Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 22.03.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 22.03.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 jntsaunu^ WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgames og Akranes) 430 2210 Akranesi: Kirkjubraut 3 Fax: (Borgomes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Ritstjóri og óbm: Blaðamenn: Auglýsingar: Prófarkalestur: Umbrot: Prentun: Tíðindamenn ehf 430 2210 Gísli Einarsson 892 4098 Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Ingi Hans Jónss., Snæfellsn. 895 681 1 Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Asthildur Magnúsdóttir Guðrún Björk Friðriksdóttir ísafoldarprentsmiðja hf ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is ingihans@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. ■Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2210 Leiðindi Mér leiðist og það er vægast sagt frek- ar leiðinlegt. Auðvitað liggur beinast við að álykta að ég geti sjálfum mér um kennt og því ekki ástæða til að vorkenna sér. Málið er hinsvegar ekki svo einfalt. Eftir geigvænleg heilabrot hallast ég að því að um skipulagðar aðgerðir sé að ræða sem beinast að því að láta mér leiðast. Það er kannski full djúpt í árinni tekið að kalla það einelti og í raun rangnefni. Nær væri að kalla þessar aðgerðir vanelti því ég er skipulega afskiptur og mér vísvitandi haldið utan við allt sem áhugavert má teljast. Þetta hljómar máske undarlega og gæti litið út fyrir að vera ofsóknarbrjálæði af minni hálfu. Því ætla ég að nefha dæmi: Um síðustu helgi var ég staðráðinn í því að létta mitt geð og forðast það með öllum tiltækum ráðum að láta mér leiðast. Veðurspáin var góð og af umfjöllun fjölmiðla að dæma mátti búast við viðburðarríkri helgi því vítt og breitt um landið var búið að boða hvern stórviðburðinn á fætur öðrum. Þegar helgin síðan gekk í garð fékk ég hinsvegar grun minn staðfest- an á því að um samsæri væri að ræða því ekkert af allri þeirri afþreyingu sem var í boði var mér ætlað. Til að mynda voru flestir sveitamenn sem ekki voru sjálfir í framboði til varafor- manns, ritara, vararitara, gjaldkera, varagjaldkera, og vara hitt og þetta í Framsóknarflokknum að fara að kjósa allt þetta varalið. Mér var náttúrlega ekki boðið. Allir Reykvíkingar voru hinsvegar að kjósa um hvar eigi í fjarlægri framtíð að geyma flugvöll sem notaður er af fiestum öðrum en þeim sjálfum. Þangað var mér heldur ekki boðið jafhvel þótt ég hafi haft það framyfir stóran hluta Reykvíkinga að ég hafði þó vit- neskju um að þar væri flugvöllur. Ég fékk ekki einu sinni að kjósa ungfrú Island punktur uss heldur var fluttur inn til þess gamall og sjúskaður slagaragaulari frá útlöndum. Þá var orðið fátt eftir annað en að leita á náðir sjónvarpsins. Fyrst ég var allstaðar skilinn útundan ætlaði ég að bjarga því sem bjargað varð af helginni með því að leggjast flatur fram- an við sjónvarpsviðtækið og horfa á uppbyggilegt dagskrárefni mér til gagns og gamans. Þá kom það í ljós mér til skelfingar að umrætt samsæri um drepa mig úr leiðindum náði alla leið inn í þessa virtu stofn- un. Það sem mér var boðið upp á þessa dagstund var endalaus útsending af svokallaðri Formúlu. Formúla þessi byggist á því að dvergvaxnir karlar troða sér inn í hylki á fjórum hjólum sem þeir kalla kappakstursbifreiðar en minna að engu öðru leyti á slík farartæki. Síðan þeytast þeir hring eftir hring eftir hring eftir hring þangað til þeir verða bensínlausir eða dekk- in eru orðin slitin. Þá fara þeir á bensínstöð eða dekkjaverk- stæði og halda síðan áfram. I stórum dráttum er þetta öll at- burðarásin. Ég gerði mér grein fyrir því í örvæntingu minni að nú yrði ég að taka til minna ráða ef ekki átti illa að fara. Ég var líka fljótur að sjá það út að ég gæti sjálfur gert betur. Því fór ég með alla fjölskylduna inn í þvottahús og þar gámm við sam- einast yfir spennandi keppni framan við þvottavélina og fylgst með sokkum og brókum, viskustykkjum og handklæðum þeytast hring eftir hring eftir hring eftir hring. Til að gera þetta meira spennandi gat síðan hver fjölskyldumeðlimur veðjað á sína flík. Það er skemmst frá því að segja að hægrifótarsokkurinn minn var fyrstur í mark á nýju þvottahúsmeti og það án þess að taka viðgerðarhlé. Gísli Einarsson, hundleiður Þátttakendumir 12 íStóru upplestrarkeppninni sem fram fór á Akranesi í síðustu viku. Lára las best Stóra upplestrarkeppnin á Akranesi 2001 í síðustu viku tóku nemendur í 7. bekk grunnskólanna á Akranesi þátt í Stóru upplestrarkeppninni í þriðja sinn og var hún haldin í safn- aðarheimilinu Vinaminni. Alls er keppnin haldin á 26 stöðum á land- inu í ár og er það nýtt met. Mark- mið hennar er að leggja áherslu á vandaðan upplestur bæði bundins og óbundis máls en nemendur og kennarar hófu undirbúning fyrir hana þegar í haust. Þann 27. febrú- ar síðastliðinn var svo haldin und- ankeppni í skólunum þar sem vald- ir voru 6 bestu upplesarar hvors skóla úr 7. bekk. Þeir fengu texta og ljóð til að æfa sig á fyrir keppn- ina auk þess sem þeir völdu eitt ljóð sjálfir. I upphafi úrslitakeppninnar á- varpaði Sigurbjörg Þrastardóttir ljóðskáld og blaðamaður gestina í upphafi. Hún talaði um mikilvægi þess að takast á við feimnina og bera virðingu fyrir henni. Keppnin var mjög spennandi þar sem allir 12 keppendurnir stóðu sig með prýði. Dómnefndarinnar beið því erfitt hlutverk en að lokum var ákveðið að Lára Hólm Heimisdóttir hefði staðið sig best af öllum. Hanna María Guðbjartsdóttir varð í öðru sæti og Máni Elmarsson í því þriðja. Allir þátttakendur fengu bókagjöf í viðurkenningarskyni og verðlaunahafarnir fengu auk þess peningaverðlaun frá Sparisjóði Mýrasýslu. I tengslum við keppn- ina var efnt til samkeppni um myndskreytingu á boðkort vegna lokaathafnarinnar og urðu Eva Ei- ríksdóttir og Vala M. Ingólfsdóttir hlutskarpastar þar og hlutu þær bókaverðlaun. SÓK ADSL í Borgames Bylting í gagnaflutningum Nú á næstu dögum mun fara fram könnun á vegum Þjónustu- vers Islenskrar upplýsingatækni, vegna fyrirhugaðra ADSL teng- inga í Borgarnesi. ADSL er heiti nýrrar gagna- flutningsþjónustu sem nýtir hefð- bundnar símalínur til háhraða gagnaflutnings inn á t.d. Internet- ið eða tölvunet fyrirtækja með allt að 1,5 Mb/s gagnaflæði að not- anda 384 kb/s frá notanda er margfalt hraðvirkari samskipta- máti heldur en yfir venjulegt módem samband, án þess að teppa venjuleg símtöl. Fyrir þessa teg- und af gagnasambandi er ekki greitt heðbundið skrefagjald eins og tíðkast við ISDN og módem sambönd heldur er notandi fast- tengdur og greiðir aðeins fyrir gagnamagnið sem hann sækir frá útlöndum. Stofngjald fyrir ADSL tengingu er 6.000 kr og fyrir ADSL 256 er mánaðargjaldið 2.500 kr og að auki bætist við kostnaður við kaup á ADSL módemi og síu fyrir símtæki. Áhugasamir um ADSL í Borg- arnesi eru hvattir til að mæta í þjónustuver Islenskrar upplýs- ingatækni á næstu dögum og fylla út áhugayfirlýsingu fyrir ADSL auk þess að kynna sér þessa þjón- ustu betur. ÓHH Stækhw Grmmskólam í Borgarvesi gengur vel og eru veggir nýju byggmgarinnar að rísa. Stefnt er að því að taka viðbygginguna í gagnið í haust og getur skólinn þd orðið einsetinn. Mynd: SÓK Vímet kaupir Aflrás Vírnet Garðastál í Borgarnesi hefur keypt hlut í Aflrás, en Aflrás er fyrirtæki í. Reykjavík sem sér- hæfir sig í flutningatækni ýmiss konar. Aflrás selur hina þekktu Norfrig (í dag undir nafninu Krone-Wa- bash) flutningakassa á vörubifreið- ar, ásamt öðrum flutningakössum. Kælivélar frá Carrier, malarvagna og pallskúffur frá Carnehl, beislis- og festivagna frá HFR í Dan- mörku, iðnaðar- og bílskúrshurðir og margt fleira. Þessi starfsemi fellur vel að þeirri starfsemi sem stunduð hefur verið hjá Járnsmiðju Vírnet Garðastáls, en þar hafa verið seld- ar Zepro vörulyftur og smíðaðir flutningakassar ásamt gámagrind- um allt frá því að Bifreiða- og Tré- smiðja Borgarness var keypt árið 1992, þó að heldur hafi dregið úr þessari starfsemi síðustu ár. Einnig eru smíðaðar iðnaðar- hurðir hjá Járnsmiðjunni með hliðaropnun, en þar verður einnig boðið upp á upprennanlegar hurð- ir í framtíðinni. Vírnet Garðastál kemur til með að sjá um sölu á vörum Aflrásar að hluta, ásamt því að koma að mark- aðsmálum fyrirtækisins. (Fréttatilkynning) Höfðabraut 14-16 til sölu Bæjarráð Akraness hefur ákveðið að auglýsa íbúðirnar í fjölbýlishús- inu Höfðabraut 14-16 til sölu. Hús- ið var byggt upp úr 1960 en flestar íbúðirnar hafa í gegnum árin verið félagslegar íbúðir. Gísli Gíslason, bæjarstjóri, segir að ástand hússins hafi verið til umfjöllunar hjá bæn- um um langt skeið. “Ibúðimar hafa í gegnum tíðina verið eign einstak- linga, sem hafa keypt þær af hús- næðisnefnd með þeim skilmálum sem gilt hafa á hverjum tíma. Innlausnarskylda hefur hvílt á hús- næðisnefnd varðandi íbúðimar, en fyrir allnokkrum árum, þegar ljóst var að ástand hússins var bágborið og kostnaðarsamt að fara í þær endurbætur sem nauðsynlegar em, þá var ákveðið að hætta að úthluta þeim en reyna að finna leiðir til að koma húsinu í sómasamlegt á- stand.” Að sögn Gísla hefur það reynst þrautin þyngri þar sem flók- in lög og reglur hafa gilt um íbúðimar. “Lögin tóku meðal ann- ars ekki á þeim vanda sem við er að glíma en úr því hefur að hluta verið bætt. Nú hefur bærinn tvær leiðir til að leysa málið, annars vegar að láta framkvæma nauðsynlegar við- gerðir og bæta lánum á eignina sem nemur endurbótunum en hins veg- ar að selja íbúðirnar. Fyrri leiðin er óhagkvæm þar sem aukning á lánum á íbúðirnar gera þær of dýr- ar fyrir félagslega kerfið. Síðari leiðin getur þýtt að söluverð íbúð- anna verði lægra en áhvílandi skuldir og þannig reynir á hvort samkomulag náist við þá aðila sem fara með félagslega íbúðakerfið hjá ríkinu um skiptingu þess sem útaf stendur.” Eins og áður segir hefur bæjarráð samþykkt þá tillögu að auglýsa til sölu þær íbúðir sem em í eigu bæj- arins í húsinu. “Ætlun okkar er að sjá til hvaða boð koma. Skilyrði er að utanhússlagfæringum verði lokið innan eins árs frá því að viðkom- andi kaupir. Gert er ráð fyrir að bærinn hafi tvo mánuði til að taka afstöðu til tilboða þannig að unnt verði að láta til þrautar reyna á að ná samkomulagi við ríkið. Komi engin eða óviðunandi tilboð í íbúð- irnar þá verður að taka málið til endurskoðunar.” SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.