Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 05.04.2001, Page 1

Skessuhorn - 05.04.2001, Page 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDl - 14. tbl. 4. árg. 5. apríl 2001 Kr. 250 í lausasölu ^\íslensk V 1 UPFLÝSfNGATÆKNI Tölvur uviðgerðir Símar ermingargjafir Hyrnuíorgi ■ 430 2200 - verslun@islensk.is I Hafdís ungfirú Vesturland Fegurðarsamkeppni Vesturlands fór fram fyrir fullu húsi í Félagsheimilinu á Klifi í Olafsvík um liðna helgi. Það var Ftafdís Bergsdóttir 18 ára stúlka frá Grundarfirði sem hreppti ungfrú Vesturland. Rut Þórarinsdóttir, 21 árs frá Fllíðarfæti í Hvalfjarðarstrandahreppi varð í öðru sæti og Maren Rut Karlsdóttir, 18 ára frá Akranesi í því þriðja. Hafdís sópaðí að sér titlunum þetta kvöld því auk þess að vera valin fegurðardrottning Vesturlands fékk hún titilinn Orublustúlka Vesturlands og netstúlka Skjávarps. Belinda Engilbertsdóttir varð einnig sigursæl og vann þrjá titla; vinsælasta stúlkan, ljósmyndafyrirsæta Vesturlands og sportstúlka Vesturlands en sem fyrr voru það stúlkurnar sjálfar sem kusu þá vinsælustu í hópnum. Þær Hafdís, Rut, Maren og Belinda munu allar verða þátttakendur í keppninni um titilinn Ungfrú Island sem fram fer á Hótel Islandi innan skamms. Sjá allt um keppnina á bls 8 og 9 Samtök gegn háspennuloftlínum Þann 24.mars s.l. voru stofnuð í Hvalfjarðarstrandarhreppi sam- tökin „ Samtök gegn háspennu- loftlínum í Hvalfirði „skamm- stafað „HH samtökin“. Tilgangur samtakanna er að vinna með öllum tiltækum, löglegum ráðum gegn því að lagðar verði fleiri háspennuloftlínur um byggð í Hvalfjarðarstrandarhreppi og að þær loftlínur sem fyrir eru verði lagðar í jörð svo fljótt sem við verður komið. Formaður FIH samtakanna er Reynir Asgeirsson Svarfhóli en aðrir í stjórn era Vifill Búason Ferstiklu og Þorvaldur Magnússon á Kalastöðum. Stjórn félagsins hefur þegar átt fundi með Guðna Agústssyni land- búnaðarráðherra og Siv Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra og kynnt þeim stöðu mála varðandi væntanlega lagningu Sultartangalínu 3 um Hval- fjarðarstrandarhrepp og hug- myndir og tillögur heima- manna í þeim efnum. Þá er fyrirhugaður fundur með stjórn samtakanna og Valgerði Sverris- dóttur orkumálaráðherra innan skamms. Einnig hefur stjórnin í hyggju að kalla til sérfræðinga til að vega og meta þá valkosti sem fyrir liggja. GE I síðustu viku var síðasta kvöldið í undankeppni í músíktilraunum Tónabæjar haldið. Þar tóku þátt tvær hljómsveitir úr Grundarfirði x frábær ' • ÞorkéllMáni Þorkelsson, Aðalsteinn Valur Grétarsson, Gústav Alex Gústavsson, Óm um arangri en Axel Björgvin Höskuldsson Mynd: Olga Einarsdóttir önnur þeirra var valin athyglisverðasta hljómsveitin og hin bjartasta vonin. Þessar sveitir heita Berrassaðir og INPUT sem hefur á að skipa strákum úr 8. bekk Grunnskólans í Grundarfirði. Þess skal einnig getið að Þorkell Máni Þorkelsson úr Berrössuðum var valinn besti hljómborðsleikarinn en hljómsveitin spilar þungarokk með hljómborðs ívafi. SIR Berrassaðir í Músík- tilraunum

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.