Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.03.2001, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 08.03.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 a&£SS(jflu»U Listasetrið Kirkjuhvoll sex ára Þann 28. janúar árið 1995 var opnað listasetur í Kirkjuhvoli og á staðurinn sem slíkur því sex ára afmæli um þessar mundir. Á þeim tíma hafa verið haldnar þar 53 sýningar og húsið á nú 39 listaverk eftir listamenn sem þar hafa sýnt. A síðasta ári komu 2612 manns í húsið og á þeim sex árum sem listasetrið hefur verið starfandi hafa komið þangað 15.000 manns til þess að sjá þær sýningar sem voru í gangi hverju sinni. Þá er ótalinn sá fjöldi fólks sem hefur lagt leið sína í Kirkjuhvol til þess að fara í veislu eða mæta á einhverja þá uppákomu sem þar hefur verið, en húsið er orðið vinsælt til útleigu. Hægt er að koma allt að 60 manns í sæti, en ef um er að ræða móttökur eða slíkt komast þar fyrir um 100 manns. Jóhanna L. Jónsdóttir hefur verið forstöðumaður hússins frá upphafi en gaman er að segja frá því að hún er bæði fædd þar og uppalin enda yngsta barn Sr. Jóns M. Guðjónssonar sem þar bjó. “Eg fæddist hér og ólst hér upp auk þess sem ég byrjaði að búa í kjallaranum” segir Jóhanna en hún er fædd árið 1951. “Hér var ég þangað til ég varð 24 ára og kom svo meira en tveimur áratugum síðar sem forstöðumaður. Við vorum 10 systkinin en það eru 20 ár á milli mín og elsta bróður míns og hann var byrjaður að búa í kjallaranum þegar ég fæddist. Listasetrið Kirkjuhvoll Þannig að í húsinu bjuggu á tímabili milli tíu og tuttugu manns. Þá var ekki búið að innrétta hér uppi á loftí svoleiðis að þar voru bara tvö herbergi og svo höfðum við neðri hæðina. Hér var því oft vel þröngt á þingi þrátt fyrir að húsið sé frekar stórt.” Saga Kirkjuhvolls er löng og merkileg, en húsið var byggt árið 1923 sem prestsetur fyrir Akranessókn. Því hlutverki þjónaði það til ársins 1978. Þá lét ríkið húsið í skiptum fyrir hús sem Akranesbær átti á Laugarbraut sem er prestbústaður enn þann dag í dag. Kirkjuhvoll þjónaði hlutverki heimavistar Fjölbrautaskólans á Akranesi allt fram til ársins 1985 en þá var það ekki lengur talið íbúðarhæft. “Rafmagnið var ómögulegt og hér var allt komið í niðurníðslu. Það endaði með því að neglt var fyrir alla glugga og allt stefndi í að húsið yrði brotið niður. Þá vill svo til að kemur tilboð í húsið frá ungum hjónum, þeim Sigurði Ragnarssyni og Drífu Björnsdóttur. Þau keyptu húsið og gerðu það upp. Við gerðum nánast ekkert hér eftir að minningarsjóðurinn keypti húsið þannig að þau eiga algjörlega heiðurinn af því hvernig þetta lítur út í dag.” Aðdáunarvert er hversu vel allt hefur verið gert og nánast engu var breytt frá því sem var upprunalega enda fengu þau Sigurður og Drífa viðurkenningu fýrir frábært viðhald hússins árið 1992. Jóhanna vann fyrstu fjögur ár sín í starfi forstöðumanns í sjálfboðavinnu en hefur unnið undanfarin tvö ár í hálffi stöðu. „Svo vinnur maður bara eins og þarf. Það sem ég vinn umfram þessa hálfu stöðu er sjálfboðavinna. Með mér er hússtjórn sem í eru fjórar manneskjur. Það fólk er hér þegar eru opnanir og annað og hjálpar til með það sem þarf að gera. Þetta er allt saman fólk í sjálfboðavinnu og það er örugglega ekki mjög algengt í dag.“ Það er minningarsjóður Sr. Jóns M. Guðjónssonar föður Jóhönnu sem á húsið, rekur það og borgar Jóhönnu laun. “Það sem faðir minn óskaði eftir var að að honum látnum stofnaður yrði minningar- sjóður til þess að reisa mætti listasafn að Görðum. Minningar- sjóðurinn var stofnaður eftir að hann lést árið 1994 og stjórn hans ákvað að kaupa þetta hús þegar það var auglýst til sölu. Við fengum veglegán styrk frá Akranesbæ og keyptum húsið. Eftir það höfum við verið að slá tvær ftugur í einu höggi; halda hér sýningar og safna verkum í þetta framtíðar listasafn að Görðum sem kemur einhvern tímann.” Eins og áður sagði á húsið nú 39 listaverk, en þeir sem halda einkasýningar eru skyldugir til þess að skilja eitt verka sinna eftir að sýningu lokinni. Listasetrið Kirkjuhvoll er opið alla daga nema mánudaga meðan á sýningum stendur en næsta sýning hefst í maí. SOK Jóhanna L. Jónsdóttir ásamt Hönnufrænku sinni Höfiið Ama hjá „vondu fólki “ Um síðustu helgi var Eyja-, Kolbeinsstaða- og Miklaholts- prestaköllum færð að jg^jöf brjóstmynd af séra Arna Þórarinssyni presti þessara sókna. Ríkarður Jónsson myndhöggvari gerði myndina á þeim tíma sem hann og Arni voru nágrannar í Reykjavík. Það voru dætur Ríkarðs Jónssonar og sonarsonur sem afhentu Heiðsynningum brjóst- myndina við athöfn í Laugar- gerðisskóla þar sem myndinni hefur verið komið fyrir. Eftir afhjúpun rifjaði Olöf Ríkarðsdóttir upp samskipti föður síns og Árna og hvernig þau börn Ríkarðs nutu frásagna Arna af mönnum og málefhum. Arni var skemmtilegur sögumaður eins og fram kemur í ævisögu hans sem Þórbergur Þórðarson ritaði. Ekki var sú ævisaga öllum Snæfellingum til kæti og jafnvel finnast enn menn sem ekki eru búnir að fyrirgefa Arna nafngiftina „Hjá vondu fólki”. Óþarft er að rekja sögu Arna Þórarinssonar hér en hann þjónaði þessum sóknum í um 40 ár og setti svip sinn á mannlífið. Ekki er laust við að Snæfellingar brosi kankvíslega yfir þeirri frétt að nú skuli haus séra Arna vistaður hjá vondu fólki. I tilefni afhjúpunar unnu nemendur skemmtilegt verkefni er tengist þeim tíma sem séra Arni Þórarinsson var prestur á Staðarhrauni. Bæði bregða þau upp myndum af lifnaðarháttum og mannlífi auk þess sem þau leita eftír tengingu við sögupersónur í ævisögu Árna. Það er skemmtilegt að milli 60 og 70% nemenda hafa tengsl við persónur sögunnar. Verkefnið nær einnig til kortlagningar gamalla gönguleiða sem er merkilegt framtak og verðugt verkefni fyrir börn. IH Konur úr Lionsklúhbnum Öglufœrðu Fe'lagsmiðstöð Eldri Unglinga í Borgarbyggð fimmtíu þústind krónur að gjöf í síðustu viku. Fénu verður varið til kaupa á leikjatölvu ífélagsmiðstöðinni í gömlu kartöflugeymslunni. Mynd: GE Landmælingasafh Vignir Jóhannsson, myndlista- maður og Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur hafa gert samninga við Landmælingar Islands um ráðgjafar- störf vegna hönnunar, skipu- lagningar og uppsetningar safhdeildar á vegum LMI sem sett verður upp í nýrri safhabyggingu við Byggðasafhið í Görðum. Að sögn Þorvaldar Bragasonar, forstöðumanns upplýsingasviðs LMI mun stefht að opnun byggingarinnar fyrri hluta sumars __ með opnun Steinaríkis Islands og Iþróttasafns en landmælingasafhið verður væntan- lega opnað í endanlegri mynd ári síðar eða vorið 2002. Til stendur að setja upp í vor sýningu í afmörkuðum hluta húsnæðisins á meðan framkvæmdir við endanlegt safn standa yfir. K.K. Úr D-riðli upp í A-riðil Strákarnir í 8. flokki IA í körfubolta eru að gera það gott þessa dagana en þeir náðu þeim undraverða árangri að komast úr D- riðli og upp í A-riðil á Islandsmótinu í körfuknattleik þegar þeir sigruðu_ í B-riðli síðastliðinn sunnudag. íslandsmótið er nokkurs konar deildakeppni og að sögn Brynjars Karls Sigurðarsonar, þjálfara strákanna, er þetta í fyrsta skipti í sögu klúbbsins sem svo stórt stökk er tekið upp á við á einu tímabili og í raun aðeins í annað skipti sem klúbburinn á hóp í úrslitum. “Strákarnir eru að standa sig rosalega vel. Við vorum ekki með flokk í þessari keppni á síðasta ári og byrjuðum í D-riðli núna. Þetta eru strákar í 7. og 8. bekk og þeir sem eru í 7. bekk eru í raun að keppa upp fyrir sig.” Það er skemmst frá því að segja að strákamir sigruðu örugglega í D- riðli og svo fór einnig með C-riðil og nú síðast B-riðil og það sém meira er, þeir töpuðu ekki einum einasta leik. Þeir eru því komnir alla leið í úrslitin en næsta mót fer fram dagana 7. og 8. apríl næstkomandi. Brynjar segir þó að það kæmi sér ekki á óvart þótt strákarnir ynnu þann riðil líka. “Það gæti alveg gerst. Þetta eru mjög efhilegir og góðir strákar. I rauninni era þeir bara að uppskera eins og þeir hafa sáð því þeir eru búnir að æfa af miklum krafti í allan vetur. SÓK Þfssar ungu klappstýrur settu svip sinn á leik Skallagríms og Keflavíkur um síðustu helgi og áttu eflaust sinn þátt í að Borgnesingar tryggðu sérþar öruggt sæti í átta liða urslitum. Mynd: Svanur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.