Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.03.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 15.03.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 onH33lnui.. Neil Young er aðalkarlinn segir „Rnkklendingxirinn“ Olafur Páll Gunnarsson Þrátt fyrir ungan aldur hefur Olafur Páll Gunnarsson náð að skipa sér sess meðal virtustu út- varpsmanna íslensku þjóðarinnar í dag. Verandi aðeins 31 árs hefur hann séð um þáttinn Rokkland á sunnudögum í rúm fimm ár auk þess sem þáttur hans Poppland er sendur út fimm sinnum í viku. Báðir eru þættimir sendir út á Rás 2 sem Ólafur segir vera einu fyjálsu útvarpsstöðina á Islandi. Aður vann Ólafur sem tæknimað- ur hjá Ríkisútvarpinu auk þess sem hann sá um þáttinn Vin- sældalisti götunnar um árabil. Seint á síðasta ári voru svo haldn- ir tónleikar honum til heiðurs, en eflaust geta ekki margir útvarps- menn státað af því. I augnablikinu er hann auk alls annars að vinna að saínplötu sem kemur til með að bera heitið Rokkland. Það vita kannski ekki allir að Ólaf- ur Páll er Vesdendingur, nánar til- tekið Akumesingur, fæddur þar og uppalinn. Blaðamaður Skessuhorns hitti Óla Palla, eins og hann er kall- aður, að máli á heimili hans í höfúð- borginni og spjallaði við hann um fortíð, nútíð og framtíð. Óli Palli er sonur þeirra Rann- veigar Sturlaugsdóttur og Gunnars Ólafssonar, elstur fimm systkina. Sjálfur á hann tvö börn, þau Tinnu Maríu og Ólaf Alexander. “Pabbi er Vesturbæingur, gamall KR-ingur sem er löngu orðinn sannur Skaga- maður. Mamma er dóttir Sturlaugs H. Böðvarssonar þannig að Harald- ur Böðvarsson var langaíi minn. ” Tónleikamir skemmtilegir Eins og áður kom fram voru haldnir tónleikar til heiðurs Óla Palla nýverið, eða í nóvember á síð- asta ári. Þeir bára heitið Óli Palli 2000 og voru haldnir á Gauki á Stöng í Reykjavík. “Sú hugmynd kviknaði hjá trommara hljómsveitarinnar Tvö dónaleg haust að halda þessa tónleika og ég var auðvitað hæstánægður með það. Sat bara á fremsta bekk og hafði gaman af. Auk hljómsveitar hans komu þarna fram Margrét Eir, Jagú- ar, Bubbi með hljómsveit sinni Stríð og friður, Land og synir og fleiri. Þetta var rosalega skemmtilegt og þama mætti fullt af fólki.” Borgar sig að læra heima Öli Palli hefur oft fengið hrós fyr- ir vandaða og vel undirbúna útvarps- þætti. Þegar blaðamaður minnist á það dregur hann fram handrit að einum þætti. Það er á þykkt við meðalvikublað. “Þetta er bara auka- vinnan mín,” segir Óli Palli. “Það er mikil vinna að gera útvarpsþátt og ég trúi því að það borgi sig að læra heima. Það eru náttúrulega til mörg störf sem skipta meira máli og ég er oft að hugsa til hvers ég sé eiginlega að standa í þessu. En ég hehl það borgi sig að leggja þetta á sig. Eg er að vinna við þetta, mér finnst þetta skemmtilegt og geri þetta eins vel og ég get. Það gerir maður með því að læra heima og undirbúa sig og bara leggja heilmikið á sig.” Langar að vera lengi í “bransanum” Endingin í tónlistariðnaðinum er ekki sem best og Óli Palli gerir sér fulla grein fyrir því. “Kannski verður maður bara búinn einn daginn. Það er ekki algengt að Islendingar endist lengi í þessu. Verða útbrunnir. Þeir sem hafa verið að gera svipað og ég í íslensku útvarpi hafa oft endað í öðru. Fyrir 10-15 árum vora Snorri Már og Skúli Helga með flottasta músíkþáttinn á Rás 2. Þeir eru alveg hættir. Þorsteinn J. var með lög unga fólksins í gamla daga og hann er nú ekki lengur í því! Það voru aðrir þar á undan. Það er voðalega lítil saga það hvar Sigur Rós er að spila. Á síð- asta ári fóru þeir í tónleikaferð með Radiohead sem er eitt allra stærsta bandið í heiminum. Þeir spiluðu með þeim á 10-12 tónleikum. Nú eru Radiohead að koma hingað og ég hef það eftir áreiðanlegum heirn- ildum að þeir vilji hita upp fyrir Sig- ur Rós. Það yrði líklega einhvern sína og hverjir eru flinkir.” Og hverj- ir skyldu það vera? “Þorsteinn J. er einhver flinkasti útvarpsmaður sem ég hef unnið með, hann er alveg “brilljant”. Maggi Einars líka sem er minn yfirmaður á Rás 2. Hann hef- ur kennt mér margt sem og Andrea Jónsdóttir. Svo eru líka gömlu hetjurnar eins og Svavar Gestsson „Fyndni er guðsgjöf‘ segir himi eldhressi Skagamaður Ölafur Pdll Gunnarsson Mynd: SOK fyrir því að menn séu lengi í þessu. En mig langar að gera það. Aðal- karlinn hjá breska ríkisútvarpinu BBC Radio 1 sem er útvarp unga fólksins númer eitt er orðinn 62 ára. Hann er búinn að uppgötva 300.000 hljómsveitir og hefur verið lang- fyrstur til að spila lög með mörgum. Eg hitti hann úti í Englandi fyrir tveimur áram og gaf honum þá Sig- ur Rósar plötuna sem var þá nýkom- in út á Islandi og kom ekki út í Bret- landi fyrr en ári seinna. Þá var hann löngu búinn að spila hana.” Er vel- gengni Sigur Rósar sem sagt ein- göngu Óla Palla að þakka? “Eg held að Rás 2 hafi að minnsta kosti gert sitt til að hjálpa þeim og ég er búinn að gera allt sem ég get, en fyrst og fremst er Sigur Rós frábær hljómsveit sem hjálpar sér sjálf með tónlistinni.” Allir vilja koma til Islands “Ef þú minnist á Island í Bretlandi í dag, þá era mjög margir sem spyrja þig um Sigur Rós. Allskonar fólk. Bara á síðasta ári spiluðu þeir næstum 90 tónleika í útiöndum en við heyram eðlilega ekkert um það. Fjölmiðlar fjalla ekki endalaust um tímann núna í sumar. Svo stendur líka til að Travis og Coldplay koini og haldi tónleika í Reykjavík svo það er alltaf nóg að gerast.” Ástæðuna fyrir því að þekktar erlendar hljóm- sveitir era farnar að flykkjast til Is- lands segir Óli Palli vera þá að það vekji eftirtekt erlendis hversu marg- ar íslenskar hljómsveitir séu að skjóta upp kollinum þar. “Þeir sem era að fylgjast með tónlist veita því athygli að héðan koma svo margar hljómsveitir. Á íslandi búa 250.000 manns og það er ekki stórt fyrir borg í Bandaríkjunum. Maður þekkir ekkert eina hljómsveit frá hverri ein- ustu borg þaðan. Héðan koma Syk- urmolarnir, Björk, núna Sigur Rós.” Lærisveinn Andreu Jóns og Magga Einars Óli Palli segir það hafa gagnast honum mikið í gegnum tíðina að hafa hafið feril sinn sem útvarps- maður sem tæknimaður hjá Ríkisút- varpinu. “Þegar maður er að vinna sem tæknimaður lærir maður alls- konar vinnubrögð. Ef maður vill verða útvarpsmaður er það líklega einhver besti skóli sem til er. Maður kemst strax upp á lag með að sjá hverjir kunna ekki að vinna vinnuna og Jón Múli sem er snillingur, al- gjört séní og ffábær maður.” Oli Palli segir að sér finnist ungt fólk oft hafa tilhneigingu til að “gefa skít” í fortíðina. “Þegar fólk verður eldra áttar það sig hins vegar á því að það er heilmargt hægt að læra af þeim sem eldri eru. Nútíð og framtíð verður fortíð eftir smástund.” Fyndni er guðsgjöf Það er ekki laust við að Oli Palli sé sammála þeim sem halda því fram að útvarpsmenn dagsins í dag séu varla talandi og hvað þá meira. “Það sem er að mörgum útvarpsmönnum í dag á þessum svokölluðu frjálsu út- varpsstöðvum er að þeir halda að þeir séu fyndnir. Það er ákveðin náð- argáfa og í raun guðsgjöf að vera fyndinn og þeir Islendingar sem eru raunverulega fyndnir og halda því á- fram era innan við tíu að mínu mati. Laddi, Helga Braga, Jón Gnarr og Edda Björgvinsdóttir eru í þeim hópi. Þetta eru meðfæddir hæfileik- ar en þú verður auðvitað að rækta þá. En menn hoppa ekkert inn í út- varp 19 ára gamlir og verða grínist- ar. Langt því frá.” Óli segir aðspurð- ur að ekki sé hægt að dæma um það hver sé besti starfandi útvarpsmað- urinn í dag. “Útvarpsmaður og út- varpsmaður er ekkert það sama. Eg er útvarpsmaður og Jón Gnarr er út- varpsmaður. Eg tala um músík og hann er grínisti, ég er ekki fyndinn. Mér finnst margir góðir í dag og þeir eru flestir að vinna hjá ríkisút- varpinu.” Er átrúnaðargoðið Islendingur? Rokkland og Poppland era ekki eins og margir tónlistarþættir í dag þar sem vinsælustu lög líðandi stundar eru spiluð í handahófs- kenndri röð. Óli Palli segist þó alls ekki eingöngu spila sína uppáhalds- tónlist. “Eg geri mér grein fyrir því að ég er ekki bara að spila fýrir sjálf- an mig og ég reyni að hafa tónlistina eins fjölbreytta og ég get. Ef ég heyri eitthvað nýtt reyni ég að spila það og gamalt góða tónlist í bland.” Það stendur þó ekki á svari þegar hann er spurður hver sé hans uppáhald. “Neil Young er aðalkarlinn,” segir hann og verður hneykslaður þegar blaðamaður hváir. “Pearl Jam spilaði undir á plötu hjá honum árið 1995 og þeir komu ekki einu sinni ffam undir nafni. Það segir meira en mörg orð. I grange bylgjunni fyrir tíu árum var hann kallaður “The godfather of grunge”. Hann er sem sagt afi Nirvana og Pearl Jam og þessara graggrokksveita. Maðurinn heldur góðgerðartónleika einu sinni á ári í San Fransisco fyrir skóla sem konan hans rekur fyrir þroskaheft börn. Þar er slegist um að fá að spila. Metallica og Pearl Jam, David Bowie, bara allir. Hann er eini tón- listarmaðurinn af sinni kynslóð, svona lok-bítla-hippa-eitthvað sem borin er virðing fyrir í öllum músík- heiminum frá grunni og upp úr.” Við nánari eftirgrennslan blaða- manns um átrúnaðargoðið kemur í ljós að hann er frá Winnipeg í Kanada. Eins og Islendinga er siður fór ég strax að velta því fyrir mér hvort hann væri ekki bara Islending- ur eftir allt saman. Ótrúlegt en satt, ég var ekki sú eina. “Eg talaði við mann einu sinni sem skrifaði bók um Young. Hann heitir John Einarsson, er vestur Islendingur og sögukenn- ari við skóla í Winnipeg. Hann sagði mér að það rynni íslenskt blóð um æðar hans. En ég held að það sé ekki rétt. Núna er ég að lesa bók sem pabbi hans skrifaði og þar kemur ekkert slíkt ffam. En maður veit aldrei, við eigum hann samt ábyggi- lega!” Vann hæfileikakeppnina Hæfileikakeppnin í Fjölbrauta- skóla Vesturlands hefur verið fastur liður í skólalífinu í áraraðir og svo var einnig þegar Óli Palli stundaði nám í rafeindavirkjun við skólann. Það sem meira er, hann tók þátt og sigraði sem söngvari hljómsveitar- innar 2001 nótt. “Það var alveg ffá- bært. Með mér í hljómsveitinni vora Orri Harðar, Júlíus Björgvinsson og Hrannar Hauksson. Við æfðum tvisvar og unnum. Ædi það sé ekki hápunkturinn á mínum tónlistarferli því ég var líka kosinn besti söngvar- inn og á móti mér keppti til dæmis Anna Halldórsdóttir stórsöngkona sem gaf síðar út tvær plötur og var kosin bjartasta vonin við afhendingu íslensku tónlistarverðlaunanna hér um árið.” í samkeppni við Pink Floyd Þetta voru þó ekhi fyrstu skref Öla Palla í tónlistinni því áður var hann í hljómsveit sem hét því ffumlega

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.