Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.03.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 01.03.2001, Blaðsíða 9
^nl,33Unu>.. FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 9 A brunanótt. Myndina tok Sævar Hansson Sögulegt hús varð eldi að bráð Ódýr og skjótur byggingarkostur • Islensk timbureiningahús með áratuga reynslu • Hönnuð fyrir íslenskar þarfir og veðurlag • RBvottun. • Ýmsir möguleikar á utanhússklœðningu. • Afhendingartími 6 - 8 vikur Húsið hér að ofan er 151 fm., 3 svefnherbergi, stór stofa, sjónv.krókur og innangengt úríbúð í bílskúr. Góð hönnun og nýting á innra rými. Verð; fokhelt, með 150 mm steinull í útveggjum, stand. vatnsklœðning, uppkomið á grunn sem eigandi hefur sjálfur tekið: kr. 5.280.000,- Byggingarn.teikn, innifaldar. ' rfnaskrá vorsins er óðum að fyllast, ^nnum hús að þínum þörfum. hönnun, húseiningar, dalvegi 16-b, 200 kópavogí, s: 564 6161 - netf.: spdesign@mmedia.is Þegar Hótel Búðir brann í síð- ustu viku tapaðist eitt af merkustu húsum í byggingarsögu þjóðarinn- ar. Talið hefur verið að elsti hluti hússins hafi verið byggður einhvern tímann eftir 1830. Hans A. Clausen sem þá var umsvifamikill kaupmað- ur hérlendis gerði tengdaföður sinn Ola Sandholt að verslunarstjóra á Búðum og byggði þar myndarlegt hús sem hann gaf tengdaforeldrum sínum. Af manntölum er ljóst að Oli Sandholt er fyrst skráður til heimilis á Búðum 1832. Þó hann kunni að hafa komið að Búðum eitthvað fyrr er ljóst að Oli Sand- holt dó í Olafsvík 9. janúar 1835. Af þessu má ljóst vera að húsið er upp- haflega byggt á þessu tímabili. Gæti verið eldra Þó er ekki víst að húsið hafi þá verið byggt alfarið nýtt þá og í Sögu Búða sem Viktor Sveinsson síðasti eigandi hússins gaf út 1995 er vitnað til þess að hugsanlegt sé að hús það sem Clausen hafi látið byggja yfir tengdaforeldra sína kunni að hafa verið byggt upp úr eldra húsi. Þar er vitnað til þess að við breytingar og viðbætur sem búið er að framkvæma margar í sögu hússins hafi fundist veggir sem múruð hefur verið í binding. Það hefúr þótt benda til þess að húsið hafi verið að hluta til byggt úr bindingsverki eins og hús þekkt frá sama tíma víða erlendis. Bindings- verk er þannig að grind hússins er úr timbri en hlaðið á milli með múrsteinum. I ferðabók Henrys Holland frá 1810 segir hann frá því að hann hafi gist hjá Guðmundi faktor á búðum í múruðu húsi, tíg- ulsteina húsi. Svanur Tómasson slökkviliðsmaður og gröfustjóri í Ólafsvík vann við hreinsun rúst- anna um síðustu helgi. Svanur seg- ist hafa íúndið nokkuð af tígulsteini í rúsmnum og var þeim haldið til hliðar. Þetta rennir en frekari stoð- um undir þá skoðun að Sandholts- hús eins og upphaflegi hluti hússins var alltaf kallaður hafi í raun verið byggt upp úr Mindelsbergshúsi þar sem vitað er að fyrrnefndur Guð- mundur faktor bjó í frá 1801 til a.m.k 1809. Danskurinn Það sem vitað er um Mindels- bergshús er að danskur skipherra Jörgen Mindelberg fékk útmælda lóð í Búðarkaupstað 1790 og hafi þar reist sér hús 1792. Það hús hafi síðan verið kallað Mindelsbergshús. Ekkert er vitað um endalok þess húss og engu verður slegið föstu um hvort uin sama hús hafi verið að skráður í Bentshúsi. En Sandholts- hús er einmitt kallað Budensted eða Búðarkaupstaður allt fram til 1846. Húsið var svo fyrst kallað Sand- holtshús eftir 1850 og hélst það langt fram á 20. öld. Húsið var alltaf meira og minna notað sem verslun- ar- og íbúðarhús með margvísleg- um viðbæmm og lagfæringum. F ramfarahugur Ekki er hægt að víkja svo frá sögu þessa merka húss að ekki sé getið Finnboga G. Lárussonar sem flutt- ist að Búðum 1906 og rak þar um- svifa mikla útgerð og verslun í rúma 2 áratugi. Finnbogi var stórhuga maður sem sá mörg tækifæri á Búð- um og varð stóreignamaður og voru umsvif hans svo mikil að talið er að þegar mest var hafi hann haft í heimilisfólki og starfsliði um 70 rnanns. Finnbogi bjó í Sandholts- húsi og eins og segir í Sögu Búða “gerði bæði að stækka það og prýða” Finnbogi bjó að Búðum frarn til 1927. Eftir það átm tveir menn Búðir í skamman tíma uns ríkið eignaðist jörðina. Snæfellinga- félagið eignaðist síðan jörðina eða að minnsta kosti part af henni og Sandholtshúsið. mjög myndarlegt og mikið hús. Rekstur hótelsins var á ýmissa höndum fram til 1957 er Lóa Krist- jánsdóttir tók við honum. I tíð Lóu varð hótelið eitt myndarlegasta og notarlegasta hótel á landsbyggðinni og samastaður margra kunnra lista- manna og skálda. Þeirra frægastir era auðvitað Kjarval og Laxnes en þeir voru tíðir gestir á hótelinu. Laxnes bjó alltaf í herbergi 23. Lóa rak hótelið ffam til 1971. Eftir það var reksmr hótelsins stopull þangað til þeir Rúnar Marvinsson og Jakob Fenger tóku við honum 1980. Síð- an tók Sigríður Gísladóttir við rekstrinum og rak hótelið með myndarbrag eins og þeir félagar þangað til Viktor Sveinsson keypti hótelið 1994. I tíð hótelreksmrsins var húsið stækkað nokkrum sinnum og voru stærsm áfangarnir byggðir 1947 og svo 1986. Stórhuga áform Þegar Viktor tók við hótelinu lét hann endurbæta það nokkuð og stefndi á ævintýralega stækkun með mjög framlegri hugmynd sem hann vann um skeið að. Stórkostlegri hugmynd sem hann varð því miður að leggja frá sér vegna erfiðleika við fjármögnun. Viktor hafði vegna þessara hugmynda látið tæma hótel- ið síðasta sumar og ætlaði að hefjast handa við endurbyggingu hússins í vor. Þetta hús sem þarna brann var því tákn um drauma um stóra hluti sem nú eiga því miður litla mögu- leika á að rætast. IH ræða. En athyglisvert er að naffdð Mindelsbergshús er horfið úr manntali 1811 og er þá Guðmund- ur faktor skráður til heimilis í Bu- denstad. Þar er hann skráður þang- að til í manntali 1833 þegar hann er Hótelrekstur. Sumarið 1948 opnaði Félag Snæ- fellinga og Hnappdæla sumarhótel í Sandholtshúsi sem þá var orðið ■ ............................................................................................ Tæki frá Vélaleign Tómasar Sigurðssonar ehf við hreinsun rústamia s.l. fóstudag. MyndlH Herrakvöld ÍA verður haldið á Breiðinni föstudaginn ló.mars. Húsið opnar kl.l9:30. Kvöldið hefst á fordrykk í boði Globus. Maturfrá veisluþjónustinni Fortuna verður borinn á borð kl. 20:00 Dagskrá: • Heiðursgestur: Halldór Blöndal • Veislustjóri: Jósef Þorgeirsson • Melasveitin spilar á milli 19 og 20 • Sigursteinn Hákonarson stjómar fjöldasöng • Smári Vífilsson kemur sérstaklega frá Danmörku til að syngja fyrir gesti Herrakvöldsins • Gísli Einarsson, ritstjóri Skessuhoms, fer með gamanmál • Glæsileg málverkasýning og í kjölfarið uppboð á verkunum • Leikmenn meistaraflokks ÍA þjóna til borðs Miðaverð er kr. 4000.- Miðapantanir eru í síma 431 2643 Herrar: mœtum nú allir og skemmtum okkur í góðra fe'laga hópi Föstutónleikar í Reykholtskirkju Nœstkomandi laugardag, 2. mars, kl. í 6 verða tónleikar kirkjukóra og organista í Borgarfjarðarprófastdœmi í Reykholtskirkju í tilefni af Kristnihátíð. Flutt verða valin kórverk sem við eiga á lönguföstu m.a. Pange Lingua eftir Z. Kodály, 4 Passíusálmar og fl. Söngstjórar eru Bjami Valtýr Guðjónsson, Bjarni Guðráðsson, Jón Þ. Björnsson, Katalin Löricz, Sigurður Guðmundsson, Steinmm Amadóttir og Zsuzsanna Budai. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir Borgarfjarðarprófastsdœmi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.