framkvæmdastjóra Vírnets-Garðastáls hf. er það eindreginn ásetningur fýrir- tækisins að reyna að sjá til þess. SÓK Fær FEBAN Langasand? Á síðasta bæjarráðsfundi Akraness fóru ffam viðræður við fulltrúa Fé- lags eldri borgara Akraness og ná- grennis (FEBAN) og samþykkt var að kanna í samvinnu við FEBAN hvort húsnæðið að Garðabraut 2 gæti hentað sem félagsaðstaða fýrir eldri borgara. Húsið hýsti sem kunnugt er veitinga- og skemmtistaðinn Langa- sand um árabil og nú síðast skemmti- staðinn Grandrokk, en þáð er nú í eigu Ferðamálasjóðs. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra Akraness hef- ur mikið verið rætt um hvaða mögu- leikar væru á auknu félagsrými fyrir eldri borgara á Akranesi. “Komið hefur til tals að stækka félagsaðstöð- una á Höfða en það er alveg ljóst að við ráðum ekki við það í bili vegna stækkunar grunnskólanna. Að fá hús- næðið að Garðabraut 2 væri því nokkurs konar millileikur. Það eru bæði kostir og gallar við húsið en við eigum eftir að ræða betur saman.” Hafiia Dalafjalli Dalamenn eru óhressir með nýtt nafii á þjóðbrautinni yfir Bröttu- brekku sem Vegagerðin kallar Dala- fjall. Hreppsnefnd Dalabyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum að beina því til samgönguyfirvalda og Vegagerðarinnar að endurskoða nafngiftina Dalafjall á hinni fjölförnu leið milli Borgarfjarðarhéraðs og Breiðafjarðardala, sem gengið hefur undir nafninu Brattabrekka frá aldaöðli. “Við mótmælum harðlega þeim starfsaðferðum að breyta nafhi á alþekktum þjóðleiðum fýrirvara- laust með þessum hætti, þó að nú- tíma vegagerð þræði ekki nákvæm- lega þá götuslóða sem farið var eftir öldum saman,” segir í bókuninni. í greinagerð með bókuninni segir meðal annars: Þorsteinn Þorsteins- son, sýslumaður Dalamanna frá 1920 til 1955, oft nefhdur hinn sögufróði, skrifaði um Dalasýslu í árbók Ferðafélags Islands 1947. Þar fjallar hann um þjóðleiðir til og frá Dalahéraði. Á bls. 23 er fýrir- sögnin Brattabrekkuvegur. Þar segir m.a.: „Frá landnámstíð hefur meginvegurinn milli Miðdala og Borgarfjarðar legið um Bröttu- brekku og Bjarnardal.,, Og síðar í sömu grein; „Fjallhryggur þessi milli Bjamardalsár og Suðurár heit- ir Brattabrekka og skiptir sýslum.“ GE Þjónustuver Samgönguráðuneytið, Vega- gerðin, Flugmálastjórn Islands, Siglingastofnun Islands og Snæfells- bær undirrituðu síðastliðinn þriðju- dag, samning um rekstur þjónustu- vers samgöngumála í Snæfellsbæ fyrir Snæfellsbæ og Snæfellsnes. Tilgangur samstarfs þessa er að þróa starfsaðferðir til að bæta þjónustu samningsaðila á svæðinu, samnýta tækjakost og starfskrafta eins og unnt er og tryggja öryggi þjónust- unnar. Staðsetning starfseminnar verður í húsnæði Vegagerðarinnar í Olafsvík og verður þjónustuverið rekið sem verkefni með sérstakri kennitölu. Við þessa breytingu verður til eitt nýtt starf. A sigurbraut Skagamenn unnu Fram í 2. um- ferð riðlakeppninnar í Deildarbik- arkeppninni síðastliðinn þriðjudag en leikurinn fór fram í Reykjanes- höllinni. Lokatölur urðu 2 -1 en Skagamenn leiddu í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu. Skagamenn yfirspiluðu Framara í fýrri hálfleiknum og skomðu þeir Hjörtur Hjartarson og Hálfdán Gíslason sitt hvort markið. Munur- inn hefði getað verið meiri því ekki var hörgull á færunum, meðal ann- ars komst Garðar Gunnlaugsson einn inn fýrir vöm Framara en náði ekki að skora. I síðari hálfleiknum komust Framarar meira inn í leikinn og náðu að minnka muninn en sigur Skagamanna var engu að síður verðskuldaður. Næsti leikur í deild- arbikarkeppninni er gegn Fylki næstkomandi laugardag kl. 12.30 í Reykjaneshöllinni. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.