Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 05.04.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 05.04.2001, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 5. APRIL 2001 Jstissunub. ^&tssunui. FIMMTUDAGUR 5. APRIL 2001 9 Lára sýnirfótfrá Ozone Stúlkvmar komu allarfram á bikiníi. Hér má sjá Belindu og Rut. Þærfara báðar í keppnina um ungfrú Island 2001 Frt'áur bópur keppevda í irngní Vesturland 2001 Hafdís Bergsdóttii; ungfrú Vesturland 2001 Hafdís Bergsdóttir, imgfrít Vesturlavd 2001 Opnunaratriái fegurrfarsamkeppninnar var að vanda glæsilegt, Hér má sjá þær Hrefiiu, Ólöf lngu og Rut Hafdís faUegust Fegurðarsamkeppni Vesturlands fór fram fyrir fullu húsi í Félags- heimilinu á Klifi í Olafsvík urn liðna helgi. Tíu stúlkur sem komu víðsvegar að úr fjórðungnum kepptu þar um hinn eftirsótta titil Ungfrú Vesturiand. Það var Hafdís Bergsdóttir, 18 ára stúlka frá Grundarfirði, sem sigraði í keppn- inni að þessu sinni eftir harða bar- áttu. Silja Allansdóttir var sem fyrr framkvæmdastjóri keppninnar, en þetta er í níunda skipti sem hún sér um skipulag og framkvæmd hennar auk þess að þjálfa stúlkurnar. Heið- ursgestirnir voru fjórir, þau Elín Málmfríður Magnúsdóttir, Ungfrú Vesturland og Island árið 2000, Al- dís Róbertsdóttir sem varð í öðru sæti í keppninni á síðasta ári, Stein- unn Marta Gunnlaugsdóttir sem varð í því þriðja og Leifur Jónsson, Herra Vesturland. Stúlkurnar komu fjórum sinnum fram um kvöldið. Upphafsatriðið var ekki af lakara taginu en þar stigu þær allar saman trylltan dans í strigapokum með úfið hár. A eftir fylgdi glæsileg tískusýning frá versluninni Ozone á Akranesi, bað- fataatriðið var á sínum stað og loks komu þær fram í glæsilegum síð- kjólum. Það var mál manna að erfitt yrði að gera upp á milli stúlknanna tíu enda hver annarri fallegri. Þess ber að geta að skemmtiatriði á keppninni voru hvert öðru betra en það var Sveinn Elinbergsson sem sá um að kynna herlegheitin og fórst honum það vel úr hendi. Dómnefndin var skipuð þeim El- ínu Gestsdóttur, framkvæmdastjóra Fegurðarsamkeppni Islands, Birni Blöndal, ljósmyndara, Einari Karli Birgissyni, verslunarstjóra, Jónasi Geirssyni, tannlækni og Katrínu Rós Baldursdóttur, Ungfrú Vestur- land og ísland árið 1999. Hún þurfti þó aðeins skamma stund til að gera upp hug sinn og spennan var mikil þegar komið var að úr- slitastundinni. Eins og áður segir var það Hafdís Bergsdóttir, yngis- mær frá Grundarfirði sem hreppti fyrsta sætið og sá Elín Málmfríður um að krýna arftaka sinn. Rut Þór- arinsdóttir, 21 árs frá Hlíðarfæti í Hvalfjarðarstrandahreppi varð í öðru sæti og Maren Rut Karlsdótt- ir, 18 ára frá Akranesi í því þriðja. Hafdís sópaði að sér titlunum þetta kvöld því auk þess að vera valin feg- urðardrottning Vesturlands fékk hún titilinn Orublustúlka Vestur- lands og netstúlka Skjávarps. Belinda Engilbertsdóttir varð einnig sigursæl og vann þrjá titla; vinsælasta stúlkan, ljósmyndafyrir- sæta Vesturlands og sportstúlka Vesturlands en sem fyrr vom það stúlkurnar sjálfar sem kusu þá vin- sælustu í hópnum. Þær Hafdís, Rut, Maren og Belinda munu allar verða þátttakendur í keppninni urn titil- inn Ungfrú Island sem fram fer á Hótel íslandi innan skamms. Eins og flestum Vestlendingum ætti að vera kunnugt hafa þær stúlkur sem hafa verið kjörnar fegurðardrottn- ing Vesturlands undanfarin tvö ár einnig hlotið titilinn Ungfrú Is- land, þær Katrín Rós og Elín .Vlálmtríður. Það verður því spenn- andi að fylgjast með því hvort Haf- dísi tekst að verja titilinn góða í ár. SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.