Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 05.04.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 05.04.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. APRIL 2001 ^•o^isihuLj WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2210 Akranesi: Kirkjubraut 3 Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Ritstjóri og óbm: Blaðamenn: Auglýsingar: Prófarkalestur: Umbrot: Prentun: Tíðindamenn ehf 430 2210 Gisli Einorsson 892 4098 Sigrún Kristjónsd., Akronesi 862 1310 Ingi Hons Jónss., Snæfellsn. 895 6811 Hjörtur J. Hjartorson 864 3228 Ásthildur Magnúsdóttir Guðrún Björk Friðriksdóttir Isafoldarprentsmiðja hf ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is ingihans@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greítt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2210 Gleði- íundir Fundur setturfáir mættir flóir vín um allar gættir. Flestir drukkufrá sér vitið fundi slitið. Þessa gömlu fundargerð væri hægt að nota óbreytta fyrir íundi hinna ýmsu félaga stúdenta í Háskóla Islands ef marka má fréttir sjónvarpsins í síðustu viku. Þar var sagt frá stúlku nokkurri sem ól með sér þann draum að verða formaður Mágusar, félags Viðskiptafræðinema við Háskólann. Þessi verðandi Mág-kona mætti til aðal- fundar í sínu fínasta pússi með nýju línuna frá Christian Dior og alla JC formúluna upp á vasann. Henni var sem- sagt ekkert að vanbúnaði fyrir formannsslaginn og sig- urinn var nánast í höfh. Það voru hins vegar ein stór mistök sem þessi metnað- arfulla félagsmálakona gerði sig seka um. I öllu um- stanginu við undirbúning framboðsræðunnar, málning- arvinnunni og öðru sem fylgir því að búa sig undir glæstan frarna á félagsmálasviðinu hafði henni láðst að drekka sig fulla! Mág—konan mætti sumsé alsgáð á aðalfundinn og var náttúrulega eins og álfur út úr hól. Hún náði því engu sambandi við sína kjósendur og var nauðbeigð til að draga framboð sitt til baka því annars hefði hún fýrirsjá- anlega beðið afhroð því hver færi að kjósa ófullan ein- stakling í virðulegt formannsembætti? Svo varð hún bara fúl og fór í fússi og þaðan í fjölmiðla og sakaði hið virðulega Háskólafélag um lögleysu og hélt því blákalt fram að eitthvað væri athugavert við að einn og einn fundarmaður gubbaði í sætið sitt. Sem óbreyttur áhorfandi fékk maður það sterklega á tilfinn- inguna að þarna væri eitthvað óeðlilegt á ferðinni. Sem betur fer gekk hinn rétti formaður félagsins fram fýrir skjöldu og leiðrétti misskilninginn. Hann upplýsti sumsé að svona ætti þetta vera og væri á öllum fundum félaga í Háskólanum og lýsti yfir undrun sinni á því að einhverjum dytti annað í hug. Mikið létti mér þegar ég vissi svona ætti þetta að vera en jafnframt nagaði ég mig enn eina ferðina í nánast uppnagað handarbakið fyrir að hafa aldrei farið í há- skólanám. Fyrir vikið er maður að flækjast á fund eftir fund, bláedrú og uppþornaður. Olíkt væri nú bærilegra að afbera langar ræður ef maður gæti setið rorrandi full- ur út í horni, vitandi hvorki í þennan heim né annan. Það er kominn tími til að frumkvöðlastarf Háskólans sé metið að verðleikum. Gísli Einarsson, rétt ódottinn fða Gísli Einarsson, ritstjóri. Framkvæmdir í Tón- listarskóla Akraness Skólanefnd Tónlistarskólans á Akranesi kom saman til fundar nýverið og kynnti Lárus Sig- hvatsson, skólastjóri, þar áform sín um að ráðast í að mála veggi salarins og ganga þar frá sprunguviðgerðum. Einnig lagði Skipulagsnefnd Akraness hefur lagt til að gengið verði til samn- inga við Kanon arkitekta um gerð deiliskipulags fyrir klasa 7-8 í Flatahverfi í bænum. Málið var tekið upp á fundi bæjarráðs í síð- ustu viku og mættu þar til við- ræðna sviðsstjóri tækni- og um- hverfissviðs Þorvaldur Vestmann, bygginga- og skipulagsfulltrúi hann til að keypt yrði ný tölva fyrir skrifstofu skólans og auk þess sérstakt forrit sem myndi auðvelda það mjög að halda utan um nemendabókhald skólans. Skólanefnd studdi Lárus í þess- um áformum. SOK Magnús Þórðarson og formaður skipulagsnefndar Jóhannes Snorrason. Bæjarráð samþykkti að fela skipulagsnefnd að láta deiliskipu- leggja í Flatahverfi klasa 1, 2, 7 og 8. Akveðið var að gert skyldi ráð fyrir að deiliskipulagið yrði tilbúið í haust. SÓK Aðalfandur HB Opinbert uppgjör Aðalfimdur Haraldar Böðv- arssonar hf. var haldinn á Akra- nesi á föstudag. A fúndinum var ársreikningur félagsins fyrir árið 2000 staðfestur og stjórn fyrir- tækisins endurkjörin. I henni sitja sem fyrr; Einar Sveinsson formaður, Ejólfur Sveinsson varaformaður, Einar Benedikts- son, Friðrik Jóhannsson, Gunn- ar Þ. Olafsson, Kristinn Björns- son og Þorgeir Haraldsson. Að því er kemur fram á heimasíðu félagsins kom fram í máli Einars á fundinum að ákveðið hefði verið að kynna árshlutauppgjör fyrir þrjá fyrstu mánuði ársins 2001 opinberlega og byrja þannig fyrr en krafist er að upp- fylla nýjar reglur Verðbréfa- þingsins um ársfjórðungsupp- gjör. SOK Fjórir klasar í Flatahverfí Deiliskipiilag tilbúið í haust Krakkamir á leið með Brimnmu um Breiðafjörðmn. Vinarbæjarheimsókn Síðastliðna viku hafa nemendur frá grunnskólanum í Kolding í Danmörku verið í heimsókn í Stykkishólmi og gert sér ýmislegt til skemmtunar meðal annars farið í nokkrar skoðunarferðir t.d. í Snæ- fellsbæ og farið í heimsóknir í ýmis fyrirtæki. Þá er unnið að sameigin- legu dönsku - íslensku verkefni þar sem borin eru saman mismunandi atriði frá báðum löndum. „Sá háttur er hafður á að nem- endur byrja að hafa samband sín á milli í 5. - 6. bekk með bréfaskrift- um. Þegar í 9. bekk er komið fáum við Danina í heimsókn að vori en Hólmararnir fara sína ferð að hausti. Þetta samstarf er styrkt af bæjarfélaginu með 200 þúsnd kr. á ári sem hefur staðið á fjórða ár,“ segir Gunnar Svanlaugsson skóla- stjóri Grunnskólans í Stykkishólmi. SIR GH GH verkstæðið í Borgarnesi skipti um eigendur núna um mánaðamótin. Gísli Halldórsson sem rekið hefur fyrirtækið frá stofhun þess lætur nú af störfum en nýjir eigendur og rekstraraðil- ar eru feðgarnir Jón Bergmann Jónsson og Halldór Ingi Jónsson bifvélavirkjar. Þeir feðgar segja að reksturinn verði með svipuðu sniði og verið hefiir en væntan- lega megi búast við mjúkum á- herslubreytingum. Aðspurður varðist athafnamað- urinn Gísli Halldórsson allra frétta um hvað hann tæki sér fýr- ir hendur en af torræðum svip hans mátti ráða að hann hefði eitthvað í pokahorninu. GE Jón Bergmaim Jónsson, Halldór lngi Jónsson og Gísli Halldórsson. Mynd: GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.