Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 29.03.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 29.03.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 fukúsunu^ WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2210 Akranesi: Kirkjubraut 3 Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefondi: Tíðindamenn ehf 430 2210 Ritstjóri og óbm: Gísli Einorsson 892 4098 Bloðomenn: Sigrún Kristjónsd., Akronesi 862 1310 Ingi Hons Jónss., Snæfellsn. 895 6811 Auglýsingor: Hjörtur J. Hjortorson 864 3228 Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentun: ísofoldorprentsmiója hf ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is ingihans@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. ■Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrlfenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2210 Blíðu- sala Gísli Einarsson, ritstjóri. Að minnsta kosti fjöratíu og sjö prósent þjóðarinnar samein- aðist í innilegri samúð og einlægri hluttekningu vegna vinnuslyss sem varð í Reykjavíkurhreppi í síðustu viku. Þá varð sá hörmulegi atburður í listdanssmiðjunni Klúbbi sjö að einum af strípidanstæknum staðarins varð fótaskortur á stoð sem jafnan er notuð við listgjörninga staðarins. Stúlkan sú hefur trúlega ekki gætt sín í beygjunni og lent í hálku en þetta var einmitt í miðju kuldakasti. Þegar neyðin er stærst er hinsvegar hjálpin næst. Nánast á sama augnabliki og hin kviknakta kvenpersóna skall á gólfinu þustu sjúkrabílar af stað úr öllum áttum með tilheyrandi sírenuvæli. Hálfur lögreglufloti sveitarfélagsins þusti einnig á staðinn og öll yfirvinnubönn voru sniðgengin í það skiptið. Ekkert skorti heldur upp á greiðvikni hinna miskunnsömu samverja sem viðstaddir vora sýninguna og þegar mærin var í burtu borin hnjöskuð á líkama og sál var varla lófastór blettur á henni sem ekki var lófi á. Oðra máli gegndi þegar ég datt í götuna á mótum Skúlagötu og Egilsgötu fyrir skömmu eins og fram hefur komið í Skessuhorni. Eða þá þegar hæstvirtur heilbrigðisráðherra datt í beinni á Þorranum. Enda vora við bæði fullklædd og því vor- um við látin liggja. Það er athyglisvert ef út í það er farið að þótt flestir séu frek- ar mótfallnir nektardansi og viðlíka uppákomum þegar slíkt ber á góma þá virðast alltaf vera einhverjir nærri þegar slíkar framkvæmdir era í gangi. Fyrir fáum nóttum boðaði hæstvirtur dómsmálaráðherra til blaðamannafundar og hélt sitt þrítugasta og sjötta snittupartí á þessu ári sem kostað var af yfirvinnusjóði lögreglunnar. Þar vora kynnt með pompi og pragt ný og fín vændislög. Eg tek það fram að ég á engra sérstakra hagsmuna að gæta og hef að minnsta kosti ekki enn leitt hugann að því að reyna fyr- ir mér sem vændiskarl ef undan fæti tekur að halla í útgáfu- málum. Eg trúi hinsvegar á jafnrétti á öllum sviðum og það á að sjálfsögðu einnig við um atvinnuvegi. Grundvallarskilyrði hlýtur að sjálfsögðu að vera faglegur metnaður, að öryggismál séu í lagi og að sjálfsögðu þarf að vera til staðar gæðastýring og innra efdrlit. Eg myndi heldur ekki treysta mér til að flokka vændiskonur og karla útfrá einhverjum vændisstuðlum og ákveða hverjir skyldu á vetur settir. Eg myndi ekki treysta mér til að dæma um það hvor væri rétthærri sá sem selur blíðu sína undir merkjum kynlífsþjónustu eða sem stjórnmálamaður. Munur- inn er sá að sá fyrrnefndi veitir afnot af búk sínum til afnota í takmarkaðan tíma gegn greiðslu í formi peninga. Sá síðar- nefndi leigir hinsvegar út skoðanir gegn greiðslu í formi at- kvæða. Hvoratveggja hlýtur því að vera bannað eftir að nýju vændislögin taka gildi því samkvæmt þeim er bannað að hafa sitt aðalviðurværi af blíðusölu. Gísli Einarsson, jarðeðlisfi-æðingur Enn heimtast skepnur af fíalli Sex hross fundin á lífi Sex hross fundust á lífi á afrétti Lunddælinga og Andkílinga í Borgarfirði á miðvikudag í síðustu viku. Um síðustu helgi fundust átta hross dauð í Oköxl og talið að fleiri geti verið þar grafin undir fönn. Hrossin sem fundust á afréttinum í síðustu viku höfðu sést fyrir tæpum rnánuði síðan en ekki náðst til þeirra. Þau sáust síðan úr lofti á miðvikudagsmorgun og þá fóru menn á hestum og vélsleðum að leita þeirra. Illa gekk að ná hestun- um til byggða því þeir voru trylltir og rákust illa. Þeir náðust til byggða um níu leytið um kvöldið og var þá heldur farið að draga af þeim. Að sögn Sigurðar Odds Ragnarssonar, eins leitarmann- anna, eru hestarnir horaðir enda voru þeir í haglausu landi þegar þeir fundust en hann segir þó vera góða von til að þeir nái sér að fullu eftir útivistina. GE Hvannevri: Hagþjónusta og háskóli semja um samstarf Nýr samstarfssamningur á milli Hagþjónustu landbúnaðarins og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri hefur tekið gildi. Samningurinn fjallar m.a. um aðkomu stofnunar- innar að kennslu í hagfræðigreinum, samvinnu á sviði rannsókna, þróun- arsamstarfs og endurmenntunar. Samningurinn var formlega und- irritaður í landbúnaðarráðuneytinu 21. mars s.l. af Guðna Agústssyni landbúnaðarráðherra, Magnúsi B. Jónssyni rektor, Jónasi Bjarnasyni forstöðumanni, Þórði Friðjónssyni formanni stjórnar Hagþjónustu landbúnaðarins og Ara Teitssyni stjórnarformanni í háskólaráði Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri. Samningurinn varðar kennslu í hagfræðigreinum í bændadeild, á fjarnámssviði bændadeildar, í há- skóladeild og á sviði endurmennt- unar og leiðbeininga, auk þess sem stofnunin tilnefnir fulltrúa til setu í deildarráði Bútækni- og rekstrar- deildar skólans. Fyrirhugað samstarf á sviði rann- sókna- og þróunarsviðs varðar hag- fræðisvið í landbúnaði, m.a. að skapa nemendum með námsefhi á hagfræðisviði aðstöðu til rannsókna vegna lokaverkefna. Samningurinn hafði áður hlotið samþykki á fundi í stjórn Hagþjón- ustu landbúnaðarins 22. janúar s.l. og í háskólaráði Landbúnaðarhá- skólans á fundi 28. febrúar s.l. Peninga- þvottur í Ólafevík Peningaþvottur þykir með al- varlegri glæpum sem tengjast viðskiptum en ekki er vitað til að mörg slík mál hafi komið upp hér á landi. Samt sem áður að- höfðust yfirvöld dómsmála ekk- ert þegar upp komst um pen- ingaþvott í Sparisjóði Olafsvíkur í síðustu viku. Þó var um að ræða peningaþvott í mun bók- staflegri merkingu en í flestum öðrum slíkum málum því þrífa þurfti sótuga peninga eftir brun- ann sem varð í veitingastaðnum Prinsinum í Olafsvík en hann er einmitt í sama húsi og Spari- sjóðurinn. Málið er talið upp- lýst. GE Nýtt nafii á Eyrarsveit? A næstunni verður gerð skoð- anakönnun meðal íbúa Eyrar- sveitar um opinbert stjórnsýslu- nafn sveitarfélagsins. Margir Grundfirðingar vilja Ieggja af núverandi nafn, Eyrarsveit, og taka upp það nafn sem mest er notað í daglegu tali, eða Grund- arfjörður. Að sögn Bjargar A- gústsdóttur sveitarstjóra verður einnig boðið upp á fleiri kosti í könnuninni, m.a. Grundarfjarð- arkaupstaður og Grundarfjarð- arbyggð og þá gefst þátttakend- um kostur á að leggja fram nýjar tillögur. GE Nýr blaðamaður á Snæfellsnes Vegna veikinda hefur frétta- haukurinn skeleggi, Ingi Hans Jónsson, lagt pennann á hilluna, um hríð a.m.k. I hans stað hefur verið ráðinn annar ungur Grund- firðingur, Sveinn Ingi Ragnars- son. Sveinn er 24 ára gamall, fæddur og uppalinn í Grundar- firði en síðustu ár hefur hann búið í Danmörku þar sem hann stund- aði háskólanám í flutningafræði. Skessuhorn bíður Svein Inga velkominn til starfa en óskar jafn- framt Inga Hansi góðs bata. GE Þessir avgu og efiiilegu knattspymumenn í Gmndarfirði létu ekki á sigfá þótt snjór væri yfir knattspyrnuvellinum heldur skelltu sér á ströndina til knattæfinga. Mynd: GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.