Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 22.03.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 22.03.2001, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 5 j&ú3unu>. Forkastanleg vinnubrögð Segir Elías Tóhannesson Fyrir rétt tæpum sjö árum aug- lýsti sóknamefnd Garðapresta- kalls starf útfararstjóra Akranes- kirkju, umsjónarmanns kirkju- garðs og gjaldkera safnaðarins laust til umsóknar. Elías Jóhannesson var annar umsækj- enda og fékk hann starfið. I lok nóvember á síðasta ári missti Elí- as starf sitt í hendur formanni sóknarnefhdar Akraneskirkju sem hafði skömmu fyrir það selt fyrirtæki sitt og þar með misst sitt fyrra starf. Mikið hefur verið rætt um málið en lítið skrifað á þess- um rúmu þremur mánuðum sem hðnir em ffá því að Elías skrifaði undir starfslokasamning sinn. Hann samþykkti að segja blaða- manni Skessuhoms sína hlið á málinu. “Eg hef gegnt starfinu frá árinu 1994. Það felst í því að vera útfarar- stjóri Akraneskirkju, að sjá um kirkjugarðinn og vera gjaldkeri safii- aðarins og mér hefur gengið mjög vel að komast í gegnum það,” segir Elías aðspurður urn tildrög þess að hann hóf að starfa fyrir sóknar- nefndina. “Fyrir tveimur árum á- kvað sóknarnefnd að ráða ráðgjafa til þess að fara yfir störf og starfshætti. Það var eftír að við, starfsmenn nefndarinnar, neituðum að skrifa undir nýjan starfslýsingarsamning, sem fyrir okkur var lagður, án þess að hafa með nýjan kjarasamning og ráðningarsamning sem hefðu auð- vitað átt að fylgja. Ráðgjafinn, Magnús Haraldsson, kom til starfa en af einhverjum völdum hætti hann og fenginn var annar í hans stað. Sá heitir Þráinn Þorvaldsson. Mér fannst afskaplega skrítið þegar sá fyrri hætti og maður fór að spyrja sjálfan sig að því hvort hans ráðgjöf hefði verið óhagstæð sóknarnefnd. Hvers vegna var Þráinn Þorvaldsson þá fenginn til þess að ganga í málin? Var ætlast tíl þess að hans vinna yrði hagstæðari sóknarnefndinni? Eða var búið að ákveða allar áætlanir fyr- irfram?” Fékk aldrei neitt í hendumar Eftir að hafa unnið lengi að tillög- um sínum skýrði Þráinn sóknar- nefhd frá niðurstöðu sinni í nóvem- ber á síðasta ári. “Þráinn sagði að sóknarnefhd hefði litíst vel á niður- stöður þessarar úttektar sinnar og að honuin hefði verið falið að kynna þær fyrir okkur starfsfólkinu. Hann dró blöð upp úr tösku sinni og las upp drög að starfslýsingunum. Ég gat ekki betur heyrt en að starf mitt væri eins að öllu leyti að því undan- skildu að skrifstofuvinna yrði meiri. Þegar ég bað hann að ráðleggja mér varðandi málið var hann svo snögg- ur að segja mér að taka ekki starfið að hann blikkaði ekki augunum. Mér finnst ekki ólíklegt að þetta svar hafi í raun komið ffá sóknarnefnd. Að því loknu stakk hann blöðunum aftur í töskuna og sagðist ætla að fá nánari svör hjá mér að viku liðinni. Ég sagði honum eins og satt var að ég ætti erfitt með að svara honum þegar ég hefði ekkert í höndunum ti! að skoða og hugsa málið. Hann svar- aði mér ekki og fór.” Var réttur starfslokasamningur Viku síðar kom Þráinn aftur að máli við Elías sem sagðist engu vera nær. Ráðgjafanum virtist að sögn Fd- íasar ekki bregða. “Hann kinkaði Elías Jóhannessan kolli og dró starfslokasamning upp úr tösku sinni. Eg var alveg agndofa og spurði hvað væri eiginlega á ferð- inni. A blaðinu kom hvergi fram að sóknarnefnd gæfi heimild fyrir þess- um aðgerðum og mér fannst eins og búið væri að króa mig af úti í horni.” Elías skrifaði ekki undir starfsloka- samninginn og ákvað að fá lögfræð- ing sér til aðstoðar í málinu, Tryggva Bjarnason. “Þann 29. nóvember boðaði Tryggvi mig á fund varðandi starfslokasamninginn. Þegar þangað var komið var þar hvorki formaður sóknarnefndar né ráðgjafinn. For- maðurinn var á skrifstofu sinni og ráðgjafinn í Reykjavík svoleiðis að allt varðandi samninginn fór á milli okkar og ráðgjafans með tölvupósti og símtölum.” Elías segist ekki hafa átt annarra kosta völ en að skrifa undir þar sem ráðgjafinn hefði talið að skrifaði hann ekki undir þetta sama kvöld myndi hann fá uppsagn- arbréf. Afskrifuðu fyrirfram “Samningurinn var undirritaður klukkan að ganga sjö um kvöldið en formaðurinn lét ekki sjá sig. Hálf- tíma eftir að ég var farinn birtist hann og einn stjórnarmaður til und- irskriftar.” Elías segist hafa fiirðað sig á því af hverju lægi svona á að undirrita samninginn en hann komst að því daginn eftir. “Pósturinn kom út daginn eftir að ég skrifaði undir minn starfslokasamning og þar var starf mitt auglýst laust til umsóknar. Starfsheitinu hafði verið breytt og óskað var eftir skrifstofustjóra og umsjónarmanni safnaðarstarfs. Það skýrir sig sjálft hvers vegna lá svona mikið á að skrifa undir þetta því það var náttúrulega búið að ganga frá þessari auglýsingu á þriðjudeginum og afskrifa mig sem starfsmann.” Ellefu umsækjendur voru urn starfið að sögn Elíasar, sjö konur og fjórir karlmenn, allt mjög hæfir ein- staklingar. Rætt var við þá og þann 29. desember réði sóknarnefnd for- mann sinn til starfa. Hann sat þó hjá þegar kosið var af augljósum ástæð- um. Sjálfur sótti Elías ekki um starf- ið þar sem hann segist ekki hafa séð ástæðu til þess að fá höfnun ofan á þá sem hann hafði þegar fengið. “Níu manns greiddu atkvæði og eftir því sem ég frétti fékk hann sex og aðrir samtals þrjú. Þá var hinum raun- verulega tilgangi náð, að koma for- manninum í starfið.” Aðrir hæfari? Elías segist í raun ekki vera ósátt- ur við eftirmann sinn. “Ég þekki hann ekki nema af góðu einu í okk- ar samskiptum, en eftir á að hyggja finnst mér menn vera tvöfaldir í roðinu með því að vera formaður einn daginn og setjast í stól starfs- manns sóknarinnar þann næsta. Ég get ekki dæmt um það hvað hann getur eða annað þvíumlíkt. Það er hins vegar spurning hvort einhverj- ir umsækjendanna hafi verið hæfari í starfið.” Erfiður tími Elías segist ekki geta séð að nokkur breyting hafi orðið á starfi hans, hvorki varðandi útfararþjón- ustuna né þjónustuna við bæjarbúa. I gegnurn árin hafði honum ekki borist ein einasta kvörtun í starfi. “Ég hef ekki nokkurn tímann feng- ið athugasemdir við mín störf og þar sem ég hef hvorki fengið hól né löst frá sóknarnefnd í allan þennan tíma hef ég alltaf staðið í þeirri meiningu að allt væri í lagi. Ég hef fengið þakklæti fyrir mín störf frá bæjarbúum og ég er afskaplega þakklátur þeim fyrir þann hlýhug og styrk sem mér hefur verið sýnd- ur í mínu starfi undanfarin ár. Ég var því afskaplega ósáttur við þessi starfslok og sár yfir því að þetta skyldi hafa gerst. Ég var ekki tilbú- inn til að hætta þarna störfum. I rauninni fékk maður hálfgert lost og þetta var sérstaklega erfiður tími sem maður gekk í gegnum. Maður hefur svona haldið höfði eingöngu vegna þess styrks sem maciur hefur fengið frá fólki í bænurn. Ég sá enga þörf á þessu og ég veit ekki hver til- gangurinn raunverulega var annar en að bola mér þarna í burtu til þess að koma sjálfum sér að, það er alveg óhætt að taka þannig til orða.” Elí- asi voru aldrei gefnar neinar ástæð- ur fyrir því hvers vegna hann var látinn fara en í starfslokasamningi hans stendur: “Starfslok þessi koma til vegna skipulagsbreytinga í rekstri Akraneskirkju og eru ekki á neinn hátt tilkomin vegna ávirðing- ar í starfi.” Þess má kannski geta að Elías var sá eini af fjórum starfs- mönnum sóknarnefndar sem missti vinnu sína vegna breytinganna. ráðgjafann, starfslokasamninginn við mig og allan þann kostnað sem hefur hlaðist upp í sambandi við þetta. Þó ég geti ekki nefnt neina tölu veit ég að þetta skiptir hund- ruðum þúsunda sem þarna er búið að eyða af peningum fólksins sem hefði betur verið eytt í annað þarfara.” Peningnnum betur eytt í annað Elías segir að mikil ólykt sé af málinu í heild og hann nefnir sem dæmi að auglýsingin um starfið hafi aðeins verið auglýst í Póstinum. “Auglýsingin birtist aðeins einu sinni í blaði sem er bundið við Vest- urland. Lög sem eru númer 70 frá árinu 1996 segja að ef auglýst er op- inbert starf er skylda að auglýsa það í opinberu blaði sem dreift er um allt land.” Elías nefnir einnig að illa hafi verið farið með peninga bæjar- búa. “Það er mitt álit að ef þeir í sóknarnefnd væru menn til að gera þetta sjálfir hefðu þeir ekki þurft að fá einn einasta ráðgjafa sem fékk tugi eða hundruðir þúsunda fyrir sína vinnu. Mér finnst jafnframt að nefndin sé ekki hæf til starfa ef hún er ekki fær um að ganga í gegnum svona lagað. Eg hef spurt þá út í þetta og þá var mér sagt að í dag þætti sjálfsagt að fá ráðgjafa til að fara í gegnum starfsmanna- og ráðningarmál. Sóknarnefnd vill bara skýla sér á bakvið þennan mann svo hún geti farið hægt og hljótt í gegnum þetta og mér finnst þetta forkastanleg vinnubrögð. Búið er að fara afskaplega illa með aura safnaðarins í sambandi við þessa gjörningu. Bæði varðandi Undarlegar hæfhiskröfur Gerðar voru vissar kröfur til um- sækjenda um starfið sem eðlilegt er og í auglýsingunni stóð að þekking á safnaðarstörfum væri æskileg. “Mér fannst það svolítið undarlegt, því þá er nú ekki fyrir marga aðila að sækja um. Hafa aðrir þessa þekk- ingu en þeir sem eru í safnaðar- nefnd? Manni fannst eins og þetta væri sniðið fyrir einhverja ákveðna aðila.” Aðspurður um framtíðaráformin segir Elías að það sé að mestu óráð- ið. “Ég hef verið að líta í kringum mig og hef áhuga fyrir því að halda áfram með útfararþjónustu fyrir þá sem vilja þiggja hana af mér. Það er vonandi að maður geti verið þjónn fólksins eins og rnaður hefur verið undanfarin ár. Utfararþjónusta er nú sem betur fer þó ekki það um- fangsmikil að hún sé fullt starf. Ég er lærður trésmiður og ég gæti al- veg hugsað mér að fara að smíða, taka til dæmis að mér viðhald fyrir fólk. Mér skilst að þörf sé á því. Ég er afskaplega þakklátur því fólki sem hefur hvatt mig til að halda á- fram að starfa við útfararþjónustu og það sýnir manni það að maður hefur verið metinn til verka hingað tíl.” SÓK t Elskulegur sonur okkar og bróðir HALLDÓR BJARNI ÓSKARSSON Krossi, Lundarreykjadal verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn 24. mars kl. 13:00 Þeim sem vilja minnast hins láma er bent á Hjartavernd Óskar Halldórsson Sigrún Eygló Sigurðardóttir Eygló Hulda Oskarsdóttir Sigurður Oskar Oskarsson Jfr- SIMGNNTUNAR fV MIÐSTÖÐIN Símenntunarstöðin á Vesturlandi Auglýsir eftir skrifstofustjóra í 60 % starf frá 1. maí nk. Hlutverk: • almenn afgreiðsla, símsvörun og upplýsingagjöf • undirbúningur og skipulag námskeiða • undirbúningur funda og umsjón fundargerða • almennar bréfaskriftir Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfileika, þjónustulund, vera nákvæmur og samviskusamur. Þarf að kunna skil á helstu tölvuforritum og geta notað tölvu til samskipta. Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg. Þarf að vera tilbúinn að vinna sveigjanlegan vinnutíma í I samræmi við mismunandi álagstíma. e> | Nánari upplýsingar í síma 437 2390 | Skriflegar umsóknir berist Símenntunarmiðstöðinni 1 fýrir 10. apríl nk. 6 Símenntunarmiðstöðin Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.