Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 29.03.2001, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 29.03.2001, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 16 ^ssuhuij Blómabömin bíöa Frd vinstri: Litl/i spekingamir ígrænu: Birgir Þór, Axel, Heiðar og Andrés Rúmbi risaeðla og Blóma- bömin í Andakðsskóla Andakílsskóli á Hvanneyri hélt sína árlegu árshátíð síðastliðinn fimmtudag. Vegna fjölgunar nemenda var hún að þessu sinni haldin í sal Landbúnaðarháskól- ans. I Andakílsskóla eru 39 nemend- ur í 1. - 7. bekk og eins og venju- lega tóku þau öll með tölu virkan þátt í uppfærslum hátíðarhald- anna. Nemendur 1.-4. bekkjar settu upp söngleikinn Rúmba risa- eðlu, þar sem fléttað var saman gömlum tíma og nýlegum í sam- skiptum hellisbúa við risaeðluna Rúmba. Hinsvegar settu 5.-7. bekkur upp söngleikinn Blóma- börnin, þar sem hippatímabilið var í öndvegi og tónlist og söngur frá blómatíma herstöðvaandstæð- inga hljómaði. Var aðdáunarvert að sjá hve öruggir krakkarnir voru með sig. GE/SHJ Hellisbúar mæta Rúmba affesfíi ÍÞRÓTTIR - ÍÞRQTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR Vetrarleikar Faxa á Vatnshamravatni Góður árangur eldri knapa Sigurvegarar í unglingaflokki. Talið frá vinstri: Elísabet og Mjöll, Pétur og Vilj- ar, Birta og Jörp, Sigrún og Litli-Ljótur og Kolbrún og Gáski Aðrir vetrarleikar hestamannafé- lagsins Faxa fóru fram á Vatnshamra- vatni í Borgarfirði síðastliðinn sunnu- dag. Mótið var annað í röðinni af þriggja móta stigamóti. Þátttaka á mótinu var góð í öllum flokkum og hestakostur góður að mati mótshaldara. Sértaka athygli vakti góður árangur eldri hestamanna en þau Ingimar Sveinsson og Sigurþorg Jónsdóttir gáfu hinum yngri ekkert eft- ir nema síður væri. Karlaflokkur 1. Pílatus frá Eyjólfsstöðum, 15. v, Brúntvístjörnóttur Eig./Knapi: Ingimar Sveinsson 2. Ró Nýja-Bæ, 5.v, Jörp Knapi: Róbert L. Jóhannesson Knapi: Ólöf K. Guðbrandsdóttir 3. Bliki frá Skáney, 8.v, Rauðblesóttur Eig./Knapi: Haukur Bjarnason 4. Góða-Nótt frá Ytra-Vallholti, 6.v, Brún Eig./Knapi: Þon/aldur Kristjánsson 5. Hekla frá Hesti, 8.v, Mósótt Eig./Knapi: Sigvaldi Jónsson Kvennaflokkur 1. Sleipnir frá Arnarstapa, 8.v, Mósóttur Eig./Knapi: Monika Kimpfler 2. Örn frá Báreksstöðum, 14.v, Brúnn Eig/Knapi: Sigurborg Á. Jónsdóttir 3. Seifurfrá Skáney, 6.v, Brúnn Eigandi: Birna Hauksdóttir Knapi: Vilborg Bjarnadóttir 4. Þorri frá Sauðárkróki, 13.v, Grár Eig/Knapi: Elísabet Jensen 5. Rauðhetta frá Hrafnkelsstöðum, 7.v, Rauðskjótt Eig/Knapi: Christiane Mainka Unglingaflokkur 1. Elísabet Fjeldsted, Ferjukoti Mjöllfrá Skáney, 7.v, Leirljós Eigandi: Heiða Dís Fjeldsted og Bjarni Marínósson 2. Pétur Jónsson, Kleppjárnsreykjum Viljar frá Signýjarstöðum, 8.v, Jarpur Eigandi: Jón Eyjólfsson 3. Birta Berg Sigurðardóttir, Gullberastöðum Jörp frá Lundi II, 10.v, Jörp Eigandi: Brynjólfur Einarsson 4. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Hvannatúni Litli-Ljótur Víðidalstungu II, 8.v, Bleikálóttur Eigandi: Vilborg Bjarnadóttir 5. Kolbrún Helga Jóhannesdóttir, Hvítárbakka Gáski 7.v, Móskjóttur Eigandi: Sigurður Ragnarsson Barnaflokkur 1. Sigurborg Hanna Sigurðardóttir, Oddsstöðum Odda frá Oddsstöðum, 8. v, Grá Eigandi: Sigurður Oddur Ragnarsson 2. Helga Jónsdóttir, Kópareykjum Korgur frá Kópareykjum, 6. v, Leirljós Eigandi: Jón Eyjólfsson 3. Kolbrún Rós Hermannsdóttir, Hvanneyri Strákur frá Grjóteyri, 10.v, Rauðblesóttur Eigandi: Margrét Jósefsdóttir 4. Hekla Flókadóttir.: Staðarhól Skytta frá Skálholti, 17.v, Rauðglófext Eigandi: Sami 5. Anna Heiða Baldursdóttir, Múlakoti Glitrún frá Fjalli, 7.v, Bleikálótt Eigandi: Baldur Björnsson 150 metra skeiö 1. Reynir frá Skáney, 12.v, Mósóttur Knapi: Haukur Bjarnason Eigandi: Bjarni Marínósson 2. Tenór frá Skáney, 6. v. Rauður Eig/Knapi: Bjarni Marínósson Sigurvegarar í kvennaflokki. Talið frá hægri: Monika og Sleipnir, Sigurborg og Örn, Vilborg og Seifur, Elísabet og Þorri og Christiane og Rauðhetta. Landsbankamót HSH Lansdsbankamót HSH í knatt- spyrnu var haldið í nýju íþróttahúsi Snæfellsbæjar í Ólafsvík um síð- ustu helgi. Á laugardag kepptu 3. og 4.flökkur og urðu úrslit eftirfar- andi. 4.flokkur kk Snæfell B 1 .sæti Víkingur/Reynir A 2.sæti Snæfell A 3.sæti UMFG 4.sæti Víkingur/Reynir B 5.sæti Víkingur/Reynir C 6.sæti 4.flokkur kvk UMFG 1 .sæti Víkingur/Reynir B 2.sæti Víkingur/Reynir A 3.sæti Vfkingur/Reynir C 4sæti 3.f!okkur UMFG KK 1 .sæti Snæfell 2.sæti Víkingur/Reynir 3.sæti UMFG kvk 4.sæti Á sunnudag kepptu 5., 6. og 7. flokkur og í þeim flokkum eru að- eins veitt þátttökuverðlaun. Landsbankin gaf verlaunapen- inga fyrir mótið Frá keppni yngri flokkanna. Snæfell og Víkingur eigast við. Mynd: GE Fyrsta tapið Það voru lærisveinar Loga Ólafs- sonar í FH sem stöðvuðu sigur- göngu Skagamanna í deildarbik- arnum. Liðin mættust síðastliðið mánudagskvöld í Reykjaneshöll- inni og höfðu FH-ingar sigur með þremur mörkum gegn tveimur. Skagamenn voru heldur seinir í gang og lentu marki undir snemma leiks. Eftir það fóru hlut- irnir að ganga betur fyrir sig og tókst leikmönnum ÍA að jafna fyrir hlé, þar var að verki Blönduósing- urinn knái Guðjón Sveinsson. í upphafi seinni hálfleiks kom Ellert Björnsson svo Skagamönn- um yfir þegar hann fylgdi á eftir skoti Hálfdáns Gíslasonar. Þannig var staðan allt þar til fimmtán mín- útur lifði leiks og fátt benti til þess að FH tækist að jafna þar sem Skaga- menn stjórnuðu leiknum. Þágerðu Skagamenn tvö hræðileg varnar- mistök á tíu mínútna kafla sem kostaði tvö mörk. FH lét ekki foryst- una af hendi í þetta skiptið og fóru með öll þrjú stigin í Hafnarfjörðinn. HH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.