Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.03.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 08.03.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 a&úsunui. Ný verslun Nú nýverið tók til starfa í Snæfellsbæ nýtt fýrirtæki, Tækja- og tölvubúðin. Verslun- in er til húsa að Olafsbraut 19 í Olafsvík og sérhæfir sig í sölu á tölvum, rekstrarvörum og íylgi- hlutum fyrir tölvur. Einnig sel- ur verslunin símtæki og er með mikið úrval af tónlistargeisla- diskum. Eigendur Tækja- og tölvubúðarinnar eru hjónin Þröstur Kristófersson og Sigurbjörg Þráinsdóttir og börn þeirra. Þau eru bjartsýn á framtíð svona þjónustu og telja að hún sé tímabær. Dagný Telma Þrastardóttir segir verslunina fara vel af stað og að mikið hafi ver- ið að gera þessa íýrstu daga. IH Unnur og Sigurjón dsamt dóttur sinni í efnalaugimii Smeþvotti í Grundarfirdi. Efnalaug á Snæfellsnesi I síðustu viku tók til starfa í Grundarfirði nýtt fýrirtæki, efna- laugin Snæþvottur. Það eru hjónin Sigurjón Fannar Jakobsson og Unnur Guðmundsdóttir sem eiga þetta nýja fýrirtæki sem býður upp á alla almenna þjónustu sem lýtur að þvotti og hreinsun á fatnaði og taui. Að sögn Unnar og Sigurjóns ætla þau sjálf að starfa við fýrirtæk- ið og veita þjónustu um allt Snæ- fellsnes. Allur vélbúnaður fýrirtæk- isins er nýr og fýrirtækið er byggt upp miðað við þjónustukröfur nú- tímans. “Við erum ánægð með þær móttökur sem við höfum fengið og finnum fýrir því að Snæfellingar eru mjög að styrkjast í þeirri við- leitni að horfa á Snæfellsnes sem eitt þjónustu- og viðskiptasvæði”, sagði Sigurjón. IH Störf hjá Landmælingum íslands á Akranesi Eftirtalin störf eru laus til umsóknar hjá Landmælingum Islands og er leitað eftir duglegum og samviskusömum einstaklingum sem tilbúnir eru til að takast á við krefjandi verkefni. Æskilegt er að umsækjendur séu búsettir á Akranesi eða í nágrenni. Landmælingar - verkefnisstjórn I starfinu felst umsjón landmælinga og vinna við uppbyggingu þeirrar starfsemi hjá Landmælingum Islands, meðal annars í samvinnu við ýmsar stofnanir. Ábyrgðar- og starfssvið: - Áætlanagerð og umsjón með mælingaverkefnum - Fagleg ábyrgð á verkefnum við landmælingar - Úrvinnsla GPS-mælinga - Úrvinnsla hallamælinga - Vinna við uppbyggingu gagnagrunna á sviði landmælinga og miðlun upplýsinga Menntunar- og hæfniskröfur: - Háskólamenntun á sviði raunvísinda - Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum - Reynsla af landmælingum og úrvinnslu mælingagagna - Góð tölvuþekking - Góð enskukunnátta Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Sigurðsson (thorarinn@lmi.is) Símavörður Ábyrgðar- og starfssvið - Símavarsla og ritvinnsla - Almenn skrifstofustörf - Skráning í upplýsingakerfi stofnunarinnar Menntunar- og hæfniskröfur: - Stúdentspróf æskilegt - Hæfni í ritvinnslu - Reynsla af almennum skrifstofustörfum - Reynsla í tölvunotkun þ.m.t. Word og Excel - Góð ensku- og dönskukunnátta Nánari upplýsingar veitir Jensína Valdimarsdóttir (jensina@lmi.is) Umsóknir er greini frá menntun og reynslu skulu berast til Landmælinga Islands, Stillholti 16-18,300 Akranes, fyrir 23. mars nk. Fyrirliggjandi umsóknir skulu staðfestar og merktar viðeigandi starfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veittar í síma 430 9000. Akurshlokkin að verða fokheld Bygging Akurs á sex hæða fjöl- býlishúsi á Jaðarsbökkum hefur ekki farið framhjá neinum Skaga- manninum, en nú er svo komið að húsið er að verða fokhelt. Vonir standa til að það verði tilbúið í haust. Salan á íbúðunum í “Akurs- blokkinni” svokölluðu hefur farið vel af stað en enn eru margar íbúð- ir óseldar. Síðasdiðinn sunnudag var svo haldið opið hús í fjölbýlishúsinu þar sem fólki gafst kostur á að skoða sig um og mættu þar um 150 manns. Áhuginn á þessu hæsta húsi á Akra- nesi er því greinilega mikill. Að sögn Soffíu Magnúsdóttur, eiganda Fasteignamiðlunar Vestur- lands, er útsýnið úr húsinu gott til allra átta. “Húsið stendur á eftir- sóttum stað á Akranesi og útsýnið er auðvitað betra eftir því sem ofar dregur í því. Þarna eru sex hæðir en í húsinu er lyfta og það er því að mínu mati góður möguleiki fýrir þá sem eiga erfitt með að ganga stiga.” Soffía segir að mikið sé lagt upp úr því að hljóðeinangrunin í húsinu sé góð. “Skipulag á hverri hæð er þannig að sem minnst hljóð berist milli íbúða og frá stigagangi. Að utan er þannig gengið frá húsinu að um lágmarks viðhald verði að ræða.” Ibúðir er hægt að fá í tveim- ur stærðum, 97 m2 og 127 m2 og hverri þeirra fýlgir sér stæði í bíla- geymslu. Auk þess eru bílastæði á þaki bílgeymslunnar. Soffia nefhir að verðið á íbúðunum sé mjög gott. “Verðið hefur verið óbreytt ffá því að íbúðirnar komu á markað á meðan sambærilegar íbúðir hafa hækkað um allt 2 milljónir króna.” SÓK 'Penninn Hugmyndin að veruleika í síðasta tölublaði Skessuhorns var greint frá því að Félag eldri borgara Akraness og nágrennis, FEB- AN, væri að skoða hvort húsnæðið að Garðabraut 2, betur. þekkt sem veitingahúsið Langisandur, gæti hugsanlega nýst þeim sem lausn á húsnæðisvanda þeirra og sameinað hina miklu starfsemi og félags- starf þessa stóra hóps. Þeir sem þekkja til félagsstarfs FEBAN sem telur á fimmta hundrað félagsmanna þá er ljóst að þeir eru á mörgum stöðum í bænum þ.e. fá inni hér og þar með hina ýmsustu starfsemi sína fýrir utan einu föstu aðstöðuna sem er í gamla gagnfræðaskólanum en hún fullnægir ekki þeirri þörf sem er fyrir slíkt starf. Einnig er liggur fýrir að það húsnæði mun á næst- unni verða hugsað fýrir unglinga hér í bæ. Mig langar að lýsa mikilli ánægju minni með að þessi hugmynd mín skuli vera komin þetta langt og að menn séu farnir að skoða hana af mikilli alvöru, þá hvort húsið sé hugsanlega til þess fallið að með einhverjum lagfæringum og ýmsu sem þyrfti að at- huga eins og t.d. aðgengi utandyra fýrir hjólastóla og fleira. Forsaga þessarar hugmyndar minnar er sú að ég hafði í langan tíma verið að velta því fýrir mér hvort ekki væri eitthvað húsnæði hér í bæ sem vert væri að skoða með tilliti til þessarar starfsemi. Eg var búin að velta þessu húsi nokkuð lengi í huganum þegar ég fór síðan til Bjarnfríðar Leósdótt- ur formanns FEBAN og spurði hana hvort þessi hugmynd mín væri þess virði að skoða hana og hvort hún væri til í að skoða með mér húsið með þetta í huga. Við gerðum það ásamt fasteignasala. Niðurstaðan var sú að á þessu stigi málsins var þetta mál trúnaðarmál okkar Bjarnfríðar og síðan talaði ég við minn oddvita í bæjarstjórn sem síðan ræddi við form. bæjarráðs og næsta skref var að stjórn FEBAN kom til fundar við bæjarráð og þar viðraði form. bæjarráðs þessa hugmynd við stjórn FEBAN. Það er löngu orðið ljóst að aðstaðan öll inni á Dvalarh. Höfða er orðin of lítil fyrir starfsemi eins og t.d. handavinnu og það væri frábært ef eitt- hvað af þeirri starfsemi gæti hugsanlega flutt í þetta hús. Eg sé fyrir mér að þarna yrði spilað, hægt að funda, kannski æfa kórinn nú og hafa heitt á könn- unni og hittast einhverja ákveðna tíma í vikunni og spjalla. Það hefur komið fram hjá þeim sem ég hef talað við að þegar þorrablótin eru haldin og gestum boðið þá myndi þetta hús ekki nýtast. Þar stendur ennþá boð Akraneskaupstaðar eins og undanfarin ár að bjóða íþróttamiðstöðina, félaginu að kostnaðar- lausu. Byggingafulltrúa hefur verið falið að skoða þetta nánar og athuga hvað það er sem helst þarf að gera og hvernig bærinn hugsanlega kæmi að því. Sú framtíðarsýn sem ég hef sem stjórnarfomaður í Höfða er sú að innan einhverra ára verði ráðist í byggingafram- kvæmdir við Dvalarheimilið. Hvernig sú við- bygging verður er ekki ljóst á þessu stigi en öll félagsaðstaða er þegar orðin allt of lítil. Einnig er það Ijóst að hugsanlega verður aukið við hjúkrunarrými, hvort það verð- ur 3. hæðin eða einhver önnur hugmynd er ekki ljóst, en í dag eru þeir sem koma inn á Dvalarheimilið eldri og veikari en áður var. Þjóðin er jú að eldast með betri aðbúnaði. Eg veit ekki hvort allir gera sér grein fýrir því að í dag eru 78 einstakl. á Dvalarheimilinu Höfða sem skiptast í 39 einstaklinga á venjulegu vistrými og 39 einstaklinga á hjúkrunardeild auk þeirra sem eru í dagvistun, en þeir eru í kringum 20. Þegar heimil- ið var opnað fyrir 25 árum var þar einn einstakling- ur í hjólastól. Innan örstutts tíma hljóta eignaraðilar dvalar- heimilisins, þ.e. Akraneskaupstaður með 90% og hrepparnir hér í kring með 10% til með að þurfa að setjast niður og skoða hvaða framtíðarsýn þeir hafa fyrir Dvalarheimilið Höfða. Oll starfsemi þar er að sprengja utan af sér og hjúkrunarþyngdin að aukast. Vilja menn sjá þar meira í þá átt að heimilið verði hjúkrunarheimili. Núna á allra síðustu dögum er verið að auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum í kvöld- og helgarvaktir vegna þessa. Hvað Akraneskaupstað varðar er nú þegar inni í þriggja ára áætlun að þessi mál verði skoðuð mjög gaumgæfilega með tilliti til þeirra þátta sem ég hef hér lýst. I dag er dvalarheimilið rekið með miklum mynd- arbrag og við erum stolt af því en þetta er spurning inn í framtíðina sem við þurfum að vera í stakk búin að takast á við og það fyrr en seinna. En hvað húsnæðið á Garðabraut 2 varðar verður það einhvers konar lausn í bili ef af verður svo félag- ar í FEBAN geti á einhvern hátt haldið betur utan um starfsemi sína og hlakka ég mjög til að sjá hvort þessi hugmynd geti orðið að veruleika. Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Bæjaifulltrúi Akranesi, Form. stjórnar Dvalarheimilisins Höfða

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.