Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.03.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 15.03.2001, Blaðsíða 9
onlissunuiw FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 9 naíni Magnús. “F)?rir ellefu árum síðan stóð ég fyrir tónleikum á. þyrluvellinum á Jaðarsbökkum sem hétu Þyrlurokk. Samstarfsfélagi minn í því var Eðvarð Lárusson, gít- arkennari, ^ hljómsveitarbróðir og snillingur. I framhaldi af þeim tón- leikum stofnuðum við hljómsveitina. En þessir útitónleikar voru í raun stórmerkilegir. Eg á þá á myndbandi og í júní í ár eru 11 ár síðan þeir voru haldnir. Mig langar til að láta klippa það niður í hæfilega lengd og sýna það því það voru örugglega 30-40 manns sem komu þarna fram. Þar á meðal voru Hörður strandamaður, Anna^ Halldórsdóttir, hljómsveitin mín, Isólfur frændi (Haraldsson) og hljómsveitin hans Rauðu rafhlöð- urnar og fleiri. Þetta var mjög ódýrt, kostaði í heildina 185.000. Við þurftum að smíða svið og leigja ljós og hljóðkerfi Reykjavikurborgar. Heildarkosmaður fyrir utan leiguna á hljóðkerfinu var 45.000 með aug- lýsingum, aðgöngumiðum og öllu. Hæfileikakeppnin f FVA sama ár kostaði hér um bil milljón. Eg hefði þurft að borga tapið sjálfur úr eigin vasa og ætli það hafi ekki verið á- stæðan fyrir því hversu ódýrt okkur tókst að gera þetta.” Á tónleikana mættu 500-600 manns og Óli Palli er sannfærður um að gestirnir hefðu verið enn fleiri hefði Roger Waters úr Pink Floyd ekki verið að flytja „The Wall“ í Berlín sama kvöld, en þeim tónleikum var sjónvarpað í beinni útsendingu um allan heim, líka til Islands. Til er tvenns konarfólk... “Ég er búinn að komast að því að lífið er fullt af tilviljunum en svo ræður maður því nokkurn veginn sjálfur hvað verður úr þessum tilvilj- unum. Það er til tvenns konar fólk; fólk sem segir já og fólk sem segir nei. Ef maður segir já, þá er alltaf eitthvað að gerast hjá manni. Ef maður segir nei, þá gerist ekki neitt.” Óli segist hafa tekið þá á- kvörðun að verða já maður Jjegar hann hafði uppgötvað þetta. “Eg hef alltaf haft gaman af tónlist. Ég átti náttúrulega bara LP-plötur þegar ég var lítill og ég var búinn að læra á plötuspilarann þegar ég var tveggja ára gamall. 4-5 ára var ég farinn að hlusta á Bídana. En ég ætlaði aldrei að vinna við músík, alls ekki. En þegar ég var krakki var Jón Karl Ein- arsson tónmenntakennarinn minn. Hann varð svo seinna tónlistarskóla- stjóri. Alveg ffábær náungi. Hann var alltaf að reyna að fá mig í skóla- kórinn og mér fannst það eitthvað það hallærislegasta sem tdl var. Svo stoppaði hann mig á götu einn dag- inn þar sem ég var að labba með mömmu og segir: “Mig vantar fagott leikara í lúðrasveitina og þú kemur!” Ég sagði já, og það er kannski mitt fyrsta svoleiðis já. Ég hef þá kenningu að ef ég hefði ekki gert það að þá værum við ekkert að tala saman í dag. Ef hann hefði ekki þrýst svona á mig að koma, þá hefði ég ekki farið í tónlistarskóla þar sem ég lærði á klarinett í tvö ár, ég varð að skila fagottinu! I ffamhaldi af því fór ég svo að læra á gítar sem ég hefði ekki gert hefði ég ekki verið búinn að fara í skólann áður. Ef ég hefði ekki farið að læra á gítar hefði ég ekki kynnst Edda og ekki stofnað hljómsveitina Magnús. Ég hefði ekki farið í hljómsveit með Orra og þá hefði ég ekki sótt um vinnu hjá Ríkisútvarpinu. Þannig að svona er þetta.” Skagamenn Óli Palli segist alltaf líta á sig sem Skagamann og að á Akranes sé gott að koma, en hann segir að staðurinn hafi reyndar galla eins og allt annað. “I Reykjavík er nóg framboð af öllu sem þig langar að gera. A Akranesi er ekki alltaf eitthvað um að vera. Þú getur ekki farið í bíó þegar þig lang- ar, ekki í leikhús og svo framvegis. Það er í sjálfu sér allt í lagi. En þeg- ar eitthvað er um að vera, þá kemur enginn. Svo eru menn alltaf að væla, segja að á Akranesi sé leiðinlegt að vera og lítið að gera. Hversu margir mæta þegar kemur hljómsveit og heldur tónleika eða þegar Skagaleik- flokkurinn setur upp sýningu? Bara örfáir. Ekki það að efhið sé lélegt. Það eru bara allir heima að horfa á sjónvarpið. Café 15 er líka dæmi um þetta. Alveg fyrirtakskaffihús og gaman að koma þangað. Ég átti heima uppi á Akranesi í nokkra mánuði fýrir svona einu og hálfu ári síðan og keyrði bara á milli. Ég var stundum að kíkja út á kvöldin og það kom fyrir að ég var aleinn á kaffihús- inu. Hvar er allt fólkið? Ég hef sjálf- ur staðið fyrir tónleikum á Akranesi sem hétu Skagarokk og voru í Bíó- höllinni. Þeir voru sendir út á Rás 2, fullt af góðum hljómsveitum og það mættu kannski 150 manns.” Búið að eyðileggja Bíóhöllina I framhaldi af tónleikahaldi Óla Palla berst talið að Bíóhöllinni. Langafi hans, Haraldur Böðvarsson, byggði húsið á sínum tíma og gaf það Akranesbæ. Óli Palli segir að búið sé að eyðileggja húsið. “Það er algjört hneyksli hvernig búið er að fara með þetta gamla hús því það var mjög fallegt. Mamma hans Gutt- orms Jónssonar listamanns málaði húsið að innan. Þar voru gyðjur upp um alla veggi. Svo hefur húsið verið eyðilagt smátt og smátt. Anddyrinu hefur verið breytt, sjoppunni og sviðinu. Svo var það endanlega eyði- lagt þegar salurinn var tekinn í gegn fyrir skömmu. Stúkan var tekin og eyðilögð og öll gömlu sætin voru rif- in upp með kúbeinum og hent og keypt eitthyert helvítis plastdrasl ffá Ameríku. Ég skora á bæinn að taka sig saman í andlitinu og laga þetta hús. Mér finnst þetta svo mikil skammsýni. Ef ég hefði fengið að ráða hefði ég fengið karlana inni á Höfða til að gera þetta. Þeir hafa ábyggilega minna að gera en þeir vildu margir hverjir og í fullu fjöri. Þeir hefðu örugglega glaðir tekið þetta að sér einhverjir. Einn og einn bekk og gera þetta þannig að húsið væri í því sem næst upprunalegri mynd. Það má vel vera að nýju sætin séu þægilegri en þau gömlu, en af hverju rífa þeir þá ekki allt út úr Is- lensku óperunni og henda því?” Ami plötusnúður og elliheimilið Óli Palli er ekkert á leiðinni heim, en hann útilokar ekkert og segir vel koma til greina að hann endi á Dval- arheimilinu Höfða. “Það er allavega ljóst að ef Asmundur Ölafsson, Ami plötusnúður, verður ennþá forstöðu- maður þar þegar ég fer á elliheimili að þá fer ég þangað.” Ami plötu- snúður??? “Já, algjör toppmaður. Hann var aðalplötusnúðurinn á Skaganum um 1960 skilst mér. Góður maður eins og allt hans fólk. Eðalskagamenn! ” ■ Alhliða útqáfy- oq fréttabiónusta VES O Ferðablaðið Vesturland 2001 kemur út um miðja apríl. Blaðið er gefið út af Tíðindamönnum ehf. í samvinnu við UKV (Upplýsinga- og kynningamiðstöð Vesturlands). Blaðið er A5, allar síður í fjórlit og gefið út í a.m.k. 25.000 eintökum og dreift á helstu viðkomustöðum ferðafólks. Einnig verður það sent sumarbústaðaeigendum áVesturlandi. O Efni verður m.a.: Itarleg viðburðaskrá fyrir sumarið og er fólki bent á að hægt er að skrá viðburði, samkomur og þ.h. á Skessuhornsvefnum, www.skessuhorn.is/adofinni. Skráning í viðburðaskrá er ókeypis. Það er allra hagur að sem flestir viðburðir verði skráðir. Skráning í viðburðaskrá þarf að Ijúka 28. mars. Greinagóð þjónustuskrá yfir fyrirtæki og aðila sem tengjast þjónustu við ferðafólk. Umsjón með þjónustuskrá hefur UKV. Fjölbreytt efni sem tengist áhugaverðum stöðum, náttúru og sögu Vesturlands.Verður sá þáttur aukinn frá fyrri árum. O Auglýsingar í Vesturland 2001 stendur yfir til 28. mars. Auglýsingasíminn er 430 2210. O Allar nánari upplýsingar gefa Gísli Einarsson og Guðrún Björk Friðriksdóttir í síma 430 2210. Tíðindamenn ehf. Sími: 430 2210 - 892 4098 Hið árlega og glæsilega Sjávarréttakvöld meistaraflokks ífi í knattspyrnu verður haldið föstudaginn 23. mars í Fylkisheimilinu Dcigskrá: • Húsið opnar kl. 19.30 • Veislustjóri Gísli Einorsson, ritstjóri Skessuhorns • Glæsilegt sjávorréttorhloðborð í umsjá gæðokokksins €gils Rognorssonor • Ræðumaður kvöldsins er hinn landsþekkti sjónvorpsmoður €gill Helgoson • Uppboð á heimsfrægum búningum, meðol annars Liverpoolbúning sem John Bornes lék í. • Rúnor Júlíusson rífur upp stemninguno • Skemmtiotriði og óvæntor uppákomur • Melosveitin leikur fyrir donsi og gott betur Miðoverð 3.000,* ea ef eru keyptir 10 miðor (hópor) þo er miðinn o 2.700,- Boðið upp á rútuferðir frá Rkronesi ef næg þátttoko fæst Miðopontonir í símum 899 7477 og 863 2151 eða þið getið sént tölvupóst á netfongið hjortur@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.