Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 05.04.2001, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 05.04.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. APRIL 2001 Mikill hugur í Hvanneyringum Þríár spennandi háskólabrautir í boði við LBH Nýjar dyr hafa opnast við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri varðandi nám og kennslu, en með lagabreyting- unni frá 1999 breyttist hann úr starfsmenntaskóla með háskóla- deild, yfir í háskóla með starfs- menntadeild. Þannig hófst t.d. kennsla á nýrri háskólabraut, Landnýtingarbraut s.l. haust og n.k. haust hefst kennsla í um- hverfisskipulagi sem getur verið fyrri hluti náms í Landslagsarki- tektúr. Af því tilefini hefur Auð- ur Sveinsdóttir landslagsarkitekt verið ráðin að LBH. Nýjum á- herslum í námi og kennslu fýlgja nýjungar í rannsóknum og er þar ýmislegt á döfinni. Reynslan hefur sýnt að mikil eftirspum er eftir vinnuafli búffæðikandídata ffá skólanum, auk þess sem þeir hafa staðið sig vel í framhalds- námi við erlenda háskóla. Hvorttveggja gerir háskólanám á Hvanneyri að spennandi valkosti og verður hér gerð grein fyrir þremur námsbrautum háskóla- stigsins við LBH. Nám í Umhverfisskipulagi I námi í umhverfisskipulagi er tekin fyrir náttúra landsins og fé- lagslegar aðstæður og miðað að því að nemendur öðlist þjálfun í að þróa og móta búsetulandslag út frá fagurfræðilegum félagslegum og öðrum umhverfistengdum sjónar- miðum. Grunnnám tekur 3 ár og lýkur eru tvö ár í viðbót og lokið próf- gráðu í landslagsarkitektúr. Hinn kosturinn er að taka fjórða ár á Hvanneyri og ljúka B.Sc.-120 í um- hverfisskipulagi. Störf að námi loknu íyrir þá sem ljúka með B.Sc.-90 geta verið hjá sveitar- og bæjarfélögum, fyrirtækj- um og stofnunum við umsjón með framkvæmdum, eftirlit og umsjón með náttúruverndarsvæðum og landnýtingu auk vinnu á skrifstof- um landslagsarkitekta. Verksvið þeirra sem ljúka B.Sc.-120 er meira tengt ráðlegginga- og leiðbeininga- störfum hjá sömu aðilum, vinna að skipulagningu á sveitabæjum og við minni svæði auk starfsvettvangs hjá Landgræðslu, Skógrækt, Búnaðar- samböndum og við fræðslu og upp- lýsingastörf hjá skólum og stofnun- um. Nám á búfræðibraut Námið tekur þrjú ár hið minnsta, en þá útskrifast nemendur með B.Sc.-próf (90 einingar) í búfræð- um. Að því loknu geta þeir bætt við sig eins árs sérnámi og rannsókna- þjálfun og brautskrást með kandídatsgráðu í búfræðum (120 einingar). Rauði þráðurinn er búfræði frá öllum hliðum, hvort sem um er að ræða ræktun fóðurs fyrir búféð, fóðrun, kynbætur, húsvist og vel- ferð. Fjallað er um auðlindir, land- ið og búféð, frá vísindalegu sjónar- horni með áherslu á líffræði, jarð- vegsfræði, efnafræði o.fl. Fjallað er um efnahagslegar forsendur auð- Hrafii og plógur eftir Magnús Tómasson, gjöffrá búfræöik'andídötum i tilefni 50 ára afmœlis háskólanáms á Hvanneyri með B.Sc.-90 í umhverfisskipuiagi. Þeir sem óska geta lokið námi á þessu stigi en LBH býður upp á tvo möguleika á framhaldi fyrir nem- endur sem náð hafa tilskildum ár- angri. I fyrsta lagi framhald á Norður- löndum á grundvelli NOVA-sam- komulagsins þannig að þar er geng- ið inn í meistaranám M.Sc., sem lindanýtingarinnar frá sjónarmiði búrekstrar í sátt við náttúruna, al- menning og samfélagið í heild. I náminu gefst kostur á verulegri sér- hæfingu í verkefnavali innan náms- greina. Þá er 5 eininga lokaritgerð á 6. önn sjálfvalið efni, samþykkt af leiðbeinanda. A fjórða ári gefst ennfremur kostur á víðtæku vali upp á 18 einingar, auk 9 eininga Gamli skólinn á Hvanneyri B.Sc. ritgerðar til kandítatsprófs. Námið tekur mið af þörfum þeirra er starfa vilja við leiðbeining- ar, rannsóknir og/eða kennslu í bú- fræðum eða búskap. Þá felst í nám- inu breiður líffræðilegur grunnur sem nýtist vel fólki sem t.d. fæst við kennslustörf hvort sem er á grunn- skóla- eða framhaldsskólastigi. Námið veitir góðan grunn til framhaldsnáms í búfræðum og skyldum greinum við erlenda há- skóla hvar sem er í heiminum. Möguleikar eru á að taka masters- nám M.Sc. við LBH í samstarfi við aðrar háskólastofnanir. Nám á landnýtingarbraut Áherslan er á hagnýta náttúru- fræði, þar sem þekking á náttúru landsins er nýtt til að skipuleggja sjálfbæra nýtingu hennar og vernd- un. Landnýting/náttúrunýting í víð- asta skilningi er öll nýting á landi. Grundvallarmunur er á landnýt- ingu og ræktunarbúskap, s.s. jarð- rækt. I landnýtingu er hin óbeisl- aða náttúra viðfangsefnið þar sem maðurinn uppsker á forsendum náttúrunnar. Þá er vistkerfum ekki umbylt, heldur haldið sjálfbærum og lítt breyttum. I ræktunarbúskap er þessu öfugt farið. Þar er mark- miðið að umbreyta kerfinu með há- marksafrakstur í huga og veruleg orka lögð til kerfisins til að svo megi vera. Náttúruvernd er óað- skiljanlegur hluti landnýtingar og náttúrunýtingar og í náttúrusið- fræði eru þessi tvö hugtök, nýting og vernd óaðskiljanleg. Erlendis hafa námsbrautir tengd- ar náttúrunýtingu eflst mjög á und- anförnum árum. Námið á Hvann- eyri er þó að því leyti fjölþættara að boðið er upp á sérhæfingu í skóg- rækt við íslenskar aðstæður. Land- nýtingarbraut Landbúnaðarháskól- ans leggur megináherslu á vist- fræðilegan bakgrunn skógræktar. Nemendur sem ljúka námi á brautinni eiga kost á að halda áfram námi til M.Sc. og Ph.D. gráðu við systurstofnanir LBH innan NOVA (Norræni dýralækna og landbúnað- arháskólinn), sem og við aðra er- lenda háskóla. Námið gefur góða A Hvanneyri er rekinn grunnskólinn Andakílsskóli og tveggja deilda leikskóli; Andabær undirstöðu undir framhald í land- nýtingarfræðum, vistheimt og skógrækt. Einnig er það góð undir- staða undir meistaranám í umhverf- isfræðum við Háskóla Islands. F ramhaldsnám Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri hefur fyrst og fremst ræktað fagleg tengsl við norrænar systur- stofnanir sínar og rekur ásamt þeim Norræna dýralækna- og landbún- aðarháskólann - NOVA sem er samræmingar- og samstarfsvett- vangur háskólanna. Nemendur með íslenska B.Sc. gráðu í búvís- indum geta gengið beint inn í mastersnám í mörgum greinum við þessa háskóla. Jafnframt geta nem- endur á þriðja ári B.Sc. námsins á Hvanneyri tekið aðra önnina við einhvern af þessum skólum, á þeim sviðum sem ekki er grundvöllur til að bjóða vegna takmarkaðrar þátt- töku eða skorts á sérfræðiþekkingu hérlendis. Einnig er Landbúnaðarháskólinn í samstarfi við menntastofnanir vestanhafs og má þar nefna Agricultural College of Nova Scotia og University of Prince Ed- ward Island í Kanada. Við síðar- nefnda skólann er verið að koma á samningum um aðgang nemenda með B.Sc. próf frá Hvanneyri að dýralækninganámi þar sem stór hluti af svokölluðu pre-veterinary studies fengist metið. Einnig er Landbúnaðarháskólinn í samstarfi Aðstaða til náms á Hvanneyri Kennslustofúr hafa góðan búnað, bókasafn, rannsóknastofur og til- raunabú eru innan seilingar. Nem- endur njóta ýmiss hagræðis af því að búa og starfa á sama svæði. Þessi háttur gefur góða nánd milli nem- enda innbyrðis og nemenda og kennara. Undanfarin ár hafa verið byggðir upp nýtískulegir nemenda- garðar á Hvanneyri með einstak- lingsherbergjum og fjölskylduíbúð- um. Búið er að tengja þessi hús við tölvunet stofnunarinnar þannig að nemendur hafa kost á háhraðasam- bandi við internet og önnur tölvu- samskipti. A staðnum er leikskóli og barnaskóli. Nemendur hafa einnig möguleika á að hafa hross í hesthúsi skólans. Gleymum ekki almenna búnaðamáminu Auk háskólanámsins sem kynnt hefur verið hér að framan, þá er sem fyrr boðið upp á almennt bún- aðarnám við bændadeild á fram- haldsskólastigi. Það nýjasta í því námi er, að frá árinu 1999 hefur starfandi bændum verið gefin kostur á að taka það sem fjamám og stunda nú hátt í 40 starfandi bændur nám á Hvanneyri með þeim hætti. (SHe) við Guelph University og hafa nemendur frá Hvanneyri stundað framhaldsnám þar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.