Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 29.03.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 29.03.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 7 ^ivtddunuu. Sem kona í nútíma þjóðfé- lagi á besta aldri, menntuð til einhvers, gift og á þrjú börn hef ég alltaf talið mig vera á réttri leið. Lífið hefur gengið sinn vana gang. Ævin- týrin hafa verið ósköp hvers- dagsleg að margra mati en þó nóg til að halda mér á floti. Einn morguninn þegar fimm manna fjölskyldan sat að venju við eldhúsborðið og snæddi hversdagslegan morgunverð, þá gerðist það. Eg uppgötvaði tilganginn með öllu saman. Eg sat þarna við eldhúsborðið og leit í gegnum Moggann á hrað- lestri og myndaskoðun, þá skaut upp kollinum aukablað. Það voru niðurstöður úr ný- legri launakönnun Verslunar- mannafélags Reykjavíkur. “Þitt mál”. Þarna sá ég það svart á hvítu hvers megnug ég gæti verið í þjóðfélaginu, og það allt út á útlitið eitt saman. Það hríslaðist um mig sælukennd yfir því að loksins gæti útlitið mitt orðið mér til framdráttar og í þeim þönkum rétti ég úr baki og brosti. I umræddri launakönnun kemur fram að konur sem eru 165 cm að hæð eða lægri hafa einfaldlega lægri laun en þær hávöxnu og og hvað þá ef þessar aumingj- ans smávöxnu konur eru svo ó- heppnar að vera ljóshærðar. Eg gat nú ekki annað en brosað út í annað og þakkað foreldrum mínum í huganum fyrir það frábæra afrek að hafa getið mig og ég hafi með árunum náð 175 cm í hæð og efst uppi trónir ekta dökkt hár Þetta var eins og góður bingóvinningur, ég hefði ekki getað orðið ánægðari með fyrsta sæti í fegurðarsam- keppni. Eg sem er nýkomin út á vinnumarkaðinn eftir eins árs hlé vissi núna að það gat ekki neitt verið á niðurleið. Héðan í frá yrði allt upp á við. Otti minn við að kollegar mínir á skrifstofunni væru hærra metn- ir en ég varð ástæðulaus. Flestar eru samstarfskonur mínar undir VR hæðinni, ljóskur í þokkabót og síbros- andi sem samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar gefur ekkert í aðra hönd launalega. Loksins, loksins hafði ég yfir- höndina. Allt frá fermingu hafði mér verið talin trú um að ég væri bara einfaldlega of stór, hvernig sem það er nú hægt og þá of stór fyrir hvað? Sérstaklega eru mér minni- stæð atvik úr æsku þar sem eldra fólk leit oft forviða á svarbrúnt hár mitt og spurði með þjósti hvaðan þetta hár væri eiginlega komið. Það er ekki eins og að mamma hafi haft eitthvað val um háralit á mér á sjöunda áratugnum með tilliti til ein- hverrar launakönnunar VR árið 2000. Já, í æsku voru það litlu gild- in og ljósa hárið en nú er annað upp á teningnum því stærri sem konan er því betra, því dekkra hár því betra og því fúlli á svip- inn þess enn betra. I þessari sigurvímu lokaði ég Mogganum ánægðari með útlit mitt en áður. En skyndilega greip mig sam- kennd. Hvers áttu allar litlu ljóshærðu vinkonur mínar að gjalda. Þetta var hrein aðför að þeim. Myndu þær ekki hópast inn á hárgreiðslustof- urnar og láta lita sig dökkar. En þá væri aðeins hálfur sigur unn- inn því hvað með hæðina? VR yrði að gera samning við ferða- skrifstofur og bjóða smávöxn- um félagsmönnum upp á stétt- arfélagsfargjöld til Rússlands. Þar gætu félagsmenn sjálfsagt fengið ódýrar læknismeðferðir og snúið til baka nokkrum sentimetrum hærri og þar með einhverjum launaflokkum hærri. Einnig væri möguleiki fýrir VR að gera samning við stoðtækjafræðinga um hönnun á skóm fyrir þetta smávaxna fólk sem það gæti svo fengið niðurgreidda hjá félaginu. Hver yrði framtíð íslensku þjóðarinnar? Við yrðum sjálf- sagt kynstofn í útrýmingar- hættu. Því hver vill eftir þessa uppljóstrun VR giftast lítilli ljóshærðri konu með fjölgun mannkynsins í huga? Enginn. Það tekur enginn þátt í því happadrætti og óvissu af genískum toga að eignast barn undir VR hæðinni með fram- tíðarmöguleika einstaklingsins á vinnumarkaðnum í huga. En því skyldi ég hafa áhyggj- ur af þeim sem eru þarna niðri þegar ég tróni efst uppi. I þessum þönkum mínum, varð mér litið yfir borðið þar sem afkvæmin mín sátu. Anægja mín jókst til muna. Þau sátu þarna þrjú skolhærð og þó fólk sé farið óskapast yfir hæðinni á þeim þá eru þau jú vissulega stór en nú skil ég að þau eru ekki of stór. Þau hafa bara rétta lúkkið. m Q/tú er úomið Það er „allra meina bót” að hlæja kvöldstund með okkur í Þinghamri, Varmalandi. Sýnum þætti úr söng- og leikverkum bræðranna Jónasar og Jóns Múla Arnasona. 1. sýning fimmtudaginn 29. mars kl. 21 2. sýning laugardaginn 31. mars kl. 21 3. sýning sunnudaginn 1. apríl kl. 21 Það verða aðeins þessar þrjár symingar. Mœtum vel og stundvíslega. Leikdeild Umf. Stafholtstungna Æká Efnalaug Þvottahús • Hreinsum og þvoum allan almennan fatnað • 10% afsláttur af sængum, koddum og yfirdýnum í apríl • Leigjum út veisludúka • Gerum tilboð í stærri verk S Borgarbraut 55 Borgarnesi 4371930

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.