Skessuhorn

Útgáva

Skessuhorn - 15.03.2001, Síða 1

Skessuhorn - 15.03.2001, Síða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI -11. tbl. 4. árg. 15. mars 2001 Kr. 250 í lausasölu Kóngurinn á “Rokklandi” Skagamaðurinn og “Rokklendingurinn” Olafur Páll Gunnarsson er íslenskum tónlistarmönnum af góðu kunnur en hann er án efa einn vin- sælasti útvarpsmaður landsins í dag. A bls. 8 og 9 er ítarlegt viðtal við Ólaf Pál þar sem hann veður á súðum og ræðir um tónlistina og annað landsins gagn og nauðsynjar. Höfiiuðu öll- umtilboðum Á síðasta bæjarráðsfúndi Akra- ness var samþykkt að haíha ffam- komnum tilboðum í breytingar á slökkvistöðinni við Laugarbraut. Á sama fundi var lagt ffam bréf Félags slökkviliðsmanna þar sem tilkynnt var um áskorun aðalfundar félagsins um að nú þegar verði fallið ffá fyrir- huguðum framkvæmdum við slökkvistöðina á Akranesi. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra er það vegna þess að tdllaga Félags slökkvi- liðsmanna sé sú að byggja nýja slökkvistöð. “I gegnum tíðina hafa alltaf verið uppi raddir um hvort ætti að flytja slökkvistöðina en við höfum ekki verið með það ofarlega á dag- skrá. Ljóst er að þau nýju tæki sem hafa verið keypt komast ekki inn í þessa stöð og þess vegna var lagt til að gerðar yrðu minniháttar breyt- ingar á henni. Verkið var boðið út og í ljós kom að kostnaður við það var talsvert meiri en reiknað var með. Bæjarstjórn mun fjalla um málið á næstu vikum. AJlt sem skiptir máli er að staðsetningin sé góð og að þetta sé nægilega góð geymsla fyrir tækin. Ef byggja ætti nýja slökkvistöð yrði málið skoðað út frá ýmsum hliðum áður en eitthvað yrði gert í því.” SÓK Vestlensk fegurð Áfram kynnir Skessuhorn þátttakendur í keppninni Ungfrú Vesturland 2001. Á bls. 6. er kynning á næstu fjórum stúlkunum sem keppa um titilinn eftirsótta í Ólafsvík þann 31. mars n.k. Goði á leiðinni Nú liggja væntanleg úrslit fyrir innan tíðar í einni mest spennandi og sérkennilegustu keppni þessa árs, “kapphlaupinu” um Goða. Eins og komið hefur fram í Skessuhomi hefur valið á framtíðarstaðsetningu fyrir kjötrisann staðið um þrjá staði, Borgarnes, Mosfellsbæ og Selfoss. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er það nokkurn veginn öruggt að Borgarnes verður fyrir valinu. Ein af forsendunum fyrir uppbyggingu fyrirtækisins í Borgarnesi var fyrir- greiðsla frá Byggðastofnun. Lfeimildamaður Skessuhorns hjá Byggðastofntm sagði í samtali við blaðið á þriðjudag að stofnunin væri tilbúin að lána Goða 290 millj- ónir vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda en aðeins væri efrir að staðfesta þá ákvörðun á stjórnar- fundi. Sá stjórnarfundur átti að vera í gær, miðvikudag, og hafi umrædd afgreiðsla gengið eftir má búast við að kjötvinnsla Goða fari í Engjaás- húsið í Borgarnesi. GE Hvanneyringar fá umhverfisverðlaun Hvanneyrarstaður hlaut síðast- liðinn laugardag umhverfisverðlaun UMFI og Umhverfissjóðs verslun- arinnar. Verðlaunin voru veitt fyrir góðan árangur í jarðgerð og frum- kvöðlastarf á því sviði hér á landi. Það var Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra sem veitti verð- launin. Jarðgerð úr lífrænum úrgangi hófst fyrir alvöru á Hvanneyri árið 1997. Þá var flutt inn sérstakt tæki í verkefnið sem hlaut nafnið Molda. I Moldu fer allt rotsorp ffá heimil- um á Hvanneyri og landbúnaðarhá- skólanum en því er safnað saman aðra hverja viku. I það er síðan bætt stoðefnum til að eðlileg rotnun geti átt sér stað og eftír ákveðinn tíma verður til jarðefni sem nýtist vél sem áburður eða til uppgræðslu. Umsjón með jarðgerðinni hefur verið í höndum Rikharðs Brynjólfs- sonar prófessors við Landbúnaðar- háskólann á Hvanneyri en Guð- mundur Hallgrímsson ráðsmaður hefúr séð um ffamkvæmdina. Að sögn Ríkharðs hefur þessi tilraun gefist afar vel og segir hann að und- irtektir íbúanna hafi verið góðar. GE Frá afhendingu umhverfisverðlauna á Hvanneyri. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Þórir Jónsson formaður UMFI og Björn Sverrisson frá Umhvetfissjóði verslunarinnar. Tilboð í matvöru, tilboðin hefjast 15. mars og gilda meðan birgðir endast Reykt úrb.folaldakjöt Tilboð: 20% afsláttur Verð áður 819.- kg. Léttreykt skinka Tryppabjúgu 20% afsláttur 998.- kg. 20% afsláttur 499.- kg. Kleinur 10 stk. 1 5% afsláttur 327,- Græn epli 139.- kg. 198.- kg. Jarðarber 199,- 298,- KB Hvrnitargi Góður kostur!

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.