Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.03.2001, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 01.03.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 ^aiasmuu. A bemskuslóðum Snæfellingar fengu aldeilis glaðninginn s.l. laugardag þegar Stórsveit Reykjavíkur kom í heimsókn í Olafsvík og Stykkis- hólm. Þennan óvænt glaðning eiga íbúarnir því að þakka að stjórnandi sveitarinnar er borinn og barnfæddur Snæfellingur og vildi heimsækja bernskustöðv- arnar með hljómsveit sína áður en hann hættir. Stjórnandinn Sæbjörn Jónsson fæddist á Vega- mótum 19. október 1938 sonur hjónanna Jóns Aðalsteins Sigur- geirssonar og Steinunnar Þórð- ardóttur. A Vegamótum hafði faðir hans þá nýlokið við að byggja upp veitingaaðstöðu sem varð stofninn að því sem þar er enn í dag. Það sama ár keypti faðir hans svo veitinga- og gisti- aðstöðu í Ólafsvík og kom það í hlut móður Sæbjarnar að annast þann rekstur. Ólafsvík I Ólafsvík ólst svo hinn ungi sveinn upp fram til 1943 en þá keypti faðir hans Hótelið og gamla samkomuhúsið í Stykkis- hólmi og flutti þangað. Sæbirni eru því þessir staðir kærir og hann vildi ljúka sínum hljóm- sveitaferli með því að heimsækja þessa staði með hljómsveit sinni, Stórsveit Reykjavíkur. I Ólafsvík hófust tónleikar sveitarinnar klukkan 16.00. Fjöldi fólks mætti til að hlýða á leik sveitar- innar í félagsheimilinu Klifi. Meðal gesta var Steinunn Þor- steinsdóttir 84 ára barnfóstra Sæbjarnar frá þeim tíma sem hann bjó í Ólafsvík. Sæbjörn heiðraði hana með einu lagi “Hvar ertu vina” sem Ragnar Bjarnason söng. Síðan færði Sæ- björn þessari góðu fóstru sinni rauða rós og þakkaði henni fóstrið. Hljómsveitinni var vel tekið og voru gestir þakklátir fyrir þessa óvæntu tónlistar- veislu. Ferill Upphafí á tónlistarferli sínum lýsir Sæbjörn svona. “Eg var á gangi í Stykkishólmi haustdag einn árið 1950 er ég mætti glað- legum og elskulegum manni sem stöðvaði mig og sagði: “- Heyrðu varst það ekki þú sem ætlaðir að koma til mín og læra á trompet?” Eg horfði upp og sá brosandi andlit sem horfði á mig en ákveðnin í augunum leyndi sér ekki. Eg svaraði um leið “Heldurðu að ég geti það?” En brosið breikkaði á andlitinu á þessu glaðlega manni þegar hann svaraði: “Já, það er ég viss um”. Þetta urðu mín fyrstu kynni af Víkingi Jóhannssyni þeim mæta manni sem á stærri þátt en nokkur annar að því glæsilega tónlistarstarfi sem lengi blómstraði í Stykkishólmi. Þaðan lá svo leiðin í lúðrasveit Stykkishólms og í hljómsveitina Egon sem var mín fyrsta hljóm- sveit sem mig minnir að við fé- EPSON deildin í körfubolta f sunnudaginn 4. mars kl. 16.00 í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi Síðasti heimaleikurínn fyrir * Áfram Skallagrímur Elsta þekkta mynd af Egon fyrstu hljómsveit Scebjöms er líklega frd 1951. Aftari röð: Hinnrik Finnsson, Bjami Lárentiusson og Gunn- laugur Lárusson. fyrir framan Scebjóm sjálfiir í gráumfÖtum ogjón Svanur Péturssoti sem lék um tíma meó hljómsveitinni í fjarveru Gísla Birgis Jónssonar. Bima Pétursdóttir varþá ekki kmnin til liðs við hljómsveitinna. lagarnir höfum stofnað um 1955”. Eftir rafvirkjanám í Stykkishólmi lá svo leið Sæ- björns suður til Reykjavíkur þar sem hann hóf nám í trompetleik í Tónlistarskóla Reykjavíkur hjá Jóni Sigurðssyni trompetleikara. Jón undraðist hve vel Sæbjörn var undirbúinn og leiðin var greið. Sæbjörn lék með þekktum tónlitarmönnum eins og með Hauki Morthens og Ragga Bjarna. 1963 lék hann fyrst með Sinfóníuhljómsveit Islands og varð síðan fastráðinn trompet- leikari árið 1969. Auk þess lék hann við leikhúsin og við plötu- upptökur. Sæbjörn stofnaði Stórsveit Reykjavíkur 17. febrú- ar 1991 og hefur verið stjórn- andi hennar frá upphafi. Stykkishólmur. S.l. laugardagskvöld var Sæ- bjöm svo mættur með hljómsveit sína í félagsheimilið í Stykkis- hólmi. Þar rifjaði hann upp ýmis- legt af því sem að framan er talið. Óhætt er að segja að Hólmarar hafi fagnað honum og hljómsveit hans sem þjóðhetjum. Yfir 400 manns vom komnir til að hlýða á frábæra tónleika og Sæbjörn dró ffam ýmsar skemmtilegar minn- ingar milli laga og var í lokin hylltur af stoltum sveitungum sem risu úr sætum og klöppuðu hann og hljómsveitina upp í þrígang. Sæbjörn kallaði til sín gömlu fé- lagana úr Ekon þau Gunnlaug Lárusson, Hinrik Finnsson, Bjama Lárentíusson, Gísla B. Jóns- son og söngkonu hijómsveitar- innar Birnu Pétursdóttur. Skemmtileg hugmynd “Þegar ég ræddi þessa hug- mynd við konu mína að enda fer- ilinn með þessum hring leist henni strax vel á og félagar mínir í hljómsveitinni vom ákafir í að gera þetta með okkur. Eg er á- kaflega þakklátur og hissa yfir þessum frábæru móttökum á báðum þessum stöðum og ég er stoltur af því að hafa hrint þess- ari hugmynd í framkvæmd”. Síð- ustu tónleikar Sæbjörns Jónsson- ar með Stórsveit Reykjavíkur verða svo næstkomandi laugar- dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. “Eg sleppi svo sem ekki alveg af þeim hendinni því ég mun áffam þalda utan um nótnasafhið” sagði Sæ- björn Jónsson. “Maður hættir ekki bara sisona”. IH nf- - yjlly” ■k ** *• *»,wLalT_ Jkv ) m m/~* jssr * m m\ - * '’Æm \ w g . HHL bh ■ M ' ^ Samkór Mýramanna 20 ára Á þessu ári eru liðin 20 ár frá stofnun Samkórs Mýramanna. A þessum árum hafa fjórir kórstjórar haldið um tónsprot- ann, hver með sínum hætti. Fyrsti stjórnandi kórsins var Hans Þór Jensson, þáverandi bóndi á Álftárósi, síðan Björn Leifsson tónlistakennari, þá Dagrún Hjartardóttir söng- kennari og nú síðast Jónína Erna Arnardóttir tónlistakenn- ari. Á þessum árum hefur kórinn tekist á við margvísleg verkefni, m.a. lagt áherslu á að flytja kór- tónlist við íslensk ljóð og ný verk tónskálda úr héraði hafa verið frumflutt af kórnum. Auk almenns kórstarfs annast kórinn kirkjusöng í sóknarkirkjum á Mýrum. Árið 1993 gaf kórinn út hljómdisk, “Yfir bænum heima” með úrvali af þeim löguin sem flutt höfðu verið af kórnum frá stofnun hans. Kórinn hefur frá stofnun leit- ast við að hafa samband við aðra áhugamannakóra innan héraðs sem utan og hafa þau samskipti falist í gankvæmum heimsókn- um. Auk þess sem kórinn hefur farið í söngferðir í fjarlægari héruð innanlands, hefur hann farið til Austurríkis og Þýska- lands og söng í þeirri ferð m.a. í dómkirkjunni í Salsburg. Síðastliðið vor heimsótti kór- inn frændur vora færeyinga og átti með þeim ógleymanlega helgi. I tilefni af 20 ára afmæli kórsins verða tónleikar í Borg- arneskirkju sunnudagskvöldið 4. mars. Þar verður slegið á létta strengi og verða á dagskrá lög frá liðnum árum aðallega úr söngleikjum og óperukórar. Stjórnandi kórsins verður sem fyrr segir Jónína Erna Arn- ardóttir og undirleikari Zsuzs- ana Budai Tónleikarnir hefjast kl. 21 og verður aðgangur ókeypis.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.