Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 29.03.2001, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 29.03.2001, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 Þjóðbúninga- námskeið Nýverið lauk námskeiði í gerð ís- lenska þjóðbúningsins sem haldið var í Reykholtsdal. Leiðbeinandi var Jónína Benediktsdóttir en hún hefur haldið slík námskeið víðsveg- ar um Vesturland. Þátttakendur á námskeiðinu í búningun- um sem þær saumuðu. Silfursmíði á Akranesi Frá námskeiði í silfursmíði semframfór í FVA í síðustu viku I síðustu viku fór fram, á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vestur- lands, námskeið í silfursmíði í hús- næði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Kennari á námskeiðinu var Davíð Jóhannesson gullsmiður en hann hefur haldið sambærileg nám- skeið við miklar vinsældir um allt land. A námskeiðinu var þátttakend- um kynnt uppsetning og vinna við íslenska víravirkið. Farið var yfir sögu þessarar listgreinar og nem- endur fengu að hanna og smíða grip undir leiðsögn meistarans. GE Kristján Einarsson, eigandi Trésmiðju Ákraness. Trésmiðja Akra- ness tekur til starfa I desember síðastliðnum keyptu hjónin Kristján Einarsson og Llelga Guðmundsdóttir Trésmiðj- una Birki á Smiðjuvöllum á Akra- nesi og stofnuðu þar Trésmiðju Akraness. Fyrirtækið er því aftur komið í hendur Akurnesinga eftir að hafa verið í eigu utanbæjarfólks um árabil. Starfsmenn hinnar nýju tré- smiðju eru átta talsins, þar af eru fjórir húsgagnasmíðameistarar. Trésmiðja Akraness sérhæfir sig aðallega í innréttingasmíði svo sem eldhús- og baðinnréttingum, fata- skápum og innihurðum. Auk þess tekur fyrirtækið að sér sérsmíði fyr- ir til dæmis skóla, skrifstofur og aðrar opinberar byggingar. Að sögn Kristjáns er lögð áhersla á vandaða vinnu þar sem manns- höndin ræður úrslitum um frágang og gæði, þar sem starfsmenn fyrir- tækisins hafi margra ára reynslu í innréttingasmíði og hönnun. SÓK hanmsandur envin Umsn ^Penninn rrm rrnrrr Flugsanleg slökkvistöð við hlið hiíss Rauða Krossins við Þjóðbraut Langisandur Kirkjubraut 40 Fyrir s.l. kosningar vorum við Sjálfstæðismenn hér á Akranesi með það á stefnuskrá okkar að byggja upp aðstöðu fyrir félagsstarf eldri borgara. Lfugmynd okkar var að hún yrði í tengslum við sam- komusalinn að Höfða. Nú hafa einstaklingar og fýrirtæki sýnt mik- inn áhuga á að byggja fram á höfð- ann lítil einbýlishús. Það hefur vaf- ist fýrir bæjaryfirvöldum og stjórn Höfða hvernig best sé að standa að málum. Nú síðast óskaði stjórn Höfða eftir því að hún hefði þetta land til úthlutunar. I framhaldi af þessu flutti ég svohljóðandi tillögu í bæjarráði Akraness þann 14. mars s.l.: “Bæj- arráð Akraness samþykkir að Bæj- arstjórn Akraness skipi 5 manna nefnd sem fái það hlutverk að skoða hverjar séu hugsanlegar þarf- ir Dvalarheimilisins Höfða til stækkunar þegar til lengri tíma er litið t.d. 20-30 ára, og þá muni nefndin einnig skoða hver þörfin sé fýrir byggingarland vegna stækk- unar. Nefndin ljúki störfum fýrir 1. ágúst 2001 og skili áliti til Bæjar- stjórnar Akraness.” Afgreiðslu þessarar tillögu var frestað. Eg rifja þetta upp hér því að á síðustu dögum hafa komið upp hugmyndir í bæjarstjórn Akraness sem lúta að húsnæðisvanda félags- starfs eldri borgara og tómstunda- og menningahúss fýrir unglinga. A þessu kjörtímabili hefur verið rætt um og skoðaðir ýmsir mögu- leikar, eins og gamla Arctic- húsið við Vesturgötu, Stúkuhúsið við Háteig, Veitingastaðurinn Langisandur (Grandrokk) og gamla Iðnskólahúsið við Skóla- braut sem kaffihús fyrir unglinga. Það er greinilegt að eitthvað þarf að gerast sem fýrst því nú er bara rúmlega eitt ár í kosningar. Það sem af er kjörtírnabilinu hefur öll orkan farið í að einsetja grunnskól- ana, þrátt fýrir að það mætti gera á lengri tíma. Ef farið er yfir þá kosti sem ver- ið er að vinna með, þá er það eng- in lausn fýrir félagsstarf eldri borg- ara að velja Langasand. Húsið er á þremur hæðum, dimmt, með erf- iðum stigum og breytingar myndu kosta umtalsverða fjármuni. Þetta yrði aldrei skemmtilegur sam- komustaður. Besta kostinn sem húsnæði fýrir starfssemi Félags eldri borgara tel ég vera salinn sem er til staðaðar á þriðju hæð Kirkjubrautar 40, og þessum málum verði best fyrir komið ef að samstarfi um afhot af salnum verður komið á hjá Verka- lýðsfélagi Akraness og FEBAN. Ef að þörf krefur getur Akraneskaup- staður komið að því máli með ein- um eða öðrum hætti Þar er bjart- ur og skemmtilegur salur og rými gott fýrir skrifstofur. Góð lyfta er í húsinu o.fl. Þetta væri góð lausn, að minnsta kosti þar til búið er að athuga hvort og þá hvenær menn eru tilbúnir að byggja inni á Höfða, hvort heldur er undir þessa starf- semi eða annað. Þá held ég, að ef vilji er fýrir því að koma upp kaffihúsi (tómstunda- húsi) fyrir unglinga, þá tel ég Langasandshúsið mun betri kost en gamla Iðnskólann. Mitt á milli skólanna og litlar breytingar þyrfti að gera á húsinu fýrir þá starfsemi. Skagaleikflokkurinn heftir sóst eftir því að fá gamla íþróttahúsið við Vesturgötu, þar sem Fjölbrauta- skólinn er með trésmíðaverkstæði til húsa. Stefnt er að því að það fari á lóð Fjölbrautaskólans. Skaga- leikflokkurinn telur að þetta hús- næði henti vel fýrir sína starfsemi og sér þar fýrir minni leiksýningar og kaffileikhús. Því teldi ég rétt að láta Skagaleikflokkinn hafa gamla Iðnskólahúsið við Skólabraut þar tii trésmíðaverkstæði Fjölbrauta- skólans fer á sinn endanlega stað. A þessu ári er varið töluverðu fé til slökkviliðsins á Akranesi með kaupum á nýjum bílum. Svo er löngu komið að gamla slökkvistöð- in við Laugarbraut er orðin of smá, og slökkvistöð, sem er staðsett þar sem hún er nú, er á skjön við nú- tímann. Nýlega voru opnuð tilboð í fýrirhugaðar breytingar á slökkvi- stöðinni og var hagstæðasta tilboð- ið í kringum 16 milljónir. Mín skoðun er sú að við eigum að byggja nýja slökkvistöð við hliðina á Rauða kross-húsinu við Þjóð- braut. Reiknað er með að ný slökkvistöð þurfi að vera um 400 til 500 m2. Sú gamla er 350 m2. og til glöggvunar fýrir lesendur, þá kostaði 350 m2. nýbygging Steðja við Ægisbraut innan við 20 millj- ónir. Þrátt fýrir að einsetning skól- anna hér á Akranesi hafi verið númer 1, 2 og 3 hjá þeim meiri- hluta sem nú fer með völd hér á Akranesi þá er það nú samt svo að þarf að gera fleira í okkar ágæta bæ. Það sem hér hefur verið talið upp er aðeins hluti þeirra verkefna sem bíða úrlausnar í framtíðinni og flest hver eru mjög aðkallandi. Gunnar Sigurðsson. Gamli Iðnskólinn Iðnaðarhúsnæði Steðja við Ægisbrmtt.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.