Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 05.04.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 05.04.2001, Blaðsíða 7
ducssuhuh.! FIMMTUDAGUR 5. APRIL 2001 7 Heilir og sælir lesendur góðir til sjávar og sveita I Afganalandi ræður nú ríkjum þjóðflokkur sá er Talibanar kallast. Þetta er samfylking geðvondra karla sem kúga kon- ur og eyðileggja fornminjar. Talibanar leggja ríka áherslu á að vernda tungu sína og menn- ingu fyrir erlendum mengunar- völdum og svo grá er forneskja þeirra að þeir halda enn úti rík- isrekinni þjóðkirkju (nánar til- tekið þjóðmosku). Þótt það sé í sjálfu sér harð- neskjulegt að kúga konur þá er rík hefð fyrir því í Afganalandi og því vilja Talibanar ekki hætta því. Ekki fremur en við Islend- ingar viljum láta af því að drepa hvali eða spúa hættulegum efn- um út í gufuhvolfið. Það er svo rík hefð fyrir því hjá okkur. Við Islendingar höfum alltaf verið gallharðir Talibanar, allt frá tímum Ingólfs Arnarsonar, en hann var einmitt fyrsti Tali- baninn. Þegar hann kastaði öndvegissúlum sínum fyrir borð stundaði hann í senn ó- löglega losun farms í hafíð auk þess sem hann stórskemmdi með þessu merkar fornminjar. Talibanar lifa ekki neinu mun- aðarlífí og það gerði Ingóflur ekki heldur. Hann gat valið um grösugar sveitir, en kaus að nema land á útskeri því er Reykjavík heitir. Þar gat hann þó valið um allar lausar bygg- ingalóðir i bænum. Arnarhóll, Höfði, já jafnvel Vatnsmýrin, allt var þetta á lausu. En Ingólfur reisti sér bústað í bak- lóð í Skuggahverfinu. Aðal- stræti 8b. Maðurinn var aug- ljóslega meinlætamaður. Tali- bani. Gunnar á Hlíðarenda sýndi ýmis Talibanaeinkenni. Hann var öllum stundum úti um allar sveitir að drepa menn og gamna sér við vopnaskak að hætti af- ganskra stríðsmanna. Dag nokkru þegar þessi drullusokk- ur, sem aldrei nennti að sinna búi sínu, kom heim frétti hann að frú hans hefði þurft að verða heimilinu út um matvæli eftir óhefðbundnum leiðum. Þá hik- aði Gunnar ekki við að berja konu sína sundur og saman. Slíkt þykir hin besta skemmtan meðal Talibana. Þorgeir ljósvetningagoði er enn einn Talibaninn. Hann kastaði stórmerkum heiðnum skurð- goðum í Goðafoss til að ganga í augun á hinum Talibönunum. Svo er verið að hnýta í Talibana Afganalands fyrir að brjóta nið- ur styttur af Búdda kallinum. Eg veit ekki betur en að af engu fyrirbæri; manni, guði, dýri eða hlut, hafi verið framleiddar jafnmargar styttur og af þessum feita Kínakarli. Það munar ekkert um það þótt nokkur stykki af Bumbulíusi séu meitl- uð niður hér og hvar. Hins vegar er alvarlegur skortur á frambærilegum styttum af nor- rænum goðum á heimsmarkaði og verk Þorgeirs því margfalt svífyrðilegri en það sem Afgan- ir eru tuktaðir fyrir nú. Jón biskup Ogmundsson var þó versti Talibani Islandssögunnar. Hann eyðilagði fyrir okkur rammþjóðleg dagaheiti eins og Týsdag og Þórsdag og tróð upp á okkur lágkúrunni þriðjudagur og fímmtudagur. Oj bara. Auk þess bannaði karlskömmin Is- íendingum að dansa og enn þann dag í dag eru þeir allsend- is ófærir um það nema þá helst sauðdrukknir. Enn ríða Talibanar húsum á ís- Iandi. þeir hafa alllengi mátt halda sig til hlés en framrás bræðra þeirra í Afganalandi opnar þeim nú nýjar víddir og ýmsir koma úr skápnum. „Ef ég get ekki farið til fjallsins, þá læt ég fjallið koma til mín“, sagði Múhammeð spámaður, og stóð við það því hann var Tali- bani. „Ef feitir Kínakarlar standa í fjallinu og gretta sig framan í mig, þá læt ég rífa f)allið“ segir forsætisráðherra Afganalands. Og stendur við það því hann er Talibani. „Ef ljótur forstjóri stendur í Þjóðhagsstofnun, og grettir sig framan í mig, þá læt ég rífa Þjóðhagsstofnun,“ segir for- sætisráðherra Islands. Og stendur við það því hann er Talibani. Verið kært kvödd á þriðja Þórs- degi í Einmánuði Bjarki Már Karlsson í tilefni af starfslokum Sigurðar Ólafssonar framkvæmdastjóra Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar i á Akranesi býður stjóm stofnunarinnar til kveðjuhófs fyrir núverandi og fyrrverandi samstarfsmenn hans. Hófið verður í sal Oddfellow að Kirkjubraut 54, föstudaginn 6. apríl frá kl. 20 til 22. Stjórn Sjúkrahússins og heilsugœslustöðvarinnar á Akranesi. «*««t||| Snœfellsbœr - þar sem jökulinn ber við loft Atvinna Efnalaug ) Þvottahús • Hreinsum og þvoum allan almennan fatnað • 10% afsláttur af sængum, koddum og yfirdýnum í apríl • Leigjum út veisludúka • Gerum tilboð í stærri verk Pakkhússnefnd og atvinnu- og ferðamálanefnd Snæfellsbæjar óska eftir starfsfólki í Pakkhúsið sumarið 2001. Um er að ræða tvö störf. Pakkhúsið opnar í lok maí - byrjun júní og þurfa umsækjendur að geta byrjað u.þ.b. viku fyrr til að koma húsinu í stand og undirbúa sumarið. Krafist er góðrar tungumálakunnáttu, góðrar þekkingar á svæðinu og því sem það hefur að bjóða auk þægilegrar framkomu. Reynslu af samskonar störfum er einnig krafist. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Snæfellsbæjar á eyðublöðum sem þar fást fyrir 20. apríl. Borgarbraut 55 Borgarnesi 4371930 Öllum umsóknum verður svarað.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.