Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.03.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 01.03.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR I. MARS 2001 úiikllSSUIÍUh. ÞAfi HEITASTAIHADEGINU Það getur verið erfitt að ákveða hvað á að fá sér í hádeginu. Við auðveldum þér valið með Hádegisboði Coca-Coia, gómsætum hádegisverði með Coke, sem þú færð í mismunandi útfærslum í fjölmörgum söluturnum og skyndibita- stöðum um allt land. Á cocacola.is færðu upplýsingar um heitustu Hádegisboðin hverju sinni.Verið velkomin í Hádegisboð Coca-Cola, það heitasta í hádeginu. cocacola.is Rætist úr með fiskirí Mikil ótíð var við Breiðaiprð í síðustu viku og lítið gaf á sjó. Þó má sjá af aflatölum í blaðinu að flestir bátar hafa náð svona þremur róðr- um í vikunni. Nú eru allir bátar í Stykkishólmi hættir skelveiðum og komnir á net. Gott fiskirí hefur ver- ið hjá línubátunum þar innfrá í febr- úar. Þorskveiði í Stykkishólmi var svipuð í janúar í ár og í fyrra og skel- veiðin er líka fullkomlega í jafiivægi milli ára. Allir bátar eru hættir á skel og eru skelbátarnir nú allir komnir á net. Afli netabáta hefur verið að glæðast í Grundarfirði og einnig hefur verið góð veiði hjá þeim smá- bátum sem eru á línu. Afli í janúar- mánuði í ár var þar heldur lakari en í fyrra. Mjög góð veiði hefur hins- vegar verið síðustu dagana hjá tog- urunum. Hringur og Klakkur voru með fullfermi í vikunni og fleiri tog- skip eru á leið til hafnar með góðan afla. I Olafsvík var afli í nýliðnum janúar til muna lakari en árið áður sem nemur um 600 tonnurn. Unganfarið hefur þó heldur verið að aukast fiskiríið og síðustu daga hefur bátum í Olafsvíkurhöfh fjölgað gríð- arlega. Þar eru rnenn því albúnir í vertíðarslaginn. Eftir svona dauft haust búast menn við aflahrotu að vetri eins og menn þekktu hér áður. Fiskifræðingar hafa sagt að það á- stand sé ef til vill eðlilegra en sú stöðuga og jafha veiði sem var í Breiðarfirði síðasta áratug. í Rifs- höfn var í janúarmánuði síðastliðn- um landað svipuðum afla og á sama tíma í fyrra. Þar er sama sagan og annars staðar að afli í net hefur ver- ið að glæðast síðustu daga og nokkr- ir dragnótabátar eru að búa sig á net. Nokkur loðnuveiði var út af Snæ- fellsnesi í síðustu viku en nú eru loðnuskipin komin suður á Faxaflóa. A svipuðum tíma var góður afli hjá netabátum á Arnarstapa af mjög stórum og góðum fiski. Samanburð- ur á lönduðum afla í janúarmánuði í ár og í fyrra sýnir mjög lítið firávik. Þannig má segja að þetta ár byrji ekkert verr en árið á undan að öðru leyti en því að aðkomubátar í Olafsvík eru seinna á ferðinni og telja heimamenn það valda þeim mismun sem er milli ára. IH Stærðfræðikeppni grunnskólarma Nemendur úr grunnskólum Vesturlands fjölmenntu í stœrðfi-œðikeppni sem haldin var í Stærðfræðikeppni fyrir nemend- ur í 8., 9. og 10. bekk grunnskól- anna á Vesturlandi var haldin í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi síðastliðinn laugardag og var það í þriðja skipti sem slík keppni var haldin þar. Þátttakan var mjög góð og rúmlega 100 nemendur úr flest- öllum grunnskólum á Vesturlandi tóku þátt. Veitt verða verðlaun fyr- ir þrjú efstu sætin í hverjum aldurs- flokki. Fyrir fyrsta sætið verða veittar 15.000 krónur, 10.000 krón- ur fyrir annað sætið og 5.000 krón- ur fyrir það þriðja. Urslit í keppn- inni verða tilkynnt og verðlaun af- hent laugardaginn 17. mars. Það voru stærðfræðikennarar fjölbrautaskólans sem sáu um skipulagningu og framkvæmd keppninnar en eftirtalin fyrirtæki styrktu keppnina með því að gefa verðlaunafé og greiða kostnað við prentun keppnisgagna: Islenska FVA. járnblendifélagið hf. Grundar- tanga, Loftorka hf. Borgarnesi, Penninn-Bókabúð Andrésar Akra- nesi og Vírnet-Garðastál hf. Borg- arnesi. SÓK Nýsköpun 2001 í Borgamesi Námskeið í gerð viðskiptaáætl- ana verður haldið á Hótelinu í Borgarnesi, þriðjudaginn 13. mars n.k. og hefst það kl. 17.15. Um þessar mundir er verið að hleypa af stokkunum í þriðja sinn samkeppni um gerð viðskiptaáætl- ana sem nefnist Nýsköpun 2001. Aðstandendur auk Nýsköpunar- sjóðs atvinnulífsins eru Morgun- blaðið, KPMG Endurskoðun hf. og Háskólinn í Reykjavík en þessir aðilar hafa undanfarin ár staðið fyr- ir keppninni. Sparisjóðirnir bætast nú jafnframt í hópinn og munu þeir taka virkan þátt í framkvæmdinni. Atvinnuráðgjöf Vesturlands er tengiliður keppninnar hér á Vest- urlandi auk þess sem við njótum góðs af Sparisjóði Mýrasýslu og Sparisjóði Olafsvíkur hér á okkar svæði. Góð þátttaka hefur verið hér á Vesturlandi undanfarin tvö ár þó ekki hafi margar viðskiptaáætl- anir verið sendar inn í keppnina sjálfa. Þátttakendur hafa séð sér hag í því að sitja námskeiðið um gerð viðskiptaáætlana en að því hafa komið afar færir leiðbeinend- ur sem ekki aðeins kynna það góða Excel-skjal sem gott er að nota við gerð viðskiptaáætlana, og. þátttak- endur fá gefins, heldur fara einnig út í kynningu á fjármögnunarleið- um og fleiri atriðum sem eru afar gagnleg í nútíma viðskiptaum- hverfi. Glæsileg verðlaun Verðlaun í Nýsköpun 2001 eru glæsileg. Fyrstu verðlaun eru ein milljón króna og leiðsögn sérfræð- inga KPMG. Onnur verðlaun eru 500 þúsund krónur. Þriðju verð- laun fá fimm aðilar - 100 þúsund krónur hver. Sparisjóðirnir munu jafnframt vera með svæðisbundin verðlaun. Þá munu fyrirtæki og nemar á framhalds- og háskólastigi fá sérstök hvatningarverðlaun. 31. maí Skilafrestur viðskiptaáætlana er til 31. maí á þessu ári. Þeir sem taka þátt í keppninni fá handbók og Excel líkan. Ráðgjafar Sparisjóð- anna verða þeim sem vilja til halds og trausts við gerð viðskiptaáætlan- anna og er það nýjung í keppninni. Haldin verða námskeið um allt land á næstu vikum fyrir þá sem vilja vera með. Unnið verður með Atvinnuþróunarfélögum á hverjum stað en gott samstarf hefur tekist við þau um framkvæmd keppninn- ar á landsbyggðinni. Dómnefnd velur úr innsendum áætlunum og verða verðlaun veitt við hátíðlega athöfn í seinni hluta september. Þar verða einnig valdir fulltrúar Is- lands í evrópsku keppnina sem lýk- ur með hátíðlegri athöfn í Brussel í desember. Við það tækifæri verða valdir sigurvegarar úr hópi meira en 20 Evrópuþjóða. Allar nánari upplýsingar um Nýsköpun 2001 er að finna á nýopnaðri heimasíðu keppninnar www.spar.is/n2001. en Atvinnuráð- gjöfVesturlands, ssv@vesturland.is, veitir einnig upplýsingar og tekur við skráningum í síma 437-1318. Þátttökugjald er kr. 1000.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.