Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 22.03.2001, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 22.03.2001, Blaðsíða 15
 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 15 Það er spuming??? Finnst þér leið- inlegt að snjór- inn sé farinn? Óli Valur Pétursson, 10 ára -Nei, þá get égfariö lít að hjóla. Amý Inda Indriðadóttir, 9 ára -Jd, svolítið. Samtfinnst mér ekk- ert gaman að leika mér í snjó. Símon V. Aðalsteinsson, 10 ára -Já, afþvíað það er svo ganian að leika sér á snjósleða og búa til snjð- hús. Líf Lárusdóttir, 9 ára -Nei, eiginlega ekki. Mér fmnst skemmtilegt að sé koitiið smnar. Andri Bjöm Andrésson, 9 ára -Já, afþvíað mér finnst svo gam- an aðfara á vélsleða. Erla Rún Rúnarsdóttir, 9 ára -Nei, hara miklu skemmtilegra að hafa engan snjó. ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR Naumur sigur Skagamanna Skagamenn léku sinn fjórða leik í deildarbikarkeppni KSÍ á sunnudaginn gegn Víkingum. Skagamenn voru langt frá sínu besta en höfðu þó sigur 2-1. Leik- urinn fór rólega af stað en þó voru Skagamenn mun sterkari en slak- ir Víkingar. Illa gekk að byggja upp sóknir og skoraði ÍA í raun úr sínu fyrsta alvöru færi á 25. mín- útu. Guðjón Sveinsson fékk bolt- ann utarlega í teignum og lét vaða á markið, markmaður Vík- inga varði en hélt ekki boltanu'm. Haraldur Hinriksson var fyrstur að átta sig, fylgdi vel á eftir og setti boltann auðveldlega í autt mark- ið. Það sem eftir lifði hálfleiksins sáust batamerki á Skagaiiðinu og náðu þeir að skapa sér nokkur ágæt færi. Það besta fékk Hálf- dán rétt fyrir hlé þegar hann skaut yfir úr úrvals færi eftir góða send- ingu frá Unnari. Nokkrum mínút- um síðar var Hálfdán aftur á ferð- inni þegar hann snéri laglega af sér varnarmann Víkinga en skot hans fór rétt yfir markið. Sama strögglið og hafði ein- kennt leik Skagamanna í upphafi tók aftur við í seinni hálfleik. Bolt- inn gekk illa á milli manna og spilið lélegt eftir því. Víkingar komust meira og meira inn í leik- inn eftir sem á leið. Um miðjan síðari hálfleik gerðu varnarmenn Skagaliðsins sig seka um slæm mistök þegar „rangstöðutaktíkin11 misfórst hrapalega. Leikmaður Víkings komst þá einn í gegn og átti ekki í vandræðum með skora framhjá Ólafi markmanni. Síð- ustu tuttugu mínútur leiksins var jafnræði með liðunum en þó voru Skagamenn alltaf líklegri til að skora því færin voru að detta fyr- ir þá á meðan Víkingar virtust sáttir við jafnteflið enda voru þeir búnir að skora úr eina umtals- HH Slæm byrjun í Njarðvík Skallagrímsmenn fóru til Njarð- víkur og spiluðu sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni síðan 1997 síð- asta fimmtudag. Leikurinn var jafn fyrstu átta míúturnar en eftir það settu deildarmeistararnir í fluggír og gjörsigruðu slaka Skalla 95-70. Leikurinn fór fjörlega af stað og eftir átta mínútur var staðan 21- 17 heimamönnum í vil. Hlynur Bæringsson hafði farið á kostum í upphafi leiks og skorað 8 stig þessar 8 mínútur, þegar hann meiddist illa og varð að fara af velli. Njarðvíkingar breyttu stöð- unni í 27-17 og var staðan þann- ig eftir fyrsta fjórðung. Borgnes- ingar áttu ávallt undir högg að sækja og voru 5-12 stigum undir allan fyrri hálfleik. Þeir misstu þó aldrei sjónar af Njarðvíkingum þrátt fyrir að vera án Hlyns. Óli Þórðar átti góðan leik gegn Víkingum verða færi sínu allan leikinn. Skagamenn juku pressu sína jafnt og þétt og þegar fimm mínút- ur voru eftir af leiknum fengu Skagamenn vítaspyrnu eftir að Kári Steinn hafði verið felldur inn- an vítateigs. Þar sem aðalvíta- skytta liðsins, Hjörtur Hjartarson, er frá vegna meiðsla var Haraldur fenginn til að taka spyrnuna. Markmaður Víkinga, sem var bú- inn að halda Víkingum á floti mín- úturnar á undan kórónaði góðan leik með því að verja lausa spyrnu Haraldar. Það var síðan ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins sem Grétar Steinsson skoraði með viðstöðulausu skoti eftir hornspyrnu. Bestu menn Skagaliðsins í leiknum voru Grétar og Óli Þórðar sem stigu fæst feilsporin af leik- mönnum liðsins, Hálfdán var sprækur frammi en hann hefði þó átt að skora að minnsta kosti eitt mark. Skagamenn eru enn með fullt hús stiga, 12 stig, eftir leikinn og að sjálfsögðu á toppi síns rið- ils. Staðan í hálfleik var 45-36. Það var svo í þriðja leikhluta sem Njarðvíkingar gerðu út um leikinn þegar þeir skoruðu 24 stig í röð. Borgnesingar skoruðu að- eins 9 stig í leikhlutanum og virk- uðu áhugalausir og baráttan sem hefur einkennt liðið í vetur var alls ekki til staðar. Fjórði leikhlutinn var nánast formsatriði fyrir heima- menn og gátu þeir leyft sér að hvíla sína sterkustu menn mestall- an tímann. Lokatölur urðu 95-70, öruggur sigur Njarðvíkinga og útlit- ið ekki gott fyrir Skallagrímsmenn. Hafþór og Pálmi virtust vera þeir einu í Skallagrímsliðinu sem héldu haus og skoraði Hafþór 16 stig auk þess að taka 6 fráköst. Hjá Njarðvíkingum voru Halldór Karls- son, Brenton Birmingham og hinn 19 ára Logi Gunnarsson bestir. R.G Skallar á sigurbraut Skallagrímsmenn unnu annan sigur sinn í röð í deildarbikarnum um síðustu helgi gegn Aftureld- ingu, 2-1. Emil Sigurðsson kom Skallagrím í 2-0 í fyrri hálfleik með tveimur góðum mörkum. Guð- mundi E. Guðjónssyni leikmanni T veir landsliös- menn Baldur Aðalsteinsson og Grét- ar Rafn Steinsson leikmenn knattspyrnuliðs ÍA hafa verið valdir til að leika með U-21 liði ís- lands gegn Búlgaríu næstkom- andi laugardag. Leikið verður í Búlgaríu. Baldur og Grétar eiga hvorugir leik með landsliði ís- lands í þessum aldursflokki en Grétar hefur leikið bæði með U- 16 og U-18 landsliðunum. Baldur hefur hinsvegar aldrei leikið fyrir íslands hönd. HH Baldur Aðalsteinsson Grétar Rafn Steinsson Reynlsmenn í 5.sæti í 2.deild Reynir Hellissandi lék um helgina í úrslitakeppni 2. deild- ar í körfubolta í Ólafsvík. Ekki gekk strákunum sem skyldi í mótinu og unnu þeir einn leik í riðlakeppninni. Þeir töpuðu síð- an fyrir Laugdælum í leik um 5. sætið. Þeir verða því áfram í 2. deild næsta vetur. Það var hinsvegar iið Reynis frá Sand- gerði sem tryggði sér sæti í 1. deild að ári með því að leggja lið ÍG í úrslitaleik 86-66. Var þetta í fyrsta skipti sem svona stórt mót fór fram í hinu nýja íþróttahúsi Ólsara og tókst það í alla staði mjög vel. Eiga heimamenn hrós skilið fyrir framkvæmdina og vonandi verða fleiri slík mót í Ólafsvík, enda aðstaðan til mikillar fyrir- myndar. R.G Skallagríms var vikið af leikvelli eftir aðeins þrjátíu mínútna leik og voru þeir því manni færri í klukku- tíma. Þrátt fyrir það voru Skallarnir sterkari aðilinn og sigurinn í raun aldrei í hættu þrátt fyrir að leik- menn Aftureldingar næðu að minnka muninn í síðari hálfleik. Með þessum sigri tylltu Skalla- grímsmenn sér á topp síns riðils með sex stig af sex mögulegum. Næsti leikur Skallagrims er á sunnudaginn gegn Létti. HH MOLAR Skagamenn léku æfingaleik gegn Breiðablik á miðvikudaginn í síðustu viku og höfðu sigur 4-2. Skagamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og komust t.a.m. í 2-0 og 4-1. Markaskor- arar Skagamanna f leiknum voru Baldur (2), Jóhannes G. og Ellert Björnsson. í leik ÍA og Víkings á sunnu- daginn sáu Skagamenn um að skora öll mörk leiksins sem end- aði 2-1 Skagamönnum í vil. Ekki var það þannig að leikmenn ÍA hafi skorað sjálfsmark heldur var það Skagamaðurinn ívar Örn Benediktsson sem skoraði mark Víkinga. Ivar gekk til lið við Vfk- inga fyrir skömmu frá Skallagrfm þar sem hann hefur leikið undan- farin tvö tímabil. Ivar lék í stöðu miðvarðar á sunnudaginn og stóð sig einna best Víkinga í leiknum. Knattspyrnudeild ÍA hefur á- kveðið að senda leikmenn sína f æfingaferð til Þýskalands fyrir komandi tfmabil. Farið verður nánar tiltekið til Uerding en þar leikur einmitt Gunnlaugur Jóns- son, leikmaður ÍA, sem lánsmað- ur fram á vor. ÍA fær góðan af- slátt á ferðinni þar sem einn for- ráðamaður Bayer Uerding er eig- andi þess hótels sem Skagaliðið kemur til með að dvelja á. Farið verður fimmtudaginn 5. apríl og komið heim viku seinna. Baldur Aðalsteinsson fer beint frá landsleiknum í Búlgaríu á sunnudaginn til Þýskalands þar sem hann mun dvelja hjá Bayer Uerding við æfingar. Hann mun svo hitta liðsfélaga sína hjá ÍA þegar þeir koma til Þýska- lands þann 5. apríl og koma með þeim heim viku síðar. Endurkoma færeyska lands- liðsmannsins Una Arge til Akra- ness næsta sumar virðist heldur óljós. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hefur „bjargráða- nefndin" svokallaða, átt í samn- ingaviðræðum við Una um lækk- un á samningi hans við félagið. Það þykir engan veginn öruggt að Uni samþykki lækkunina og því gæti svo farið að Færeying- urinn spili ekki fyrir ÍA á komandi tímabili. Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin þjálfari meist- araflokks kvenna og 2. flokks kvenna í knattspyrnu til næstu tveggja ára. Þetta eru mjög góð tíðindi fyrir kvennaknattspyrnuna á Akranesi, sérstaklega í Ijósi þess að mikið uppbyggingarstarf er framundan og er gott að fá jafn reynda manneskju og Ingi- björgu til að stýra þeirri vinnu. Þrír Borgfirðingar taka þátt í æfingabúðum FRÍ um næstu- helgi. Þau sem voru valin í Úr- valshóp unglinga eru Kristín Þór- hallsdóttir, Hallbera Eiríksdóttir og Sigurkarl Gústafsson. Þetta nýja verkefni er með miklu strangari lágmörkum og því mik- ið færri valdir heldur en í FRÍ 2000 verkefninu. Hin árlega og geysiskemmti- lega firmakeppni íþróttafélagsins Kveldúlfs í Boccia verður haldin f fþróttamiðstöðinni í Borgarnesi næstkomandi laugardag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.