Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.03.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 15.03.2001, Blaðsíða 5
gigÍSSHJHíiliEKl FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 5 Fjölbrautaskóli Vesturlands Skora á menntamálaráðherm Eins og fram kom í Skessu- horni nýverið passar rekstur Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi ekki inn í reiknilíkan og hefur því verið töluverður halli á rekstri skólans. Kemur þetta meðal annars til af því að skólinn er með rnikið námsfram- boð miðað við nemendafjölda auk þess sem reknar eru fram- haldsdeildir annars staðar á Vesturlandi. Þórir Olafsson, skólameistari, sendi bæjarráði Akraness bréf varðandi málið og var það tekið fyrir á síðasta bæj- arráðsfundi. Bæjarráð beindi í framhaldi af því þeirri ein- dregnu áskorun til menntamála- ráðherra og Fjárlaganefndar Al- þingis að við vanda skólans verði brugðist þannig að hann geti á- fram sinnt mikilvægu hlutverki sínu sem ein af helstu mennta- stofnunum á Vesturlandi. SOK Sinubruna sagt stríð á hendur Sýslumannsembættið í Borgar- nesi hyggst herða eftirlit með sinu- bruna í héraðinu í ár. A síðasta ári voru slökkvilið í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu ítrekað kölluð út vegna sinuelda og mátti oft litlu muna að illa færi. Meðal annars varð um- talsvert tjón á skógrækt í Skorradal þar sem kveikt var í sinu í leyfis- leysi. “Við sluppum ótrúlega vel í nokkrum tilfellum á síðasta ári. Meðal annars var skógræktin í Daníelslundi í stórhættu og íbúð- arhús á Mýrunum en þar fór betur en á horfðist. Það þarf að ná tök- um á þessum málum og það er full ástæða til að taka á því að menn séu ekki að brenna sinu í leyfis- leysi. Best væri ef hægt væri að losna við sinubruna algjörlega, allavega er það eðlileg krafa að menn sýni ítrustu varkárni,” segir Stefán Skarphéðinsson sýslumaður í Borgarfirði. GE Frd slökkvistaifi í Skoiradal sííasta vor. Vínframleiðslu- hús í byggingu Framkvæmdir eru hafnar við nýtt hús fyrir áfengisframleiðslu Engjaáss ehf. í Borgarnesi. Fyrir- tækið sem er í eigu Olgerðarinn- ar Egils Skallagrímssonar sér um alla framleiðslu og pökkun á sterku áfengi hér á landi. Nýja húsið er um 1000 fermetrar að stærð en lóðin er um 10.000 fer- metrar þannig að möguleikar eru á umtalsverðri stækkun. GE Um 10 hrossa saknað Frá því í október hefur ekkert spurst til umræddra hrossa en þau eru ffá Oddsstöðum í Lundar- reykjadal og komu síðast heim um miðjan okt. við smölun. I des- ember kom í Ijós að hrossin voru ekki í heimahögum, sem er fýrst og fremst heimaland Oddsstaða en gat einnig verið heiðalönd þar í kring, m.a. afréttarland.Frá þeim tíma hefur farið ffam ítarleg leit að þeim og eftirgrennslan, en án árangurs. Hrossin sem hér um ræðir eru brún hryssa (11 v.) með rauðu merfolaldi, rauðstjörnótt hryssa (14 v.) og rauðblesótt hryssa (13 v.),rauðjarpstjörnóttur hestur (9 v.) og annar rauðstjörnóttur (7 v.). Þessi hross eru tamin og spök en einnig vantar a.m.k.effirfarandi ótamin: Rauðblesótta hryssu (5 v.) gráskjóttan fola (nær hvítur 6 v.),hvítan fola (5 v.),gráan fola (5 v.).Hugsanlegt er einnig að með þessum hrossum séu tvö brún mertryppi og jarpur foli. Hrossin eru öll hagvön á Oddsstöðum og ekki þekkt fyrir að strjúka úr heimahögum, lík- legast er þó að þau hafi horfið í október áður en ár lagði. (fréttatilkynning) I allra síðasta sinn Það var mikil ös á kompusölu Knattspyrnudeildar Skallagríms um síðustu helgi f gamla Kaupfé- lagshúsinu að Egilsgötu 11. Auk þess að gera góð kaup nýttu margir sér tækifærið til að kveðja gamla Kaupfélagið sitt með því að versla þar í allra síðasta sinn. Knattspyrnudeild Skallagríms þarf, eins og mörg önnur knatt- spyrnufélög um þessar rnundir, að glíma við umtalsverðan skulda- bagga og var kompusalan liður í að létta á skuldastöðu félagsins. Salan gekk vel og skilaði félaginu kær- komnum tekjum en á næstunni mun fyrirhugað að fara í fleiri að- gerðir til að tryggja öflugt knatt- spyrnustarf í Borgarnesi. GE Ráðstefaa um framtíðarsýn A síðasta fundi bæjarráðs Borgar- byggðar flutti Kolfmna Jóhannes- dóttir bæjarfulltrúi framsóknar- flokks tillögu þess efnis að haldið verði málþing um ffamtíðarsýn fýr- ir Borgarfjarðarhérað. í tillögunni er gert ráð fyrir að leitað verði sam- starfs við nágrannasveitarfélögin um framkvæmd þess. I greinargerð með tillögunni kemur ffam að tilgangurinn með málþinginu verði annars vegar að fýlgja eftir skýrslum sem gerðar hafa verið um framtíðarskipulag í at- vinnumálum ofl. Og hinsvegar að vekja athygli á svæðinu sem vænleg- um valkosti til búsetu. Kolfinna segir að það sé nauðsyn- Kolfinna Jóhaimesdóttir. legt fýrir Borgarfjarðarhérað í heild að skapa sér heildstæða ímynd til framtíðar og að menn geri sér grein fyrir hvaða atriði beri að leggja á- herslu á. Hún nefnir meðal annars að það liggi beint við að kynna Borgarfjörð sem þekkingarsamfélag og blómlegt landbúnaðarhérað. GE Karlakórinn Heimir úr Skagafirði heldur tónleika í Bíóhöllinni á Akranesi fimmtudagskvöldið 22. mars n.k. kl. 21.00 Söngstjóri er Stefán R. Gíslason og undirleikari Thomas Higgerson. Söngskráin er fjölbreytt og einsöng með kórnum syngja m.a. Einar Halldórsson, Óskar Pétursson og Sigfús Pétursson |IIIIIIH|I|;:!I'(ý:;.■:■' ý ■■-4!!s sM1;|||11 1111| ||11|| Forsala aðgöngumiða verður í Bókabúð Andrésar- Pennanum á Akranesi. ■ : Heimisfélagar. landlinur 1 andslagshönnun & skipulag Veitum ráðgjöf á sviði iandsiagsarkitektúrs og skipulagsmála Landlínur ehf. • Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími 435 1254 • farsími 898 9254 landlinur@landlinur. is www. landlinur. is Akraneskaupstaður Árshátíð Brekkubæ j arskóla Sýningar í Brekkubœjarskóla: Þriðjud. 20. mars kl. 17:30 og 20:00 Fimmtud. 22. mars kl. 17:30 og 20:00 Fjölbreytt skemmtiatriði- söngur, dans og leikur. Miðasala hefst hálftíma fyrir sýningu. Miðaverð kr. 300 fyrir fullorðna kr. 100 fyrir börn Geymið auglýsinguna Árshátíðarnefnd SIMGNNTUNAR MIÐSTÖÐIN_____________________ SKAPANDI SKRIF (18 kennslustundir) Helgarnámskeið 24. - 25. mars á hótelinu í Reykholti í Borgarfírði Þátttakendur læra að skrifa sögur og ljóð. Lögð eru fyrir verkefni sem æfa ákveðna þætti ritlistarinnar. Verk þátttakenda eru lesin og um þau rætt og þannig læra þeir að skoða og skilgreina eigin strl og annarra. Námskeiðið hentar jafnt þeim sem fengist hafa við skriftir og þeim sem lítið sem ekkert hafa gert af slíku. Kennari er Björg Amadóttir blaðamaður og kennari við FÁ. Verð námskeiðs: 11.700,- 18.000 með gistingu og fæði Skráning og upplýsingar ísíma 437 2390 www.simenntun .is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.