Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.03.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 01.03.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 jikiíasunui^ WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2210 Akranesi: Kirkjubraut 3 Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is ingihans@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is Útgefandi: Tíðindamenn ehf 430 2210 Ritstjóri og nbm: Gisli Einnrsson 892 4098 Blnðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Ingi Hans Jónss., Snæfellsn. 895 6811 Auglýsingnr: Hjörtur J. Hjartorson 864 3228 Prófarknlestur: Ásthildur Mognúsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. •Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2210 Fjallað umfjall Gísli Einarsson, ritstjóri. Á mínum sokkabandsárum bjó ég um hríð í Skagafirði, sem ekki er svosem í frásögur færandi. Eg hef heldur ekkert yfir því að kvarta en á hinn bóginn er það nú svo að ég hef aldrei getað skilið Skagfirðinga. Reyndar er ég enn þann dag í dag að reyna að skilja þá, svona í hjáverkum, en án sýnilegs árangurs. Það sem ég botnaði síst í varðandi Skagfirðinga var tilfinning þeirra fyrir áttum sem skýrir það hugsanlega að stundum nær hegðan þeirra engri átt. Eitt besta dæmið um það er að þegar þeir fóru til Akureyrar, þá fóru þeir norður en þegar þeir komu til baka fóru þeir í vestur. Samt sem áður skiluðu þeir sér yfirleitt heim aftur. Þetta háttalag sakar náttúrulega engan og allt í lagi að leyfa Skagfirðingum að eiga það við sig ef vegir þeirra liggja til allra átta. Mér varð hinsvegar hugsað til þeirra fýrir stuttu þegar ég átti leið vestur í Dali. Að venju fór ég yfir Bröttubrekku og segir ekki af ferðum mínum fyrr en í bakaleiðinni en þá áttaði ég mig skyndilega á því að ég var alls ekki á Bröttubrekku eins og ég hafði ætlað heldur einhverju andsk... Dalafjalli sem ég hafði aldrei heyrt nefnt fyrr. Þá hafði víst vegagerðin tekið sig til, rétt á meðan ég drakk kaffi með góðum mönnum í Dölunum, og skipt um nafn á þessum ágæta hól. Líkaði mér þetta stórilla þar sem ég er vanafastur og vildi fá að aka áfram yfir mína Bröttubrekku eins og mér var tamt. Skagfirðingum get ég fyrirgefið ýmislegt á þeim forsendum að þeir eru upp til hópa nokkuð skemmtilegir, hvað sem annað má um þá segja. Vegagerðin er hinsvegar ekki skemmtileg, enda er það ekki hennar hlutverk. Því krefst ég þess að vegagerðin umgangist landafræðina af meiri virðingu en Skagfirðingar. Það er ekki hennar hlutverk að hræra í áttuin og örnefnum út og suður. Það er nógu erfitt að átta sig á einstökum vegaslóðum hér um slóðir þó ekki sé verið að skipta um nöfn á þeim oft á dag. Það hefur í gegnum tíðina verið vinsælt hjá hrekkjalómum að skipta um vegaskilti og beina vegfarendum þannig í ógöngur. Það á hinsvegar ekki að vera hlutverk vegagerðarinnar. Ef vegagerðin hyggst halda uppteknum hætti má búast við að innan tíðar verði Holtavörðuheiði orðin að Húnabraut, Laugavegurinn orðinn að Súlubraut, Sprengisandur orðinn að Hornafjarðarslóð og Hvalfjarðargöng að Reykjavíkurröri. “Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt,” sagði einhverntíma einhver. Landslagið er að mínu mati ennþá minna virði ef það heitir ekki sama nafninu nema nokkra daga í senn. Einu rökin fyrir þessari nafnabreytingu sem ég hefi heyrt eru þau að nafnið Brattabrekka kunni að vera ógnvekjandi og fæla fólk ffá að fara þessa ágætu leið. Því hefur vegagerðin tekið upp samskonar auglýsingaskrum og Eiríkur heitinn rauði (sem reyndar var Dalamaður) þegar hann sletti nafni á einhverja eyju úti í sjó. Mér finnst því meiri eftirsjá í Bröttubrekkunafninu því það er náttúrulega mun karlmannlegra að fara yfir Bröttubrekku en eitthvert Dalafjall og ef til eru slíkar heybrækur að þær skelfist eitt lítið örnefni þá eru þær best geymdar heima hjá sér. Gísli Einarsson, brattur í brekkunni. Búið að úthluta Á síðasta fundi bæjarráðs Akraness fór fram úthlutun á þeim 33 lóðum í Flatahverfi sem voru auglýstar lausar til umsókn- ar ekki alls fyrir löngu, en þær liggja við Steinstaðaflöt og Tindaflöt. Á fundinn mættu O- lafur Hauksson sýslumaður og Skúli Lýðsson, byggingar- og skipulagsfulltrúi. Framkvæmdur var úrdráttur við úthlutunina undir stjórn sýslumanns. Eins og fram kom í síðasta tölublaði Skessuhorns komu menn auga á að algengt var að margir með- limir sömu fjölskyldunnar skil- Vegagerðin hefur nú birt drög að matsáætlun vegna nýs vegar um Kolgrafarfjörð. I áætluninni eru kynntir 3 valkostir. Valkost- ur 1 er brú á fjörðinn framan- verðan sem styttir leiðina milli Hellisands og Stykkishólms um rúma 7 kílómetra. Valkostur 2 gerir ráð fyrir að þvera fjörðin innarlega á móts við Gunnungs- fell sem er óveruleg stytting. 3. valkosturinn er að endurbyggja veginn á svipuðum stað og hann liggur nú. Vegagerðin hefur á- kveðið að velja valkost 1 sem er lang hagkvæmasta leiðin og eini möguleikinn til að skapa vegfar- endum öryggi. Aðstæður í Kolgrafarfirði eru þannig að fjörðurinn er þröngur og skjól- góður, en í sunnlægum áttum verður þar mjög hvasst. Saman- Á síðasta fundi skipulags- nefndar Akraness var bréf sýslu- manns tekið til umfjöllunar og afgreiðslu sem varðaði umferð- aröryggismál í bænum. Að því loknu var Jóhannesi Snorrasyni, formanni skipulagsnefndar, falið að koma með tillögu um endur- vakningu umferðaröryggis- nefndar í samræmi við tillögu í bréfi sýslumanns. Umferðarmál- in á Ákranesi voru einu sinni í höndum þriggja manna nefndar en hún var lögð niður fyrir margt löngu. Þangað til á síðasta ári sá byggingarnefnd Akraness um umferðaröryggismál en þá voru þau færð yfir til skipulags- nefndar. í bréfi sínu benti sýslu- maður á að hugsanlega væri hægt að setja saman hóp sem fjallaði um þessi mál og benti uðu inn umsókn. Eins og áður sagði var framkvæmdur úrdrátt- ur við úthlutunina og eftirtaldir fengu úthlutaðri lóð í nýjasta hverfinu á Akranesi; Haukur Þórisson, Hrannar Orn Hauks- son, Sigmundur Sigurðsson, Hrönn Þorgeirsdóttir, Bryndís Þórarinsdóttir, Þorgeir og Helgi hf., Brynjar A. Kristinsson, Jón Þór Þorgeirsson, Bergþór Helgason, Þorvaldur Þorvalds- son, Mjölnir ehf., Stefán Gísli Örlygsson, Trésiniðjan Kjölur ehf., Rúdolf B. Jósefsson ogTré- smiðjan Akur hf. SÓK burður á veðurmælingum á þeim valkostum sem í boði eru sýna að það er vart bjóðandi að leggja annað til en niðurstöðu Vega- gerðarinnar. Lengi hefur því verið haldið fram að brúun Kolgrafarfjarðar sé forsenda fyr- ir auknu samstarfi sveitarfélaga á Snæfellsnesi og hefur sameigin- legur framhaldsskóli vegið þungt í þeirri umræðu. Vega- gerðin sjálf er ekki matskyld í skilningi laga um mat á um- hverfisáhrifum en efnisnám er það hinsvegar. Með færslu veg- arins skapast einnig möguleikar á skemmtilegu útivistarsvæði þar sem núverandi þjóðvegur liggur. Frestur til að skila athugasemd- um við drög að matsáætlun er til 5. mars n.k. auk þess á að ef mögulegt væri að fækka umferðaróhöppum á Akranesi kæmust íbúar bæjarins hugsanlega í lægri gjaldflokk hjá tryggingafélögunum. Gísli Gíslason bæjarstjóri segir að ekki sé vanþörf á að huga betur að umferðaröryggismálum í bænum. “Eg hef sent skipulags- nefnd yfirlit frá tryggingafélagi þar sem kemur margt athyglis- vert fram. Það er gott mál að huga að þessu og skipulagsnefnd er í góðri aðstöðu til dæmis til að skoða mannvirki með tilliti til umferðaröryggis” segir Gísli sem bætir við að honum finnist sérstök þörf á því að reyna að leysa vandamálin á þeim stöðum þar sem flest slys hafa orðið. Kemur í ljós Mikil eftirvænting ríkir í Borg- arnesi um hvort Goði hf. flytji þangað stóran hluta sinnar starf- semi en eins og komið hefur frarn í Skessuhorni kemur til greina að fyrirtækið gangi inn í kaupsamn- ing Reykjagarðs á Engjaáshúsinu. Ekki fengust miklar upplýsingar um það hjá forsvarsmönnum Goða í hvaða farvegi málið væri þegar Skessuhorn hafði samband við þá fyrr í vikunni. “Það kemur í Ijós þegar það kemur í ljós,” sagði Olafur Sveinsson stjórnarformað- ur Goða. Kristinn Geirsson sagði að beðið væri eftir svörum um ýmis atriði frá ýmsum aðilum, meðal annars frá Byggðastofnun. Hann kvaðst ekkert geta sagt til um hvenær endanleg ákvörðun lægi fyrir. GE Gjald í göngin hækkar Stjórn Spalar ehf. hefur ákvæð- ið að breyta gjaldskrá Hvalfiarðar- ganga og draga úr afslætti til þeirra seni hafa haft hann mestan til þessa. Astæðan er aukinn fjár- magnskosmaður, auldn verðbólga og gengisþróun sem hefur sett mark sitt á rekstur fyrirtækisins. Núgildandi gjaldskrá var lækk- uð haustið 1999 og hefur verið ó- breytt síðan þá. Með gjaldskrár- breytingunni nú verður mestur af- sláttur til áskrifenda 56% af gjaldi fyrir staka ferð en hann var áður 60%. Gjald fyrir hverja ferð venjulegs fjölskyldubíls hækkar þannig úr 500 í 550 krónur hjá þeim sem kaupa 40 áskriftarferðir og úr 400 í 440 krónur hjá þeim sem kaupa 100 ferðir. Áskrift- argjald fyrir ökutæki í 2. og3. gjaldflokki hækkar einnig. Gjald- skráin hækkar ekki að öðru leyti en hún tekur gildí í dag, fimmtu- dag. SÓK 10 stúlkurí Ungfirú Vesturland Keppnin um hinn eftirsótta titil Ungfrú Vesturland verður haldin í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík þ-ann 31. mars næstkomandi. Keppendur koma víða að af Vest- urlandi og eru stúlkumar í ár 10 talsins. Að sögn Silju Allansdóttur, framkvæmdastjóra keppninnar, verður keppnin mjög glæsileg að vanda. Snílkurnar koma fram fjór- um sinnum um kvöldið og í ár verður boðið upp á veitingar. Að krýningu lokimii hefst dansleikur. Einnig verða ýmis skemmtiatriði. Skessuhorn mun brátt hefja kynn- ingu á keppendunum 10 og því er um að gera að fylgjast vel með. SÓK Sameigin- legur fundur bæjarráða A síðasta fundi bæjarráðs Akra- ness var lögð fram tillaga að dag- skrá fundar bæjarráða Akraness og Borgarbyggðar þann 1. mars næstkomandi. Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akraness, segir að ætl- unin sé að ræða ýmis sameiginleg mál. “Það hefur verið venja að hittast einu sinni á ári. Ekki alls fyrir löngu gerðum við samkomu- lag um að re)ma að auka samstarf og við ætlum okkur að ræða hvernig tíl hefur tekist. Auk þess verða rædd málefni SSV, sam- göngur og fleira.” SÓK Brú á Kolgrafarfjörð Umferðaröryggis- nefiid á Akranesi?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.