Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.03.2001, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 15.03.2001, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 15 jntMlltu.- Það er spuming??? Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í skólanum? (Spurt í Heiðarskóla) Stefán Rafnsson, 8 ára -Að smala Guðbjörg Sveinsdóttir, 11 ára -Lara stærðfræði Elsa Antonsdóttir, 12 ára -Mérfinnst skemmtilegast í smíði Sigiríð Lárusdóttir, 12 ára -Stœrðifræði Kristján Valur Sigurgeirsson, 8 ára -Smíði Ragnheiður Helga Garðarsdóttir, 12 ára -Mér finnst skemmtilegast í myndmennt ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR • ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - IÞROTTIR Enduöu deildarkeppnina meö tapi Þau tvö liö sem hafa komið hvaö mest á óvart í úrvalsdeild- inni í vetur, Hamar og Skallagrím- ur, mættust í lokaumferð Epson- deildarinnar í Hveragerði. Það var Ijóst fyrir leikinn að mögulega gætu bæði lið lyft sér upp um 1 sæti yrðu úrslit í öðrum leikjum hagstæð. Skallagrímur vann leik liðanna í Borgarnesi fyrir jól, en Hamarsmenn höfðu aðeins tapað tveimur leikjum á heimavelli fyrir leik liðanna. Það var skarð fyrir skildi í liði Skallagríms að Hafþór var ekki með í leiknum sökum veikinda. Hins vegar var Ari Gunnarsson mættur í slaginn að nýju eftir þrá- lát meiðsli í hásin. Leikurinn hófst eilítið seinna en ráðgert var sökum bilunar í skotklukku. Mikið stress virtist vera í báðum liðum í upphafi og var hittni lið- anna mjög slæm framan af leik. í stöðunni 6-9 skoruðu Hamars- menn 12 stig í röð og breyttu stöðunni í 18-9. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 25-17 Hver- gerðingum í hag. Ljóst var að Borgnesingar þyrftu að bæta ráð sitt ef ekki ætti illa að fara. Ham- arsmenn spiluðu mjög harða vörn og Skallagnmsmenn komust lítt áleiðis undir körfunni. Um miðj- an annan leikhluta höfðu Hamars- menn aukið forskot sitt í 15 stig, 35-20. Sóknarleikur Borgnes- Knattspyrnumenn á Snæfells- nesi eru að hefja undirbúning sinn fyrir átök sumarsins. Jónas G. Jónasson, formaður meistara- flokksráðs Víkings, sagði í sam- tali við Skessuhorn að líklegt væri að sent yrði sameiginlegt lið frá Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkis- hólmi eins og gert var í fyrra und- ir merkjum HSH. Það samstarf hafi gengið vel og ekki ástæða til að ætla annað en að áframhald yrði á því. Forráðamenn liðanna munu setjast niður í næstu viku og fara yfir þessi mál. inga gekk mjög illa og þeir skor- uðu flest sín stig af vítalínunni. Hamar gat leyft sér að hvíla Bandaríkjamanninn sinn mikið í öðrum leikhluta, enda með þægi- legt forskot. Warren Peebles náði sér engan veginn á strik í fyrri hálfleik og skoraði ekki fyrr en 16:02 mín. voru liðnar af leiknum. Heimamenn tóku hvert sóknar- frákastið á fætur öðru og hélst á forskotinu til loka fyrri hálfleiks og í hálfleik munaði 15 stigum á lið- unum. Sá válegi atburður átti sér stað í hálfleik að penni blaðamanns Skessuhorns fór á taugum og neitaði að starfa meira í leiknum. Gestrisinn Hvergerðingur er sat við hlið undirritaðs gerðist svo hugulsamur að lána pennann sinn og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Warren Peebles hóf seinni hálf- leikinn með þriggja stiga körfu og Borgnesingar virtust vera að vakna til lífsins, en sú var alls ekki raunin því heimamenn bættu bara í varnarleikinn og brutu í hvert skipti sem leikmenn Skallagríms gerðust líklegir undir körfunni. En 6 stig Skallagríms í röð undir lok 3. leikhluta virtust hleypa ein- hverju lífi í Borgnesinga, enda hafa síðustu leikir sýnt 'það að Skallarnir hafa ávallt spilað best í 4. leikhluta. Staðan fyrir 4. leik- Þjálfari HSH frá síðasta sumri, Gunnar Örn Gunnarsson, hefur verið endurráðinn fyrir komandi tímabil. Ekki er búist við miklum mannabreytingum inni á vellinum frá því í fyrra, allavega verður ekki farið út í neina skuldasöfnun í tengslum við nýja leikmenn að sögn Jónasar. Hann segir að haldið verði áfram með þá stefnu að gefa ungum heimamönnum tækifæri enda sé efniviðurinn nægur á svæðinu og því sjálfsagt að nota þá leikmenn sem mest. Reynir Hellissandi Lið Reynis frá Hellissandi, sem er reyndar sameinað lið frá Ólafsvík, Grundarfirði og Hell- issandi, komst um helgina í úr- slitakeppni 2. deildar í körfuknattleik. Reynismenn unnu Létti í hreinum úrslitaleik, 66-61, í fjölliðamóti sem fram fór á Akranesi. Annað Vestur- landslið B-lið ÍA spilaði sem gestalið í mótinu og mátti þar i úrslit 2. deildar sjá mörg fornfræg andlit úr boltanum, menn eins og Elvar Þórólfsson og Jón Þór Þórðar- son. Úrslitakeppni 2. deildar fer fram um næstu helgi í Ólafsvík. Átta lið leika þar um tvö laus sæti í fyrstu deildinni að ári. Skessuhorn mun að sjálfsögðu fylgjast með framvindu mála þar og flytja fréttir af mótinu. R.G ■ ■ Fótboltinn af stað fyrir vestan hluta var 69-53. Skallagrímur hóf fjórða leikhluta af gríðarlegum krafti og Peebles var sjóðheitur sem og Tomilovskij sem barðist eins og trylltur maður undir körf- unni. Þegar 5 mínútur lifðu leiks höfðu Skallarnir minnkað muninn í 70-62 og Hamarsmenn höfðu aðeins gert 1 stig á þessum 5 mínútum. Heimamenn reyndust svo sterkari á lokasprettinum og uppskáru sanngjarnan sigur 89- 81. Segja má að hin mikla harka í varnarleik Hamars hafi gert út um leikinn. Alls voru dæmdar 54 vill- ur í leiknum og tekin 73 vítaskot. Skallagrímsstrákarnir komust ekki í gang fyrr en undir lokin og var þá orðið of seint í rassinn gripið fyrir þá. Þá virtust leikmenn ekki vera nógu samstilltir í varnarleikn- um og þá er það einnig áhyggju- efni hversu kaflaskiptir Borgnes- ingar eru í leik sínum. Hlynur Bæringsson var samur við sig og skoraði 26 stig þrátt fyr- ir að honum væru engin grið gef- in undir körfunni. Auk þess tók hann 16 fráköst. Warren Peebles skoraði 27 stig en var alltof seinn í gang og skoraði flest sín stig í seinni hálfleik. Tomilovskij var frábær í síðasta leikhlutanum og skoraði þá 10 stig og tók 7 fráköst. Hjá Ham- arsmönnum var það liðsheildin sem skóp sigurinn og börðust menn þar allir sem einn. Chris Dade var þó atkvæðamestur í stigaskoruninni. R.G. Sveit Árna Braga- sonar sigraöi Sveit Árna Bragasonar bar sigur úr bítum á Akranesmóti í sveitakeppni í bridge sem lauk í síðustu viku. Þeir hlutu 344 stig. Sveitina skipuðu Árni Braga- son, Erlingur Einarsson, Guð- mundur Magnússon, Ólafur Þór Jóhannesson og Kristinn Þóris- son og eru þeir Akranesmeist- arar 2001. Sveit Alfreðs Viktors- sonar lenti í öðru sæti með 323 stig og sveit Tryggva Bjarna- sonar hafnaði í þriðja sæti með 313 stig. Níu sveitir tóku þátt í keppninni og voru spilaðir tveir 16 spila leikir á milli sveita. Eins kvölds tvímenningur verður spilaður í kvöld á Breið- inni en næstkomandi fimmtu- dag, 22. mars hefst Akra- nesmót í tvímenningi. Skrán- ingu á að vera lokið 20 mars en hægt er að skrá sig í símum 431-2462 og 431 1132. K.K. íþróttamolar Lúðvík Gunnarssort hefur ákveðið að spila áfram með Skallagrím í 2.deildinni næsta sumar. Lúðvík lék með Skalla- grím sem lánsmaður síðasta sumar frá ÍA og stóð sig mjög vel. Lúðvik hugðist reyna fyrir sér með ÍA næsta sumar en annir við nám hafa komið í veg fyrir að hann gæti æft af þeim krafti sem lið í úrvalsdeild krefj- ast af leikmönnum sínum. Pá mun Kjartan Páll Þórar- insson markvörður Skallgríms frá því í fyrra snúa aftur frá Ak- ureyri. Kjartan Páll þykir mikið efni og hefur meðal annars leikið með yngri landsliðum ís- lands. Leikmenn mfl. ÍA í knatt- spyrnu ætla að reyna í annað sinn að halda firma- og hópa- keppni í fótbolta. Eins og menn muna var keppninni frestað í febrúar þar sem ekki var næg þátttaka náðist. Nú hefur hins- vegar tekist að ná í nógu mörg lið og mun keppnin fara fram að Jaðarsbökkum þann 25. mars. Enn er verið að taka við skráningum liða. Dagskrá verður auglýst innan tíðar. Heyrst hefur að lið mfl. Skallagríms hyggist ekki fara í æfingaferð til útlanda eins og liðið hefur gert undanfarin ár heldur mun þjálfari liðsins hafa tekið þá ákvörðun að fara heldur með leikmennina til Vestmannaeyja fyrstu helgina í ágúst en einmitt á sama tíma fer fram hin margfræga Þjóð- hátíð. Hvort drengirnir munu taka með sér takkaskóna eður ei í þá ferð skal ósagt látið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.