Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 05.04.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 05.04.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 5. APRIL 2001 joCSSUltUi. Gauragangur í Fjölbrautaskóla Vesturlands Frábær frammistaða Leiklistarklúbbur nemendafé- lags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (NFFA) frumsýndi leikrit Olafs Hauks Símonar- sonar, Gauragang, síð- astliðinn föstudag fyrir fullu húsi. Verkið er í leikstjórn Ólafs Guð- mundssonar sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið Nenna níska í leikriti Magnúsar Scheving um fólkið í Latabæ. Honum til að- stoðar er Andrea Katrín Guðmundsdóttir, sem er meðlimur í leiklistar- klúbbnum. Gauragangur fjallar í grófum dráttum um Orm Oðinsson, ungan dreng sem hefur ó- bilandi áhuga á ljóðlist og er að eigin mati stór- kostlegur snillingur sem flestöll ástsælustu skáld þjóðarinnar blikna í samanburði við. Það vill hins vegar þannig til, Ormi til mikillar mæðu, að hægt er að telja þá sem eru sammála hon- um í því á fmgrum annarrar hand- ar. Þar fara fremstir í flokki Rúnar besti vinur hans og Hreiðar, gam- all og góðhjartaður maður sem kominn er með annan fótinn í gröfina. I verkinu er auk áður- nefndra ógrynni af bráðskemmti- legum aukapersónum sem setja ó- neitanlega svip sinn á það. Það fer ekki fram hjá neinum sem sýninguna sjá að mikil vinna liggur að baki henni enda um langa og viðamikla uppfærslu að ræða. Sem dæmi má nefna að ráð- ist var í að smíða snúningssvið sér- staklega fyrir þetta leikrit og skap- ar það leiklistarklúbbi skólans sér- stöðu þar sem ekkert annað áhuga- leikhús á landinu býr svo vel að eiga þannig svið. Flosi Einarsson er tónlistarstjóri Gauragangs en tónlistin er eitt af því sem skarar fram úr í uppfærslunni. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á ó- vart enda Flosi enginn nýgræðing- ur í sínu fagi og hljómsveitin skip- uð valinkunnum tónlistarmönnum úr fjölbrautaskólanum. Ekki var laust við að tauga- spenna gerði vart við sig hjá leik- urunum á frumsýningunni en eftir því sem á hana leið öðluðust þeir aukið sjálfstraust. Sindra Birgis- syni var falið að leika hið krefjandi og veigamikla hlutverk Orms og fórst honum það vel úr hendi, jafht leikur sem söngur. Þetta er ekki frumraun Sindra á leiklistarsviðinu en þegar leiklistarklúbburinn setti upp söngleikinn Rocky horror á síðasta ári lék hann sjálfan Rocky. Stjarna sýningarinnar er hins vegar að mati undirrit-' aðrar Bjarki Þór Guð- mundsson sem fer á kostum sem Rúnar besti vinur Orms. Hann kýs reyndar að láta kalla sig Ranúr þar sem hon- um þykir Rúnar of hversdagslegt. Aðrir góðir eru þau Tryggvi Dór Gíslason, Símon Ottar Vésteinsson, Sig- ríður Hrund Snorra- dóttir, Sveinbjörn Haf- steinsson og Sylvía Rún Ómarsdóttir, að öðrum ólöstuðum. Þau þrjú síðastnefndu eru í al- gjörum sérflokki hvað sönginn varðar, söngv- arar sem eiga framtíð- ina fyrir sér. Af áðurrituðu ætti lesendum að vera ljóst að Gaura- gangur er sýning sem óhætt er að mæla með. Ibúar Akraness hafa undanfarin ár verið duglegir við að mæta á sýningar nemenda í fjöl- brautaskólanum og því ekki við því að búast að árið í ár verði undan- tekning. Næsta sýning er í kvöld, fimmtudag, en einnig hafa verið á- kveðnar sýningar þann 6. og 9. apríl. SÓK Helstu leikarar í Gauragangi ^Písnflhornið / Eg er á hausniim, hvínandi annari limru sama höfundar: vera lélegasti leirburður sem ég hefframið víst getað tekið undir með Rósberg Um það leyti sem menn fara að vinna í skattframtölum sínum rifj- ast stundum upp óþægilegar stað- reyndir um fjárhagsstöðuna sem menn vildu gjarnan að væri með öðrum hætti en raun ber vitni. Mig minnir að það hafi verið Pétur Sig- urðsson sem orti: Eg er á hausnum hvínandi, hjálp fiest engan veginn, gapir við mér gínandi gjaldþrot beggja megin Vissulega stendur það í gamalli bók að menn skuli hugsa meir um fjársjóði hinum megin en það sem mölur og ryð fær grandað hérna megin grafar en skuldheimtumenn geta þó verið aðgangsharðir hérna megin að minnsta kosti. Eftír Rós- berg Snædal eru þessi eftirmæli: Ekki varð hans líkjjlgd löng, lífið mörgum brigslar, hér ogþar í hálfa stöng hanga fallnir víxlar. Hið óstöðvanlega og eilífa flóð gíróseðla og gluggabréfa hefur gert mörgum manninum gramt í geði svo sem ljóst verður af þessari lim- ru Böðvars Guðlaugsssonar: Armæddur ber ég augum, ógreidda reikninga í haugum og spumingin er hveruer yfnim égfer, bæði á tékkhefti og taugum. „A endanum fer allt einhvern- veginn þó margur efist um það á tímabili" var einhvern tíma sagt. Sem betur fer þróast nú málin oft- ast til betri vegar eins og segir í Þó ástand sé ótryggt og valt engu þú kvíða skalt. Með gengisfellingu og góðri kellingu reddast yfirleitt allt. Svo lengi sem ég man hafa allir kjarasamningar snúist um það að allir hópar reyna að ná örlítið meiri hækkun en hinir og jafhlengi að minnsta kosti hafa atvinnuvegirnir ekki þolað svona miklar kauphækk- anir og er þá ekki von að vel fari. Sigurður O Pálsson orti: Það er grundvallarparagrajf, að gífiirlegt lífskjarastrajf, fólk hljtur í raun ef hœkka þess laun. Það segir Þórarinn Vaff. Eftirfarandi vinnutímaljóð virð- ist ekki bera í sér mikla ánægju með launakjör opinberra starfs- manna enda hafa þeir sjaldnast ver- ið ofhaldnir af sínu (að minnsta kosti ekki að eigin áliti). Þetta Ijóð yrki ég t vinnutíma — og þar sem ég statfa hjá hitm opin- bera þá er þetta opinbert ljóð greitt afalmannafé — eða almannajóð greitt af opinberu fé. Hví skyldi ég ekki reyna að lifa af list minni þegar ég get? Og þetta er sem sagt ífyrsta sinn sem égfie borgaðfyrir að yrkja. Hittþykir mér svo aftur öllu lakara að þetta skuli jafnframt — ett hvað er hægt að ætlast til mikils af 17. launaflokki 2. stigs? Hvað sem hægt er nú að gera miklar kröfur til opinberra starfs- manna þá er smekkur manna á ljóð misjafn og um hið órímaða ljóð- form orti einhver gamansamur ná- ungi: Viti sneyddan eymdaróð atómskáldin sungu. Það getur enginn þeiira Ijóð þýtt á nokkra tungu. Margir hafa lent í þeirri stöðu að þurfa að reka sig á lánum og þó að það geti verið lán að fá lán getur verið ólán að þurfa að borga það aftur. Rósberg Snædal hafði þetta að segja um sína stöðu í fjármála- heiminum: Þó að lífs míns lekahrip liggi á botni ránar. Alltaf máfá annað skip! Utvegsbankinn lánar! Hvernig sem lausafjárstaða ein- staklingsins er nú við leiðarlok er þó grafarmálið yfirleitt svipað en við útför umkomulítils manns á Norðurlandi vildi þó svo til að gröfin reyndist full stutt og orti þá viðstödd kona: Sólarlöndin blika björt bak við dauðahöfin. Þar mun ekki þröngt um Hjört þó að stutt sé gröfin. Ekki mun Hjörtur sá alltaf hafa verið of sæll á lífsleiðinni og hefði Snædal sem umpólaði frægri setn- ingu Guðrúnar Ósvífursdóttur á þennan hátt: Kort m.eð nesti, krappan skó, klafa ogfestar bar ég. Lengst og mest mig þreyttu þó þeir sem bestur var ég. Ekki verður um of brýnt fyrir mönnum að vanda sig jafnan sem verða má við hvert það verk sem þeir taka sér fyrir hendur. A mannamóti hittust þeir Þingeying- arnir Sigurður á Lækjavöllum og Steinn Jónsson í Lyngholti og kvaðst Sigurður hafa gert vísupart meðan hann var í fjósinu en gleymt honum í mjólkurhúsinu en bætti svo við „Hann var nú svolítið gróf- ur“. Af þessu tilefni sendi Steinn honum eftirfarandi áminningu: Þrifnað í umgengni aldrei má gleyma við allt það sem mera skalfólk. Saurugar hugsanir síst eiga heima á sama stað eins og mjólk. Af því Rósberg Snædal hefur verið dálítið fyrirferðarmikill í þessum þætti, enda margt snilldar- verkið úr þeim sjóði komið, er rétt að láta hann slá í hann botninn líka: Af mér fokið fiðrið er felst í þoku ströndin, flugi lokið læt ég hér líkt ogpokaöndin. Með þökkfyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 ýfieygflrðshornið Ymis gullkom... ...sem íslenskir íþróttafrétta- menn hafa látið út úr sér í gegnum tíðina. Bjarni Fel: Leiknum verður sjónvarpað í sjónvarpinu Einum leik er ekki alveg ólokið Hann sprettur úr skónum Skotið ríður af stað Hann varð að fara af leikvelli í leikhléinu. Við erum stödd á leik FH og Hauka í Hafnarfirði og það eru Hafnfirðingar sem eru með boltann. Staðan markalaus, hvorugu liðinu hefur tekist að skora mark, núll núll, Liverpool núll Arsenal núll. Einar Bolla: Hafa Lakers nú loks fengið nýjan nýliða. ..og áhorfendur rísa hér úr fætum. ....og áhorfendur baula á leikinn. Samúel Om: Allir leikmenn liðsins eru á annan meter. KR-ingar eiga hornspyrnu á mjög hættulegum stað. Hann missti boltann jafhóðum strax. Þeir skora bara strax í byrjun á íyrstu upphafsmínútu þessa leiks. Hann skrúfaði boltann bak við hægra eyrað á markmanninum. Halti Björn: Þeir eru með bandarískan Ameríkana Það er hellingur af fullt af fólki. Weah skallaði hann með höfðinu... Adólflngi: (eftir að 16. umferð lauk) "...má því segja að Eyjamenn séu komnir með aðra höndina og átta fíngur að auki á íslandsbikarinn...."

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.