Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 22.03.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 22.03.2001, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI -12. tbl. 4. árg. 22. mars 2001 Kr. 250 í lausasölu /\íslensk V lUPPLÝSINGAT Æ Þjónustuver JPR| IUT Tölvur Ivuviðgerðir Símar rnutorgi • 430 2200 ■ verslun@i$lensk.is Kplbrán setur Islandsmet Sundkonan unga og efnilega af Akranesi, Kolbrún Yr Kristjáns- dóttir, gerði góða ferð til Vestmannaeyja síð- astliðna helgi þar sem Innanhússmeistara- mót íslands (IMÍ) í stmdi fór fram. 119 keppendur voru á mótinu frá 13 félögum og féllu þar 13 Islands- met. Kolbrún Yr var ein þeirra sem setti nýtt Islandsmet, en það var í 50 metra baksundi sem hún synti á 29,45 sekúndum. Gamla metið átti hún sjálf en það var 30 sekúndur. I lokahófi mótsins voru meðal ann- ars veitt verðlaun fyrir bestu afrek mótsins og hlaut Kolbrún Yr þau fyrir baksundið góða. Árangur Kolbrúnar er glæsilegur og óhætt er að segja að þama sé á ferð ein bjartasta von Akurnesinga í í- þróttaheiminum. SÓK Grunmkólamót Islands í glímufórfram aö Laugum, Sælingsdal, um helgina. Margt var um manninn ogýmislegt skeittmtilegt mn að vera. Sjá nánari umfjöllun á bls. 3 Atta hross farast í Okinu Talið að fleiri geti verið þar grafin undir fönn Átta hross fundust dauð í Oköxl vestanvert í Okjökli síðastliðinn sunnudag. Að minnsta kosti tvö þeirra hafa hrapað til bana en hin að öllum líkindum króknað uppi á jökl- inum. Talið er víst að fleiri hross séu dauð undir fönn á þessum stað. Umfangsmikil leit hefúr staðið yfir ffá áramótum að þrettán hross- um frá bænum Oddsstöðum í Lund- arreykjadal en að sögn Sigurðar Odds Ragnarssonar eiganda þeirra munu þau hafa fælst við flugelda- skothríð á gamlárskvöld og hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Leitað hefúr verið úr lofti og farið á vélsleð- um og hesmm vítt og breitt um af- rétt Lunddælinga og Andkílinga og nærliggjandi fjalllendi auk þess sem fyrirspurnum hefúr verið haldið uppi. Að minnsta kosti sjö hrossanna í Oköxlinni eru frá Oddsstöðum en eitt þeirra er ekki búið að bera kennsl á. Það var Snorri Jóhannesson bóndi á Augastöðum sem fann fyrst, fyrir tilviljun vísbendingu um slasaða eða nýdauða skepnu upp undir Oki, eft- ir því sem hann segir. “Eg fór að svipast um eftir að tófan hætti að sýna áhuga á ætinu sem ég hef verið að egna fyrir hana. Mig grunaði þá að hún hefði fundið sér einhvers- staðar meira spennandi veitingar. Það var ekki fyrr en þriðja daginn sem ég leitaði sem ég rakst á blóðrefjar í snjónum og greinilegt að þar hafði refurinn grafið eitthvað æti. Við leituðum síðan þrír saman á þessum slóðum á vélsleðum, ég Sig- urður Oddur og Halldór Sigurðsson og rákumst þá á hrossin dauð í snjónum,” segir Snorri. Enn eru ófundin sex hross frá Oddsstöðum en Sigurður Oddur kveðst vera vonlítill um að finna þau á lífi. “Það er nánast öruggt að það eru fleiri hross þarna undir snjónum því meðal annars vantar folald sem átti að fylgja einni hryssunni sem þarna er,” segir Sigurður Oddur. Fyrir tæpum tnánuði sást hinsveg- ar níu hesta hópur upp af Giljum í Hálsasveit og fór Sigurður Oddur við þriðja mann að leita þeirra. í þeirri ferð fundust aðeins þrjú hross úr hópnum en ekkert hefur orðið vart við hin sex þrátt fyrir ítarlega leit. GE Atta hross fundust dwnó í Ökinu á sunnudag og talið erfleiri geti verið þar undir fónn. ' Mynd: Snorri Jóhannétson. Forkastanleg vinnubrögð Fyrir skömmu lét Elías Jóhann- esson af störfúm fyrir sóknarnefnd Garðaprestakalls á Akranesi en hann hafði þá gegnt starfi útfarar- stjóra, kirkjugarðsvarðar og gjald- kera safnaðarins í sjö ár. Fyrir þremur mánuðum var starf hans síðan lagt niður en nýtt stofnað í staðinn. Starfslokasamningur var gerður við Elías en fráfarandi sókn- arnefndarformaður ráðinn í nýja starfið. Elías er ekki sáttur við hvernig að málum var staðið og tel- ur að honum hafi verið þröngvað til að hætta til að rýma til fyrir öðr- um manni. Sjá viðtal við Elías á bls. 5. Iminn- ingu Egils I tilefni af 100. fundi bæjar- stjórnar Borgarbyggðar sem hald- inn var í veiðihúsinu við Hítará síð- astliðinn fimmtudag var samþykkt að veita Safnahúsi Borgarfjarðar 500 þúsund króna framlag til að þróa og út.færa framkomnar hug- myndir um stofnun í minningu Eg- ils Skallagrímssonar. Að því verki loknu mun bæjarstjórn fjalla um málið að nýju og taka ákvörðun um frekari aðgerðir. I greinargerð með tiilögunni segir meðal annars. “Undanfarið hafa verið uppi hugmyndir, bæði hjá fræðslu- og menningarmála- nefnd Borgarbyggðar svo og hjá Safnahúsi Borgarfjarðar um að koma á fót nýrri menningarstarf- semi tengdri nafni Egils Skalla- grímssonar. Einnig hefur Safna- húsið haft samráð við Snorrastofu í þessu sambandi. Því er það mat bæjarstjórnar að vænlegt sé að reyna á að þróa og út- færa þessar hugmyndir frekar svo hægt verði að taka afstöðu til fram- kvæmdar og frekari fjármögnunar verkefnisins.” GE Tilboð í matvöru, tilboðin hefjast 22. mars og gilda meðan birgðir endast Tilboð: Verð áður Skonsur 4 stk. 1 5% afsláttur 209.- Rommkaka 1 5% afsláttur 420.- Vínber, blá 499,- kg. 695.- kg. Epli 1,36 kg í poka 129,- kg. 225,- kg. Stóri Dímon 399.- 460,- O&S Sveppasósa 179,- 199- KB lyrnutorgi Gódur kostur!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.